Þjóðviljinn - 05.03.1983, Side 20
Garöar
Guðmundsson
Guðbergur
Auðunsson
Stefán Jónsson
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983
Skjaldar-
glíma
Ármanns
71. Skjaldarglíma Ármanns
verður glímd í íþróttahúsi Ár-
manns við Sigtún laugardaginn 5.
mars 1983, kl. 15.00.
Skjaldarglíman er elsta íþrótta-
mót, sem háð er í Reykavík enda
stofnað til hennar árið 1908 og hef-
ur svo verið árlega síðan utan fimm
ár kringum heimsstyrjöldina fyrri
(1913, 1916 - 1919).
Glímt er um skjöld, er Glímu-
deild Ármanns lætur gera til
heiðurs mesta glímumanni Reykja-
víkur. Skjaldhafi verður sá, er
vinnur glímuna hverju sinni.
Að þessu sinni eru meðal kepp-
enda Jón Unndórsson, KR, og
Guðmundur Freyr Halldórsson,
Ármanni, en þeir urðu vinninga-
flestir í Bikarglímu glímusam-
bandsins um fyrri helgi. Einnig má
nefna Olaf Hauk Olafsson, KR,
Árna Þór Bjarnason, KR, og þá
Geir Gunnlaugsson og Karl H.
Karlsson, báða úr Umf. Víkverja.
Gera má ráð fyrir skemmtilegri
keppni, eins og að jafnaði, þegar
Skjaldarglíma Ármanns er glímd.
Staðið fast á
íslenskum rétti
Framhald af 23. siöu.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
hér var ekki um að ræða raun-
verulega afgangsorku og hefur
Landsvirkjun staðfest það í
skýrslu um framkvæmdaþörf
frá apríl 1982, þar sem sagt er að
litið verði á „60% af þegar um-
saminni afgangsorku sem for-
gangsorkusölu í áætlunum um
framkvæmdaþörf á næstu
árum“. Aðalatriði þessa máls
er, að það meðalorkuverð sem
samið var um vegna stækkunar-
innar er nú 6,5 mill/kWh en
kostnaður fyrir Landvirkjun að
afhenda þessa orku nemar allt
að þrisvar sinnum hærri
upphæð.
Að lokum vill iðnaðarráðuneyt-
ið taka fram, að niðurstöður mikil-
vægra samninga, eins og þeirra sem
hér um ræðir, eigi að vera almenn-
ingi ljósar og að fráleit sé sú skoðun
að af hálfu ráðuneytisins sé verið
að efna til illdeilna innanlands,
þótt staðið sé fast á rétti íslenska
ríkisins um réttar skattgreiðslur.
Ráðuneytið telur einmitt brýnt,
að reyna með jákvæðum huga að
læra af reynslunni og mörkuð sé
stefna, sem sameinað geti íslend-
inga um árangursríka samninga-
gerð í ljósi hennar.
(Frá iðnaðarráðuneytinu).
Barið á erkióvininum: atvinnulausir bflasmiðir ráðast með sleggjum á Toyotabfl japanskan.
Fjórði hver atvinnulaus í Detroir:
Bílaborgin mikla
er deyjandi borg
Fræg höfuöborg bartdaríska bílaiðnaðarins, Detroit er nú nefnd
„fyrstadauðastórborgin í Bandaríkjunum". Áður var borginni lýst
með orðum eins og „kraftmikil“, „rík“ og fleira þessháttar. Nú er
Detroit borg hnignunar og atvinnuleysis - fjórði hver vinnufær
maður atvinnulaus.
Sumir hafa enn von - þeir fá
atvinnuleysisbætur og þeim er
lofað að bráðum verði aftur hafist
handa á vinnustað þeirra. Aðrir,
einkum þeir sem eldri eru, gera sér
ekki von um að fá vinnu framar.
Chrysler, sem er enn verr sett en
hinir bflarisarnir, Ford og General
Motors, er t.d. að selja heilu vinnu
staðina fyrir tíu dollara stykkið.
Slík kaup eru gerð til að losna við
fasteignaskatta og segja sína sögu
af því, hvaða augum bílarisarnir
líta eigin framtíð.
Oddvitar borgarinnar neita því,
að fólk svelti í Detroit. Hitt er svo
vitað, að allskonar samtök og
trúfélög eru önnum kafin við að
sjóða súpur og gefa atvinnuleysing-
jum og bjargarlausu fólki og koma
upp náttbólum fyrir þá sem eiga
hvergi höfði að halla.
Hrun
Ekki eru nema fá ár síðan Det-
roit var auðug borg, laun voru þar
nokkuð yfir bandarískum meðal-
launum - og bflarisarnir þrír fram-
leiddu um tíu miljónir bifreiða á
ári. Fyrsta skellinn fékk borgin í
olíukreppuni 1973. Snarlega minnk
aði þá eftirspum eftir hinum stóm
og eyðslufreku bflum sem Banda-
ríkjamenn framleiddu. Stóru bfla
framleiðendumir stóðu frammi
fyrir því verkefni, að skipta yfir á
framleiðslu smærri bfla og spar-
neytnari. Ýmsar tilraunir vom
gerðar í þá átt, en þær voru hikandi
og í stórum dráttum var haldið
áfram að veðja á stóra bfla. Þetta
hefur orðið bandarískum bfla-
iðnaði dýrkeypt: evrópskir og þó
einkum japanskir bflaframleiðend-
ur lögðu undir sig æ stærri hluta
hins bandaríska markaðar. Að fjór
um árum liðnum hafði bandarísk
bflaframleiðsla dregist saman um
helming og í Detroit og nágrenni
misstu 300 þúsundir manna
vinnuna.
Atvinnuleysinu fylgir hefðbund-
in atburðarrás: betur stæðir borg-
arar flytja á brott, skatttekjur
borgarinnar stórlækka, miðborg-
inni hnignar og hún verður miðstöð
glæpa: nú er Detroit sú borg lands-
ins þar sem flest morð eru framin.
Ráðamenn borgarinnar mæna til
Reagan landsföður í Washington
um hjálp, en hann lætur sér fátt um
finnast og segir mönnum að bíða
eftir því að efnahagslífið rétti við.
(Byggt á Stern).
Rokk-
hátíð
á
Broadway
í kvöld verður haldin ein heljar
mikil Rokkhátíð á Broadway, þar
sem fram koma flestir af þeim
söngvurum, sem gerðu garðinn
frægan meðan rokktónlistin var og
hét fyrir um það bil 20 árum síðan.
Þarna koma fram með Hljóm-
sveit Björgvins Halldórssonar:
Harald G. Haralds, Guðbergur
Auðunsson, Þorsteinn Eggertsson,
Astrid Jenssen, Berti Möller,
Anna Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sig-
urdór Sigurdórsson, Garðar Guð-
mundsson, Stefán Jónsson, Einar
Júlíusson, Sigurður Johnny, Sæmi
og Didda rokka og kynnir Þorgeir
stvaldsson.
Skipuð nefnd til að
efla snjóflóðavamir
Ríkisstjórnin hefur samþykkt til-
lögu Svavars Gestssonar félagsmál-
aráðherra um snjóflóðavarnir, en
tillaga Svavars gerir ráð fyrir að
stofnuð verði nefnd til að hafa for-
ystu um að efla varnir gegn snjófl-
óðum í landinu. Hlutverk nefndar-
innar verði að samræma störf opin-
berra aðila í þeim tilgangi að koma,
svo sem unnt er, í veg fyrir tjón og
slys af völdum snjóflóða og skriðu-
falla.
Nefndina skipi fulltrúar eftirtal-
inna aðila:
Almannavarna ríkisins, Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga,
Skipulags ríkisins, Viðlagatrygg-
ingar íslands, Veðurstofu Islands,
Raunvísindastofnunar Háskólans,
Vegagerðar ríkisins, Rannsóknar-
stofnunar byggingariðnaðarins.
Nefndinni verði falið að leita
samráðs við sveitarfélög og aðra
aðila, sem hagsmuna ciga að gæta
eða hlutverki gegna í þessu efni.
Verði nefndinni ætlað að hafa for-
ystu um framkvæmdir á þeim svið-
um.
Gert er ráð fyrir að í byrjun
verði fyrst og fremst um skipulags-
og undirbúningsstörf að ræða á
vegum ncfndarínnar. Verði nefnd-
inni falið að gera heildaráætlun
um aðgerðir í þessu efni með til-
lögum um tímamörk til fram-
kvæmda og fjármögnun. Nefndin
skili fyrstu yfirlitstillögum fyrir
septemberlok 1983.
Kvefið þjakaði Reykvíkinga
Kvef, kverkabólga og lungna-
kvef herjuðu illilega á borgarbúá
fýrsta mánuð þessa árs, en þá
kenndu 796 borgarbúar sér þessa
lasleika samkvæmt skýrslum 18
lækna í Reykjavík.
Iðrakvef og niðurgangur herj-
aði á 146 Reykvíkinga og 97
voru með hettusótt.