Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 19
Heigin 10.-11. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Gripið niður í sögu Stuðmanna Draumur okkar beggja Komin er út hjá forlögum Bjarmalands og Iðunnar ný bók sem heitir Draumur okkar beggja - saga Stuðmanna, í máli og mynd- um. Illugi Jökulsson blaðamaður skráði, en bókin er í stóru broti, 134 blaðsíður, mikið myndskréyt og litprentuð. í bókinni eru enn- fremur nótur af tólf lögum Stuð- manna sem Árni Elfar og Ríkarður Oru Pálsson hafa útsett fyrir píanó. Fjórir ungir myndlistarmenn, Kristján E. Karlsson, Tómas Jóns- son, Guðjón Ketilsson og Hclgi Guðmundsson hafa unnið síð- an í ágúst við lýsingu Draumsins. Draumur okkar beggja greinir frá uppvaxtar- og þroskaárum fé- laganna; tíma fórna, þolgæðis og þrautseigju í hörðum heimi eftir- viðreisnaráranna, þegar hvern ungling langaði að halda á míkra- fón og spila í bítlahljómsveit. Er sagan rakin með miklum hraða og gáska, höfundurinn bregður fyrir sig mörgum stílum eftir því sem við á í framvindu sögunnar. Hundruð þekktra og óþekktra íslendinga og útlendinga koma við sögu. t Veist þú hvað var að gerast í Vetrarklúbbnum um 1960? Hver var Mike Weinstein? Hvað faldi Jakob í harmonikkunni um árið? Af hverju gargaði kona við Vestur- götu 1961? Féllst þú á almennu þriðjabekkjarprófi 1967? Ertu meðal piltanna fjögurra sem voru til nakleikans 'í Skálholtskirkju eina vorbjarta nótt fyrir' löngu? Hver sagði „Strax í dag” í febrúar 1975? Fyrsta upplagi bókarinnar fylgja: tíu tommu hljómplata „Tórt verður til trallsins” með átta lögum - alls tuttugu mínútur að lengd - tekin upp á dansiböllum Stuð- manna liðið sumar; og spilið „Sláðu í gegn“ fyrir alla fjölskyld- una, skemmtilegt spil með mörg- um tilbrigðum. Við grípum hér niður í söguna þar sem Kammeratarnir þrír af ís- landi voru fullir bjartsýni er þeir tóku land í heimsborginni við Thamesá en ekki byrjaði dvölin vel. í námunda við öll hin stóru rokkgoð virtist hinn smávaxni Dave Duford heldur lítill kall, hann var farinn að spila gömlu dansana þeirra Engilsaxa á ein- hverri krá og sýsla þar að auki við dýr í Zoo einum. íslendingarnir gáfu hann í skyndingu upp á bátinn og er hann úr sögunni, sem og kona hans og allt hans slekti. Með Duf- ord fóru hins vegar veg allrar ver- aldar þau agnarmáu sambönd sem þremenningarnir höfðu í London, og þá var ekki annað að gera en reyna að komast í einhverjar hljómsveitir þarna úti; hver fyrir sig ef ekki vildi betur til. Jafnframt þurftu þeir að finna sér íverustað. Pensjónat, sem þeir bjuggu á í fyrstu, var of dýrt til lengdar, og þá fengu þeir sér herbergi í húsi einu í Hendon, nyrst í London. Þar réði húsum hippi að nafni Mike Win- stein og var undarlega mikill um- gangur um húsakynni hans, að mati íslendinganna. Stórir pokar úr plastíki sem staflað var upp hér og þar um gangana vöktu sömu- leiðis undrun þeirra. - Mike Weinstein reyndist vera sjálfstæð- ur versiunarmaður; hann rak um- fangsmestu hasssölu Norður- London frá heimili sínu og ekki var flóafriður fyrir viðskiptavinum, sólgnum í reykinn. Ægilegir mót- orhjólaruddar komu til að mynda oft að birgja sig upp af vímu áður en þeir reyndu að strádrepa sjálfa sig og aðra á hraðbrautinni M-1 sem byrjaði einmitt þarna í hlað- varpanum. Weinstein var að mörgu leyti hinn litríkasti maður. Hann var dýravinur í besta lagi og hélt ýmis kykvendi á herbergjum sínum - þar á meðal voru gullfiskar í gler- búrum og kanína ein sem var ekki lengi að komast að niðurstöðu um það til hvers Tómas Tómasson af Islandi væri nothæfur. Hún hafði það fyrir sið að læðast að Tómasi sofandi og sæta færis að míga og skíta ofan á hann. Þeir þremenn- ingar höfðu eina dýnu til umráða sem þeir skiptu bróðurlega á milli sín en það var aðeins þegar Tómas lagði sig sem illkvittnin kom upp í dýrinu. Loks bjó herra Weinstein svo vel að eiga feita kyrkislöngu sem hann geymdi.í búri en skipti sér annars lítið af. Slangan gerði heldur ekki miklar kröfur; með löngu millibili var fleygt inn til hennar pattaralegri dúfu og svo var slangan að mylja fuglinn dögum saman. Einu sinni þegar okkar menn komu „heim“ var heldur en ekki uppnám í húsi Wein; það hafði bókstaflega verið lagt í rúst, öll gólf rifin upp, skápar tættir í sundur og borað í alla veggi. Weinstein hafði sem sé komið að glerkassa slöngunnar tómum og hafið dauðaleit að henni í húsinu. Það var sama hversu vandlega var leitað; hvergi fannst kyrkjarinn og engar skýringar fengust á þessu hvarfi hans. Skömmu síðar flutti Weinstein svo úr húsinu og annað fólk vænt- anlega inn í staðinn. Menn hafa oftsinnis leitt að því getum hvernig nýju húsmóðurinni hefur orðið við að horfa allt í einu í augu kyrki- slöngunnar, nývaknaðrar úr híði sínu og trúlega glorhungraðrar. Fjálglegar smáatriðalýsingar á viðureign dýrsins við konuna vopn- aða ryksugu, teppabankara eða kannski bara tebolla verða ekki birtar hér, og verður látið nægja að vísa til ímyndunarafls lesandans. Þegar Valgeir og Jakob fóru síð- ar til London að taka upp Áma- plöturnar gistu þeir eina nótt hjá Weinstein, sem þá var búinn að koma sér upp hundhlúnki af Stór- danakyni, á stærð við vænan bola- kálf. Trúr sínum semíska uppruna vildi Weinstein gera díl um bed and breakfast við dúóið, bauðst til að færa spæld egg og svínaflesk í rúm- ið og hvaðeina, hefur sennilega ekki veitt af að drýgja heimilispen- ingana með óseðjandi hundtröllið í fæði. íslensk bókamenning er verómæti Franz Kafka Réttarhöldin Ein frægasta skáldsaga heimsbókmenntanna í þýöingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerð Vesturlanda og RÉTTARHÖLDIN. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og samfélag okkar daga. SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVÍK — SlMI 13652 1« 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 BOKMENNTIR Hannes Pétursson HAGFRÆÐI Ólafur Björnsson ISLANDSSAGA I Einar Laxness ISLANDSSAGA II Einar Laxness ÍSLENSKT SKÁLDATALI Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍSLENSKT SKÁLDATAL II Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍÞRÓTTIR I Ingimar Jónsson ÍÞRÓTTIR II Ingimar Jónsson LÆKNISFRÆÐI Guðsteinn Þengilsson STJÖRNUFR. RÍMFRÆÐI Þorsteinn Sæmundsson TÓNMENNTIR I Hallgrímur Helgason TÓNMENNTIR II Hallgrímur Helgason LYFJAFRÆÐI Vilhjálmur G. Skúlason LYFJAFRÆÐI, er 13. bindi í ALFRÆÐUM MENNINGARSJÓÐS og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfja- flokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönn- um og dýrum. Þá er í mörgum tilvikum minnst á helstu hjáverkanir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð í. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vís- indamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. LYFJA- FRÆÐI er prýdd mörgum myndum. /VIENNING4RSJOÐS Skálholtsstíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.