Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 13
Helgin 10.-11. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Logi Kristjánsson bœjarstjóri Sveitarstj ómarmál AB að loknum landsfundi Fellur ekki í kramið Síðla á landsfundi var tekin fyrir tillaga frá allsherjarnefnd um sveitarstjórnarmál. Það fór eins og fyrri daginn - þegar ályktanir um þau mál eru lagðar fram í Alþýðu- bandalaginu, rís ákveðinn hópur (væntanlega „sérfræðingar“ þing- flokksins í sveitarstjórnarmálum) upp á afturfæturna, talar um lítinn tíma til umræðu og beitir sér fyrir því að vísa málinu til afgreiðslu undirstofnana. manni, að með orðunum „lýðræði og valddreifing" meini menn lrtið þegar flytja skal völd frá þing- mönnum til almennings eða sveitarfélaga. Gildir hér einu, hvort hinir sömu hafi samþykkt Evrópusáttmálann um sjálfstjórn sveitarfélaga eða ekki. Af umræðum er ljóst að mark- viss stækkun sveitarfélaga með ákveðnum tímatakmörkunum til sameiningar, ásamt rúmum heim- ildum fyrir sveitarfélögin til beinnar skattlagningar í samráði við samtök launamanna er nokkuð sem eiga að ákveða þjónustustig hvers byggðarlags? Vill þessi hópur þegar til kast- anna kemur ekki ráðast til atlögu við stjórnkerfið til einföldunar og í átt til lýðræðis og valddreifingar? Erfitt væri fyrir mig að kyngja því að ferðinni réði ótti við atkvæða- missi eða andstaða nokkurra íhaldssamra oddvita og sýslu- manna, það væri aflið sem mótaði afstöðu AB í þessu máli. Sósíalistum sem í sveitarstjórn- um starfa, hvort sem þeir veita þeim forstöðu eða ekki hefur þrátt fyrir aðstæður tekist að sýna vissa „Á landsfundum Alþýðubandalagsins er ályktunum um sveitarstjórnarmál jafnan vísað til undirstofnana,1 segir Logi Kristjánsson í grein sinni. Logi Kristjánsson: Meðal sveitarfé- laga er olnbogarýmið þrotið. Landsfundur Ab tókst um margt vel. Almennar umræður voru líf- legar og mikill einhugur við af- greiðslu flestra mála og kjör á for- ystu flokksins. Tillögur um lög og skipulagsbreytingar tóku, eins og við var að búast, mikinn tíma. Þrengdu þau nokkuð að umræðu um ályktanir þingsins, ef undan er skilin stjórnmálaályktunin. Skipulagsbreytingarnar stað- festu áfram píramídauppbyggingu flokksins en opna þann möguleika að neðri hluti píramídans breikki. Þingflokkurinn mun áfram ráða ferðinni og móta stefnuna í jafnmiklum tengslum við stofnanir flokksins og félaga og honum hent- ar. Hér hefði þurft að verða breyting á og tryggja betur tengsl þingflokks við virkari miðstjórn. Fjölgun í miðstjórn ætti að vera jákvætt skref, þó að orð formanns flokksins við slit landsfundarins bendi ekki til þess að hún hafi átt að verða til aukinna tengsla félag- anna við valdastofnanir flokksins, þar sem hann taldi óhugsandi að kalla miðstjórn saman eins oft og áður vegna fjölgunarinnar. Við skulum vona að þessi orð hafi verið sögð vanhugsuð ella hljóta ný- kjörnir miðstjórnarfulltrúar að leiðrétta stefnuna. Áhrif skipulagsbreytinganna eiga eftir að koma í ljós en vonandi verður þessi breikkun á píramída- botninum til þess að hinn almenni félagi fái aukin áhrif innan flokks- ins. Slíkt gerist ekki án öflugs starfs utan og innan flokksins, enda mun starfið skipta sköpum um áhrif flokksins en ekki formið. Það virðist nokkuð ljóst, að þingmenn forðast að fá yfir sig samþykkt á landsfundi, sem kveði á um eflingu sveitarfélaga. Slíkar samþykktir vilja þeir hafa á fund- um sveitarstjórnarmanna, þær samkomur binda ekki hendur þing- manna. Viðbrögð umrædds hóps við þeirri markvissu ályktun um sveitarstjórnarmál sem lögð var fyrir þingið, læðir þeirri hugsun að sem ekki fellur í jarðveg þessara aðila. Hvers vegna? Spurningin er hvers vegna? Öllum er ljóst að minnstu sveitarfélögin eru vanmáttug. Vilja þessir aðilar ekki gera minnstu stjórnsýslueininguna svo öfluga, að íbúarnir geti byggt upp þá þjón- ustu sem þeir telja nauðsynlega og æskilega? Eða eru það þingmenn sérstöðu. En aukin miðstýring á verkefnum undanfarin ár hefur leitt til þess að meðal sveitarfélaga er olnbogarýmið þrotið. Ef sósíal- istar og aðrir vinstri nienn sem fá meirihluta í byggðarlögum eiga að fá tækifæri til að byggja upp öðru- vísi samfélag en íhaldsmenn, þarf meira olnbogarými. Ein leið til þess er heimild sveitarfélaga tii beinnar skattlagn- ingar í samráði við samtök launa- fólks. Varla var það sá þáttur í til- lögunni sem afstöðunni réði. Varla telur þessi hópur AB-félaga þá full- trúa sem fólk kýs til stjórnar í sfnu byggðarlagi síður hæfa til að á- kveða skattlagninguog þjónustu í eigin byggðarlagi en aðra og fjar- lægari menn. Slík afstaða væri móðgandi vantraust á almenning og hæfni hans til að móta sitt nán- asta umhverfi. Eða finnst umræddum hópi sanngirnin og réttlætið vera aðals- merki núverandi skattakerfis? Skynjar hann ekki að afturhalds- stjórnin sem nú situr að völdum skákar einmitt í skjóli þessa ósjálf- stæðis sveitarfélaga og ætlar að heimila hækkun á þjónustugjöld- unt hjá sveitarfélögunum en tak- marka hækkun á álagningu skatta? Það vita þó þingmenn sem aðrir sérfræðingar flokksins í sveitarst- jórnarmálum að þýðir aukin út- gjöld hlutfallslega fyrir þá, sem minna rnega sín. Mikið starf óunnið Þeim spurningum, sem hér hefur verið stillt upp svara „sérfræðing- ar“ þingflokks AB væntanlega. Það er von mín, að þeir félagar okkar sem minna hafa velt fyrir sér þessum málurn, kynni sér þau og taki afstöðu til ályktunar þeirrar sem hér um ræðir á miðstjórnar- fundi að því loknu. Það er skoðun mín, að hefði gef- ist meiri tími til umræðna um til- löguna og fjöldi landsbyggðar- manna ekki farinn af fundi hefðu öðruvísi farið. Ég er þess fullviss, að félagar innan ÁB vilja breyting- ar á núverandi formi stjórnsýslu, þannig að valdið verði fært nær fólkinu og vonandi taka ntið- stjórnarmenn nú af skarið og sam- þykkja ályktunina um sveitar- stjórnarmál. Hvað seni öðru líður eiga sveitarstjórnarmenn AB mikið starf óunnið ef flokkurinn á að geta nýtt þau tækifæri sem gefast til sósí- alískrar umsköpunar Hver man ekkl úr Stundinni okkar ? ELÍAS — fyrirmynd annarra barna (e<)a hitt þó heldur) er á förum til Kanada með pabba og mömniu. En Magga móda — sem raunar er móöursystir mömmu — er ekkert á fiví aö slepfia fieim úr landi. Og auóvitað lendir fiaö á Elíasi aö glítna viö Möggu. ELÍAS — Hver man ekki eftir stráknum úr Stundinni okkar? Nú hafa Auöur Har- alds og Valdís Óskarsdóttir samiö bók um stráksa sem Brian Pilkington myndskreytir afsinni alkunnu snilld. ELÍAS — er liötækur viö margt og lætur engan vaöa ofan í sig. Svo mikiö er víst. Kr. S48.2 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.