Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983 Helgin 10.-11. desember 1983 WÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Myndir í líkingu við þessa eru ríkjandi í East Village gallcríum. Þóttskorturá efnislegum gæðum hafi löngum mark- að þetta hverfi þá á það sérmerkilega sögu, tengda bókmenntum, list- um og stjórnmálum. Þetta er Hverfið til að búa í fyrir unga myndlistarmenn íþessari borg. Undanfarin ár hafa þeir flutt inn í hverfið á flótta undan hárri húsaleigu annars staðar á Manhattan. Þetta hverfi er neðarlega á eyjunni og markast af Hudson ánni að austan, 2. götu að vestan, Houston stræti að sunnan og fjórtánda stræti að norðan. Sem sagt sex götur langsum og fimmtán stræti þversum. Þeim megin sem snýr að Hudson ánni bera aðalgöturnar nöfn bókstafa... A, B, Cog D. Ekkert hverfi nema Harlem er jafn fá- tæklegt og þetta stafrófssvæði. Þar er al - geng sjón að sjá heilu íbúðarhúsin sem allar rúður hafa verið brotnar í. Þarna er ofbeldi daglegt brauð og yfirleitt allt í rusli. Þetta ástand er ekki nýtilkomið. í gegnum tíðina hefur þetta svæði og yfirleitt allt það sem nefnist Lower East Side verið innflytjenda- hverfi. Nú virðast spænskumælandi ímeiri- hluta þarna. Þótt skortur á efnislegum gæð- um hafi löngum markað þetta hverfi, þá á það sér merkilega sögu tengda bók- menntum, listum og stjórnmálum. Um göt- urnaríþessu hverfi hafa konureinsog Emma Goldman stormað. Þarna hafa ljóð- skáld jafn ólík og Ginsberg og Auden skrif- að. Og í stuttu máli þá er listi yfir fyrrver- andi íbúa eins og úrtak úr „who is who“ í Bandarískum listaheimi. C.A.S.H.-galleríið Og nú er þetta hverfi, í eitt skiptið enn, griðastaður fyrir félitla listamenn. Þó er svo í þetta skiptið að í kjölfar listafólksins hafa komið gallerí, myndlistar-barir og ýmislegt nýtt. Um þessar mundir eru tuttugu sýning- arstaðir í East Viilage og bera margir þeirra nöfn sem sæmt gætu dularfyllstu pönk- hljómsveitum. Egfór í gær ogskoðaði nokkrar sýningar sem nú eru uppi í þessum galleríum. C.A.S.H.-galleríiðerstaðsett næst siðmenningunni og fjærst Hudson. Húsnæðið sem það er í gæti vel hafa verið grænmetisverlsun eða fatahreinsun áður. Flest þessara nýju galleríaeru lítil. Svo lítil, að það þarf ekki nema svo sem þrjá áhorf- endur á staðinn til að hægt sé að fara að nota orð eins og mannfjöldi og fjölmenni til að lýsa ástandinu innivið. Þetta er samsýning og verkin Ijósmynd, teikning og nokkur málverk. Teikningin er svolíið sjarmer- andi, - myndefnið einn hægindastóll sem er teiknaður með krít á vegginn. Þótt mér sé ekki ljóst hvernig maður selur teikningu á hvítum gallerívegg þá eru verkin til sölu og þetta gallerí, eins og flest þessara nýju gall- ería, rekiðíhagnaðarskyni. Efpunktarnir eru teknir úr nafni þessa gallerís þýðir orðið lausafé. „Alþjóðlegt með minnismerki“ Næsta galleríi heitir „International with monument“ eða „alþjóðlegt með minnis- merki“. Stærðin á því er svipuð og var á SÚM-salnum. Þarna eru nú verk eftir tvo myndlistarmenn. A. Masulloermeðverk „Underdog“ nefnist sýningin sem núna er í East 7th Street gallcríinu. AUSTURÞORP Gata Markúsar postula er Banka- stræti þeirra í East Village. Stund- um, til dæmis á sunnudagseftirmið- dögum, minnir þessi litla gata mig á leikhús. Eins og að vera baksviðs og leikritið er eitthvert leikverk sem krefst skrautlegra búninga. Kann- ski ekki Dýrin í Hálsaskógi en a.m.k. Kardimommubærinn. í þessum Kardimommubæ er Soffía frænka sveitarleg kona frá Úkraínu sem hefur fyrir löngu gefist upp á að siða ræningjana og lætur sem St. Mark’s Place sé lítil þorpsgata í Úkraínu. Kamelía spilar á hljóðgerf- il í pönkbandi. Ljónið selur kókaín á einhverju götuhorninu og ræningj- arnir ganga um með hljómtæki á stærð við ferðatöskur og sjá hverf- inu, nauðugu viljugu, fyrir ókeypis tónlist. Grace Mansion galleríið á eitt sameiginlegt með hinum opinbera bústað borgarstjórans I New York borg: nafnið. ► Haust- sýningar í New York I Svala Sigurleifs- dóttir skrifar frá New York sem öll byggj ast á einhvern hátt á bókum. Dæmi um eitt verk: 25x40 sm flötur með grófgerðum ramma, gæti verið kassalok, sem á eru límdar fjórar blaðsíður úr bók. Á þessum síðum eru ráðleggingar til yfirstétt- arfólks um seinustu aldamót varðandi það hvað hentugast sé að taka með sér í Evrópu- ferð. Þetta er engin svona „Evrópa-á-tíu-dollara-á-dag“ bók! f verki eins og þessu virðist textanum ætlað að leika aðalhlutverkið í verkinu. í öðrum verkum Masullo virðist textinn aukaatnði en umbreyting á bókum aðalatriði. R. Garratt er með málverk í hinum hluta salar- ins. Sum verkanna stór, önnur lítil en flest með skærum litum og sprengj um og byss- um. Inntakiðerádeilaávígbúnað, stríðog ofbeldi. „Underdog“ í þarnæsta húsi er „East 7th Street" gall- eríið, - að stærð eins og meðalstór fata- skápur. Þarstenduryfirsamsýning fimmtán myndlistarmanna (5 kvk. og 10 kk.) og veggplássið enda gjörnýtt. Sýningin nefnist „Underdog“ og gæti útlagst sem „sá er minna má sín“. Áhrifin frá „graffiti" og neðanjarðarteiknimyndasögum eru veru- lega augljós í verkunum. Þarna er verið að dreifa boðskortum á opnun næstu sýningar sem mun nefnast „nightmare“ (martröð) og eru allir boðnir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Það leyfir svona tuttugu manns ef andað er til skiptis! Það sem er athyglis- verðast við boðskortið er að eftir opnun í galleríinu verður framhalds samkvæmi á The Pyrmid Club. Opnunin er á þriðjudegi. Tveir og tveir eru fjórir. Þetta er einn af þeim börum sem fylla staðinn, á annars „dauðum dögum" eins og þriðj udögum, með því að hafa myndverk á veggjunum og hafa „opnanir“ eða auglýsa samkvæmi eftir opnanir í nálægum galleríum. Helsti barinn af þessari tegund er Rauðibarinn. Hann er reyndar allur hvítur nema barborðið sem er rautt. Þessi bar varð að goðsagnarlegum stað eftir að The Rolling Stones, já þeir sjálfir, mættu eitt kvöldið og spiluðu á staðnum áður en þeir hófu hljómleika- ferðalagið ’81. Nú eru hálfguðirnir Jagger og Richard ekki á svæðinu, en myndir eftir Rick Prol eru á veggj un um. Prol er sá sem skipuleggur umræddar samsýningar í East 7th St. gallerí. Eigendur flestra þessara gallería eru ungt fólk, yfirleitt myndlistarfólk. Þanniger til dæmis um Joanne Mayhew-Young sem fannst nafnið sitt ekki nógu tilkomumikið á galleríeiganda svo hún tók sér nýtt, nefni- lega Gracie Mansion. Það er heitið á hinum opinbera bústað borgarstjórans í New York. í Gracie Mansion galleríinu sýnir nú kona að nafni Rhonda Zwillinger og kallar hún sýninguna „Give Me Liberty or Give Me Romance" (Færið mér frelsi eða ástar- ævintýri). Sýningin samanstendur af mál- verkum, skúlptúrum og „installation“. Málverkin eru máluð á tilgerðarlega klaufaiegan hátt. Flest eru þannig að fletin- um er skipt í tvo hluta og er frelsisstyttan í sólarlagspóstkortastíl á öðrum fletinum en yfirstéttarlegt par við dans og daður á hin- um fletinum. Klisjukennd tákn fyrir frelsi og ástarævintýri. Að auki koma persónur eins og Shirley Temple og Marilyn Monroe fyrir í nokkrum málverkanna. Rammarnir utan um myndirnar eru gullmálaðir með stórum pallíettum. Skúlptúrarni eru borð og stólar þaktir pallíettum sem standa á rauðum flosmottum. Á veggina hefur verið málað væmið veggfóður. Fuglasöngur heyrist af bandi og reykelsisangan er í loft- inu. Já, það var bara reykelsislykt. Gallerí- ið stendur við Thompsons torgið þar sem hinir ýmsu vímugjafar ganga grimmt kaupum og sölum. Veltan á þessu torgi er sögð nema svimandi upphæðum. Borgarastyrjöídin Næsta gallerí nefnist „Civillian Warfare" eða Borgarastyrjöldin. Á leið þangað rekst ég á fyrirtaks brauðbúð með ofboðslega heilnæmum brauðum. Ég fresta borgara- styrjöldinni í nokkrar mínútur til að fjár- festa í brauði. Innanbúðar er ungt heilsufrík við brauðafgreiðslu. Framan við búðar- borðið stendur kona vel í holdum og rekur sínar hversdags raunir. Það er búið að bjóða henni í þrjú Thanks Giving- matarboð og hún getur ekki gert upp við sig hvert hún á að þiggja og hver hún á að afþakka. Ekki bætir úr skák að móðir henn- ar er búin að taka þá ákvörðun að gerast grænmetisæta núna rétt fyrir kalkúnahátíð- ina. Málin eru rædd ogég, bláókunnugkon- unni, er ekki bara áheyrnarfulltrúi í brauðbúðinni heldurfætillögurétt. Þettaer notaleg búð með skemmtilegu fólki þarna mitt íþessu niðurnídda hverfi. Furðulegt að á svona stað þar sem allt virðist í steik sé fólk sem er með næringarfræðina á hreinu. Verkin í Borgarastyrjöldinni reynast mál- aðar myndir af þúsund ára gömlu ungbarni. Myndirnar eru málaðar á gler. Á mörgum myndanna er barnið eins og gamall sköll- óttur maður. Nálægt galleri, „FUN“, er eitt af þeim þekktustu á þessum slóðum. „Graffiti“-verk eru ríkjandi í þessu galleríi. Þar er núna samsýning og er Keith Haring einn þeirra sem sýna. Sá náungi sýnir ann- ars aðallega í stóru galleríi í SoHo. P.S.122 Seinasta sýningin sem ég skoða þennan daginn er í húsnæði sem er eins konar menningarmiðstöð hverfisins, P.S.122. Fyrrum grunnskóli númer 122 í þessari borg. Á jarðhæð er sýningarsalur, en á hin- um hæðunum er leikstarfsemi og ýmislegt. Sýningin sem er þarna núna nefnist „ Ann- exed text“ sem mætti þýða „texti sem við-' bót“. Verkin eru eftir myndlistarfólk (2 kvk. og 5 kk.) sem notar texta meira og minna í verkum sínum. Textinn í þessum verkum er allt frá því að vera eins konar útskýring á myndum til þess að vera sjálf- stætt myndverk, letur framsett á myndræn- an hátt. Þarna er til dæmis Nancy Spero með verk. Hún er þekktust fyrir að fjalla í verkum sínum um pyntingar og annan hrylling í Suður-Ameríku. Yfirvínstofunni Þegar komið er út úr P.S. 122 er handan götunnar vínstofa Markúsar postula. Fyrir ofan þennan St. Marks bar búa félagi Kjel- Eric og Therísa, norskir krakkar sem ég þekki úr Akademíunni í Osló. Þau kvarta gjarnan undan skorti á svefnfrið því barn- um er ekki lokað fyrr en klukkan fjögur að morgni. Ég er svo ósvífin að ég segja alltaf að þeim sé nær að búa á svona stað. Þetta er viðkvæmt mál því þau eru mjög upp með sér að búa í miðj u splunkunýs Iistamanna- hverfis. Fyrir þá upphefð greiða þau sem svarar 25 þúsund íslenskum krónum á mán- uði í húsaleigu fyrir þrjú herbergi, eldhús og bað að ógleymdu gólfi sem titrar í takt við bassann í barmússíkinni til fjögur á nótt- unni. Á nálægum byggingum stendurað þar séu íbúarnir í „rent strike", þ. e. sam- þykki ekki að greiða hærri húsaleigu. Húsa- leiga er að verða mál málanna í þessu hverfi. Nú þegar þetta er orðið eins konar tískuhverfi þá er aukin eftirspurn eftir húsnæði þar, eigendur húsanna hækka leiguna eins og þeir geta og þá verða þeir sem fyrir voru oft að pakka saman dótinu sínu og flytj a í annað fátækrahverfi, sem enn er ekki komið í tísku. Brooklyn, 20. nóvember 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.