Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maí 1984 fréttaskyrring BAKSLAG í SEGLIN Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á því ári sem liðið er síðan ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar komst til valda hafa sýnt að stjórnin hafði byr. Meira að segja studdi almenningur að meiri- hluta kaupskerðingar í maí í fyrra í trausti þess að verð- bólga minnkaði, uns hún yrði komin í sama horf og í nág- rannalöndunum. Þessu lof- orði ríkisstjórnarinnar trúði fólk. Nú er aftur á móti komið bakslag í seglin. Skoðana- könnun, sem Hagvangur gerði fyrir Morgunblaðið ný- verið og blaðið hefur verið að skýra frá síðustu daga, sýnir að trú fólks á að baráttan gegn verðbólgunni muni duga er að minnka. Fjöldi þeirra er trúir því að árangri verði náð er 53%, sem er nánast sama hlut- fall og þegar þess sama var spurt sl. haust. En þá höfðu 34% spurðra ekki trú á árang- ri í glímunni við verðbólguna en 42,8% nú. Þeim fjölgar sem sé ört sem misst hafa trúna á einhliða aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í glímunni við verð- bólguna, enda er hún enn veruleg og fer vaxandi. Aðgerðum hafnað Öllu meira áfall fyrir ríkis- stjórnina eru úrslit skoðana- könnunarHagvangs hvernig fólk vill leysa fjárhagsvanda ríkis- sjóðs. I henni kemur í ljós að al- menningur vill fara þveröfuga leið við þá sem ríkisstjórnin fór. Fólk hafnar leið ríkisstjórnarinn- ar. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að auka skattaeftirlit í landinu, þrátt fyrir að bæði ráð- herrar og almenningur viður- kenni að stórfelld skattsvik eigi sér stað. í könnun Hagvangs vildu 96% aðspurðra auka skatt- aeftirlit en 2,8% ekki. Skattar á fyrirtæki hafa verið lækkaðir verulega og hverskonar ívilnanir þeim til handa auknar í tíð núverandi ríkisstjórnar. í könnuninni vildu 60,7% auka skatta á fyrirtæki en 36,3% voru á móti því. Og á móti því að skera niður þjónustu í skólakerfinu voru 73,3% en með 22,6%. Á móti gjaldtöku á sjúkrahúsum voru 76,5% en með því 20,9%. Á Friðrlk Sóphusson. Sverrir Hermannsson. móti niðurskurði í þjónustu í heilbrigðis- og tryggingakerfinu voru 82,7% en með því 15,2%. Á móti erlendum lántökum voru 85,9% en með því 11,7% og með auknum sköttum á einstaklinga voru 5,0% en á móti 93,4%. Þarna liggur ljóst fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvíg- ur því sem ríkisstjórnin hefur ver- ið að gera til að stoppa í fjárlagag- atið. Þjóðviljinn innti nokkra stjórnarsinna álits á niðurstöðum Halldór Ásgrímsson. könnunar Hagvangs sem birt var í Morgunblaðinu í gær, þar sem flestu því sem ríkisstjórnin hefur verið að gera til að stoppa í fjár- lagagatið er hafnað. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra: „Mér þykir þetta nú ekki ganga þvert á það sem við höfum verið að gera. Það hefur ekki verið breytt að neinu marki sköttum á fyrirtækjum, að mínu mati. Hitt er svo annað mál að með því að leggja hærri skatta á fyrirtæki, myndu þau væntanlega greiða lægri laun. Hér kemur það einnig fram, að menn vilja frekar skera niður opinberar framkvæmdir en þjónustustarfsemi. Þá verður að líta til þess að opinberar fram- kvæmdir hafa verið skornar mjög mikið niður á undanförnum árum og við megum heldur ekki gleyma því að það er ekki bara verið að tala um niðurskurð, heldur sparnað líka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Þar við- gengst slíkt óhóf að við erum komnir þangað með .10% af þjóð- artekjum. Eg sem vinn við aðal atvinnuveg þjóðarinnar get ekki samþykkt að hert sé þar að, en síðan eigi heilbrigðis- og trygg- ingakerfið algerlega að vera óheft, að læknar fái að ráða þar öllum hlutum, án tillits til þess hvað þjóðfélagið þolir. Ég er í sjálfu sér ekkert óánægður með útkomuna í þessari könnun. Stundum standa menn frammi fyrir tveimur valkostum og af tvennu illu vel ég þann skárri“. Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra: „Ég vil benda á það að við treystum okkur ekki til að leysa vandann allan í ár og ætlum því að dreifa honum fram á næsta ár. Ég hef ekkert farið dult með vilja minn til þess að gera það með samdrætti og niðurskurði.“ En þykir þér ekki sem þessi niðurstaða gangi nokkuð þvert á það sem þið hafið verið að gera? „Ég geri mér alveg Ijóst að mikil andúð er gegn því að skera niður í heilbrigðis- og trygginga- kerfinu og skólakerfinu. Hver vill slíkt? Það er kannski harðneskja að segja að maður finni mest til með ungu fólki í námi. Það er óskaplegt að þurfa að setja fótinn fyrir þetta fólk.“ Þú óttast ekki að fólk verði vont við þig í kjörklefanum næst vegna þessa, þar sem svo mikil andstaða virðist vera gegn ykkar aðgerðum? „Nú er nokkuð langt í það og við skulum vona að við verðum búin að ná betri tökum á þessum málum þá og sjá hvað fólk segir þá í kjörklefanum.“ Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra: „Ég fæ ekki séð hvernijg leysa á fjármagnsþörf fyrirtækja, eða einstaklinga, án þess að taka lán. Sigurdór Sigurdórsson skrifar Nú er ljóst að innlendi lánamark- aðurinn er uppurinn, það sýndi sala ríkisskuldabréfa, bankarnir eru tómir og því er ekki um annað að gera en að reyna að fá peninga þar sem þeir eru til. Það er hins- vegar lítill vandi að vera á móti erlendum lántökum.“ En sú leið að hækka skatta á fyrirtækjum? „Ég sé á þessari könnun að fólkið vill það, ég er algerlega andvígur hækkun skatta á fyrir- tæki. Spyrja má, vill fólki ekki halda atvinnu sinni? Hver skapar atvinnu ef ekki fyrirtækin? Friðrik Sóphusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins: „Þegar spurt er: Viltu meiri þjónustu, segir fólk já. Þegar hinsvegar er spurt: Viltu borga það með hærri sköttum? segir fólk nei. Því miður gengur þetta ekki upp með þessum hætti. Mín skoðun er sú að við eigum að nýta markaðslæg viðhorf í opinberum rekstri, með því að setja verð á þjónustuna og taka síðan ákvörð- un um hvað eðlilegt sé að einstak- lingurinn greiði og hvað skuli tekið með sköttum. Þannig get- um við í senn aukið aðhald al- mennings og fjárhagsábyrgð stjórnenda, sem hvortveggja bætir þjónustuna." Þykir þér þá niðurstaða könnu- narinnar ekki neikvæð fyrir stjórnarstefnu? „Það fæ ég ekki séð.“ Að bera sig mannalega Vitaskuld verða stjórnarsinnar að bera sig mannalega, en greini- legt var að könnunin hafði komið þeim mjög á óvart, eða réttara sagt niðurstöður hennar. Þeir hafa til þessa lifað við meðbyr og því kom þetta fyrsta alvarlega bakslag þeim á óvart. Sverrir Hermannsson hefur sennilega talað fyrir munn allra ráðherr- anna þegar hann segir að vonandi verði fólk búið að gleyma þessu þegar það mætir næst í kjörklef- ann. Vitað er að allir stjórnmála- menn taka kannanir sem þessa mjög alvarlega, enda hefur það sýnt sig að þær fara oftast nokkuð nálægt sanni. Jafnvel þótt Friðrik Sóphusson segi að hann fái ekki séð að niðurstöðurnar gangi þvert á gerðir ríkisstjórnarinnar má allt eins gera ráð fyrir að ríkis- stjórnin og flokkar hennar taki tillit til þessa og hugsi sinn gang. En það getur líka verið að þeir fari leið Sverris Hermannssonar og treysti á gleymskunnar djúp hjá almenningi. - S.dór. r itst jórnargreri n Á ríkið hann líka? Þingmennirnir Jóhanna Sig- urðardóttir, Guðrún Helgadótt- ir, Eiður Guðnason og Kristín Halldórsdóttir hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um reglur um notkun almannafjár til tæki- færisgjafa. f greinargerð segir að það sé fullkomlega eðlilegt og óverjandi að opinberum starfs- manni sé af almannafé gefin tæki- færisgjöf fyrir nokkur hundruð þúsund krónur. Ekki síst beri að fordæma slíkt á sama tíma og rekstur ríkisstofnana er fjár- magnaðar með erlendum lán- tökum. Tillagan er flutt í þeim tilgangi að takmarka notkun al- mannafjár hjá stofnunum í eigu hins opinbera til tækifærisgjafa. Tilefni þessarar tillögu er al- kunnugt. Landsvirkjun og Seðla- bankinn hafa gefið stjórnarfor- manni sínum og bankastjóra gjaf- ir upp á 500 þúsund krónur. Hér er ekki um söfnunarfé starfs- manna að ræða eða viðkomandi stjórnarmanna, heldur felst rausnarskapurinn í því að tekin er ákvörðun um að veita opinberum starfsmanni gjafir af almannafé. Reglur í öðrum löndum Tillaga þingmannanna fjög- urra gengur síst of skammt. Hún snýr aðeins að stofnunum en ætti í raun einnig að taka til opinberra starfsmanna. í Bandaríkjunum eru til að mynda ákaflega strang- ar reglur í gildi um það hvað emb- ættismenn megi þiggja af er- lendum eða innlendum „við- skiptamönnum“ sínum. Skemmst er að minnast þess að Richard Allen öryggismálafulltrúi Banda- ríkjaforseta, neyddist til þess að segja af sér vegna 60 þúsund kr. gjafar, sem ekki var þó sannað að hann hefði ætlað að halda fyrir sig. í Bretlandi er embættis- mönnum og ráðherrum bannað að taka við gjöfum, sem metnar eru yfir ákveðinni upphæð. Séu gjafimar verðmætar ber þeim að láta þær ganga áfram til varð- veislu í breskum ríkisstofnunum. í Danmörku gilda sérstök lög sem kveða svo á að yfirmenn og starfsmenn opinberra stofnana megi ekki þiggja gjafir sem greiddar eru af almannafé. Og svona mætti lengi telja. Siðblinda hárra herra Auðvitað er það hreint siðleysi af stjómarmönnum Landsviricj- unar og Seðlabanka að ráðstafa fé þessara stofnanna með þeim hætti sem uppvís er orðinn. Og þessi flottræfilsháttur á kostnað almennings er enn hróplegri þeg- ar þess er gætt að hart er nú lagt að þjóðinni að þola kjaraskerð- ingu möglunarlaust, og fjárhagur ríkisins er ekki betri en svo að tekin eru rekstrarlán erlendis til þess að halda ríkissjóði á floti. Það er augljóslega full þörf á ströngum reglum um þessi efni hér á landi. Meðal hinna háu herra í kerfinu virðist hafa gripið um sig siðblinda. Það er liðin sú tíð að embættis- og stjórnmála- menn lögðu metnað sinn í að um- gangast sameiginlega sjóði lands- manna og félagasamtaka með ýtrustu virðingu. Sú saga er sögð að Sigurður Kristinsson fyrsti for- stjóri Sambandsins hafi greitt sjáifur frímerkin á öll sín bréf. Sjálfsagt hefði hann hafnað bfln- um sem Sambandið gaf núver- andi forstjóra á sextugsafmæli hans og það verður að teljast víst að Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra á árunum 1927 - 1931, hefði ekki látið fallerast af Blazer- og Benzmálum, eins og flokksbræður hans í dag. í þann tíð bjó forsætisráðherra í Ráð- herrabústaðnum, en svo mikil áhersla var lögð á það að skilja milli þess sem var ríkisins og ráð- herrafjölskyldunnar, að þegar sonur fæddist á heimilinu, spurði systir hans ung, hvort ríkið ætti hann líka? Úr því að þetta hugarfar er ekki lengur fyrir hendi verður löggjafinn að setja reglur sem gæta þess er trúnaðarmenn hins opinbera geta ekki lengur gætt með heilbrigðri siðferðisvitund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.