Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 23
Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Jóhanna Kristín Yngvadóttir við mynd sína „Messaiína“. Nóbelsskáld. (Myndir -eik). Jóhanna Kristín Yngvadóttir hefur að undanförnu sýnt 25 mál- verk í Listmunahúsinu við Lækj- argötu. Þetta er 3. einkasýning hennar, en Jóhanna Kristín stund- aði listnám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands frá 1972-76. Síðar var hún við framhaldsnám í Hol- landi frá 1976-80, fyrst í Haag en síðar við Ríkisakademíuna í Am- sterdam. Málari par exellence Jóhanna Kristín er málari par ex- cellence, í þeirri merkingu sem átt er við þegar maður og miðill tengj- ast svo náið að ekkert skilur í millum og miðillinn verður sem framlenging meistarans. Því fer þó fjarri að Jóhanna ungi út flinkheit- um á strigann. Hún er ekki að skemmta þeim sem rugla saman listum og íþróttum, heldur hinum sem telja listir tjáningu innstu og dýpstu tilfinninga. Málverk Jóhönnu Kristínar spretta fram eins og gimsteinar úr fylgsnum. Hún beitir litum á per- sónulegan og markvissan hátt til að draga fram form úr myrkviðum flatarins. Til eru margs konar lit- skynjanir og aðferðir við notkun litrófsins í myndlist. Segja má að Jóhanna leggi ríkasta áherslu á þá hlið litrófsins sem varðar birtu. Málverk hennar byggja þess vegna ekki á litaspili heldur misjafnlega björtum tónum, skörpum skilum ljósra og dökkra flata og ryþmískri pensilskrift. Liti í orðsins fyllstu merkingu notar Jóhanna Kristín til áherslu fremur en til myndbygg- ingar. Það væri þó til lítils að byggja kerfi utan um aðferðir þessa lista- manns því ekkert er henni jafn fjar- lægt og systematísk eða stöðluð vinnubrögð. Hún er expressionisti, ef ekki er þá búið að rýja það allri merkingu. Myndir hennar spretta af innri þörf hennar til að tjá sig, umbúðalaust og án þess hún íklæð- ist einhverjum stílfræðilegum föt- um. Hún á því samleið með málur- um sögunnar sem haldið hafa sig utan við stefnur og strauma og not- að hafa pensilinn á hreinan og beinan máta. Það eru menn á borð við Goya, van Gogh eða Munch, en einhvers staðar meðal þeirra stendur Jóhanna Kristín án þess hún eigi þeim nokkuð að gjalda nema skyldleikarin. Tilvist og innileiki Þó svo Jóhanna komi fram með málverk sín í hringiðu þeirra strauma sem kenndir hafa verið við MYNDLIST ER TJÁNING, EKKI SKRAUT í gróandanum. nýja málverkið, er list hennar allt annars eðlis. í verkum hennar er ekki að finna neitt af þeim maníer- isma sem svo mjög einkennir málaralist okkar tíma. Þrátt fyrir það eru verk hennar fullt eins ný- stárleg og í takt við tímana þótt ytri einkenni þeirra séu ekki jafn skýlaus skírskotun til líðandi stundar. Það er einmitt innileiki þessara verka sem nær svo auðveldlega til áhorfandans. Þau eru tilvistar- kennd og mannlæg í senn. Slíkar tilfinningar eru hvorki háðar stund né stað og því finnst manni málverk Jóhönnu Kristínar svo kunnugleg. Svona hefði Kierkegaard eflaust málað hefði hann kunnað eitthvað fyrir sér í þeirri list. Nú þegar líður að lokum sýning- ar Jóhönnu Kristínar er vert að benda mönnum á að láta ekki hjá líða að líta inn í Listmunahúsið. Hér er á ferð óvenjusterk sýning full af einkennum þess besta sem finna má í málaralist samtímans. Sýningunni lýkur hinn 20. þessa mánaðar. Einlægnin er besta leiðarljósiö Ég átti viðtal við Jóhönnu Kristínu um verk hennar og starf og barst talið fyrst að einkasýning- um hennar, en hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Nýlistasafninu í fyrra og sfðan sýndi hún á göngum Landspítalans. - Það er varla hægt að tala um það sem einkasýningu. Ég hélt að birtan á göngunum yrði nægjanleg, en svo var ekki. Börnin á spítalan- um voru hrædd við þessar dimmu og draugalegu myndir, segir Jó- hann Kristín og hlær við. Aðspurð hvort ekki hafi verið óvenjulegt að halda til Hollands árið 1976 til að nema þar málara- Um sýningu Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur í Listmunahúsinu list, svaraði Jóhanna Kristín því til að það hefði þótt heldur skrýtið á velgengnisárum hugmyndalistar- innar. -Ég var alltaf staðráðin í að mála og ákvað að best væri að vera trú þeirri köllun. Hvað sem öðru liði væri einlægnin besta leiðarljósið. Mér fannst of margir vera að pína sig í konseptinu án þess að þeir ættu þar heima. ívar maðurinn minn (ívar Valgarðsson myndhöggvari), studdi mig í þess- ari ætlun. Hann er eflaust besti kennari sem ég hef haft um ævina. Jóhanna Kristín var spurð hvort hún hefði orðið fyrir áhrifum frá einhverjum sérstökum málurum og flaug fyrirspyrjanda þá Edvard Munch í hug, sakir innilegrar túlk- unar hans á þeim persónum sem hann málaði. - Ég hef ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá þekktum málurum. Eina manneskjan sem hefur haft bein áhrif á mig var stúlka sem ég Halldór B. Runólfsson skrifar kynntist á skólanum í Haag og varð mér samferða til Amsterdam. Hún hafði frábæran hæfileika, en ég er hrædd um að hún eigi ekki eftir að mála mikið því hún á við persónu- leg vandamálað stríða. Éghefekki orðið fyrir áhrifum frá neinum öðr- um málara. Ég kynntist verkum Munch síðar og met hann mikils, en hann hefur engin áhrif haft á mig. En hvað um kennsluna á Aka- demíunni? - Ég hafði ágætan kennara, en hann kenndi mér svo sem ekki neitt. Það eina sem hann sagði mér og kom sér vel var að hægt væri að byggja upp form með litnum einum . saman. Ég man ekki eftir að hann hafi kennt mér annáð. Jóhanna Kristín var spurð um aðferðir og vinnumáta. Sköpunin er allt í kring* um okkur - Ég mála persónur en ekki portrett endilega, Fólk inspírerar mig, einkum börn. Stundum fæ ég þau til að sitja fyrir og klæði þau þá í skræpótta búninga. En útkoman verður allt öðruvísi og ég mála ekki endilega börnin. Þau eru fremur hvati en fyrirmyndir. Oftast mála ég þó upp úr sjálfri mér, eitthvað sem hefur snert mig persónulega, minningar eða fólk sem er mér náið. Mig langar til að fara út í abstrakt-list en ég er enn ekki reiðubúin til þess. Kannski kemur það seinna, kannski aldrei. Eitt er víst að ég mála ekki samkvæmt prógrammi heldur læt ég kylfu ráða kasti hvert hugurinn ber mig. Mér lætur best að mála stórt, mun stærri myndir en ég er með hér. Hvað um afstöðu almennings til svona málverka og lista yfirleitt? - Fólk er almennt of bundið við þá hugsun að myndlist sé bara eitthvað káf til að hengja upp á vegg. Menn hugsa allt of mikið um málverk sem skraut og stundar- gaman. Það skilur ekki að þetta er tjáning og það alvarleg tjáning, það heldur að listamenn séu bara fífl. Þetta er mikið skólunum að . kenna, því ef kennd væri listasaga , og farið væri með börn á söfn þá mundi þessi afstaða breytast. Allt í kringum okkur, hvort heldur stóll eða bíll er til komið vegna sköpun- ar. Það sprettur ekkert af sjálfu sér. Ég held að fólk mætti hugsa meira um andann í stað þess að einblína á stundargamanið ein- vörðungu. Það gleymist nefnilega að þegar þjóð líður undir lok eru listir og vísindi hið eina sem eftir lifir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.