Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 14
 íkarus: Bragi, Beggi, Toili og Megas. Kommi var ekki við látinn þegar myndin var tekin, og !a undir illum grun um að híma undir menntunar- feldiídönskum lýðhá- skóla. Megas lætur vaða á súðum um nýútkomna plötu íkarusar „Ég er guð, og þegar ég geng um strætin heyri ég stunur“. Gítarsóló líðurtignarlega útúr hátölurunum, liðast á milli okkar og endar í atlotum við hljóðhimnurnar. „Stórkostlegt". Megar sperrir upp skjáinn einsog þegar hann var á spíttinu í gamla daga. „Þetta er Beggi Morthens. Djöfull er þetta gott“. Og einsog sæmir gömlum konungi rokksins kinkar hann lítil- látur viðurkenningarkolli til hins unga gítarsnillings, sem situr á stól fyrir framan okkur. „Stórkostlegt" segir Megas aftur. En fagurgalinn hrín ekki á hinu unga gítarguði sem situr með dökk sólgleraugu í myrkr- inu og hræir hvorki legg né lið, með sígarettuna stinna milli fingra sér einsog vita, svo stolist sé í Dag. Tilefnið er ný plata með íkarus, þéttasta rokkbandi landsins. Rás 5-20 er kömin út og galvaskt lið er mætt til að hlusta á flutn- inginn í fyrsta sinn í landi funa og frera, léttölvað af h'fi og tónlist, svo annað liggi nú milli hluta. Við sitjum í hátíðlegum stellins- um, popparamir eiiítið upphafhir og fj ar- rænir einsog sæmir guðum norrænnar æsku. Raunar eru bara Megas og Beggi meðal vor aðsinni. „Þið verðið að afsaka Tolla Morthens", segir Megas án þess að setja upp vott af afsökunarsvip, og nýtur þess greinilega að einoka augnablikið. „Hann er útí Berlín að mála skagfírskt landslag. “ Einhver bundinn við jörðu spyr hvort það sé vitrænt að fara til Berlínar að mála landslag á Norðurlandi og Megas útskýrir með sorgvarsvip að aumingja Tolli hafi ver- ið kominn út í myndlist þegar hann upp- götvaði að Þjóðverjar voru allir í djúpum bömmer. „En Tolli er ekki mikill bömmer- gæi svo það var eigjnlega spuming um sálu- hjálp að vippa sér í Skagafjörðinn“. Af tveimur öðmm meðlimum sem burtkölluðust, væntanlega á vaxfestum vængjum fkurasar, fréttist hins vegar minna, þó liggur Kommi sláttumaður húða undir vondum gmn um að híma fróðleiks- þyrstur undir menntunarfeldi í dönskum lýðháskóla. ... verið atvinnulaus - komið til mín veriðfátæk-komið til mín verið drykkjusjúk - komið til mín beygið ykkur - komið til mín skríðið - komið til mín því mínar dyrþœrstanda alltafopnar viltu koma í boltaleik þú mátt vera boltinn égskalsparka... Svo segir í dónalegum texta Tolla Mort- hens um Berta blanka og dylst f áum við hvaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins er átt. Verður ekki Albert reiður spyr ég. „Nei, nei“, svarar Megas og glottir útí hægra. „Hann sér auglýsinguna. Hver held- urðu að nenni að yrkja um Steingrím? Svo liggja nú straumar heimsádeilunnar í aðrar áttir líka“, segir hann og illyrmislegt glottið tekur sér bólfestu í báðum um leið og hann sýnir mér textann úr laginu HOR, þar sem segir: ... langt er liðið á vorið en hvaðan kemur horið í vasaklút i eldhúsrúllu í Þjóðviljann eða skálmina... Á þessu stigi málsins hleypur náttúrlega í mig hundur, ég tek upp þykkjuna fyrir hönd málgagnsins og sný mér frá hinum stéttsvik- ula poppara! Beggi Morthens gítargaur er líka í Egó og þekkir útgáfuhliðina á poppbransanum ein- sog herðablöðin á sér og hann segir að Grammið, útgefandi íkamsar og fram- sæknasta plötuforlag á landinu, hafi tví- mælalaust haft „alger áhrif til bóta á brans- anum. Fullt af efni sem hefði annars aldrei komið út...“ Ási og Dóra Jóns, Grammarar sem eru viðstödd helgistundina, taka lofínu léttilega og Ási segir: „Já, við höfum pælt í því sem okkur lýst á. Það hefur samt ekki alltaf gengið upp. Eina hljómsveit feiknagóða á sviði gáfum við út. Það gekk bara ekki upp í stúdíói. En það er gaman að þessu". Gengur vel spyr ég og Dóra og Ási mæla hvort annað fjárhagslegum ástaraugum. „Já, það gengur bara vel“, segir Ási „en þó ekki fjárhagslega vel“. Eftir þessa véfréttarlegu yfirlýsingu sem hefði tæplega glatt þá hjá Alþjóðabankan- um slær nokkurri þögn á viðstadda, enda verið að snúa við gerseminni á græjunum og til skýringar bætir Ási svo við: „Verðbólgan er afstætt hugtak sem við pælum bara ekki í“. Loks segir einhver: „Þú ferð nú að vera einsog poppaður Ragnar í Smára“, og Megas er ekki lengi að skjóta inní: „Já, það er bara spurning hvenær þú ferð að fram- leiða smörlíki einsog hann“. Mörg af lögunum á Rás 5-20 voru fyrst spiluð á rokkhátíðinni frægu, Vlð krefjumst framtíðar, þeirra á meða) Svo skal böl bæta (að benda á annað verra) eftir Megas. En hann á líka Kondór, um hrægamm þann sem „íkrónunni gelur/ um hveiti sem al- maðka er“ meðan „einstein með lásbogann ljúfa“ bruggar fjörráð hinu sköllótta hræ- fygii ■, „Textinn er um andstæðuna miklu - erfð- asyndina ogerfðasýknuna. Kondórinn er tákn hinnar sýknu náttúru“, segir Megas og neitar alfarið að skýra hvers vegna hræfugl er látinn tákna sakleysið, „meðan einstein | er Adam mannsins, - og maðurinn er ævin- lega hinn seki. Það er í rauninni grundvöllur hinnar kristilegu heimspeki". Þetta er feikna djúpt, minnin ná allt frá Skúla fógeta inná sprengjufeður nútímans (kannski Megas og có. stofni Popparar gegn kjarn- orkuvá), og þegar fólk með hálft dúsín af háskólagráðum á bakinu fer í fyllingu tím- ans að festa Megas á steglu bók- menntafræðinnar þá er eins víst að Kondór verði tekið sem dæmi um ólæknandi bölsýni þó ekki skorti happy end og það allt, með því að helvítis fuglinn sleppur frá „illa spældum einstein"í lokin. Grjótfínn texti, og pælingamar þvers og kmss um allt, og fyrir bókmenntaídjót sem taka sig alvarlega er Kondór á við bestu sunnudagskrossgátu. Heitavatnstankarnir em líka afurð Meg- asar, og að sögn hans: „Magnaðasta draugakvæði á íslandi frá því Sneglu-Hall dreymdi drauminn sællar minningar“. Megas segir raunar að kvæðið fjalli um manna sem dó af því að drekka of mikið heittvatn! „Nomina sunt odiosa - nöfn eru óþörf', segir ljóðfrömuðurinn og vill ekki segja til nafns yrkisefnisins. „Hins vegar styðst þetta við sannsögulega atburði". Einhver viðstaddra, sem dvalist hefur um of við hirð Bakkusar, dregur í efa að hér sé rétt með farið og rífur kjaft við skáldið, sem dregur sig ögn fjær og horfir með hálfgerð- um hroll á þetta alkóhólíseraða fyrirbæri, og segir svo, einsog sá sem valdið hefur: „Til er tvenns konar sannleikur, annars vegar hinn ósköp venjulegi sannleikur sem ekki þarf að skýra, og hins vegar hinn in- spíreraði sannleikur skálda, sem ekki er hægtaðskýra“. •iijoqa of hJBm’ sólu. Bo í un^s&öizlegn .áket&sinni gerði Ikarus einm'i'H' þaö honurp var bantna^-. ■fÁ*" of ne&rrj ^ólu & brádnöáfí ba •vaza'ó sv/o vænqirnir lo&nodu duHv & -s-teypfvsf (ksrus riiður f hshri Rithönd meistarans. Á textabla&inu sem fylgir Rás 5-20 útskýrir Megas hvert nafnið fkarus er sótt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.