Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983
fréttashyring
Dómarar í eigin sök
Helgi
Olafsson
skrifar
Yfirlýsing embættis
Rannsóknarlögreglu ríkisins
um hið svonefnda „Skafta-
mál" sem sent var embættinu
fyrir tilstiili lögreglustjórans í
Reykjavík olli vonbrigðum en
komþóekkiáóvart.
Rannsóknarlögregla ríkisins
gerðist nefnilega dómari í
eigin sök, því líta ber á emb-
ætti sem hluta af lögreglu-
apparatinu í landinu.
Nú er það svo að mýmörg mái
svipuð þessu hafa komið upp um
dagana, flest fallið í gleymsku og
dá og sum áreiðanlega verri eins
og Þorgeir Þorgeirsson rithöf-
undur benti á í grein í Mbl. ný-
lega. Skafti er hinsvegar sá fyrsti
sem fer með þetta alla leið og þess
vegna hefur það vakið svo mikla
athygli. Önnur ástæða fyrir þess-
ari eftirtekt er sú að gestir
veitingahúsanna eru orðnir
langþreyttir á samskiptum sínum
við ýmsa þá sem halda eiga uppi
reglu á þessum stöðum s.s. dyra-
verði sem sumir hverjir virðast
hreinlega blása út við að gegna
þessum starfa sínum, sem í eðli
sínu á ekki að bjóða upp á annað
en þjónustu við fólk. Þannig kvað
svo rammt við á tilteknu öldur-
húsi í bænum að venjulegir menn
þorðu vart að reka þar inn nefið
af ótta við að verða barðir í buff
og síðan endasendir út á gang-
stétt aftur.
Hvað lögregluna varðar þá er
það til marks um málstað hennar
í „Skaftamálinu“ að enn sem
komið er hefur enginn utan henn-
ar þorað að verja atburðinn.
Hinsvegar hafa margir mætir lög-
reglumenn skrifað langar greinar
í blöð þar sem finna má átakan-
legar lýsingar á raunum lögregl-
unnar í starfi. Þar var bent á að
lögreglumaður sá sem svo hart
gekk fram í barsmíðunum sé ann-
álað prúðmenni, allra manna
hugljúfi. Á „lögreglumáli" hefur
atburðunum m.a. veri lýst á þann
veg „að Skafta hafi verið haldið í
því skyni að kæfa niður allan mót-
þróa“ (ja, hvílík synd og skömm
að maðurinn skuli hafa hreyft við
mótmælum liggjandi á grúfu nið-
ur við gólf, handjárnaður fyrir
aftan bak). Ég efa ekki að lög-
reglumaðurinn sé þetta prúð-
menni sem honum er lýst og ég
get líka bætt því við, vegna per-
sónulegra kynna minna af Skafta,
að dagfarsprúðari maður er
vandfundinn. En hversu margir
sem leiddir verða fram til að vitna •
um ágæti hlutaðeigenda, þá
sneiðir sá vitnisburður hjá kjarna
þessa máls: spursmálið snýst
nefnilega um það hvort lögreglu-
maðurinn hafi misst' stjórn á
skapi sínu umrætt kvöld.
Og spurningarnar eru fleiri til
lögreglumanna, td. hvort þeir
telji að hnefarétturinn eigi alla-
jafnan að gilda þegar slær í brýnu
milli manna. Gleymist lögreglu-
mönnum það stundum að þeir
hafa aðra og meiri yfirburði fram
yfir þorra þeirra sem sækja
skemmtistaðina, en þá sem felast
í kylfum og handjárnum? Maður
skyldi ætla að þeir séu allsgáðir
þegar þeir koma á vettvang og
geti því talað við misjafnlega illa
drukkna menn í ró og næði. Ég vil
þó taka það fram að Skafti var
ekki með víni þegar atburðirnir
áttu sér stað.
Eitt er það sem lögreglumenn
kvarta sárlega yfir í greinum sín-
um en það er að blöðin leitist við
að skapa almenningsálit andsnú-
ið lögreglunni, eða svo ég vitni
beint í ummæli formanns Lög-
reglufélags Reykjavíkur, Einars
Bjarnasonar: „Minnstu þess í
skrifum þínum ágæti fréttamað-
ur, þó finnirðu smá-laufblað föln-
að eitt, er ekki bara heimska,
heldur tröllheimska að fordæma
allan skóginn“. Því miður er
þetta ekki einstakur atburður,
eins og margoft hefur verið bent
á; þau eru orðin alltof mörg dæm-
in þess að fólki sem ekkert hefur
til saka unnið, hafi verið fleygt
inní fangageymslur lögreglunnar
eða orðið að þola annað harðrétti
og yfirgang af hennar hálfu. Það
er m. a. af þessum sökum sem lög-
reglan er ekki vinsælli. Og ekki
hafa vinsældirnar aukist þegar
hin blinda samtrygging innan
hinna ýmsu deilda lögreglunnar
opinberast jafn rækilega og með
tilkomu skýrslu RLR. Það vekur
furðu í svokallaðri „rannsókn“
hennar að vitnisburði þeirra hlut-
lausu aðila sem fylgdust með at-
burðunum í Kjallaranum skuli
stungið undir stól.
ritstjornargrei n
Á dögum bóknflóÖs
Arni
Bergmann
skrifar
Fyrir og eftir hverja bókavertíð
velta menn vöngum yfir orðstí
bókaþjóðar, stöðu og framtíð
bókaútgáfu. Margt er búið að spá
hruni í lestri og útgáfu bóka, en
þær spár hafa enn ekki ræst. Bók-
in virðist hafa staðið af sér bæði
sjónvarpsbyltingu og
myndbandaæði - að minnsta
kosti ef marka má þær skýrslur
sem til eru um lestrarvenjur og
notkun bókasafna. Hitt er svo
annað mál, að það gerist æ oftar
að bókaútgefendur láti uppi
áhyggjur af stöðu sinnar fram-
leiðslu - stærð upplaga dregst
saman, segja þeir, söluskattur
hleypir verði upp úr öllu valdi,
nýjar vörur breyta jóla-
gjafamarkaði og þar fram eftir
götum.
Nú er það ekki nema rétt og
satt að það er illt að búa við háan
söluskatt af bókum. Þeim mun
fremur sem hugmyndir um að
þessi söluskattur, eða sem hon-
um svarar, renni til þess að afla
bókmenntastarfsemi hafa ekki
náð að ganga nema að litlu leyti.
En hinu er heldur ekki að neita,
að bókaútgáfan á sér sín sjálf-
skaparvíti. Þaðer til dæmis ljóst
hverjum þeim sem með fylgist,
að samþætting prentverks og
bókaútgáfu hefur m.a. leitt til
þess að menn freistast til að gefa
út mjög marga titla og hljóta
margir þeirra að eiga sér litla von.
Vegna þess að einatt er um að
ræða þýddar skemmtisögur sem
eru hver annarri líkar eða þá að
tilefni til að hrófla upp bók með
samtíningi ýmiskonar eru ofnot-
uð. í annan stað er það líka ljóst
að auglýsinga- og kynningarstarf-
semi forlaganna er löngu komin í
ógöngur: Þegar mikið og hátt er
hrópað um framúrskarandi ágæti
hverrar bókar og sífellt verður að
grípa til öflugri lýsingarorða, þá
fer varla hjá því að vesalings
neytandinn sljóvgist fyrir öllu
saman, loki augum og hlustum.
Erlendis er þeirri þróun langt
komið, að mikið af bókaútgáfu er
komið inn á vettvang bóka-
klúbba, sem geta gefið út bækur
ódýrari en aðrir, vegna stærri
upplaga og minni tilkostnaðar.
Þessi þróun hefur bæði jákvæðar
og neikvæðar hliðar. Þær já-
kvæðu tengjast því, áð með þessu
móti er mögulegt að koma ýms-
um ágætum bókum til verulegs
fjölda manna á þokkalegu verði.
Hið neikvæða er svo það, að
bókaklúbbarnir geta haft það í
för með sér, að það þrengi mjög
að möguleikum nýrra rithöf-
unda, ekki síst þeirra sem ekki
fara alfaraleiðir til vinsælda. Af
þeim sökum meðal annars er það
mjög brýnt að sá Rithöfunda-
sjóður, sem hefur um margt haft
jákvæð áhrif, verði efldur. Og
svo haldið sé áfram með það sem
er til bóta: þýðingarsjóður er tek-
inn til starfa, og tilvera hans hefur
nú þegar, eins óg tilkoma Nor-
ræna þýðingarsjóðsins áður, bætt
nokkuð stöðu góðra bókmennta í
heildarútgáfunni.
En eins og fyrri daginn: tvo
þarf til að ástir takist. Hugsan-
legir lesendur bóka hafa það oft á
hornum sér, að bækur séu orðnar
alltof dýrar. Það er nú eins og á
málið er litið. Vitanlega finnst
manni það dýrt að borga 500-800
krónur fyrir ósköp hvunndags-
lega bók sem skiptir engu máli til
eða frá. En bók sem er Iesanda
sínum nokkurs virði er einnig á
okkar tímum ódýr. í þessu sam-
bandi er rétt að minna á eina af-
leita hlið gjafatískunnar: menn
láta gjarnan bækur yfir sig ganga.
Gera alltof lítið að því, að sína
eigið frumkvæði, velja sér sjálfir
þær bækur sem hugurinn girnist.
- áb.