Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN He,S™ 19■ ‘ 20. maí 1984 Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráö ABH heldur fund í Skálanum Strandgötu 41, mánudag- inn 21. maí nk. kl. 20.30. Allir nefndarmenn og aðrir flokksmenn hvattir til aö mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti - Drætti frestað Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum- Landsýn, að heildarve'rðmæti 105.000 krónur. Drætti frestað Þar sem enn vantar nokkuð á að skil hafi borist frá öllum, og vegna tilmæla frá félagsmönnum, hefur drætti í happdrættinu verið frestað um óákveðinn tíma. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Siáum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Kópavogi - Bæjarmálaráð heldur fund miðvikudaginn 23. maí kl. 20.30 í Þinghóli. Fundarefni: 1) Skipulagsmál. 2) Önnur mál. Allir nefndarmenn og aðrir félagar hvattir til að mæta. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til aðalfundar í félaginu laugardaginn 19. maí að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 10.00 árdeg- is og er áætlað aö aðalfundarstörfum Ijúki upp úr hádeginu. Að loknum aðalfundarstörfum verður vinnuráðstefna um flokksstarfið og verkefnin framundan. Stefnt er að því að henni Ijúki um kl. 17. Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um starfsárið 1983-1984. Art- húr Morthens formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1983 og tillaga um árgjöld. Erlingur Viggósson gjaldkeri ABR. 3. Umræður um skýrslu, afgreiðsla reikninga og árgjalda. 4. Tillaga laganefndar ABR um breytingar á lögum ABR til samræmis við nýsamþykkt lög Alþýðubandalagsins. 5. Tillögur kjörnefndar um stjórn og endurskoð- endur fyrir starfsárið 1984-1985. 6. Kosning formanns og stjórnar. 7. önnur mál. Erlingur Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins fyrir starfsárið 1984-1985 og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni frá og með hádegi fimmtudaginn 17. maí. Tillögur um félagsgjöld og lagabreytingar berast félagsmönnum [ félagsbréfi. Félagsmenn ABR eru hvattir til að fjölmenna á aðalfund félagsins. - Stjórn ABR. Umhverfismál - Nýr umræðuhópur Nýr umræðuhópur um umhverfismál fer af stað á vegum Alþýðu- bandalagsins í salnum á Hverfisgötu 105 sunnudaginn 20. maí kl. 16.00. Hjörleifur Guttormsson segir frá Náttúruverndarþingi og umhverfis- málum á alþingi. Ákvörðun tekin um framhald hópstarfsins. Allt áhugafólk velkomið. - Umhverfismálahópur AB. Alþýðubandalagið í Keflavík Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 28. maí í húsi verslunar- mannafélagsins Hafnargötu 28, kl. 20.30. 1. Umræða um störf og stefnu Alþýðubandalagsins. 2. Önnur félagsmál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmáiaráð heldur fund mánudaginn 21. maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Dagvistarmál á Akureyrt. Framsögu hefur Sigríður Stefánsdóttir. 2) Fundur bæjarstjómar 22. maí. 3) önnur mál. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsfólki Alþýðubanda- lagsins. Akureyri og nágrenni Kvennahópur Kvennahópur Alþýðubandalagsins hittist í Lárusarhúsi sunnudaginn 20. maí kl. 20.30. Svanfríður Jónasdóttir segir frá 2ja vikna setu á Alþingi. Sveinborg Sveinsdóttir greinir frá undirbúningi að opnun kvennaathvarfs á Akureyri. Einnig verður rætt um áframhald á starfi hópsins næsta vetur þar sem þetta verður síðasti fundur fyrir sumar- hlé. Allar áhugasamar konur velkomnar. Bömin á dagvistarheimillnu Grænatúni voru ánægð í nýja umhverfinu með gnægð skemmtilegustu leikfanga sem völ er á. Mynd -eik. Dagvistarheimilið Grænatún í Kópavogi tekur til starfa Tvö börn á dag Starfsemin fer rólega af stað, til að fóstrur og börn nái góðu sambandi „Við byrjum rólega og tökum tvö börn inn á dag. Okkur finnst nauðsynlegt að kynnast þeim vel og að þau fái að kynnast okkur í rólegheitum", sagði Emelía Júlíusdóttir forstöðu- kona nýja dagvistarheimilisins við Grænatún í Kópavogi. Heimilið er að hefja starfsemi sína í þessari viku. í gær voru 4 börn og nokkrir starfsmenn að leik og starfi þegar Þjóðviljinn heimsótti þau. Á dagvistarheimilinu Grænatúni eru 5 deildir, ein dagheimilisdeild með 17 bömum og fjórar leikskóla- deildir, tvær fyrir hádegi og tvær eftir hádegi. 20 börn eru á hverri þeirra ýmist í 4 eða 5 tíma. „Plássin eru löngu skipuð og elstu umsóknir eru frá 1981. Hingað koma böm úr Vesturbænum og alls staðar að úr Kópavogi. Við reynum að sinna elstu umsóknum og elstu bömun- um á biðlistunum“, sagði forstöðu- kona nýja dagvistarheimilisins. Á heimilinu sem er í nýju húsn- æði er fullkomið eldhús, aðstaða Ab. Akureyri: Aðal- fundi frestað Af óviðráðanlegum or- sökum verður áður auglýstum aðalfundi, sem vera átti 24. maí, frestað tii 7. júní. Nánar auglýst með dagskrá síðar. - Stjórnin. Emelfa Júlíusdóttir forstöðukona í Grænatúni. Mynd -eik). fyrir hinar þrjár deildir og eitt sam- eiginlegt leikherbergi með dýnum og klifurgrindum svo glæsilegum að fullorðna langar að komast nokkra áratugi afturábak í aldri og fá að leika sér. En hvers vegna að blanda saman dagvistun og leik- skóla? „Það þykir æskilegt að gera það til þess að börn sem eiga for- eldra sem em einstæðir eða náms- menn einangrist ekki frá öðruipt barnahópum“. Emelía sagði að starfsemin yrði komin í fullaii gang með haustinu. 1 Nú er verið að ráða fóstmr, en hún sagði að það hefði komið á óvart , hversu treglega það gengj. „Fóstr- í um hefur aftur á móti tekist að semja vel við bæjarfélagið og em nú tveimur flokkum hærra launað- ar en annars staðar og það hlýtur að auka eftirspurnina eftir starfi“. „Þetta er fallegt og skemmtilegt heimili“, sagði Emelía, „og ég vona bara að sem flest svipuð rísi sem fyrst". -jp . NÁMSGAGNASTOFNUN Pósthólf 5192 • 125 Reykjavík Staða deildarstjóra við námsefnisgerð er hér með auglýst laus til umsóknar. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla svo og þekking á sviði námsefnisgerðar. Upplýsingar um starfið veitir námsgagna- stjóri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, Tjarnargötu 10, Reykjavík, pósthólf 5192 fyrir 22. júní 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.