Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 bókmenntír Flýt þér, drekk út Sigurður Þórarinsson. Bellmaniana. ísafold 1983. 105 bls. Sérstæð bók nokkuð. Hún er allt í senn, fróðleikur um CarlMichael Bellman.laga- smið og ljóða, sem gerir sig líklegan til að verða langlífastur sænskra skálda - hún er og vísnabók með íslenskum þýðingum á kvæðum Bellmans og tveim á frummálinu, og textum þessum fylgja nótur og gítargrip því þetta er líka söngbók. Árni Sigurjónsson hefur annast þessa út- gáfu og segir í formála, að Bellman hefði varla getað fengið heppilegri mann til að kynna sig á íslandi en Sigurð Þórarinsson, sem hafði alla þessa góðu kosti hér: „mál- skilning, tónelsku, skopskyn og brageyra". Þetta er allt satt og rétt. Sigurður samdi marga ágæta texta sjálfur, eins og allir vita. Beilman, skopmynd eftir Sergel. Hann hefur og þýtt og staðfært ýmsa þá söngtexta sem vinsælastir eru. Og hann reynist líka hinn ágætásti Bellmansþýð- andi. Hvort sem hann er hér að koma til skila réttara skilningi á Gamla Nóa en við höfum lengi búið við, leikur sér með Bellman að hinu vinsæia gægjuþema, Sús- önnu og körlunum kvensömu (Jóakím bjó í Babýlon) - eða þá hann hyllir þá Ullu í Fredmanspistlum, sem mun kona ekki ein- höm. En þar segir: Ulla mín, Ulla mín, á þér að bjóða ágætis nýmjólk og jarðarber? Eða einn spriklandi ál til að sjóða eða kalt blávatn til svölunar þér? Sigurður skrifar alllangan og skemmti- legan og greinargóðan inngang um Bellman skáld og hans tíma og þær persónur sem ráfa inn og út úr kvæðum hans. Þar lýsir Ég hugsa aldrei um annað en málverk Kristján Eldjárn. Arngrímur málari. Iðunn 1983 237 bls. Arngrímur Gíslason, sem lést árið 1887, hefuf ekki verið þekktur maður með þjóð- inni, en nú er heldur betur úr því bætt. Er þess skemmst að minnast að í nóvember var haldin sýning á verkum hans í Listasafninu. Og nú er komin út í endanlegum frágangi Þórarins Eldjárns bók, sem Kristján heitinn Eldjárn hafði lengi unnið að um Arngrím, sem bar beinin á æskuslóðum dr. Kristjáns í Svarfaðardal. Þar með er svo komið að ekki hefur öðrum íslenskum lista- manni verið gerð veglegri skil á bók. Hvað hefði orðið úr þeim? Heimildir um Arngrím málara eru ekki margar, en ein er þeirra merkust og það er líkræða sr. Kristjáns Eldjárns Þórarins- sonar. Sá mæti klerkur er ekki að draga úr verðleikum svila síns og kallar hann stór- menni og höfðingja í ríki andans, einn þeirra sem „bera aðalsmerkið á enni sér, þótt vasinn sé tómur og klæðin rýr". Sr. Kristján segist sleginn óhug þegar hann hugsar til þess, „að þessi maður, sem hafði svona mikla og sjaldgæfa gáfu til hinnar göfugustu íþróttar, að hann náð slíku stigi í henni af eigin rammleik, hann var ekkert studdur til hennar á sínum ungdómsárum. Og það var ekki nóg með það, heldur var hann hæddur og spottaður fyrir viðleitni sína og varð að þola hindranir, mótspyrnur og sleggjudóma heimskra manna. Það veit guð einn, hvílíkri fullkomnun þessi maður hefði getað náð, hvílíka frægð hann hefði getað gefið föðurlandi sínu, hefði hann ver- ið skilinn, studdur og hvattur, en ekki latt- ur, í tíma“. Og nefnir sr. Kristján til nokkra heimsfræga snillinga og staðhæfir, að ef þeir hefðu alist upp við kjör Arngríms Gíslasonar, þá hefði alls ekkert orðið úr þeim. Þegar dr. Kristján Eldjárn síðan skoðar ævi og verk Arngríms verður útkoman ekki alveg eins dramatísk og í harmþrunginni líkræðu, sem flutt var yfir Svarfdælingum fyrir tæpum hundrað árum. Til dæmis virð- ist Arngrímur ekki hafa verið sá utangarðs- maður sem ummæli um háð og spott grann- anna gætu bent til. Það er ljóst að Arngrím- ur nýtur undir lokin virðingar víða um land og er á skömmum tíma fenginn til að mála altaristöflur í tíu kirkjur - átta þeirra eru enn á sínum stað. En vitanlega er það ekki nema satt og rétt, eins og vel og rækilega er fram tekið í texta dr. Kristjáns, að Arn- grímur átti erfitt uppdráttar, flest stóð í vegi fyrir því að þessi fjölhæfi og listelski maður fengi að njóta sín. Og þeim mun aðdáunar- verðari er þrautsegja hans og einbeitni við að nota hvert tækifæri til að yfirstíga þá erfiðleika sem hringa sig utan um hann - afla sér tilsagnar,þótt ekki væri nema bréf- lega, pensla oglita, bóka, sú alúð sem hann leggur við að draga á þá sem hafa langt forskot fram fyrir hann í myndlistum. „Eg hugsa aldrei um annað en málverk" segir þessi merki maður í bréfi til vinar síns Bene- dikts á Auðnum. Og fylgir með, að „ég er alltaf lítið hrifinn af búskapnum". Með öðr- um orðum: hér er kominn einn þeirra fá- tæku íslensku gáfumanna sem eru fæddir á röngum tíma, ef svo mætti segja; einn af ættingjum Ólafs Kárasonar, enda eru um- mæli þeirra, málarans og Ölafs, sett upp hlið við hlið í bókarbyrjun sem einkunnar- orð einskonar. Vandað verk Bók dr. Kristjáns er mjög „tæmandi“ umfjöllun um Arngrím málara. Þar er rak- inn æviferill hans og verður sá kafli væntan- lega skemmtilegastur aflestrar, ritaður á göfugu máli og með næmum mannskiln- ingi. Næstu þnr kaflarnir fjalla um sund- kennslu Arngríms, bókbindarastörf hans og tónlistariðkanir, en síðan er fjallað ýtar- lega um myndverk hans, bæði þau sem enn eru til og þau sem tíminn hefur étið og aðstoðarmenn hans, vatn, vindar og eldur. Þar nýtur sín prýðisvel natni og yfirvegun fræðimannsins dr. Kristjáns Eldjárns, sem vill huga sem allra best að handarverkum þess fátæka listamanns á fyrri öld, sem nú á minningu sína undir ræktarsemi gjörólíkra tíma komna. Fá svo báðir fullan sóma af, Arngrímur málari og dr. Kristján Eldjárn. Og myndakosturinn er ágætlega vel prent- aður. Undir lokin dregur dr. Kristján saman með sínum yfirvegaða hætti „tilraun til upp- gjörs“. Þar minnir hann á það, hve rislítill tími nítjánda öldin var í íslenskri mynd- Árni_____ Bergmann skrifar hann áhyggju sinni vegna þeirrar hættu sem menningu okkar stafar af því, að „yngri kynslöð lærir æ minna af þeirri sem eldri er“, af sívaxandi gleymsku á hið liðna, sem bitnar á mörgu og ekki síst á skáldum og þeirra verkum. í framhaldi af því erSigurð- ur Þórarinsson að furða sig á því, hve góðu og sterku Iífi Bellman lifir meðal þjóðar siflnar - og ber svo fram sínar skýringar á því hvernig á því stendur. Öllu viljum við góðu um það trúa. En spyrja má: eru þýðingar á Bellman þess- háttar skáldskapur, að þær sannfæri okkur einar sér um að þessi átjándu aldar Svíi hafi í raun og veru verið mikið skáld? Ekki er það nú alveg víst: við getum af þýðingunum ráðið að þar fari bráðskemmtilegt skáld og hugkvæmt um margt, en um leið að hann sé um margt bundinn sínum tíma og kannski eigi hann ekki nema fáa tóna í hörpu sinni. Er þó margt vel um þýðingarnar - en auk Sigurðar eiga hér hlut að máli Kristján Jónsson, Hannes Hafstein, Jón Helgason, Jóhannes Benjamínsson og Árni Sigurjóns- son. Þeir hafa allir færni til að iðka þennan skáldskap, þótt misvel sé að vonum að verki staðið. En því verður ekki neitað, að það eru tveir textar Jóns Helgasonar sem best duga til að sannfæra íslending um ágæti skáldsins Bellmans - án þess hann fletti upp í frumtextum. „Ansa mér móðir, því æddir þú forðum upp í til bónda þíns?“ vælir Fred- man grúttimbraður fyrir utan knæpuna Skreiðstu-inn. Og Movitz er ávarpaður með harmljóði: „Flýt þér, drekk út. Sjá dauðinn búinn býður, brandinn sinn hvessir, dokar þröskuld við...“ Vafalaust er erfitt að þýða Bellman (ég hefi séð rússneskar þýðingar á karli og þori að fullyrða að þær íslensku eru betri). En textar Jóns sýna líka, að hægt er að yfirstíga hverja raun. En semsagt: það var vel til fundið að gefa út Bellmaniana og lof ber þeim sem þar áttu hlut að máli. -ÁB. listarsögu, á einsemd Arngríms, sem náði furðugóðum árangri þótt honum tækist ekki „að brjótast úr þeim hlekkjum sem tilsagnarleysi á æskuárum voru honum sem myndlistarmanni. Áhrif hans á samtíð sína voru þau að vekja hjá mönnum í nokkrum norðlenskum sveitum gleði og aðdáun, list- ræna nautn. Flestir íslendingar vissu ekki að hann væri til og hafa ekki til skamms tfma vitað að hann hafi nokkurntíma verið það. í sögu íslenskrar myndlistar markaði hann varla nokkur spor.... Eigi að síður stendur verk hans og standa mun sem vitn- isburður um mann og mannlíf á einum punkti í sögu vorri“. - „Markaði varla nokkur spor“. Hvers vegna? Hér mætti geta þess, að Arngrímur er uppi skömmu á undan lærðum málurum (aðeins einn var starfandi fyrr, Sigurður Guðmundsson, sem Arngrímur skrifaðist á við). Hann er á leið til kunnáttumanna án þess að komast til þeirra - en um leið hefur hann týnt „sakleysi“ þeirra alþýðulista- manna sem enn færra höfðu frétt en hann. Má vera að í þessari sérkennilegu stöðu sé að finna hluta útskýringar á því, að Arn- grímur málari hefur til þessa verið miklu minna kunnur en vert væri. -ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.