Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 11
Helgin 10.-11. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Fingramál - Saga um heyrnarlaus hjón Út úr þögninni Húsnædisstofnun rikrisins Tækniderild Laugavegi77 R Simi28500 ÚiboÖ [ kjallará húss eins viö Bröttu- götu er að finna yfirlætislaust bókaútgáfufyrirtæki, sem nefn- ist Bjallan. Hógværð þeirra sem að því standa er jafnvel slík, að ég minnist þess varla að hafa heyrt eða séð frá því auglýsingu. Er þaðfágættlát- leysi í þessu þjóðfélagi kaup- mennsku og auglýsinga. Hygg ég þó að Bjallan geti, ýmsum öðrumfremur, auglýststarf- semi sína án alls skrums. Hún gefur nefnilega út góðar bækur og er mér nær að halda, að þá einkunn megi gefa bókum hennar öllum. Nýlega er komin út hjá Bjöllunni bókin Fingramál, eftir bandaríska rithöfundinn Joanne Greenberg. Hún er þekktur rithöfundur og hef- ur enda hlotið Pulitzer bók- menntaverðlaunin. Bókin er þýdd af Bryndísi Víglundsdóttur, skóla- stjóra Þroskaþjálfaskólans. Fingramál hlaut mjög góða dóma í Bandaríkjunum og varð þar met- sölubók. Aðalpersónur sögunnar eru hjónin Jenna og Abel Ryder, og svo afkomendur þeirra og tengda- fólk. Hjónin eru heyrnarlaus og mótast líf þeirra af því. Heyrnar- leysi þeirra verður þess valdandi, að þau ná ekki fullum málþroska. Þessi vöntun hefur áhrif á sam- skipti þeirra innbyrðis og við alla aðra, sem þau umgangast. Þau ein- angrast frá umhverfinu, m.a. vegna þess að þau vilja leyna heyrnarleysinu, lifa í sínum eigin heimi og, þrátt fyrir margháttuð samskipti, einnig að nokkru leyti hvort í sínum heimi. Heyrnarleysið leiðir af sér margvíslega erfiðleika og andstreymi fyrir þau sjálf og fjölskyldu þeirra. Þeim finnst þau engan veginn vera hlutgeng í því samfélagi, sem þau verða þó að lifa og starfa í. Þau hafa það á tilfinn- ingunni að vera annars flokks fólk og raunar, öðrum þræði, dæmd til þess af samferðafólkinu. Kannski er þetta skáldsaga. En þó er hún sönn og hefur hvarvetna verið að gerast, einnig hér okkar á meðal. Hún hreyfir við okkur. Hún opnar okkur sýn inn í veröld, sem við alla jafna hugsum ekki um sem raunveruleika. Eðlileg samskipti fólks byggjast á því að það geti tal- að saman. Heyrnarlausum er það nauðsyn að geta ræðst við sín á milli og einnig, með einhverjum hætti, við þá, sem heyra. Maðurinn er nú einu sinni félagsvera og það er ekki út í bláinn mælt, að maður er manns gaman. Nú á undanförnum 10 árum rúmum hefur mikil breyting orðið á aðstöðu heyrnarlausra, viðhorf- um þeirra til samfélagsins og sam- félagsins til þeirra. „Hjónin í bók- inni eru fólk gærdagsins", eins og Bryndís Víglundsdóttir komst að orði. Þau leitast við að dylja 4750 1 BÓKATITLAR MESTA ÚRVAL ÍSLENSKRA BÓKA í BORGINNI Bækur í öllum verðflokkum MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐ UNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 ---- ------ Magnús H. Gíslason skrifar heyrnarleysi sitt, fyrirverða sig fyrir það. En síðan farið var að kenna fingramálið, upp úr 1970, hefur þetta gjörbreyst. Unga fólkið nú, sem skortir heyrn, minnkast sín ekki fyrir þessa vöntun, fer ekki í felur með hana. Á ferðum mínum um bæinn rekst ég iðulega á ungt fólk, í minni eða stærri hópum, sem talar saman á fingramáli. Og það er ekki armæðusvipurinn á þeim ung- lingum. Þeir hafa fundið sjálfa sig og umhverfið. Það er ekki „fólk gærdagsins“ heldur nútímans. Möguleikinn til þess að tjá sig hef- ur skipt sköpum í lífi þess. „Blindir og heyrnarlausir eru ekki lengur það fólk í þjóðfélaginu sem verst er sett og það er gleðilegt að sjá hver breyting hefur orðið á högum þess og lífi“, sagði Bryndís. Það var lærdómsríkt að kynnast þeim Jennu og Abel. En vonandi er saga þeirra að baki í eitt skipti fyrir öll. -mhg; HVERAGERÐI Stjórn verkamannabústaða Hveragerðis- hrepps, óskar eftir tilboðum í byggingu fjög- urra íbúða, í einnar hæðar raðhúsi, heildar- flatarmál húss 330 m2,rúmmál 1170 m3. Hús- ið verður byggt við götuna Heiðmörk, Hvera- gerði og skal skila fullfrágengnu 30. nóv. 1984. Afhending útboðsgagna er I hreppsskrifstofu Hveragerðishrepps, Hveragerði og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá mánudeginum 12. des. 1983, gegn kr. 5000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 10. jan. 1984 kl. 10.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Auglýsið í Þjóðvilj anum Erum fluttir í þjónustu- og verslanamiðstöðína í nyja miðbænum víð '• S H UTVEGSBANKINN ■S® EMNBANKI-ÖUUáNUSTA Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. sími 29966

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.