Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 24
//iv.mYmY i * »'< aisfoH 9? é {**> 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maí 1984 bæjarrölt Ský dregur fyrir sólu einskonar byggðasteína eða hvað? Hann hló að þessari fyndni sinni en það hló enginn með hon- um. Aumingja maðurinn, svona getur þetta verið. Annars voru allir í pottinum sammála fyrst. Þeim fannst að nauðgari ætti að fara í gæsluvarð- hald strax. Það væri best fyrir alla aðila og strax partur af hans dómi. En svo fór samlyndið út í veður og vind. Ungur maður skeggjaður tók af skarið og sagði hvasst: Það á að birta nöfnin á svona mönnum! Einmitt, sagði sessunautur minn. Löngu mál til komið. En til hvers? spurði sá sem sat hinummegin við mig, grannur maður, þunnhærður og allur svona kennaralegur. Til hvers? Það er auðséð mál. Til að vara fólk við. Til að stúlkur geti varað sig á svona mönnum. Vitleysa er þetta, sagði kenn- arinn. Eiga þessir menn að ganga með nafnspjald framan á sér? Nei, sagði sá refsiglaði. En það eiga að vera myndir með. Heldurðu að stúlkur muni klippa slíkar myndir út og safna í albúm og leggi svo lykkju á leið sína til að komast hjá ofbeldis- mönnum? Nú töluðu allir í einu og ég meira að segja ætlaði að leggja orð í belg, en komst ekki að. Svona er það alltaf. Það komu allskonar upphrópanir. Eitthvað verður að gera! Gamall maður rifjaði upp eldri hugmyndir um að sýna óþurftarmenn í búri nið- ur á Lækjartorgi. Eða var það Austurvöllur? Mikið að þú heimtar ekki opin- berar aftökur, sagði kennarinn. Það sem ég hefði sagt ef ég hefði komist að er í raun og veru mjög einfalt. Og kannski svo sjálfsagt að einmitt þess vegna kom ég mér ekki að því að segja það. Sá sem fremur glæp og játar skal fá sinn dóm. Látum það allt vera á hreinu og engar frestanir og fyrningar á því. En nafnbirt- ingargleðin er af hinu illa. Hún er aukarefsing, sem leggst ekki einu sinni á þann fyrst og fremst sem hefur framið afbrot, heldur á nánustu ættingja hans. Kannski gamla og þreytta móður, kannski eiginkonu, kannski bam. Það veit enginn fyrirfram og hinir refsiglöðu spyrja aldrei að slíku. Ég forðaði mér upp úr pottin- um og fékk mér sundsprett. Ég var svo annars hugar að ég var búinn með fimm hundruð metr- ana fyrr en varði. Nú var sólin horfin, ekki aðeins í anda, heldur á bak við ský. Heimurinn var heldur leiðinlegur og það bætti ekki úr skák að úti í Bandaríkjun- um var haldið afmælisboð fyrir kjölturakka sem kostaði 600 þús- und krónur. Þeir sögðu frá þessu í NT og ég var enn að hrista haus- inn yfir þessu þegar ég kom heim. Hilmar. Ég gekk sem leið liggur fram- hjá gróðri dalsins sem er heldur en ekki farinn að braggast, and- aði að mér göfugu prana úr loft- inu, lét sólina brosa yfir mig. Allt lék í lyndi og ég var að fara í sund í Laugardalnum eins og aðrir góðir menn. Þegar ég var búinn að skrúbba mig milli tánna, breiða hand- klæðið á legubekk og ætlaði að fara að ylja mér í heitum potti, þá dró ský fyrir sólu. Ekki þó í eigin- legum skilningi, því sólarglenn- ingurinn blessaður hélt áfram. Heldur í andlegum skilningi. Það var veríð að ræða um nauðgunarmálið og menn voru reiðir. Hvað á það að þýða að setja manninn í farbann? spurði virðu- legur framkvæmdastjóri. Er það Sögur af írum Við höldum áfram að kanna húmor frænda okkar íra, sem er allavega tilbreytingarmeiri en sögur þær sem sagðar eru um frændur beggja, Skota. Við byrj- um á pólitík og höldum svo áfram sem leið liggur. x írskur þingmaður um Asquith, breskan forsætisráðherra: - Hr. Asquit var eins og fullur maður sem gengur á beinni línu. Því lengra sem hann gengur þeim mun fyrr dettur hann. x Þingmaður frá Ulster um vand- ræðamál: - Við verðum að fara margar aldir aftur í tímann til að finna hliðstæðu við slíka meðferð, og jafnvel þá finnum við hana ekki. x írskur stjórnmálamaður talar um andstæðing sinn: - Jafnvel ef hann segði satt mundi ég ekki trúa honum. x Gömul kona fer með harma- tölur: - Aumingja Peter Hogan, ég er svo hrædd um að hann muni deyja. Hann er svo horaður, svo skelfxlega horaður, það er nú meira. Maðurinn minn er magur og ég er horuð, en Peter Hogan er horaðri en við bæði til samans. x Fyrir nokkrum árum var líkan af afrísku þorpi á sýningu í Du- blin. Menn heyrðu gamla konu ganga fram hjá því með svofelld- um ummælum: - Guði sé lof að ég fæddist heima hjá mér. x Bréf frá fyrirtæki í Dublin: - Vér viljum skýra frá því, að allar lausar stöður eru upptekn- í ar. sunnudagshrossgátan Nr. 424 / 2 3 V 3 á> <52 1 T~ £ 9 <52 10 n /2 É /2 l1/ /£ É f5? 1G 13 ¥ /7 /e (p 2 V 1°) 20 V 2 21 /2 21 (p 23 1 (p (p é 20 12 12 /s )& ¥■ 21 S2 ¥ 2¥ 12 Kp 52 23 (? ¥ 2£0 V ,sx /S 1 O SF d 12 1¥ (p !(p S2 12 V UF~ (r U 21 W kp ¥ 2/ £ <52 /9 I (p / 22- 20 21 y 2J~ 2 12 2/ V V 5 ¥ Zl 52 3 12 V 12 /é 8 (p 2V 1/? 2/ V 2! i£ /£ (o 2Ö 21 12 <5? /3 2\ 21 / 6 ¥ 23 )b 6 20 1 (s> Vn 21 y )2 21 <5? Zl 12 )É 21 £ 9 52 2S 7- £ éT 52 sr 12 <52 /9 £ 9 o> ss 12 30 S is- IV V 8 23 ¥ 2) 12 13 2/ 3 Y~ 2á> £ 3 20 AT Zb 21 31 (s> ¥ Kp A Á B D ÐEÉF GHIÍ JKLMNOÓPRSTU Ú V X YÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- aris, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 424“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 12 2°1 21 9 10 2$ !(> Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heitv hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp “því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir •því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- ihljóða og breiðum t.d. getur a áldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Vinningshafi í krossgátu núm- er 420 er Sigríður Ragnarsdóttir, Forsæludal, 541 Blönduós. Lausnarorðið er „Reykjavík“ Verðlaunin eru Skáldsögur Steinunnar Sigurðardóttur. Vinningshafi í krossgátu núm- er 421 er Friðjóna Hilmarsdóttir, Holtsbúð 34, 210 Garðabæ. Lausnarorðið er , Jakobsglím- an“. Verðlaunin eru íslandsmeta- bók Amars og örlygs. Breskir togarar og Isiandsmið 1889-1916 Verðlaunin að þessu sinni er bók- in Breskir togarar og íslandsmið 1889-1916 eftir Jón Þ. Þór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.