Þjóðviljinn - 09.04.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. apríl 1983 Sjö fengu fálka- orðu Forseti íslands hefur í dag sæmt eftirtalda Isiendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Hólmsteinn Helgason, f.v. af- greiðslumann, Raufarhöfn, fyrir störf að félags- og atvinnumálum. Frú Laufeyju Eiríksdóttur, Reykjavík, fyrir félags- og safn- aðarstörf. Pál Kr. Pálsson, organleikara, Hafnarfirði, fyrir tónlistarstörf. Sigurð M. Þorsteinsson, f.v. aðstoðaryfirlögregluþjón, Reykj a- vík, fyrir störf að flugbjörgunar- málum. Snorra Hjartarson, skáld, Reykja- vík, fyrir bókmenntastörf. .Stefán Þorleifsson, sjúkrahús- ráðsmann, Neskaupsstað, fyrir störf að félags- og sjúkrahúsmál- um. Frú Unni Ólafsdóttur, Reykjavík, fyrir listsaum og gerð kirkjumuna. Ullar- flíkur til Sovét Sendinefnd frá Álafossi h.f. gekk í síðustu viku frá samningi í Moskvu, um sölu á rúmlega 250.000 treflum, ásamt nokkru magni af ullarflíkum. Samtals nam salan um 720.000 Bandaríkja- dölum. Með þessum samningi og samn- ingi, sem gerður var í desember s.l., munu viðskipti Álafoss h.f. við Ráðstjórnarríkin næstum þrefald- ast milli áranna 1982 og 1983. Gœsa- og andaveiðar Bannaðar á vorin Skotveiðifélag íslands vill hér með koma því á framfæri við alla, sem það varðar, að gæsa- og anda- veiðar eru bannaðar með lögum á vorin. Ennfremur vill félagið benda landeigendum, sem stuðla á ein- hvern hátt að því áð slíkar veiðar fari fram, á, að þeir geti hugsanlega orðið hlutdeildarmenn í lögbroti samkvæmt 22. grein laga nr. 19, 1940. Ásgeir Lárusson Sýnir á Mokka Þessa dagana heldur Ásgeir Lár- usson sýningu á Mokkakaffi. Er þetta fimmta sýning hans en hann hefur m.a. sýnt áður í S.Ú.M. og Suðurgötu 7. Þá hefur Ásgeir tekið þátt í mörgum smásýningum, þ.á.m. tveimur F.Í.M. sýningum og nú síðast í febrúar að Kjarvalsstöðum á sýningu ungra myndlistarmanna. Þrjátíu og tvær myndir eru á þessari sýningu og eru allar unnar með gvasslitum. Sýningin stendur dt þennan mánuð. -mhg. Júlíana Gottskálksdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn: LOUISIANA Gamla húsið og suðurálman. Viðbyggingin hefur verið látin víkja aðeins til hliðar fyrir tré sem þar stóð - og stcndur enn. í norðurálfu safnsins. Samleikur byggingar og umhverfis. Þær safnbyggingar eru líklega bestar sem breyta má og byggjavið eftirþðrfum. Söfn þenjast út og breytast og því brjóta þau oft rammann sem þeim var smíðaður í upphafi. Louisianasafnið við Eyrarsund austanvert er eitt þeirra safna sem síffellt hefur verið að breytast og stækka frá því það varopnaðfyrir25árum. Það var upphaflega safn af danskri nútímalist, en brátt urðu sýningar á erlendri samtímalist ríkur þáttur í starfsemi safnsins. Árið 1965 var því ákveðið að byggja þar upp alþjóðlegt nútímalistasafn þar sem aðaláhersla yrði lögð á list eftir síðari heimsstyrjöldina, enda var ekkert slíkt safn til í Danmörku. Safninu var valinn staður í gam- alli villu við strönd Eyrarsunds. Þar var landslag fjölbreytt, ýmist skógi vaxnir ásar eða opnar flatir og klappir úti við ströndina. Vitað var að gamla húsið myndi ekki nægja safninu og að byggja þyrfti við. Við nýbyggingu var þegar í upphafi tekið mið af umhverfinu, gamla húsinu, sem fyrir var, og náttúr- unni í kring. Frá norðurgafli gamla hússins teygðust fyrstu sýningarsal- irnir, hveraföðrum, íátt til sjávar. Þeir eru í rauninni glerhús þar sem birtunni og náttúrunni er hleypt inn. í garðinum fyrir utan var kom- ið fyrir höggmyndum sem eru þess eðlis að útivist hæfir þeim betur en innivera, en þeirra má njóta jafnt inni sem úti. Þessir glergangar hentuðu þó ekki alls kostar til sýn- ingarhalds. Til þess var rýrni þar ekki nóg og var því tveim sýning- arsölum bætt við, 1966 og 1971, og eru þar nú haldnar stórar alþjóð- legar listsýningar. Árið 1976 bætt- ist svo tónleikasalur við. Á þessum árum hafði listasafníð aukist stórum, en var að mestu vís- að í geymslur, því mörg verkanna voru þess eðlis að erfitt var að sýna þau í húsakynnum safnsins. Byggja þurfti við og varð sú bygging að vera öðru vísi en þær sem fyrir voru. Nýbygging reis við suðurgafl gamla hússins og var tengd því með gangi líkum þeim í norðurálmu safnsins. Hér eru veggir heilir, en hærra til lofts og meiri birta en í eldri sölunum. Ofan á þaki nýbygg- ingarinnar eru glerkvistir sem hleypa dagsbirtunni í gegn. Ljósið fellur síðan á þunna grisju, sem hefur verið strengd yfir loftið í stóru sölunum, og dreifist það því jafnt um allan salin. Þessi hluti safnsins, sem opnaður var síðastliðið haust, er hugsaður sem safnbygging. Þau verk, sem þar eru til sýnis, eiga eftir að véra á sínum stað um nokkurra ára skeið, ef ekki lengur. Hér eru því ekki lausir flekar sem færa má til og nauðsynlegir eru þar sem sífellt er verið að skipta um sýningar. Hins vegar virðist byggingin vera rammi utan um kjarna safnsins, þ.e. lista- verkin sjálf. Sum verkanna dreifast um gólfiö, teygjast út í loftið, gefa frá sér hljóð eða eru á hreyfingu. Þessi virkni verkanna og viðbrögð safngesta við henni krefjast rýmis sem byggingin veitir. Fólk staldrar við verkin, fylgist með vélrænum hreyfingum sumra þeirra, hrekkur við hljóð sem önnur þeirra gefa frá sér, réttir út hönd til að stjúka flöt eða rekur út fingur til að vita hvort efnið gefi eftir við snertingu. Manni dettur í hug að það séu ekki aðeins verkin sjálf heldur líka um- hverfi þeirra sem losi um slíkar hreyfingar manna. Aðaleinkenni byggingarinnar virðast einmitt vera hreyfing og sveigjanleiki ásamt fjölbreytni í samleik forms og birtu. Að reika um safnið og skoða verkin þar er eins og að fara í könnunarleiðangur, þar sem maður er sífejlt að uppgötva um- hverfið í leiðinni. Gangar og salir hverfa fyrir horn og forvitnin rekur mann til að nálgast hornið og gægj- ast inn fyrir til að sjá hvernig um- horfs er þar fyrir handan, því engir salir eru eins. Á einum stað gengur þröngur stigi upp á næstu hæð. Þegar upp er komið víkkar sviðið og birta streymir inn. Þar er setu- stofa með stórum gluggum á þrjá vegu, þaðan sem sjá má út yfir sundið. Ganga um safnið er lík gönguferð í garði þar sem ótal stíg- ar hlykkjast um og hverfa á bak við runna og umhverfið ýmist opnast manni eða lykur um mann og birt- an breytist eftir því. Aðalinngangur safnsins er enn í gamla húsinu sem tengir báðar álmurnar sem teygjast í norður og suður og í átt til hafs. Norðurálman er umlukt skógi og þar er sem geng- ið sé inn í landslagið. Sunnan megin er umhverfið öðru vísi, opn- ara og naktara. Þar er sem bygging- in standi andspænis landslaginu. Þar er séð yfir sundið, en ekki skyggnst um í skóginum. Byggingu Su'ðurálman. Þar rís byggingin á eða öllu heldur upp úr klöpp við strönd- ina. Inni er setustofa þar sem fólk nýtur útsýnis yfir sundið. safnsins er þó ekki lokið. í ráði er að tengja álmurnar og láta bygg- ingarnar mynda hring. Það gerist að hluta til neðanjarðar og því líkur á að svæðið fái áfram að vera opið og útsýni til hafsins óskert. Louisi- anasafnið hefur raunar stundum verið kallað safn í felum, því bygg- ingarnar víkja hvarvetna fyrir nátt- úrunni. Þetta hefur ert margan ljósmyndarann sem vill fá allt með á einni mynd, því safnið skreppur víst líka úr neti breiðlinsunnar. Frá því Louisianasafnið var opn- að hefur svið þess víkkað og bygg- ingar bæst við, breytilegar eftir þörfum. Safnið hefur vaxið nær án þess að safngestir hafi orðið þess varir. Ný bygging hefur bæst í hóp- inn eins og sjálfsagður hlutur. Nú reyna menn að losa sig undan þeirri myndfælni sem ríkt hefur í byggingarlist eða öllu heldur bygg- ingariðnaði í nær hálfa öld. Menn hverfa til fortíðarinnar, en grípa oft formið eitt. Hún eru teiknuð meö bógum, súlum og bjórum yfir dyr- um og gluggum. Samt er eins og ferhyrningurinn sé hinn sami og áður, þrátt fyrir bjúg form. Kann- ski eru byggingarnar á borð við þær í Louisiana ein leið út úr honum. Júlíana Gottskálksdóttir. Stóru salirnir í suðurálmu safnsins eru baðaðir dagsbirtu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.