Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 7
Helgin 10.-11. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Listavinafélag Hallgrímskirkju Átt þú orð? Nú stendur yfir samkeppni um nafn sem nær yfir hús og gistingu og þjónustu í sumarhúsabæjum Samvinnuferða-Landsýnar í Hol- landi. Mikil þátttaka er og má skila inn tillögum, fimm hver, til 10. janúar n.k. Leitað er eftir einu orði og spurt: Átt þú orð? Þátttakendur skipta þegar þúsundum og 1. verð- laun eru 3ja vikna dvöl fyrir fjöl- skyldu í Femhof eða Kempervenn- en. Dómnefnd skipa: Eysteinn Helgason, Gunnar Steinn Pálsson og Guðni Kolbeinsson. - ekh. Opið til kl. 18 í dag Verslunum er heimilt að hafa opið það sem eftir er desember sem hér segir: Laugardag 10. des. til kl. 18. Föstudag 16. des. til kl. 22. Laugar- dag 17. des. til kl. 22. Föstudag23. des., Þorláksmessa, til kl. 23. Laugardag 24. des., aðfangadagur, til kl. 12. Laugardagur31. desemb- er, gamlársdagur, til kl. 12. Fjörutíu þætt- ir um vísindi Leiftur hefur gefið út bók eftir dr. Þór Jakobsson sem heitir Um heima og geima. í bókinni eru fjörutíu stuttir þættir um raunvís- indi og vísindaleg málefni. Höfundur segir í formála, að í pistlunum sé sagt frá vísindalegum nýjungum af ýmsu tagi og þekking- arleit manna. Þar sé bæði ymprað á nýjum sannindum og því sem er enn umdeilt fræðimanna á meðal. í bókinni er vikið að mörgum efnum - geimferðum, tíðindum af mannsheilanum, olíuleit, lífi í al- . heimi, hafís, ótakmörkuðu sjón- varpi, heimsendaspám og mörgu fleiru. Annað starfsárið að hefjast og mörg verkefni framundan Hallgrímskirkju er eftirfarandi dagskrá fyrirhuguð: Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur nú í byrjun aðventu 1983 sitt annað starfsár. Tilgangur þess er að „efla listalíf Hall- grímskirkju í Reykjavík, sem samboðið sé hinni veglegu landskirkju og hlutverki henn- ar“. Félagiðerekki takmarkað við sóknarmörk kirkjunnar. Á fyrsta starfsári þjónaði félagið tilgangi sínum með ýmsum hætti: á Liljukvöldi komu fram Knut Öde- gárd, Þorgerður Ingólfsdóttir, Björn Björneboe og Gunnar Eyjólfsson, fluttur var ljóðabálkur dr. Jakobs Jónssonar frá Hrauni, í kantötuguðsþjónustu fluttu kór, hljómsveit og einsöngvarar Bach- kantötu nr. 61, Mótettukórinn söng á jólatónleikum, passíutón- leikum og vortónleikum, sýndar voru passíumyndir Barböru Árna- son, einnig helgilist Sigrúnar Jóns- dóttur og vinnuteikningar og frum- drög að steindum gluggum Leifs Breiðfjörðs. Árgjald fyrir annað starfsár fé- lagsins (1983-’84) ér krónur 400 og gildir það sem áskrift að listvið- burðum á vegum þess. Á öðru starfsári Listvinafélags Tónlist: 4. desember voru haldnir Að- ventutónleikar í Kristskirkju (Mót- ettukórinn, einsöngvarar, hljóm- sveit), kammertónleikar verða á föstunni (Guðrún Sigríður Birgis- dóttir, Martial Nardeau, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden o.fl.). Orgeltónleikar í Krists- kirkju (Hörður Áskelsson, mars). Passíutónleikar í dymbilviku (Mótettukór og hljóðfæraleikar- ar). Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. Fjölbreytt tónlist í guðsþjónustum og náttsöng. Myndlist: Bókmenntir: „Tómasarkvöld", lestur úr ljóð- um Tómasar Guðmundssonar, Matthías Johannessen les úr sam- talsbók sinni „Svo kvað Tómas“ tónlist (18. janúar). Ljóðakvöld með Knut Ödegárd og Matthíasi Johannessen. Leifur Breiðfjörð, sem nú er með sýningu í forkirkjunni (var opnuð 16. okt. sl.), heldur kynn- ingarkvöld með litskyggnum í Leiklist: skammdeginu. Dagskrá um Kaj Munk í umsjá Já, hún er stórglæsíleg nýja SONY samstæðan. Fyrir aðeins 32.750,- stgr. gefst ykkur tækifæri til að eignast þessa stórglæsilegu samstæðu, eða notfæra ykkur okkar hagstæðu greiðslukjör. Magnari 2x35 sinus wött (2x60 músík- vött) með fullkomnu tónstillíkerfi SOUND EXCHANGER. Steríó útvarp með FM, MB og LB. Tveír 60 vatta hátalarar. Og rúsínan í pylsuendanum, kassettutæk- ið tekur að sjálfsögðu allar gerðir af kass- ettum. Leítari fram og tíl baka. Dolby B og það nýjasta Dolby C. Mjög vandaður skápur með glerhurð og á hjólum. JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 Akranes: Stúdíóval. Akureyri: Tónabúðin. Borgames: Kaupfélagið. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður: Kaupfélagið, Strandgötu. Hella: Mosfell. Homcifjörður: Radíóþjónustan. ísafjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó. Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. Seyðisfjörður: Kaupfélagíð. Tálknafjörður: Bjamar- búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir. Guðrúnar Ásmundsdóttur, fyrir- hugað á dánardegi Munks þann 4. janúar. ffijgh-Tech 260 (pOLBY Ný hájprouð hljómtækjasamstæða íynr kröfuharðan nútímann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.