Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 Ástarœvintýri hafa meira seið- magn en hjónaband, á sama hátt og skáldsaga er sagnfrœðilegri œvisögu skemmtilegri til aflestr- ar. Stuart Young „Man ég vel þitt funafjör“ Feikilegt magn skáldskapar liggur eftir þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson og lét hannsér fátt óviðkomandi .Meðal annars orti hann ilmandi vísur um hesta og er hér birt sýnishorn af þeim kveðskapi. Fyrst eru birtar tvær vísur úr löngu kvæði um Jarp og síðan kvæðið um Frosta. Jarpur Verður ertu víst að fá vísu, gamli Jarpur, aldrei hefir fallið frá frækilegri garpur. Margan fórstu frægðarsprett, fákurinn ítur-slingi; því er skylt, að skarpt og létt, skáldin um þig syngi. Frosti Fagra dýrið, Frosti minn, fákurinn snilldargóði, framar öllu orðstír þinn á ég að geyma í Ijóði. Enga fegri yndisstund átti’ég í lífi mínu, en þegar fram um fagra grund fló ég á baki þínu. Man ég vel þitt funafjör, fallega vaxna bakið, höfuðið uppreist, augun snör, ólma fótatakið. Frárri hverjum fák þú varst fremstur í reiðarglaumnum, fallega mikla faxið barst, fimlega lékst að taumum. Tvisvar vannstu sæmd og seim, er sigur af hólmi barstu, þriðja sinnið sóma þeim sviptur að röngu varstu. Protin gleði þessi er; þannig vinir falla. Svíf ég í huga samt með þér sumardaga alla. Ætlum að opna veitingastað Haukur Dór er nú kominn til landsins til að sýna leirmuni og verður sýning hans opnuð í Listmunahúsinu við Lækjargötu í dag. Við hittum Hauk að máli þar sem hann var önnum kafinn við að setja sýningu sína upp og spurð- um frétta. - Hvar hefur þú alið manninn að undan- förnu? - Við hjónin fórum til Bandaríkjanna fyrir tæpum þremur árum og var ég þar viðloðandi skóla og með vinnustofu. Þegar þeirri dvöl var lokið vorum við ekki alveg reiðubúin til að fara heim aftur svo að við héldum til Danmerkur en ég hafði stúderað þar á sínum tíma í Akademíinu. - Og hvernig vegnar í Danmörku? - Við keyptum gamlan bóndabæ á N- Sjálandi sem heitir Tinggaarden og þar hef ég feiknagóða vinnuaðstöðu, bæði leir- munaverkstæði og sýningarsal. Þetta er svona um 45 mínútna akstur frá Kaup- mannahöfn. - Og hvernig gengur að lifa af listinni? - Það er enginn leikur. Þetta er lúxus- fvara sem maður er með og Danir eru ákaf- lega blankir. Eina leiðin til að létta um pyngju þeirra er að gefa þeim að éta og drekica fyrst og þess vegna ætlum við að setja upp veitingastofu á bænum - Er það ekki mikið fyrirtæki? - Þessi gamli sveitabær er mjög vel til veitingareksturs fallinn og þetta er mjög spennandi. Við erum að setja upp eldhúsið núna. Ég er líka orðinn dálítið leiður á leirnum í bili og vil gjarnan hvíla mig á honum. - Ætlarðu þá kannski að taka til við kokkamennsku? - Nei, ég ætla að fá kokk héðan að heiman og einnig hef ég samband vjð danskan kokk sem kann vel að matreiða íslenskt lambakjöt en það langar mig til að hafa á boðstólum. Sjálfur verð ég líklega á barnum, þ.e.a.s. hinum megin við barborð- ið. - Er þessi bær í alfaraleið? - Já, hann er í þjóðbraut og þarna eru miklar túristaslóðir. Ég prófaði aðeins að hafa kaffiteríu opna í haust og henni var Viðtal við listamanninn Hauk Dór sem búsettur er í Danmörku. Hann opnar í dag sýningu í Listamanna- húsinu Haukur Dór: Hef gaman af því að leika mér með tímalaus form. - Ljósm.: eik. geysilega vel tekið. Þjóðverjar hafa keypt helv. vel af mér. Þeir hafa bæði smekk og peninga til að versla. - En Danir hafa kannski hvorugt? - Það er enginn vafi á því að Danir eiga mjög erfitt uppdráttar um þessar mundir. Þetta er enginn leikur hjá þeim. Þar við bætist að það virðist lítill áhugi fyrir leirmunagerð í Danmörku í augnablikinu. Það var miklu meira lff í henni þegar ég var við nám þar. - En sendirðu kannski muni hingað heim til að selja? - Ekki nema í gegnum sýningar. Annars er listamarkaðurin á íslandi engu öðru lík- ur. Ég þekki hvergi annan eins markað. - Ertu hættur í málverkinu? - Já, ég hef ekki snert við því að undan- förnu. Annars Iærði ég malerí í Akademí- inu. Það var svo seinna sem ég lenti í leirmunagerðinni í Skotlandi, aðallega fyrir tilviljun. Það voru svo meiri möguleikar að vinna fyrir sér í leirmunagerðinni þannig að ég fór aðallega út í hana. - Ég sé að þú ert mest með klassísk form hér? - Já, ég hef gaman af því að leika mér með tímalaus form. Ég er um þessar mundir mjög upptendraður af prímitífri list, eink- um frá Afríku. Einnig er ég hrifinn af japan- skri leirmunagerð en þeir eru núna númer eitt í þessum bransa. - Mér sýnast vera hálfgerðar klámmynd- ir á diskunum? Nú hlær Haukur Dór. - Já, það er engu líkara en ég sé nýbúinn að uppgötva tillann á mér eða eitthvað svo- leiðis. Eg hef óskaplega gaman af þessu. - Hvernig tekur fólk þessu? - Það fer æði misjafnlega í það en þetta er klassískt viðfangsefni í gegnum aldirnar. - Hvernig ertu að þróast? - Ég er frekar með stærri hluti en áður og þetta eru að verða meiri myndir en ker. Það fer kannski að styttast í málverkið aftur. sinni er af Jörundar- vígi við Reykjavíkur- höfn eða Batteríinu einsog það varyfir- ieitt kallað. Þetta vígi iét Jörgen Jörgens- son, hæstráðandi til sjósoglands, eða Jörundurhunda- dagakonungur, eins og hann var og kall- aður, reisa. Það var síðan endurreist af dönsku hermönnun- um sem hingað komu í tilefni af þjóðfund- inum 1851. Jöru- ndarvígi stóð þar sem nú mætast Kalk- ofnsvegur og Skú- lagata. Það varrifið vegna hafnargerðar- innar sem hófst árið 1913.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.