Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maf 1984 af nýrri ritdeilu Stundum er mér nær aö halda að við sem búum í þéttbýlinu höfum ekki nægilegan skilning á því sem máli skíptir í landbúnaðinum á íslandi. Okkur hættir til að einblína á vissa þætti þessa atvinnuvegar, þætti eins og búvöruverð og niður- greiðslur, en missum fyrir bragðið sjónar á heildar- myndinni af vanda dreifbýlisins, sem er að vísu ekki alltaf skýr eða auðskilin venjulegum „þéttbýlingum". Ég held, satt að segja, að eina ráðið til þess að öðlast skilning á hinum fjölmörgu þáttum landbúnað- arins sé að lesa að staðaldri blaðadeilur búvísinda-- manna, sem eru nær dagvissar í fjölmiðlum og sann- arlega til þess fallnar að varpa Ijósi á heildarmyndina. Áratuga deilur um það, hvort sauðfé eigi að vera háfætt eða lágfætt, hafa til dæmis skipt þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar. Þannig hefur leggjalengd sauðkindarinnar ekki aðeins valdið vinslitum meðal búfræðinga, heldur bróðurvígum, hjónaskilnuðum og jafnvel sturlun. Öll íslenska þjóðin er á eitt sátt um það að „konunni" beri að vera háfætt, en ekki er hægt að efna til neins konar samstöðu um það, hvort sauðfé eigi að vera háfætt eða lágfætt. Nú virðist vera að hefjast enn ein fagleg deila í Morgunblaðinu, deila sem vafalítið á eftir að draga dilk á eftir sér í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er klippudeilan, sem er rökræða um rúning sauðfjár. Klippudeilan hófst á því, að annað hvort fyrir gáleysi, eða þá vitandi vits og í vafasömum tilgangi, hélt Sveinn Hallgrímsson búfjárræktarráðunautur því fram í Morgunblaðinu 8. maí sl., að Sigurður Elíasson hafi, fyrir 26 árum, vetrarrúið féð á Reykhólum með vélklippum. Þessi glannalega staðhæfing gengur framaf dr. Stefáni Aðalsteinssyni, sem skrifar vísindalegan bálk um málið í Morgunblaðið 12. maí. Þar segir hann að tvennt sé að vísu rétt í máli Sveins. í fyrsta lagi það að féð hafi verið rúið á Reykhólum fyrir 26 árum og í öðru lagi að framan- greindur Sigurður hafi verið viðriðinn rúninginn. Hins vegar bendir dr. Stefán á, að ráðunauturinn fari „skakkt með staðreyndir", þegar hann haldi því fram að þarna hafi verið „vetrarklippt með vélklipp- um“. Stefán staðhæfir að notaðar hafi verið handklippur. Ef þetta er rétt, þá eru þessi mistök ráðunautarins nærri óskiljanleg, nema hann af einhverjum annar- legum hvötum óski að halla réttu máli. Ef féð á Reykhólum hefur verið handklippt árið 1958 (því er haldið fram að það hafi verið vélklippt) er það ekki aðeins hnekkur fyrir búvísindin sem slík, heldur og smánarblettur á öllum raunvísindum í landinu. Það er að vísu nokkur bót í máli, og er raunar kjarni hinnar vísindalegu úttektar dr. Stefáns, að árið 1956 var fé rúið með bensíndrifnum og traktorsdrifnum vél- klippum á Efra-Jökuldal, en ekki er líklegt að sú stað- reynd geti að fullu bætt þann skaða sem orðinn er vegna framangreindra staðhæfinga um vélklippingar á Reykhólum. I raun og veru er talsvert óvarlegt að fjalla á vísinda- legum grundvelli um upphaf vélrúnings, nema reifuð sé í stórum dráttum saga rúninga í hinum sið- menntaða heimi og þáttur uliarlagðsins í þróun mannsandans fram til þessa dags. Fyrstu rúningar, sem sögur fara af, áttu sér stað í Babílon á 5. öld fyrir Krist. Talið erfullvíst að gærurnar hafi verið handreyttar af hinum babílonska sauðfén- aði, og geta menn gert sér í hugarlund hvílík gerbylting hefur orðið í rúningi á þeim hartnær tuttuguogfimm öldum, sem umliðnar eru frá handreytingunni til vél- klippingarinnar. Eins og alkunna er seldu Babíloníumenn ullina til Egyptalands, en Egyptarog Arabar prjónuðu úr henni ullarsokka, sem fundist hafa í egypskum gröfum. Handklippur voru fyrst notaðar á Englandi árið 1588 þegar Spánverjum hafði verið þröngvað til að selja Englendingum Merínó-sauðfé, sem er grundvöllur að enska fjárstofninum og ákaflega fast í reyfinu. Síðan heldur þróunin áfram og klippubyltingin ríður yfir fólk og fénað. Vitað er að ullarklippur voru komnar til íslands á öndverðri 17. öld, því frá því er sagt í annálum að mjaltakona í Skálholti stakk staðarráðsmanninn „innanlæris" með ullarklippum á jólaföstunni annó 1684, svo að segja má að heimildir um ullarklippur á íslandi séu nú þrjúhundruð ára gamlar. Nú munu ritdeilur búvísindamanna í Morgunblaðinu væntanlega leiða íslensku þjóðina í allan sannleika um það hvenær vélrúningaöld hófst á íslandi. Og þá verður þess líklega ekki langt að bíða að vandi land- búnaðarins leysist í eitt skipti fyrir öll. Hvað sagði raunar ekki búnaðarmálastjóri forðum um lausnina á vanda landbúnaðarins: Mundu ætíð mæti vin að mest er okkar gifta þegar aukaatriðin öllu máii skipta. skráargatið / Kópavogi hafa menn löngum verið félags- lega sinnaðir. I samningamálum hefur bærinn oft á tíðum gengið á undan gagnvart sínu starfsfólki til ómældrar gremju fyrir Reykja- víkuríhaldið og embættismannal- ið þess. Þá hefur sjálfstæði Kópa- vogsbæjar í afstöðu til vegamála í nágrenni bæjarins valdið emb- ættismönnum í Reykjavík miklu angri, og má þar nefna Foss- vogsbrautina og Ofanbyggðar- veginn. Fyrir skömmu voru allir embættismenn Reykjavíkur á fundi þar sem m.a. kom til um- ræðu að vegfarendum í Osló hefði verið boðið að mála og taka þátt í að mála myndverk sem síð- an átti að gefa bæ í Svíþjóð, sem Oslóbúum er af einhverjum ástæðum í nöp við. Heyrðu, við skulum endilega gefa Kópavogs- bæ svona klessuverk, sagði einn embættismannanna, og allir hinir hlógu í kór. / síðasta Sunnudagsblaði sögðum við frá því að leikhúsin væru á hinum sí- gildumiðumnæsta leikár. Því má bæta við að f Iðnó er hið sígilda leikrit um önnu Frank að fara í æfingu undir leikstjóm Hallmars Sigurðssonar. Ekki mun enn ráðið hver fer með hlutverk Önnu Frank, og svipast LR- menn nú um í hópi álitlegra ungra stúlkna. Þess má geta að Kríst- björgKjeld slóá sínumtímaí gegn sem Anna Frank í Þjóðleikhús- inu. / nœstu viku lýkur í sjónvarpssal upptökum á GuIIna hliðinu eftir Davíð Stef- ánsson. Leikritið er tekið upp á myndband og mun ieikstjórinn Ágúst Guðmundsson vera hress með árangurinn fyrir sitt leyti. Leikmyndina gera þeir Gunnar Baldursson og Snorri Sveinn Friðriksson. Guðrún Stephensen leikur kerlinguna, Jón Sigur- bjömsson Jón kotbónda, Arnar Jónsson kölska og postulana Pét- ur og Pál leika þeir - Róbert Amfinnsson og Steindór Hjör- . leifsson. Þá fer Þráinn Karlsson með hlutverk bónda og Sigrún Edda Björgvinsdóttir með hlut- verk Helgu. Gullna hliðið verður 100 mínútur til 2 klukkutímar í sjónvarpsgerðinni og verður sent út í einu lagi á næstu jólum. Leikfélag Akureyrar er búið að finna nýjan Galdra- Loft í stað Hjalta Rögnvalds- sonar, sem æfði með leikfélaginu í því hlutverki í vetur. Sýningin á Galdra- Lofti komst hinsvegar aldrei að vegna mikilla sýninga- fjölda á My Fair Lady. Hinn nýji Galdra-Loftur sem Akureyringar fá að kynnast í haust heitir Amór Benónýsson. Ekki hefur hinsveg- ar enn frést af því hvort LA hefur orðið ágengt í leit sinni að fs- lenskri Edith Piaf, en ráðgert mun vera að sýna leikrit með söngvum um sögu þessarar ást- sælu frönsku stórsöngkonu á Ak- ureyri næsta vetur. NúTíminn er nú tekinn til við að dreifa blað- Helgl Seljan vlll mllljón á mínútu. inu ókeypis í ýmis borgarhverfi í því skyni að hressa upp á söluna, en markaðurinn mun ekki hafa svarað þeim mikla kostnaði sem Iagður hefur verið í útgáfuna frá andlitslyftingunni. Glöggur mað- ur úr fjármálaheiminum hefur ráðiagt mönnum að fylgjast vel með NúTímanum því útgáfa hans sé eitt mesta fjármálaheljarstökk sem tekið hafi verið í seinni tíð, og margir aðstandenda hans séu famir að óttast að lendingin úr stökkinu verði brotlending. Helgi Seljan kemst oft hnyttilegaaðorði.í vik- unni vom alþingismenn að ræða um vegamál og gerðust langorðir um fyrirhugaðan niðurskurð á þvf sviði og þörfina á vegafram- kvæmdum í sínum kjördæmum. Helgi var þar ekki eftirbátur ann- arra, og er hann hafði talað um stund kvað hann upp úr með það að hið allra minnsta sem hægt væri að gera í vegamálum væri að þingmenn fengju að minnsta Slgurlaug ó vlnsœldum aft fagna. kosti milljón á hverja mínútu sem þeir töluðu um þau. Stuðningsmenn Sigurlaugar Bjamadóttur á Vest- fjörðum em sagðir vera þegar famir að ræða hugsanlegt fram- boð hennar í næstu kosningum. Reikna þeir með að Einar júníor Guðfinnsson verði settur í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæð- flokksins í kjördæminu og Þor- valdur Garðar í annað sæti. Hins vegar þýði ekkert fýrir Matthías Bjamson að bjóða sig fram aftur í kjördæminu, þarsem hann hafi fjarlægst kjósendur sína í ráð- herrastólnum. Á hinn bóginn hafi greinar Sigurlaugar Bjama- dóttur gegn frjálshyggju Hannes- ar Hólmsteins fengið góðan hljómgmnn meðal íhaldskjós- enda fyrir vestan. Niðurstaðan í átökunum við útgerðarauðvaldið á Vestfjörðum sem ræður efsta sæti framboðslista flokksins, hljóti að verða sú, að Sigurlaug fari fram öðm sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.