Þjóðviljinn - 10.12.1983, Side 18

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNU NI N óskar að ráða símvirkja (rafeindavirkja) við sendistöðina á Rjúpnahæð. Góð þekking á nýjustu tækni fjarskipta- búnaðar er nauðsynleg. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild stofnunarinnar. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. DEILDARSTJÓRI VIÐSKIPTAÞJÓNUSTU hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Háskólamenntun áskilin. Sveitabær í Seyðisfirði árið 1882, myndin er úr danska mynda- og fréttablaðinu Illustreret Tidende og verður m.a. á myndasýningunni í Hamragörðum um helgina. DEILDARTÆKNIFRÆÐINGUR (rafmagns-) í innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R. R. í síma 18222. Fátækleg híbýli í TÆKNITEIKNARI á mælideild borgarverkfræðings. Upplýsingar veitir Ragnar Árnason í síma 18000. FORSTÖÐUMAÐUR VIÐ LEIKSKÓLANN LEIK- FELL, Æsufelli 4. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. desember 1983. UTBOÐ Tilboð óskast í þenslustykki fyrir Hitaveitu Reykjavík- ur. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. jan. 1984, kl. 11. f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 35800 stórbrotnu landslagí Um þessa helgi verða sýndar gamlar Ijósmyndir frá Seyðis- firði og víðar, í Hamragörðum í Reykjavík, félagsheimili sam- vinnustarfsmanna. EinarVil- hjálmsson frá Seyðisfirði hefur safnað þeim saman. Myndin sem fylgir þessari grein er af bænum á Seyðisfirði og birtist í danska mynda- og fréttablað- inu lllustreret Tidende árið 1882 ásamt eftirfarandi pistli: „Svo stórkgstleg og áhrifamikil, sem náttúra íslands er, þá eru hí- býli íslendinga á hinn bóginn jafn slæm og ósjáleg. Pau eru venjulega án fegurðar, þæginda og hag- kvæmni og virðast hálfu lítilfjör- legri í stórbrotnu umhverfinu. íslenski bærinn, eða sveitabær- inn, samanstendur af fimm smáum, lágum húsum sem oftast Hundrað ára gömul frásögn úr dönsku fréttablaði Hine mynda röð hver við hlið annars. Hússtafnarnir snúa allir í sömu átt, móti götu eða stíg sem liggur hjá garði. Veggirnir, sem eru ntörg fet að þykkt, eru hlaðnir úr torfi og grjóti án bindisefnis. Þakið er tyrft, ýmist beint á tréverkið eða á undir- lag úr stráum eða húskvistum. í nokkurri fjarlægð virðist bærinn eins og röð af lágum, grænum hól- um vegna hins gróskumiklagras- vaxtar á þaki og veggjum og myndin brenglast ekki við að nokkrar kindur eru á beit uppi á. húsunum. Að innan er bærinn jafn fá- tæklegur sem utan. Trégólf eru aðeins hjá hinum efnaðri. Ofnar þekkjast varla. Eldstæðið í eldhús- inu er gert af nokkrum flötum steinum á gólfinu, án skorsteins, en aðeins op er á þakinu þar sem reykurinn kemst út. Búsáhöld og húsgögn eru í samræmi við annað og þegar við bætist að þrifnaðurinn er ekki mikill er erfitt að hugsa sér að þessi dimmu röku hús geti verið þægilegir eða hollir dvalarstaðir fólks í hinni óstýrilátu hörðu veðr- áttu. Samt tengist íslendingurinn heimili sínu og landi með að- dáunarverðri ást; „ísland er besta land undir sólinni", segir íslenskt orðtak. Og þótt við dekurbörnin getum ekki fullkomlega samþykkt þessa fullyrðingu verðum við að játa að hinir söguríki átthagar ís- lendinga eru ríkir af voldugri, hríf- andi náttúrufegurð og skilja eftir sig áhrif sem aldrei gleymast. Bærinn, sem listamaðurinn hef- ur teiknað hér, er við Seyðisfjörð sem hann heimsótti í sumar, á ferð með freigátunni „Sjælland". Vegurinn frá kaupstaðnum til Vestur- og Suðurlandsins liggur fast með húsgöflunum og hófadyn- urinn lokkar íbúana út á hlað nokkrum sinnum á dag til þess að leiða vegfarendur augum. Rétt neðan við heimatúnið, girta rækt- aða grasbreiðu eða engjaland, þýt- ur vatnsmikil á, freyðandi og ólg- andi, út í fjörðinn. Beggja vegna í norðri og suðri er dalsdragið girt háum fjöllum með bröttum hlíðum og skörðóttum, gróðurlausum, snækrýndum tindum. Niður fjalls- hlíðarnar fossa margir lækir sem blika og glitra í sólskininu eins og voldugar silfursnúrur.l austurerút- sýni yfir kaupstaðinn og fjörðinn með skipum og fjölda fiskibáta. Yfir öllu landslaginu eru dásamleg skipti milli Ijóss og djúpra skugga. Þótt híbýli íslendingsins séu fá- tækleg er honum a.m.k. huggun í því að geta sannarlega verið stoltur af umhverfi sínu. Það mun ætíð vekja aðdáun.“ m iir |> UTBOÐ WR» w Tilboð óskast í stálpípur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. jan. 1984, kl. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Friðrik Kristján Guðbrandsson - sérgrein háls-, nef- og eyrnalækningar (Otolaryngology - Head and neck surgery) hefur opnað læknastofu í Glæsibæ, Álfheim- um 74. Tímapantanir í síma 86311 milli kl. 9 og 17 virka daga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.