Þjóðviljinn - 09.04.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprfl 1983
dægurmál (síg i id ?)
Stjömu-
messan
Haldin til
að bjarga
Alverinu
Viðtal við bræðurna Bubba og Tolla Morthens
sem eru að Ijúka við gerð tveggja platna
ÞeirTolli og Bubbi eiga meira
sameiginlegt en þaö eitt aö vera
bræðuroggóðirtextahöfundar. Þeir
eru nú um þessar mundir að Ijúka við
gerðtveggja platna. Tolli viðsínafyrstu
en Bubbi við sína þriðju. Eftir að hafa
legið í símanum eina kvöldstund tókst
okkur að finna stað og stund þar sem
við gætum hist.
Við mælturh okkur mót heima hjá Bubba
og þegar þangað kom var aldeilis líf í tusk-
unum og þeir bræður í djúpum samræðum
um Stjörnumessuna frægu.
Ég hlýddi með andagt á mælskuna í þeim
bræðrum en það eru fáir sem ég þekki sem
eru jafn hrikalega mælskir og þeir. Eftir
smá stund gat ég borið upp fyrstu spurning-
una og hafið viðtalið.
Blm.: Er það rétt að Megas syngi á báð-
um plötum ykkar?
Tolli: Hann er með þrjú eða fjögur lög á
minni plötu sem hann syngur sjálfur og ég
kem hvergi nærri.\Segja má að Megas sé
gestur á plötunni.
Bubbi: Við Megas syngjum saman í
tveim lögum, þetta eru hans lög og textar,
ég dúetta aðeins á móti honum.
Blm.: Var ekki erfitt að fá Megas til að
byrja að syngja á ný inn á plötu?
Bubbi: Erfitt, ég talaði fyrst við hann um
þetta 1974, þá sem aðdáandi. Þá sagði ég
við hann að ef ég ætti einhvern tíma eftir að
gefa út plötu, þá tæki ég af honum loforð
um að koma fram á þeirri plötu. Hvort
hann man nokkuð af þessu hef ég ekki hug-
mynd um, en ég hef gengið méð þessa hug-
mynd í maganum alveg frá því ég byrjaði í
bransanum og því tími til kominn að láta
þennan draum rætast.
Ég fer ekki ofan af því að Megas er sá
íslenskur listamaður sem hefur haft hvað
mest áhrif á mig og því er ég ánægður með
að hann skuli hafa verið fáanlegur til að
syngja þessi lög á plötuna.
Ballöður frá
baráttuárum
Blm.: Hvaða hljóðfæraleikara hefur þú
fengið til liðs við þig Tolli?
Tolli: Bragi leikur á bassa (Purrkur Pill-
nikk), Kommi leikur á trommur (Tauga-
deildin og 04U) og Beggi bróðir leikur á
gítar (Egó). Finnbogi Pétursson raddar
með mér í nokkrum lögum.
Blm.: Þú hefur ekki fengið Bubba til að,
taka með þér lagið?
Tolli: O nei.
Blm.: Hvers vegna fórst þú út í plötugerð
og hver gefur plötuna út?
Tolli: Grammið gefur plötuna út, þessi
plötugerð hjá mér er að hluta til sprottin af
því að ég sit uppi með dálítið efni sem ég
þarf að laxera. Rafmögnuðu lögin á plöt-
unni eru ekki nema að litlu leyti eftir mig.
Tónlistin varð til á æfingum, þetta eru hálf-
gerðir spunar. Við æfðum saman í 10 daga
og síðan var haldið ipn í Grettisgat og þetta
hljóðritað á einum degi. Ég veit ekki hvort
rétt er að kalla þetta sólóplötu, ég stýri
svona ferðinni.
Blm.: Ætlarðu ekki að halda áfram með
plötugerð?
Tolli: Nei, nei.
Blm.: Þegar ég frétti að þú ætlaðir að
hljóðrita plötu, hélt ég alltaf að þetta yrði
órafmögnuð plata, verða ekki einhver lög í
þeirn stíl?
Tolli: Jú. Maður svíkur þá deildina ekki
alveg, ég verð með nokkur lét lög við ljúfan
undirslátt kassagítarsins. Þar tek ég fyrir
nokkrar gamlar ballöður frá baráttuárum
mínum áður en ég gerðist roskinn og ráð-
settur.
Bubbi: Rokklögin á þessari plötu eru
með því ferskasta sem hér hefur komið út í
háa herrans tíð.
Blm.: Bubbi, verður þessi nýja plata þín
frábrugðin Plágunni?
Bubbi: Já hún er byggð upp á fíling frá
árunum 1960-63, blues og Shadows
stemmning á köflum og svo pura acoustic
þess á milli. Þetta eru hlutir sem mig hefur
lengi langað til að gera, það er ekkert rokk
á þessari plötu.
Blm.: Hljómaði forskriftin að Plágunni
ekki eitthvað á þessa leið?
Bubbi: Jú, upprunalega átti ísbjarnar-
blúsinn að vera svona og síðan Plágan og
því tími til kominn að framkvæma þetta.
Sami boðskapur
og áður
Blm.: Svo við snúum okkur að öðru, hef-
ur tónlist pólitískt gildi?
Sif
Jón Vidar
Andrea
Tolli: Okkar afstaða sést best á því sem
við erum að gera og þá einkanlega því sem
Bubbi hefur verið að gera.
Bubbi: Gömlu dægurlagatextarnir voru
tæki til að halda fólkinu niðri.
Tolli: Tónlist og textagerð er alltaf
endurspeglun á ríkjandi ástandi. Meðan
almenningur er óvirkur og hin pólitíska um-
ræða er ekki úti á meðal fólks þá eru dægur-
lögin ágætur vettvangur til að kvéikja slíka
umræðu.
Bubbi: Á krepputímum bregst plötu-
iðnaðurinn þannig við að hann fer að fram-
leiða danstónlist sem gengur í fólkið, leiðir
það inn í einhvern tilbúinn heim. Sjáðu
bara hvað er að gerast í Bretlandi í dag, þar
er það létt tónlist sem gengur inn í liðið,
tónlist sem er steingeld á öllum sviðum.
En upp úr svona þrenginum hafa einnig
sprottið mjög pólitískt meðvitaðir lista-
menn. Af öllum þeim hljómsveitum sem
komu fram með pönkinu er Clash eina
hljómsveitin sem hefur haldið sínu pólitíska
striki og meikað það. En það tók þá marg-
falt lengri tíma að fara þá leið sem þeir fóru.
Þeir hefðu einfaldlega getað kastað allri pó-
litík fyrir róða og slegið í gegn í einum
hvelli.
Tolli: Þetta minnir mig alltaf á veisluna í
Gasstöðinni um aldamótin. Þá boðuðu
kennimenn heimsenda, halastjarna eða
eítthvað annað álíka fyrirbæri átti að
splúndra kúlunni. Það trúðu því allir að
heimsendir væri í nánd og daginn fyrir
heimsendi söfnuðust betri borgarar
Reykjavíkur saman í Gasstöðinni og héldu
þar mikla veislu til að gleyma öllu saman en
dagur reis á ný og fólk þurfti að taka sig
saman í andlitinu morguninn eftir.
Blm.: Nú hefur þú verið gagnrýndur fyrir
það Bubbi, að textar þínir séu ekki eins
beinskeyttir og áður og ekki eins pólit-
ískir...
Bubbi: Allir mínir textar nema fjórir eða
fimm eru pólitískir. Vissulega hafa mínir
textar breyst og einfaldlega vegna þess að
það er ekki hægt að segja sama hlutinn
endalaust með sömu orðunum og í sama
forminu. Boðskapurinn er sá sami og fyrr í
textunum en þeir eru orðnir fágaðri og lyr-
iskari.
Textar Tolla sem eru pólitískustu textar
sem komið hafa út á íslenskum plötum
myndu örugglega breytast ef hann hellti sér
á kaf í tónlistina. Það væri öruggt að sama
textaform kæmi ekki fyrir á tveim plötum.
Hljómplatan
sterkari en
Ijóðabókin
Blm.: Það hefur aldrei hvarflað að ykkur
að fara að vinna saman?
Bubbi: Við höfum alltaf unnið saman,
Tolli hefur átt texta á nær öllum plötum sem
éghef sungið inn á. Við höfum unnið saman
alveg frá byrjun. Fæðing Utangarðsmanna
er að miklu leyti Tolla að þakka.
Blm.: Þið eruð ekkert að spá í að gefa út
Ijóðabók?
Tolli: Nei, það er miklu sterkara að gefa
út hljómplötu.
Bubbi: Ég hef aldrei litið á mig sem ljóð-
skáld, ég lít á mig sem rokkskáld. Rokk-
textar eru nýr angi af ljóðlist sem kom fram
með rokkkynslóðinni. Ljóðabækur eru úr-
elt fyrirbæri.
Tolli: Nei, nei það er fullt af fólki sem
hefur gaman af ljóðabókum, það er bara
ekki mín deild.
Tónlist sem skiptir máli
á ekki erindi
á Stjörnumessu
Blm.: Þegar ég kom inn hér áðan voruð
þið að tala um Stjörnumessuna, ætlar þú
Bubbi, að vera með einhverja uppákomu
þar ef þú vinnur til verðlauna?
Bubbi: Ég held að ástæðan fyrir því að
mín er vænst þarna sé sennilega sú að þeir
telji sig ekki geta gengið fram hjá mér. Það
er gengið fram hjá öllum þeim hljómsvei-
tum sem eiga virkilega skilið að fá viður-
kenningu, hljómsveitum eins og BARA-
flokknum, Tappa Tíkarrassi, Þey og Von-
brigðum.
En þeir sitja uppi með mig, þeim líkar
ekki að koma til mín og spyrja mig hvort ég
ætli að vera með einhver læti.
Annars held ég að Stjörnumessan sé
haldin til að bjarga Álverinu því allir
verðlaunagripirnir eru úr áli.
Tolli: Tónlist sem skiptir máli á ekkert
erindi á Stjörnumessu. Þessi Stjörnumessa
er angi af leiftursóknarkúlturnum. Músík
sem skiptir máli er samin á sjálfstæðum
forsendum listamannsins, samin af þörf og
lýtur ekki markaðslögmálunum.
Það sem skiptir máli er að vera sjálfum
sér samkvæmur og heiðarlegur.
Bubbi: Stjörnukomplexinn er að
skemma samstarf íslenskra tónlistarmanna,
það er eins og allir séu hættir að hugsa um
nokkuð annað en peninga. Obbinn af ís-
lenskum tónlistarmönnum hefur verið ó-
meðvitaðir hálfvitar, sinnulausir gagnvart
öllu nema sjálfu sér.
Ég hef verið gagnrýndur fyrir það að vera
söluvara en menn mega ekki gleyma því að
ég selst fyrir það sem ég er að segja, það
hefur aldrei áður gerst hér á landi.
Annars held ég að Crass sé eina hljóm-
sveitin sem starfar eftir sínum eigin lögmál-
um, allar aðrar stjórnast meira og minna af
markaðnum.
Hér urðum við að hætta samtalinu því
matartími Bubba var liðinn og hann þurfti
að halda upp í Grettisgat til að ljúka við
gerð væntanlegrar sólóplötu. Annars má
geta þess svona í framhjáhlaupi að plata
Tolla er væntanleg í maí og plata Bubba í
júní.