Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN|Helgin 10.-11. desember 1983 Veistu... aö á árunum .1884-1888 voru starfandi stjórnmálasamtök í Suður-Þingeyjarsýslu sem kölluðust Þjóðlið íslendinga. Foringi þjóðliðsins var Pétur Jónsson á Gautlöndum. að Elías Snæland Jónsson, nú- verandi ritstjóri Tímans, var ritstjóri Nýrra þjóðmála, málgagns Samtaka frjáis- lyndra og vinstri manna á ár- unum 1974-1976. að Hannibal Valdimarsson var formaður þriggja stjórnmála- hreyfinga á Islandi, fyrst Al- þýðuflokksins, þá Alþýðu- bandalagsins og loks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. að fyrsta nafnið sem norrænir menn eru taldir hafa gefið ís- landi var Snæland. að þegar siðaskiptin urðu á ís- landi um miðja 16. öld var það ætlun yfirvalda að leggja niður biskupsnafnið og taka þess í stað upp embættisheitið superintendent. Það komst þó aldrei á nema í embættis- skjölum. að í ritum Grikkjans Pyþeas sem var uppi um 300 fyrir Krist er talað um eyjuna Ultima Thule og halda sumir að þar sé átt við ísland. að í lögum Grágásar á þjóðveld- isöld táknaði refsingin útlegð fébætur, sbr. að leggja út fé. að fyrir um 100 árum var starf- andi leynifélag íslenskra stúd- enta í Kaupmannahöfn sem kallaðist Velvakandi og bræður hans. að til forna hétu þeir austmenn sem komu frá Noregi, en vest- menn sem komu frá Bret- landseyjum. að vígslubiskupsembættið var stofnað 1909 því að óvið- eigandi þótti að íslenskir bisk- upar sæktu vígslu til Dan- merkur. bæjarrölt „í lyngbrekku gamals draumsu Fagur söngur og þýðir tónar hafa alltaf veitt mér ómælda gleði og fátt kemst til jafnaðar við að sitj a í sal og hlýða á lifandi tónlist. Með þessu er ég ekki að gefa í skyn að ég sé eitthvað sérstaklega músíkalskur eða hafi vit á tónlist. Þvert á móti. Ég á frekar erfitt með að halda lagi. Samt er það svo skrítið að mér finnst þræl- gaman að syngja - jafnvel rammfalskt. Ekki síður hef ég unun af að hlusta á aðra syngja og spila - en þá má það ekki vera falskt. Best þykir mér að lygna aftur augunum, þegar ég er á hljóm- leikum, og reyna að gleyma tilvist annarra áheyrenda og gefa mig heilan og óskiptan á vald tónlist- argyðjunnar. Því verður hins veg- ar ekki á móti mælt að aðrir áheyrendur trufla mig oft og setja mig hálfpartinn út af laginu. Þeir eru að smjatta eða hósta eða láta skrjáfa í bréfi og þá ruglast ég í einbeitingunni. Þetta stafar kannski allt af því að ég er fæddur í fiskamerkinu. Mér er sagt að fiskarnir séu svo áhrifagjamir að þeir bókstaflega lifi sig inn í fólk- ið sém er í kringum þá. Ég á a.m.k. ákaflega erfitt með að sleppa mér í tónlistarnautninni þegar feit kona situr við hliðina á mér og bryður konfekt meðan heilagir tónar fylla húsið. Af þessum ástæðum, svo og meðfæddri hégómagirnd og draumórahneigð, hef ég svo lengi sem ég man eftir mér alið þann draum að vera einhvern tíma eini áheyrandinn á hljómleikum, ó- truflaður og upphafinn. Aleinn. Líkt og móðir Garðars Hólm. Og það lá við að þessi ósk rættist s.l. laugardag. Virtúósinn ungi, Hjálmar Ragnarsson, hnippti í mig og sagði mér að koma í Félagsstofnun stúdenta kl. 6 á laugardagskvöld. Þar mundi heill háskólakór syngja fyrir mig og kannski fáeina aðra blaðamenn. Engiraðrirfengju að vera viðstaddir. „Exkljúsíf", sagði hann. Ég upptendraðist strax. Kann- ski verð ég eini blaðamaðurinn sem mæti, hugsaði ég með mér. Ég veit af gamalli reynslu að blaðamenn eru latir að mæta kl. 6 á laugardögum. Hjálmar fullvissaði mig um að hljóm- Ieikarnir yrðu haldnir þó að ég mætti bara einn. Því miður rættist von mín ekki. Við vorum fimm, sem settumst í salinn eftir að hafa sötrað svolítið rauðvín fyrst og samhæft þannig fyrirfram upphafninguna. Við vorum því eiginlega fimmein. Fyrir framan okkur stóð svart- klæddur kór með þróttmiklu og ægifögru æskufólki. Nýr virtúós er tekinn við stjórninni af Hjálmari: Árni Harðarson, nýkominn á leður- buxum frá London. Hann var að deputera. Og svo hófst söngurinn og ég leið inn í ómælisvíðáttur. Hér var ekkert smjatt né skrjáf. Man- söngvar Jónasar Tómassonar við ljóð Hannesar Péturssonar og söngvar um ástina eftir Hjálmar við ljóð Stefáns Harðar Gríms- sonar. Mér hefur alltaf fundist Stefán Hörður vera Jónas Hall- grímsson okkar tíma: í lyng- brekku gamals draums/ streymdi bergáin tær/ og eldrauð fjöll stóðu vörð/ um hina djúpu kyrrð. Þegar ég gekk út í svart skammdegið voru morgunstjörn- ur í augum mér. -Guðjón. I sunnudagshrossgatan Nr. 401 / 2 3 7- ¥ sr 0 7 ir~ — T— ¥ IV f 5~ J/ 12 ÍT 21 ¥ /3 ¥ ¥ /^ á? /2 ¥ 3d S2 >5 !& ? T~ <7 6> S~ ¥ 12 0 e </- /<5 Z ¥ 20 T~ 2/ 9 e IX ¥ sr á> /P 22 ¥ 2 ¥ 22 J& 2t ¥ /v4 /2 2 & 9 ¥ 2 )L T~ 2V JV' Jt y\ /7- é> 5- ¥ b $ )0 ¥ /X /H Z ¥ 5 C? 2 /2 V ár /2 /2 X í? /X ¥ 10 /f /C? 22 22 ¥ 7 ! í? ¥ !(e? 22 /? e 22 22 <2 0 Ý ¥ S" T 22 Z~ ¥ 22 2? 20 7 "YS V 12 XI /L ¥ C, ¥ 2$ 0 /2 1? 0 F" /2 17- ¥ >2 )2 18-- r O ¥ 0 ¥ C? IZ i? /2 ¥ \22 10 ¥ % 7 /o ¥ 7 ¥ ¥ 20 Z! ¥ s' 2 it zi-d ¥ A Á B D Ð E ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 401“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2H J2 2A 25 2<i 0 /2 2 2 /2 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr 397 hlaut Þórdís Gísla- dóttir, Kúholti 12, 220, Hafnarfírði. Þau voru bókin Næturferð, Ijóð um frelsi eftir Jón Oskar. Verðlaunin að þessu sinni er kvæðasafn og greinar eftir Stein Steinarr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.