Þjóðviljinn - 19.02.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983_
st jórnmál á sunnudegi
Lúdvlk
Jósepsson
skrifar
Varhugaverð vinnubrögð
Það er mikið rætt um upplausn stjórn-
málaflokkanna og ókyrrð á hinu pólitíska
sviði.
Vissulega er það rétt, að umbrot eru nú
meiri og með öðrum hætti en jafnan áður á
vettvangi íslenzkra stjórnmála. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir verið klofinn í nokkur ár.
Hluti flokksins er í ríkisstjórn, en aðrir
flokksmenn í hatrammri stjórnarandstöðu.
Og þegar betur er að gáð virðast ósættanleg
öfl togast á um völd í flokknum og satt bezt
að segja virðist flokkurinn ekki líklegur til
stórræða.
Alþýðuflokkurinn hrökk í sundur þó í
stjórnarandstöðu væri og mun nú koma
fram í tvennu lagi í komandi kosningum.
Þáttur Vilmundar er býsna skrítinn. Fyrst
berst hann fyrir varaformennsku í Alþýðu-
flokknum og þá virðist eins og hann telji
Alþýðuflokkinn góðan flokk. Þegar hann
fellur í kosningunum snýst allt við og Al-
þýðuflokkurinn breytist á einni nóttu í
„kerfisflokk“ og óalandi sérhagsmuna-
samtök.
Síðan boðar Vilmundur sína patentlausn
eins^ og oft áður. Leiðin er hans eigin
Bandalagsflokkur, gegn öllum hinum
flokkunum, gegn kerfinu og gegn þátttöku
þingmanna í framkvæmda-valdinu. Vil-
mundur vill kjósa forsætisráðherra beinni
kosningu og síðan ráði forsætisráðherra öll-
um ráðherrum, skipi bankastjóra og bank-
aráð, ráði alla embættismenn og hafi með
höndum allt framkvæmdavaldið. Alþingis-
menn semji síðan lög og annist yfirheyrslur
í þingnefndum. Vilmundur boðaði á sínum
tíma „raunvaxtastefnu“ og tókst með henni
að hækka vexti í landinu um meir en helm-
ing. Hann ætlaði að kveða niður verðbólg-
una með „raunvöxtum" en verðbólgan óx
aldrei meir en eftir að þessi nýja stefna var
tekin upp.
Vilmundur boðaði líka „Nýjan Alþýð-
uflokk á gömlum grunni". Allt fór það í
vindinn og nú boðar hann Bandaiagsflokk-
inn sinn.
Framsóknarflokkurinn hefir ekki sloppið
við ókyrrð stjórnmálaflokkanna. Hann
missti Guðmund G. Þórarinsson fyrir borð
og var hann þó vonarstjarna flokksins í
Reykjavík. Eftir sat flokkurinn með Ólaf
Jóhannesson sem hætti enn við að hætta.
Og Páll Pétursson formaður þingflokks
Framsóknarmanna er nú talinn óalandi
þingmaður af stórum hluta flokksmanna
sinna í Húnavatnssýslu.
Alþýðubandalagið hefir heldur ekki
sloppið algjörlega við þessa pólitísku ó-
kyrrð. Það hefir látið draga sig inn í fáfengi-
Ieg persónu-prófkjör með þeim afleiðing-
um að flokkurinn stendur veikari en áður á
ýmsum stöðum. Já, því verður ekki neitað
að óvenju ókyrrð er í íslenzka flokkskerfinu
og vissulega hefði verið freistandi að fjalla
nokkuð nánar um það,hvað þar er raunveru-
lega að gerast, - um það hvert stefnir í
íslenzkum stjórnmálum.
Það verður ekki gert í þessum greinar-
stúf. Þess í stað ætla ég að víkja nokkuð að
þremur stórmálum, sem ofarlega hafa verið
á baugi að undanförnu. íhugun á þeim mál-
um leiðir menn kannski eitthvað á sporið
varðandi þróun okkar stjórnmála um þess-
ar mundir.
Kjördœmamálið
Umræðan um kjördæmamálið hefir ekki
orðið til þess að auka á bjartsýni um sam-
starf og samheldni landsmanna.
Með ofsakenndum og öfga-fullum áróðri
hefir tekist að skipta þjóðinni í tvær fjand-
samlegar fylkingar í þessu máli.
Annars vegar er hrópað á fullan jöfnuð
atkvæða um allt land og enga fjölgun þing-
manna. Hins vegar standa aðrir og neita
öllum breytingum.
Þeir sem mest kvarta um skertan at-
kvæðisrétt telja sig berjast fyrir jöfnun
mannréttinda og rekja orðið flest sem
aflaga hefir farið í þjóðfélaginu til rangs
„atkvæðavægis" eins og það er kallað.
Krafan um fullan jöfnuð atkvæða milli
landshluta og enga fjölgun þingmanna,
þýðir á mæltu máli, að Vestfjarðakjör-
dæmi, sem nú er fámennasta kjördæmið,
fái 2 þingmenn í stað 5-6 nú, en að Reykja-
vík fái 25 þingmenn í stað 15 nú.
Aróður þessara „réttlætismanna" er m.a.
Á Vestfjörðum starfa um 55% allra
vinnandi manna að frumvinnslu-
greinum, þ.e. landbúnaði og sjávar-
útvegi. í Reykjavík starfa hins veg-
ar að þessum frumvinnslugreinum
um 3.1%. Auðvitað vinna Reykvík-
sá, að ekki sé hægt að stjórna efnahagsmál-
um þjóðarinnar vegna þessa ranga
atkvæða-vægis. Þeir segja að teknar séu
rangar fjárfestinga-ákvarðanir vegna þessa
misréttis og að gengið sé á hlut þéttbýlis-
búa. Hér er með gífuryrðum alið á fjand-
skap milli landshluta. Hér er verið að halda
því fram að fjárfest hafi verið óeðlilega t.d.
á Vestfjörðum á kostnað höfuðstaðarbúa
og til ógagns fyrir þjóðarheildina. Til Vest-
fjarða hafa þá líklega verið keypt of mörg
fiskiskip og byggð of mörg frystihús.
Á Vestfjörðum starfa um 55% allra vinn-
andi manna að frumvinnslugreinum, þ.e.
landbúnaði og sjávarútvegi. í Reykjavík
starfa hins vegar að þessum frumvinnslu-
greinum um 3.1%. Auðvitað vinna
Reykvíkingar eigi að síður að þjóðhagslega
nauðsynlegum störfum. En þessar tölur
sýna fyrst og fremst hve gagnkvæmt sam-
starf og samvinna er nauðsynleg á milli
Vestfirðinga og Reykvíkinga.
Sjósókn og fiskvinnsla Vestfirðinga er á
vissan hátt undirstaða undir störfum
Reykvíkinga og störf Reykvíkinga eru
auðvitað nauðsynleg Vestfirðingum, þó að
þau séu mest á sviði verzlunar, stjórnsýslu
og æðri menntunar. Fjárfestingin í Reykja-
vík á sviði verzlunar, opinberrar þjónustu
og æðri menntunar, hefir ekki verið lítill.
Hún hefir örugglega ekki skilað meiri hag-
vexti, en fiskveiðar Vestfirðinga.
Sú afstaða sem leiðtogar stjórnmála-
flokkanna tóku í upphafi varðandi kjör-
dæmamálið, var eðlileg og skynsamleg.
Þeir sögðu: við teljum ekki rétt að raska
núverandi kjördæma-mörkum og ekki rétt
að fækka kjördæmakosnum þingmönnum
fjarlægustu og smæstu kjördæmanna.
Við teljum hins vegar rétt og sjálfsagt, að
rétta nokkuð hlut þéttbýlissvæðanna með
fleiri þingmönnum þeim til handa. Slík
leiðrétting verður að eiga sér stað nú eins og
alltaf áður, með einhverri fjölgun þing-
manna, og með breyttum reglum varðandi
skiptingu uppbótarþingsæta.
Framsókn leggur til
að fœkka kjördœma-
kosnum þingmönnum
úti á landi
Þegar langt var komið vinnu formanna
stjórnmálaflokkanna um lausn kjördæm-
amálsins, gerist svo sá ótrúlegi atburður, að
ingar eigi að síður að þjóðhagslega
nauðsynlegum störfum. En þessar
tölur sýna fyrst og fremst hve gagn-
kvæmt samstarf og samvinna er
nauðsynleg á milli Vestfirðinga og
Reykvíkinga.
formaður Framsóknarflokksins, Steingrím-
ur Hermannsson, leggur til, að kjördæma-
kosnum þingmönnum landsbyggðarkjör-
dæmanna verði fækkað um einn í hverju
kjördæmi og breytt í uppbótarþingsæti, til
þess m.a. að Framsóknarflokkurinn geti
fengið fleiri kjördæmakosna menn í
Reykjavík og Reykjanesi. Allir kannast við
þá staðreynd, að Framsóknarflokkurinn
hefir til þessa haft hlutfallslega meira fylgi
úti á landi en hér í þéttbýlinu suð-
vestanlands. Hann hefir því ekki notið upp-
bótarsæta en oftast fengið fleiri þingmenn
en heildaratkvæðamagn hans sagði til um.
Nú virðist Framsókn tilbúin að fórna cinum
kjördæmakosnum þingmanni minni kjör-
dæmanna til þess að auka möguleika sína
hér syðra.
Enn er ekki séð hver verða endalok kjör-
dæmamálsins að þessu sinni, en eitt ættu
allir, sem hugsa alvarlega um þróun íslenz-
kra þjóðmála að hafa lært af umræðunni um
málið að þessu sinni, að það er háskalegt að
skipta þjóðinni upp í tvær fylkingar varð-
andi rétt til fulltrúa á Alþingi. Þéttbýlið á
sinn rétt. En það hefir ekki farið halloka í
rekstri þjóðarbúsins og ekki orðið undir
varðandi stjórnsýslu hins opinbera.
Vísitölumálið
Enn einu sinni er vísitölumálið orðið eitt
af ofurkappsmálum í stjórnmála-
átökunum.
Nú reyna ýmsir menn að kenna vísitöl-
unni um verðbólguna og um alla erfiðleika í
efnahagsmálum.
Hrópað er á nýjan vísitölugrundvöll og
þó fyrst og fremst á nýja og skerta
kaupgjaldsvísitölu.
Nýr vísitölugrundvöllur mun litlu breyta
þegar til lengri tíma er litið. í nýja grund-
vellinum munar meir en áður urn verðlag á
bílum og benzíni og um kostnað á skemmti-
siglingum. Hins vegar munu verðbreyting-
ar á matvörum og brýnustu nauðsynjum
mæla minna en áður. Sem sagt, ef verð á
Mercedes Benz og Volvo hækkar þá hækk-
ar vísitalan verulega, en ef mjólk og kjöt
hækkar þá munar lítið um það. Þessi
grundvallarbreyting er ómerkileg og hana
má hafa á ýmsan veg. Hitt sem nú er deilt
um og öllu máli skiptir er það, hvort breyta
á kaupgjaldsvísitölunni þannig, að ef ríkis-
stjórn hækkar verð á nauðsynjavörum með
hækkun á söluskatti og vörugjaldi eða toll-
um, þá skuli ekki telja slíka verðlagshækk-
un með í kaupgjaldsvísitölu. Eða ef Lands-
virkjun hækkar rafmagn tvöfalt meir en
sem nemur verðbólgu-aukningu, þá skuli
ekki telja þá verðhækkun með við út-
reikning kaupgjaldsvísitölu.
Eins og stundum áður er Framsóknar-
flokkurinn alveg óður í að koma fram þess-
ari kauplækkunar-aðferð. Nú hefur hann
fengið Gunnar Thoroddsen í lið með sér og
vill nú leggja út í stríð við samtök launa-
fólks. Út í þetta stíð á að leggja eftir að
nýlega hefir verið látið kyrrt liggja þó að
hclmingur vísitölubóta á laun hafi verið
felldur niður.
Hér er um háskaleg stjórnarafglöp að
ræða.
Engin ríkisstjórn mun leysa verðbólgu-
vandann með stríðsaðgerðum gagnvart
launafólki.
Samstarfsleiðin ein getur dugað í þeim
efnum.
Þeir sem staðið hafa fyrir því að heimila
gífurlegar verðhækkanir á nær öllum vörum
og þjónustu í 3 mánuði, með 15% hækkun
hér, 25% hækkun þar og jafnvel 35% ann-
ars staðar, þeir verða að greiða fyrir þær
verðhækkanir m.a. mcð hækkun
kaupgj alds vísitölu.
Álmálið
Að síðustu langar mig svo til að víkja
örfáum orðum að álmálinu.
Fyrir nokkrum árum átu nokkrir aðal-
fjármála-sérfræðingar landsins þá full-
yrðingu upp hver eftir öðrum, að eina leið
Islendinga til þess að auka hagvöxt í
landinu og til þess að skjóta traustari stoð-
um undir íslenzkt efnahagslíf, væri að
virkja og virkja og selja orkuna stóriðju.
„Stóriðja" var töfra-orðið. Nú tapar öll
stóriðja ár eftir ár og meir en helmingur af
öllum skuldum þjóðarbúsins við útlönd, er
vegna stóriðju og orku-framkvæmda.
Og nú efast enginn lengur um að álverið í
Straumsvík, sem gleypir helminginn af allri
raforku landsmanna, fær orkuna á smán-
arverði og í rauninni með því að landsmenn
greiði orkuverðið fyrir stóriðjuna.
Við þessar aðstæður kemur álmálið upp.
Sannað er af heimsþekktu og viður-
kenndu endurskoðunarfirma, að Álverið í
Straumsvík hefir svikið tekjur undan skatt-
lagningu og haft af íslendingum mikið fé.
Þegar þetta liggur fyrir, ókyrrist forystulið
Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið upp-
hefur áróðursherferð gegn þeim ráðherra
sem afhjúpuð hefir hið erlenda stórfyrir-
tæki. Og þegar tilkynnt er að íslenzk yfir-
völd hafi endurreiknað skatt fyrirtækisins í
samræmi við álit hæstaréttarlögmanns og
virðulegs fyrrverandi hæstaréttardómara,
þá reka þingmenn Sjálfstæðisflokksins á
Alþingi upp neyðaróp. Og þegar erlendi
auðhringurinn neitar öllum samningum um
sanngjarna leiðréttingu á orkuverði, þá
bregst ekki aðeins Sjálfstæðisflokkurinn,
heldur Framsóknarflokkurinn líka.
Sá seki erlendi aðili segist geta lagt fram
tillögu til umræðu í sínu erlenda auðfélagi
um hugsanlegar minniháttar breytingar á
orkuverði, en því aðeins, að Islendingar
samþykki fyrst að hann megi stækka álverið
og þar með skuli hann fá meira rafmagn á
undirverði. Þetta vildu Framsóknarmenn
strax samþykkja - heimila stækkun og meiri
orkusölu, án þess að nokkuð fast lægi fyrir
um raforkuverð.
Hér er um ótrúlegt mál að ræða. íslend-
ingar standa annars vegar í deilu við er-
Iendan auðhring. Þeir hafa öll tromp á
hendinni og erlend fordæmi til að fara eftir,
- en samt siglir allt í strand. Upp kemur
gamla undanhaldsstefnan - uppgjöfin fyrir
hinum ríka útlendingi; þó að harkan sé næg
gagnvart nauðstöddum láglaunamanni.
Hér eru á ferðinni varhugaverð vinnu-
brögð.
Það er varhugavert að ætla að skipta
þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar í kjör-
dæmamálinu.
Það er varhugavert, að efna til stétta-
stríðs út af nýrri árás á almenn launakjör.
Og það er varhugavert að efna til inn-
byrðis deilna þegar staðið er í hörðum
átökum við erlendan auðhring.