Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983
PJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfyfélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
I Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson.
ritstjórnargrcin úr aimanahinu
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigufbjörnsdóttír.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Efnahagsundrið
ömurlega
• Friedman, hagspekingur markaðshyggju þeirrar,
sem íslenskt verslunarráð treystir, Reagan Bandaríkja-
forseti og Pinochet einræðisherra í Chile eiga eitt sam-
eiginlegt: þeir telja að markaðurinn hafi ávallt rétt fyrir
sér. Efnahag Chile hefur undanfarin ár verið stjórnað
af lærisveinum Friedmans, sem fyrir ári komst svo að
orði, að Chile væri „efnahagslegt og pólitískt undur“.
Það er líka haft fyrir satt, að menn Reagans hefðu litið
svo á, að fordæmi Chile sýndi meðal annars, að sú
efnahagsstefna sem Reagan lagði upp með 1981 mundi
bera árangur.
• Pá virtist svo í reynd sem Chile gæti orðið einskonar
sýnisgluggi markaðshyggjunnar - að slepptum nokkr-
um óþægilegum staðreyndum eins og þeim, að pólitískt
frelsi hafði verið afnumið í landinu og mannréttindi
fótum troðin. Lærisveinar Friedmans í vinnu hjá Pino-
chet skáru niður ríkisútgjöld (nema til hersins), tóku
upp strangt aðhald í peningamálum,hættu sem mest
efnahagslegum umsvifum ríkisins, skáru niður inn-
flutningstolla og ýttu undir erlendar fjárfestingar. Á
árunum 1977-80 sýndist allt ganga sæmilega á yfirborð-
inu - verðbólgan var að mestu kveðin niður og hagvöxt-
ur var verulegur. Lánstraust Chile í bandarískum bönk-
um var mikið. Bandarískir auðhringar áhugasamir um
fjárfestingar.
• En það var stutt gaman að Chile væri einskonar
fyrirmynd frjálsra markaðskerfa. Chile hefur safnað
erlendum skuldum sem eru, miðað við höfðatölu, meiri
en hjá flestum ríkjum öðrum eða sautján miljarðar
dollara - þær skuldir eru t.d. allmiklu hærri á manns-
barn hvert en hinar frægu skuldir Pólverja. Gjaldþrot
eru nú átta sinnum fleiri en 1976. Atvinnuleysið er
gífurlegt - þriðji hver maður í landinu fær ekki vinnu.
Og í fyrra dróst þjóðarframleiðslan saman um hvorki
meira né minna en 14% - og var það mesti samdráttur í
allri Rómönsku Ameríku.
• Talsmenn markaðshyggjunnar, eins og til dæmis lá-
varðurinn breski, sem fyrir skömmu var hér gestur
Viðskiptaráðs, láta stundum að því liggja, að lýðræðið
sé til trafala og spilli jákvæðum áhrifum „hinnar ósýni-
legu handar“ markaðarins. Og verkalýðsfélögin trufli
þau með „einokunarvaldi“ sínu svonefndu. Ekkert
slíkt hefur truflað lærisveina Miltons Friedmans í Chile:
Pólitískir flokkar eru þar bannaðir, verkalýðsfélögin
bönnuð líka eða ómyndug gjörð, mannréttindi tekin úr
sambandi. Og samt náðu sérfræðingar markaðsspek-
innar ekki „glæsilegri“ árangri en þetta - þeir hafa
meira að segja orðið að sætta sig við það, að stjórnin
bryti gegn sinni eigin markaðstrú með því að ríkið hefur
nýlega orðið að grípa til sinna afskipta til að komast hjá
því að bankakerfið í landinu hryndi.
• Eftir stendur tvennt. Annarsvegar: Verðbólgan
minnkaði - og það er víst það eina sem telst jákvætt.
Annað hefur gerst, og skiptir mestu fyrir það fólk sem
lifir í landinu: Meirihluti almennings býr við allmiklu
lakari kjör en áður, og hið mikla atvinnuleysi hefur
steypt miklum fjölda manna í örbirgð og beinan skort.
Á meðan hafa yfirstéttarklíkur, sem kenndar eru við
mannætufiskinn piranha, notað hin gullnu mark-
aðstækifæri til að sölsa undir sig gífurlegar eignir -
auður og þau völd sem honum fylgja eru nú í höndum
færri aðila en nokkru sinni fyrr í sögu Chile. Fróðleg
lexía nú þegar líður að tíu ára afmæli valdræningja-
stjórnar þeirrar sem steypti vinstristjórn Allendes.
-áb.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Saeunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Lýsis-
gjofin
Þegar ég kom í Barnaskóla
Austurbæjar fyrir röskum þrem
áratugum síðan voru börnin prúð
og horsk.
Strákarnir höfðu vatnsgreidda
bylgju í hárinu við ennisrótina,
gengu gjarnan í brúnyrjóttum
ullarpeysummeðtveimurdökk -
bláum röndum yfir brjóstið og
höfðu á fótunum gúmmískó sem
gerðir voru úr slöngugúmmíi og
notuðum bíldekkjum.
Stelpurnar höfðu gjarnan
slaufu í hárinu, gengu í rósóttum
stofunni og síðan opnað varlega.
Allir stóðu þá upp, teinréttir, og
inn gengu tvær konur í hvítum
sloppum. Hafði önnur handklæði
á handleggnum og hélt á stórri
flösku í hinni hendinni. Hin kon-
an hélt á hvítri leirkönnu með
tveimur fölgrænum röndum efst.
Kanna þessi tók um það bil einn
lítra að rúmmáli, og allir vissu
hvað hún hafði að geyma:
þorskalýsi.
Þegar við höfðum sýnt lýsis-
konunum virðingu okkar með því
að standa teinrétt í stundarkori\
máttum við setjast. Síðan skyldu
allir teygja úr hálsinum, horfa
upp í loftið og opna munninn. Sú
með könnuna gekk á röðina og
hellti á munnana og þá reið á að
hreyfa sig ekki því annars fór lýs-
ið út um alla vanga og í fínu brún-
yrjóttu ullarpeysuna og náðist
þaðan aldrei aftur. Á eftir kom sú
með handklæðið og þurrkaði, ef
eitthvað hafði farið til spillis. Hér
um hætti þvæla ofan í mig lýsinu
heima. Ég held ég verði henni
ævarandi þakklátur. Það var mér
leikur einn að taka lýsið heima,
blandað saman við ferska kræki-
berjasaft. Og svo fékk ég barma-
fullt glas af freyðandi blárri saft-
inni á eftir. Það sem mestu máli
skipti var þó ekki bragðið heldur
hitt, að ég hafði fengið að halda
sjálfsvirðingu minni. Jafnvel þótt
það kostaði að ég fengi á mig orð
fyrir kveifarskap.
Ég held að lýsisgjöfin í Barna-
skóla Austurbæjar hafi gefið mér
æfilanga bólusetningu gegn allri
mötun. Þessi hvíta leirkanna með
fölgrænu röndunum hefur lifað í
vitund minni alla tíð síðan sem
tákn óhugnaðar og valdbeitingar
gegn sjálfsvirðingu minni og
persónulegufrumkvæði. Ofnæm-
ið sem þessi kanna gaf mér gerði
það að verkum að annað skóla-
starf sem rekið var með svip-
uðum hætti varð mér kvalræði.
Að hlýða hópskipunum leikfim-
ikennarans. Að læra utanbókar
sígildar perlur bókmenntanna í
stað þess að fá að skilja þær og
skynja af eigin frumkvæði. Sjald-
an hefur jafn fögru kvæði verið
jafn illa misþyrmt og þegar við
vorum tekin upp, hvert á fætur
öðru og látin þylja utanbókar:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind gull-
rauðum loga glæsti seint af degi.
Við austur gnæfir sú hin mikia
mynd hátt yfir sveit og höfði
björtu svalar...
Mér fannst þetta kvæði samt
fallegt og má það furðulegt heita
að skólanum skyldi ekki takast að
fá mig til að hata það eins og lýs-
iskönnuna.
Meðal annarra orða, hvernig
skyldu þeir gefa lýsið í Austur-
bæjarskólanum núna?
kjólum og súkkulaðibrúnum
háum sokkum sem bundnir voru
upp með sokkaböndum.
Á skólaganginum, þar sem
jafnan lá í loftinu yndislegur ilm-
ur af svita og rökum fötum,
röðuðum við okkur upp við fat-
asnagana og biðum eftirvænting-
arfull eftir kennaranum fyrir
hverja kennslustund. Við stóðum
alltaf upp þegar gestir komu í
kennslutíma og aldrei skutum við
teygjuskotum eða skutlum í
kennarann. í öðrum frímínútun-
um var matmálstími, og þá tóku
menn upp úr pússi sínu appelsín-
flösku með korktappa í sem hafði
að geyma glóðvolga mjólk og
hveitibrauðssneið sem hafði
fengið að velkjast innanum penn-
astokkinn og lestrarbækurnar í
skólatöskunni, innvafin í not-
aðan vaxpappír. Sumir bjuggu
svo vel að hafa líka með sér epli,
en það var þó munaðarvara á
þeim árum. Sá ísæti ilmur sem
kom í skólastofuna af volgri
mjólkinni og velktum
brauðsneiðum blandaðist svita-
lyktinni og þeim sérstæða keim
sem enn eimdi eftir að frá lýsis-
gjöfinni í tímanum áður.
Það gerðist yfirleitt í byrjun
annarrar kennslustundar að
bankað var á hurðina á kennslu-
var verið að ala upp hrausta
æsku.
Eitt verður þó að játast sem
væntanlega verður ekki lagt þess-
ari annars ágætu uppeldisstofnun
til lasts: ekki tóku allir lýsisgjöf-
inni meðjafn miklu jafnaðargeði.
Okkur var sagt að það væri
kveifarskapur að vilja ekki taka
við lýsisskammtinum, auk þess
sem það væri skylda. En ég var
einn þeirra fáu sem kærði mig
kollóttan um kveifaraskap og
skyldu og sagði nei: frekar skyldi
ég hætta í skólanum en láta hella
ofan í mig þessum viðbjóði. Mér
þótti sjálfum mér ntisboðið og
bar þetta undir móður mína sem
sýndi málinu skilning og talaði
við skólastjórann. Ég fékk
undanþágu frá lýsisgjöfinni gegn
skriflegu loforði móður minnar
um að hún myndi með einhverj-
skrifar
Ólafur
Gíslason