Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983
íaðalbanka
Við önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á
ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra
gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISAgreiðslukorta.
Eysteinn Sigurðsson: Kom aldrei
svo mikið sem til tals að efna í
hrísköst til þess að kynda undir
Ulfari Þormóðssyni.
löglegs trúarbragðafélags, sem er
hér á landi, skal sæta sektum eða
varðhaldi." Altarisgangan er hluti
af guðsdýrkun kirkjunnar, og það
lék enginn vafi á því að umfjöllun
Spegilsins um hana var brot gegn
þessari grein.
Lög um prentrétt skylda útgef-
endur rita til að nafngreina sig á
þeim svo að ótvírætt sé. Það fór
ekki á milli mála að í því efni voru
brotin lög í Speglinum, þótt í litlu
væri. Það var líka ótvírætt að lög
um prentrétt voru brotin með því
að endurprenta blaðið eftir að það
hafði verið gert upptækt. Skiptir
þar engu hvaða álit menn hafa á
aðferðunum sem beitt var við upp-
töku blaðsins og t.d. var mótmælt
af Blaðamannafélaginu.
Og svo er það klámið. Hegning-
arlög leggja bann við því að birta
klám á prenti, en skilgreina ekki í
hverju klám sé fólgið. Þar kom því
til okkar kasta að vega og meta. í
dómnum vorum við sammála um
að ein saman mynd af nöktum lík-
ömum, jafnvel þótt í kynæsandi
stellingum væri, gæti ekki talist
klám í nútímaskilningi. Þess vegna
sýknuðum við vegna mynda af
karli sem á að hafa smygíað sér í
framboð á kvennalista og notar
snæri við verkið.
En hér kom fleira til. í Speglin-
um var með mjög ósmekklegum
hætti ráðist á nánasta einkalíf nafn-
greindra hjóna. Mat okkar var að
þar væri rétt að beita klámákvæð-
inu. Langar nokkur hjón eða nokk-
urt sambýlisfólk til þess að athafnir
þeirra í hjónarúminu séu bprnar á
torg og gatnamót á prenti? Á bak -
síðunni.öðrum mest áberandi stað
blaðsins, var stór og litprentuð
mynd af manni með stóran hníf á
Iim sínum, albúinn að skera þar af.
Allir vita að til eru sjúkir einstak-
lingar haldnir ofbeldishneigð, og
hver veit hvaða áhrif mynd sem
þessi hefur á þá? Blaðamenn þurfa
að ýmsu að gæta í starfi sínu, og
ábyrgð þeirra er mikil. Þetta er ná-
skylt því að blöð hér birta aldrei
sjálfsmorðafréttir. Ástæðan er sú
að talið er að þær geti leitt til fleiri
slíkra. Hér var því aftur mat okkar
að rétt væri að beita klámákvæð-
inu. Það verður svo Hæstaréttar að
meta endanlega hvort við höfum
hér komist að réttum niðurstöðum.
Ég held því að þegar allt er
skoðað geti Úlfar Þormóðsson
ekki annað en unað allsæmilega við
niðurstöðuna. Annað væri ofstæki.
Hitt er svo annar handleggur að
þetta mál vekur til umhugsunar um
ýmis atriði. Eitt þeirra er um heim-
ildir ákæruvaldsins til að gera
prentað mál upptækt. Annað er
vitneskja blaðamanna um þau
lagaákvæði sem geta varðað starf
þeirra. Sjálfur hef ég unnið við
blaðamennsku á annan áratug. Ég
hafði ekki hugmynd um það þar til
fyrir nokkrum vikum að hegning-
arlög bönnuðu jafnvel góðlátlegt
grín um öll trúarbragðafélög. Er
það kannski verkefni fyrir t.d.
Blaðamannafélagið að gangast
fyrir fræðslunámskeiði um slík
ákvæði?
Og eitt að lokum. í blaðavið-
tölum hefur Úlfar Þormóðsson gef-
ið okkur þremenningunum heitið
„miðaldamenn" og annað í þeim
dúr. Má ég í fullri vinsemd benda
honum á að „miðaldamenn“ tóku
öðru vísi á svona málum. í réttar-
höldunum kom fram að næstsíðasti
maður, sem dæmdur var fyrir svo
nefnt guðlast hér á landi, hlaut að
gjalda fyrir með lífi sínu. Hann var
brenndur á báli árið 1685. Ég skal
með mestu ánægju upplýsa að í
Spegilsmálinu kom það aldrei svo
mikið sem til tals áð fara að efna í
hrísköst eða annan eldsmat til að
kynda undir Úlfari Þormóðssyni.
Sala ríkiseigna
Fjármálaráðuneytiö auglýsir hér með eftir til-
boðum í hlutabréf ríkissjóðs í þeim fyrirtækj-
um, sem hér greinir:
1) Eimskipafélag íslands h/f. Nafnverð kr.
2.957.760
2) Flóabáturinn Baldur h/f. Nafnverð kr.
100.000
3) Flóabáturinn Drangur h/f. Nafnverð kr.
590.480
4) Flugleiðir h/f. Nafnverð kr. 7.000.000
5) Gestur h/f. Nafnverð kr. 15.000
6) Herjólfur h/f. Nafnverð kr. 900.000
7) Hólalax h/f. Nafnverð kr. 560.000
8) Hraðbraut h/f. Nafnverð kr. 1.170.000
9) Norðurstjarnan h/f. Nafnverð kr.
6.669.585
10) Raftækjaverksmiðja Hafnarfjarðar h/f.
Nafnverð kr. 900.000
11) Skallagrímur h/f. Nafnverð kr. 2.831.578
12) Slippstöðin h/f. Nafnverð kr. 11.700.000
13) Vallhólmur h/f. Nafnverð kr. 7.500.000
14) Þór h/f, Stykkishólmi. Nafnverð kr.
5.826.340
15) Þormóður rammi h/f. Nafnverð kr.
16.500.000
Hlutabréfin verða seld hæstbjóðanda, fáist
viðunandi tilboð. Kaupendum verður gefinn
kostur á að greiða allt að 80% kaupverðsins
á 10 árum með verðtryggðum kjörum. Nánari
upplýsingar gefur fjármálaráðuneytið. Tilboð
berist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k.
Fjármálaráðuneytið, 7. desember 1983.
Dr. Eysteinn Sigurðsson:
Iðnaðarbankinn
Reykjavík: Aðalbanki, Lækjargötu 12
Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18
Laugarnesútibú, Dalbraut 1
Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60
Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3
Garðabær: v/Bæjarbraut
Hafnarfjörður: Strandgötu 1
Selfoss: Austurvegi 38
Akureyri: Geislagötu 14
Spegilsmálið
í tilefni af því að ég var tilkallað-
ur að vera einn þriggja dómara í
Spegilsmálinu hafa mér verið valin
ýmisleg heldur óviðurkvæmileg
ummæli í blöðum. M.a. var ég
nefndur varðhundur kerfisins hér í
Þjóðviljanum fyrir skömmu. Ég
má því kannski rétt aðeins fá að
bera hönd fyrir höfuð mér.
Þar vil ég fyrst taka fram að ég er
ríflega málkunnugur Úlfari Þor-
móðssyni og hef ekkert nema gott
um þau kynni að segja. Mér hefur
fundist hann heldur viðræðugóður
og þægilegur í umgengni. Ég veit
ekki heldur til þess að hann hafi
gert mér neitt, hvorki til ills né
góðs. í dómstarfinu hafði ég þess
vegna enga ástæðu til þess að reyna
að klekkja á honum.
Ég var tilkallaður í dóminn sem
bókmenntafræðingur. Hlutverk
mitt var því öðru fremur að leggja
fagurfræðilegt mat á Spegilinn.
Niðurstaða mín var að ritið væri
satíra eða háðsádeila og að ákær-
uatriðin væru óumdeilanlegur hluti
af heildarstefnu þess. En í fram-
haldinu rakst ég á vegg. í dómum
verður að fara eftir gildandi lands-
lögum. Þar mega persónulegar
skoðanir ekki hafa áhrif.
Hið svo nefnda guðlast í ritinu
var í raun ekki last um guð almátt-
ugan. Þar var um að ræða kæru
fyrir brot á grein í hegningarlögum
þar sem segir að „hver sem opin-
berlega dregur dár að eða smánar
trúarkenningar eða guðsdýrkun