Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 32
DJOÐVIUINN Helgin 5. - 6. mars 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Dýpkunarskipið Grettir sökk í gær V ar Grettir ótryggður? Dýpkunarskipið Grettir sökk um miðjan dag í gær um 25 mílur frá Garðskaga. Var hann þá á hvolfi og varðskipið Ægir með hann í togi á leið til lands. Að sögn Hilmars Harðarsonar hjá áhaldahúsi Vitamálastjórnar voru atvik málsins þau að varð- skipið Ægir fór með Gretti í togi frá Hafnarfirði um kl. 4 í fyrrinótt, og var ferðinni heitið til Húsavíkur þar sem Grettir átti að fara í dýpk- unarverk. Var Grettir með dýpkunar- pramma í eftirdragi. að pramminn hafði slitnað aftur úr Gretti en vonskuveður var er þetta gerðist. Þegar var hafin leit að prammanumengekkillaí myrkr- inu. Skyndilega varð þess þá vart að Grettir var farinn að síga að aft- an. Var reynt að finna hvað ylli þessu og stöðva leka, en það tókst ekki. Lauk þeim tilraunum þegar Grettir fór á hvolf. Gránufjelagið leggur upp í gönguferð niður Laugaveg, ógnvænlegt á að líta. - Ljósm. eik. Um nóttina urðu menn varir við Staðfestir fyrri upplýsingar iðnaðarráðherra Villandi samanburður Af prammanum er það að segja að önnur franska þyrlan fékk að sýna listir sínar við leit að honum og fann hann í birtingu á reki skammt frá þeim stað þar sem Ægir og Grettir á hvolfi voru. Varðskipið lagði af stað til lands með Gretti í eftirdragi, þrátt fyrir vonsku veður. En um kl. 3 í dag sökk Grettir hér úti í flóanum. segir ífréttatilkynningu Iðnaðarráðuneytisins um yfirlýsingu Jóhannesar, Steingríms og Ingólfs Alusuisse hefur í tvö ár skákað í skjóli þess, að þeir komust hjá að fá endurskoðunarrétt um ákvæði aðalsamningsins þegar samið var við þá að nýju. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu, þar sem svarað er greinargerð þeirra Jóhannesar Nordal, Steingríms Hermannssonar og Ingólfs Jónssonar varðandi endurskoðun samninganna við Alusuisse árið 1975. í greinargerð iðnaðarráðu- neytisins er með mjög skýrum hætti sýnt fram á að afraksturinn af þriggja vikna starfi á vegum Jó- hannesar Nordal er harla rýr. Hin „ítarlega greinargerð“, sem Steingrímur upplýsti Þjóðviljann um að veríð væri að vinna að á vegum Jóhannesar Nordal, virðist ekki skila erindi sem erfiði. í fréttatilkynningu iðnaðarráðu- neytisins segir m.a. „Sérstaka at- hygli vekur umfjöllun saminga- mannanna þriggja varðandi verð- lagningu á raforku til þeirrar 20 MW stækkunar á ísal, sem samið var um 1975 og komst í gagnið 1980. í greinargerð er sagt, að samið hafi verið um sérstakt for- gangsorkuverð upp á 12 mill. Þessa niðurstöðu fá samningamennirnir með því að telja 60% af umsaminni orku sem afgangsorku og verð- leggja þann hluta á 3 mill/kWh. Staðreyndin er hinsvegar sú, að hér var ékki um að ræða raunverulega afgangsorku og hefur Lands- virkjun staðfest það í skýrslu um framkvæmdaþörf frá apríl 1982, þar sem sagt er að litið verði á „60% af þegar umsaminni afgangs- orku sem forgangsorkusölu í áætlunum um framkvæmdaþörf á næstu árum“. Aðalatriði þessa máls er, að það meðalorkuverð sem samið var um vegna stækkun- arinnar er nú 6.5 mill/kWh en kostnaður fyrir Landsvirkjun að afhenda þessa orku nemur allt að þrisvar sinnum hærri upphæð.“ eng. Sjá 3 Er Grettir ótryggður? Samkvæmt þeim fréttum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér mun Grettir vera ótryggður, eða tryggður fyrir mjög lága upphæð. Þannig að ljóst er að tjón ríkisins er mjög mikið. „Eg vil ekki tjá mig um það á þessu stigi málsins" sagði Aðal- steinn Júlíusson, vitamálastjóri, er Þjv. bar þetta undir hann. Kvað hann þetta mál vera í athugun. 29 verkefnislausir Að sögn Hilmars hafa 29 menn atvinnu sína í kringum starfsemi Grettis, og eru ekki önnur verkefni í sjónmáli fyrir þennan hóp. -eng. Úr fjölmiðlakönnun SÍA: ekki vinsælast Lokaflutningurinn af Grettisgötunni fer fram á mánudagskvöld og í vik- unni mun því öll starfsemi skrifstofu Alþýðubandalagsins verða flutt í flokksmiðstöðina við Hverfisgötu. - Ljósm. eik. Herkvöt til félagsmanna Dallas Vinsælasta sjónvarpsefnið vik- una 31. okt. til 6. nóv. sl. var hreint ekki DALLAS, eins og margir hefðu þó viljað meina. Nei, það var sko LOÐUR. Þetta kemur m.a. fram í fjöl- miðlakönnun, sem Hagvangur gerði fyrir Samband ísl. auglýs- ingastofa fyrir og um áramótin síð- ustu. Könnun þessi var kynnt fyrir fjölmiðlafólki í gær, en SÍA sclur hana á krónur 25. þúsund, og því er vart hægt að segja að hún sé opin almenningi. Hvað um það, - sitthvað fróðlegt kom fram á fundinum. Svo sem það að 74,1 prósent þeirra, sem í könnuninni lentu og svöruðu, horfðu á Löður þessa tilteknu viku. Næst í röðinni að vinsældum reyndust vera sunnudagsfréttirnar, en á þær horfðu 71 prósent. Næst komu svo Tommi og Jenni með 70,83 prósent og Dailas lenti í 4. sæti að vinsældum með 69 prósent. Samkvæmt könnun þessari virð- ast um 15 prósent heimila í landinu búa að eigin myndsegulbandstæki. Um 30 prósent heimila á höfuð- borgarsvæði og 23,4 % heim- ila í kaupstöðum hafa aðgang að slíku tæki, annað hvort eigin eða gegnum kapalkerfi. Á virkum dögum reyndist dag- blaðalestur þessi: Morgunbl. 69,8%, DV 64,2%,Tíminn 29%, Þjóðv. 16,3% og Alþýðubl. 3,7 %. Mest var lesin helgarútgáfa Mbl. á höfuðborgarsvæðinu - 89,6%, en minnst Alþýðubl. í dreifbýli, eða 0,3%. Lestur eftir kyni reyndist þessi (hér er miðaö við alla heildina): Karlar Konur Morgunbl...................70,2% 68,9% DV.........j.......66,6% 61,8% Tíminn.....................29,0% 28,5% Þjóðviljinn................15,9% 16,6% Þetta verður því miður að nægja, en eins og áður sagði má fá allar niðurstöður fyrir kr. 25 þúsund hjá Sambandi ísl. auglýsingastofa. ast „Við viljum hvetja sem allra flesta flokksmenn og aðra stuðningsmenn að koma hér við á Grettisgötunni á mánudagskvöldið kemur uppúr 20.30 og hjálpa okk- ur við að flytja í nýju flokks- miðstöðina við Hverfisgötu“ sagði Kristján Valdimarsson starfs- maður ABR í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Á mánudagskvöld verður skrif- stofan á Grettisgötu 3 rýmd og all- ur skrifstofubúnaður flokksins fluttur í nýju flokksmiðstöðina við Hverfisgötu. Að sögn Kristjáns hafa fram- kvæmdir við innréttingu flokks- miðstöðvarinnar gengið vonum framar og reikna menn með.því að kosningastarfið verði komið í full- an gang á nýjum vinnustað strax í næstu viku. 12-20% hækkanir frá Verðlagsráði Verðlagsráð hefur á fundi sínum samþykkt nokkrar verðhækkanir og tóku þær gildi á fimmtudag. Þær stafa af almennri verðlagsþróun í landinu, að sögn verðlagsstjóra, Georgs Ólafssonar. Taxtar leigu- bifreiða hafa hækkað um 20%, taxtar vinnuvéla um 17,6%, taxtar vöruflutningaaðila út um land 19% og innanlandsfargjöld flugfélag- anna hækkuðu um 20%. Þá var samþykkt 15% hækkun á steypu og 11,4% hækkun á sandi og möl. Verðlagsstjóri kvaðst búast við að lögbannskrafa Verðlagsstofn- unar gagnvart Reykjavíkurborg vegna ólöglegrar hækkunar SVR á fargjöldum yrði afhent borgarfóg- eta fljótlega eftir helgina. Gísli ís- leifsson, lögfræðingur Verðlags- stofnunar, vinnur nú að undirbún- ingi málsins. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.