Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - WÓÐVIL.TINN Helgiii 19. - 20. maí 1984 um helgina Vortónleikar Mótettukórs Nýi tónlistarskólinn: Mótettukór Hallgrímskirkju heldur vortónleika í Krístskirkju, Landakoti nk. sunnudag 20. maí kl. 17.00. Á tónleikunum koma fram auk kórsins einsöngvararnir Andreas Schmidt frá V.-Þýska- landi, Steinunn Þorsteinsdóttir og Ásdís Kristmundsdóttir. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson. Meðal efnis verður flutt fjöl- breytt kirkjutónlist, valin kórverk, en hæst ber hina þekktu mótettu Jesu Meine Freude eftir J.S. Bach, sem er nú flutt í fyrsta sinn í þýð- ingu dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og Heimis Pálssonar cand.mag. Einnig verður flutt verk Benjamin Brittens Festival Te Deum fyrir einsöngsrödd, kór og orgel. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti leikur á orgelið en Steinunn Þorsteinsdóttir 15 ára syngur einsöng. Hún hefur áður komið fram í sýningum íslensku óperunnar á Litla sótaranum. Þetta er í annað sinn sem Mótett- ukórinn heldur vortónleika. Kór- inn undirbýr nú söngferð til Þýska- lands í ágúst. Aðgöngumiðar seldir í ístóni, í Hallgrímskirkju og við inn- ganginn, verð kr. 200. Félagsskír- teini Listvinafélags Hallgríms- kirkju gilda sem aðgöngumiðar. Þrennir tónleikar Vortónleikar skólans verða þrír að þessu sinni. Á morgun, sunnu- daginn 20. maí kl. 17, verða söng- tónleikar, þar sem nemendur fram- haldsdeilda flytja einsöngva og tví- söngva. Miðvikudag 23. maí og fimmtudag 24. maí kl. 18 verða tónleikar nemenda í hljóðfæra- námi og koma þar einnig aðallega fram nemendur á framhaldsstig- um. Nýafstaðinn flutning á óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart má einnig telja til vortón- leika skólans, en flytjendur voru nemendur úr söngdeild skólans ásamt nemanda úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Nemendur í skólanum voru í vetur um 270 og kennarar 21, skólastjóri Nýja tón- listarskólans er Ragnar Björnsson. HÁSKÓLABÍÓ: Minningartónleikar um Dorriét Kavanna laugardag 19. maí. Á tónleikunum munu þeir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson syngja ásamt sópran- söngkonunni Antonellu Pianezzola. Ath. Síöan veröa þessir somu tónleikar haldnir í SKemmunni á Akureyri á sunn- udáginn. BASAR í VÖLVUKOTI: Hin ártega tombóla, köku- og blómabas- ar skóladagheimilisins Völvukots veröur haldinn sunnudaginn 20. maí á Völvuk- oti viö Völvufell kl. 13.00. Ágóðinn rennur í ferðasjóð vorferðalags. Skóialúðrasveit Árbæjar og Breiöholts mun halda vortónleika í Breiðholtsskóla á laugardaginn. Hér á myndlnnl er fríður hópur af ungu og efniiegu tónlistarfólki. Vorkonurnar á síðasta snúning. Nú á sunnudaginn kl. 17.30 verður síðasta tækifærið til að skella sér út til að sjá leikritið „Undir teppinu hennar ömmu“ nýtt íslenskt verk eftir Nínu Björk Árnadóttur. Sýning þessi hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og þykir harla óvenjuleg. Verkið er þrískipt, og lýsir það tilvist og nærvist þriggja kvenkyn- slóða og áhrif bælingar og ótta á líf þeirra, með kómísku ívafi. í sýningunni eru átta leikkonur og tveir hljóðfæraleikarar, en aðal- hlutverkin eru í höndum þeirra Sig- urjónu Sverrisdóttur, Sólveigar Halldórsdóttur, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Kristínar Bjama- dóttur. Leikstjóri er Inga Bjarna- son. Og eins og fyrr greindi frá er þetta síðasta sýningin. Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri: Sú stærsta og veglegasta til þessa Kardimommubær LA: í dag, laugardag, verður vorsýn- ing Myndlistaskólans á Akureyri opnuð i salarkynnum skólans að Glerórgötu 34. Þetta er veglegasta og stærsta sýning skólans til þessa, og verða sýnd u.þ.b. 700 verk nem- enda hinna ýmsu deilda hans. Starísemi Myndlistaskólans er einkum tvíþætt. Annars vegar eru það síðdegis- og kvöldnámskeið í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins vegar fullgildur dagskóli, það er að segja Fornámsdeild sem er fyrsta ár reglulegs listnáms og Málunardeiid, annað og þriðja ár. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur í fornámsdeild er til 22. maí. Gefst því þeim sem hug hafa á að sækja um skólavist gott tækifæri til að kynnast starfsemi skólans laugardag og sunnudag. Sýningin verður opin frá klukkan tvö til tíu eftir hádegi báða dagana. Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri voru tvö hundruð og tutt- ugu síðasta vetur og kennarar þrettán. Skólastjóri er Helgi Vil- berg. 19. og 20. sýning Um þessa helgi verður 19.-20. sýningin á hinu geysivinsæla bam- aleikriti Egners, Kardimommu- bænum hjá Leikfélagi Akureyrar. Eins og allir vita er Kardimommu- bærinn fjölmenn og glaðleg sýning með 28 manna hópi leikara, dans- ara og bama auk 10 manna hljóm- sveitar Tónlistarskólans á Akur- eyri undir stjórn Roar Kvam. Soffíu frænku leikur Sunna Borg sem um sl. helgi hlaut styrk úr Minningarsjóði frú Stefáníu Guð- mundsdóttur eftir hátíðarsýningu á Kardimommubænum. Ræningj- ana leika þeir Þráinn Karlsson, Bjami Ingvason og Gestur E. Jóns- son og Bastían bæjarfógeta leikur , Björn Karlsson. Leikstjóri er The- ódór Júlíusson. Skák og mát... Vorferð í dag Kvenfélag Kópavogs efnir í dag til vorferðar og verður lagt af stað frá Félagsheimilinu kl. 13.00. Haldið verður suður á bóginn og Strandarkirkja og Bláa lónið skoðað, svo eitthvað sér nefnt. Jóganámskeið Hugleiðsla - hagnýt tækni til sjálfsþekkingar, nefnist 5 kvölda námskeið á vegum Samtaka Prát- ista. Námskeiðið ermiðaðviðbyrj- endur en kennd verður einföld tækni við djúpslökun og heimspekileg undirstaða jógavís- indanna. Námskeiðið verður á mánudagskvöldum, fimm kvöld alls og hefst 21. maí. Námskeiðs- gjald er kr. 100.- Innritun er í síma 46821 og 23588. Jógavísindin, sem byggja á and- legri hefð, eiga ekkert skylt við trú- arbrögð, ný eða fom, heldur rekja uppmna sinn að minnsta kosti 7000 ár aftur í tímann. Á vesturlöndum Hér slappar fakír elnn af, á breiöu af þyrnum. Hann hlýtur að hafa farið á námskelð... hefur fólk víða tekið jóga með fyrirvara og tengt það við fjár- plógsstarfsemi og flótta frá raun- vemleikanum. Markmiðið með námskeiði þessu er einmitt að benda á hvemig nýta má hugleiðslu til að vega upp á móti streitu og fleiri sálrænum kvillum sem fylgja nútíma þjóðfé- lagi, auk þess að vera hagnýt leið einstaklingsins til að þekkja sitt innsta eðli og auka einbeitingu og aðrar eigindir hugans. Þá hefur hugleiðsluiðkun það ffamyfir róandi lyf, vímugjafa og ýmsa efnislega hluti, sem fólki em seldir til að bæta huglega vanlíðan, að vera ókeypis og gengur seint til þurrðar og því ákaflega „þjóðhags- lega hagkvæm" eins og segir í leiðumm dagblaðanna. leiklist PJÓÐLEIKHÚSIÐ: Amma þó, næst síðasta sýning laugar- daginn 19. maí kl. 15.00, og síðasla sýrt- ing sunnudaginn 20, maí kl. 15.00 • Gæjar og pfur, laugardag og sunnudag, uppselt er á báöar sýningamar. IÐNÓ: Gfal, hið vinsæla leikrit verður sýnt í kvöld laugardag. Fjöregg, nýtt íslenskt leikrit eftir Svein Einarsson sunnudagskvöld. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Kardimommubærinn, eftir Thorbjörn Egner. Sýningar á þessu sívinsæla leikriti veröa í dag laugardag kl. 16.00 og á sunnudag kl. 15.00 HÓTEL LOFTLEIÐIR: Undlr teppinu hennar ömmu, síöasta sýning á morgun sunnudag 20. maí kl. 17.30. myndiist STUDIO - VINNUSTOFA TRYGGVAGÖTU10: Á sunnudaginn kl. 20 opna Anna María Karlsdóttir og Corado Corno sýningu á 20 verkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýningin stendur einungis yfir í eina viku í vinnustofunni sem þau hafa veriö aö koma sór upp. GLERÁRGATA 34 AKUREYRI: Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri veröur opnuö i salarkynnum skólans að Glerárgötu 34, laugardaginn 19. maí. GERÐUBERG: I dag laugardag opna nemendur úr Þjálf- unarskóla Islands sýningu sem er undir nafninu „Efling hugar og handar" en þetta er einmitt handmenntasýning. NÝLISTASAFNIÐ: Waldo Bien, hollenskur nýlistamaöur heldur vídeósýningar í safnínu í dag laugardag, kl. 16.00. USTMUNAHÚSIÐ: Jóhanna Kristín Tryggvadóttirsýnir. Síö- asta sýningarhelgi, opiö frá kl. 14 - 18, laugardag og sunnudag. tónlist LANDAKOTSKIRKJA: Mótettukór Hallgrímskirkju heldur nk. sunnudag20. maíkl. 17vortónleika. Þar koma fram auk kórsins, einsöngvaramir Andreas Schmidt, Steinunn Þor- steinsdóttir og Ásdís Kristmundsdóttir. NÝI TÓNLISTARSKÓUNN: Vortónleikar, nemendur framhalds- deilda flytja einsöngva og tvísöngva. Tónleikamir verða sunnudaginn 20. maí kl. 17. AUSTURBÆJARBÍÓ: Nk. laugardag 19. maí heldur austurríski píanóleikarinn Jörg Demus tónleika á vegum Tónlistarfélagsins. Á efnisskrá verða eingöngu verk eftir Franz Schu- bert. Tónleikamir veröa í Austurbæjar- bíói og hefjast kl. 14.30. HÓTEL BORG: Vísnakvöld veröur haldið á Hótel Borg mánudagskvöldið 21. maí nk. og hefst það kl. 20.30. Meðal efnis munu nem- endur í 3. bekk Leiklistarskóla Islands tlytja Ijóða- og söngvadagskrá, Ólafur Gunnarsson syngur og leikur á harmon- ikku og svo flytja Guðrún Ævarr og Snjáka frá Kriuskeri efni úr eigin verkum. BREIÐHOLTSSKÓLI: Þar mun skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts flytja sína áriegu vortónleika laugardaginn 19. maíkl. 13.30 og 17.00. Stjórnandi er Ólafur L. Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.