Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 9
sKáfc_______________ Stórmótið í London: x'i.i .Öi • .i'i 'ri.K'*í?i \*\¥X\ il 7,t f'f'Vjfo i Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Karpov sigraði Heimsmeistarinn Anatoly Karpov bætti nýlega enn einni rós í hnappagatið er hann sigr- aði sterkasta mót ársins til þessa í London. Hann tefldi mjög sannfærandi og sýndi þar með að honum stafar ekki ógn af neinum skákmanni nema Kasp- arov. Sem áður sagði var mótið gífur- lega vel skipað, enda meðalstig keppenda um 2600 stig. Tefldar voru 13 umferðir og hlaut Karpov 9 vinninga úr þeim. Næstir komu Polugajevsky og Chandler með 8 vinninga. Neðar voru skákmenn á borð til Timman, Kortsnoj, And- erson og Ribli. Árangur Poluga- jevskys kemur svo sem ekkert á óvart, hann hefur lengi verið í fremstu röð en annað má segja um Chandler. Chandler heimsótti okkur fslendinga í vetur sem leið og tók þátt í Reykjavíkurskákmót- inu. Þar stóð hann sig ekkert of vel og skákir hans yljuðu mönnum ekkert um hjartarætur í köldu skammdeginu. í London var Chandler allt annar maður, kann- ski hefur hann lært af okkur eða þá að hin stórbrotna íslenska náttúra hefur fyllt hann eldmóði. Hvað sem því líður var hann alltaf í topp- baráttunni í London og framkall- aði hin frambærilegustu listaverk. Ef hann heldur slíkum uppátækj- um áfram, þ.e. að hrella sterkustu skákmenn heims verður hann að teljast einn úr þeirra hópi. Þó að Karpov tapaði einni skák, fyrir Torre, var sigur hans aldrei í hættu. Hann hefur sigrað í næstum öllum þeim mótum sem hann hefur teflt í síðan hann varð heimsmeist- ari. Oftast eru það sömu mennirnir sem hann berst við og ég held að enginn heimsmeistari hafi jafnoft sannað yfirburði sína á helstu keppinautunum sínum og hann. Maður er nú reyndar hálf búinn að fá leiða á þessu ástandi mála og kannski Karpov sé sama sinnis, en ástæða er til að halda að nokkur breyting verði þar á í náinni fram- tíð. Sem dæmi um þessa „stöðnun" er Kortsnoj. Hann hefur í tíu ár verið helsti keppinautur Karpovs um tignina og mættust þeir nú í fyrsta skipti í langan tíma utan ein- vígis. Þeir félagar eru ekki alveg ókunnugir með öllu, því alls hafa , þeir nú teflt 86 skákir innbyrðis. Karpov hefur unnið 20, Kortsnoj 113 og 53 hefur lokið með jafntefli. Það var samt sem áður gífurleg spenna fyrir skák þeirra í London því þeir tveir hafa nú ekki alltaf hegðað sér eins og eineggja tvíbur- ar. Ef mig misminnir ekki þá lýsti Karpov því yfir hér fyrr á árum að hann hefði ekki áhuga á að tefla við Kortsnoj nema hjá því yrði ekki komist. Varla getur það verið út af því að hann óttast hann við skák- borðið, frekar vegna þess að þeir eru ekki í pólitísku bræðralagi þó ég sjái í fljótu bragði ekki hvað það kemur skáklistinni við. Jæja, hvað um það. Skákin tefldist í 8 umferð- um og ekki er mér kunnugt um nein vandkvæði svo sem jógúrt eða jóga; sögur herma meira að segja að þeir hafi heilsast við mikil fagn- Lárus Jóhannesson skrifar aðarlæti áhorfenda. Við skulum sjá hvernig Karpov sannar enn einu sinni yfirburði sína á Kortsnoj: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Victor Kortsnoj. Grunfelds vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. d4 Bg7 5. Bg5 (Með smá fíníseringum er komin upp þekkt staða í Griin- felds vörn. Kortsnoj hefur beitt henni með góðum árangri í gegn- um allan sinn feril. Hún hentar stíl hans vel, því jafnan koma upp miklar flækjur. Byrjanaval Karp- ovs er athyglisvert, hann hallast nú æ meir að drottningarpeðsbyrjun, en eins og menn vita var kóngspeð- ið (Jóns L. peðið) hans aðalvopn hér áður. Hann ætti þá að vera vel heima í þeim stöðum sem upp koma eftir d4, enda hefur hann oft verið kallaður kóngspeðsPetro- sjan. Þó Karpov hafi ekki oft stýrt hvítu mönnunum gegn Grunfelds vörninni hefur hann samt skrifað um hana í Alfræðibyrjanabók Fide, þó ekki um það afbrigði sem hann beitir hér en það þykir mjög traust og því fyllilega í anda heims- meistarans sem lítur ekki á skák sem rússneska rúllettu.) - Re4 6. cxd5 (Grátleg endalok væru 6. Rxd5?? Rxg5 7. Rxg5 e6 og svartur vinnur annan riddarann. Sennilega hefur Karpov ekki einu sinni leitt hugann að þessari kómík, enda þekktur fyrir allt annað en að reyta af sér brandara). Rxg5 7. Rxg5 e6 Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur al- mennan félagsfund mánudaginn 21. maí kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Samningur um afgreiðslutíma verzlana í sumar. Á fundinum verður tekin ákvörðun um það, hvort afgreiðslufólk á frí á laugardögum í sumar, eða ekki. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. UTB0Ð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Efnisvinnslu il á Vesturlandi. (14.000 m3). verkinu skal lokið 30. ágúst 1984. Útboðsgögn verða, jafnframt hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og í Borgarnesi frá og með 21. maí nk. Skila skal tilboðun fyrir kl. 14.00 þann 4. júní 1984. Vegamálastjóri (Til er hvassara framhald þ.e. 7. - c6 og svartur fórnar peði fyrir þrý- sting og aukna virkni manna sinna. Persónulega finnst mér þetta nokk- uð vafasöm leið enda hefur Korts- noj hugsað eitthvað á þessa leið: „Hvers vegna að henda perlum fyrir svín?“ Kortsnoj er ekkert of hrifinn af því að vera að fórna liði og því er peð hálfgerð perla í hans augum, svínið gæti aftur á móti ver- ið...) 8. RÍ3 exd5 9. e3 0-0 10. b4 Be6 11. Be2 Rd7 12. 0-0 f5 13. Hel (Áætlanir beggja hafa nú að nokkru leyti komið í ljós. Kortsnoj stefnir á kóngssókn með f og g peð- in í broddi fylkingar. Karpov hefur hins vegar augun á drottningar- vængnum. Síðasti leikur hans virð- ist furðulegur, það er eins og hann skynji árásargirni Kortsnojs og vilji bíða átekta og láta hann veikja stöðu sína. Öllu eðlilegra framhald er 13. Rel g5 14. Rd3 De7. Þá stendur hvíti riddarinn mjög vel og getur gripið inn í hvar sem er á borðinu.) - g5 14. Bd3 (Þessi leikur getur að nokkru skýrt hugmynd Karpovs, svartur getur ekki með góðu móti haldið áfram að ýta peð- unum, til dæmis gengur 14. - f4 ekki, sem annars væri fýsilegt, vegna þess að biskupinn á e6 stæði þá í uppnámi. Áður en Karpov leitar á vit ævintýra tryggir hann eigin kóngsstöðu.) - Kh8 15. Hcl c6 (Nauðsynlegur leikur fyrr eða seinna en þó með þá annmarka að hvítur hefur betri tök á sókn á drottningarvængnum.) 16. b5 g4 17. Rd2 c5 18. dxc5 Rxc5 (Línurnar hafa skýrst töluvert, svartur er kominn með stakt peð og einnig eru möguleikar hans á kóngssókn nú hverfandi. Peð hans eru orðin ákjósanleg skotmörk.) 19. Rb3 Rxb3 20. axb3 Hc8 21. Re2 Hxcl 22. Dxcl Db6 23. Rf4 Bg8 24. g3 d4 (Það er hrein unun að horfa á hvernig Karpov eykur stöðuyfir- burði sína jafnt og þétt, athugið að riddarinn er betri en biskup svarts. Svartur tekur nú þá ákvörðun að • reyna að aktivera biskupaparið með því að opna stöðuna auk þess sem hann losar sig við d5 peðið sem var orðið hálfgerður öreigi í stöð- unni.) 25. Bc4 dxe3 26. Hxe3 Hc8 27. Dbl Dc5 28. Del Bd4 29. He2 Bxc4 30. bxc4 Hg8 (Því miður gat Kortsnoj ekki nælt sér í peð á c4 t.d. 30. - Dxc4? 31. He8+ Hxe8 32. Dxe8+ Kg7 33. Re6+ Kf6 34. Dd8+ Kxe6 35. Dg8+) 31. Dcl Hc8 32. Dc2 Bg7 (Kortsnoj sá að sjálfsögðu gildruna 32. - Dxc4?? 33. He8+ Kg7 34. Hxc8 og vinn- ur.) 33. Dd3 Dd4 (Enn er peðið friðhelgt. í þetta skipti kostar það eitt stykki biskup. 33.. - Dxc4? 34. He8+ Bf8 35. Hxf8+ Kg7 36. Hxc8.) 34. Dxf5 (Það er grátbros- legt að horfa upp á þessa berjatín- slu. Hinir hugrökku framherjar Kortsnojs sem áttu að greiða göt- una fyrir mátsókn eru núaðeinslitl- ir sykurmolar hungraðri hvítri drottningu til eldis.) 34. - Dxc4 35. He7 Hb8 36. Kg2 Db3 37. Dxg4 Hg8 38. Rg6+. Og á meðan Kortsnoj sat sveittur við að reikna út þetta þvingaða mát i þremur leikjum féll hann á tíma: Svarti kóngurinn brynvarinn eigin mönnum er kæfð- ur í hásæti sínu og hans ektakvinna er aðeins áhorfandi og það á síð- asta bekk. 8 m wxjm. 7 il fi 11 6 ii§ 'Wá 5 WfÍ, 9: 4 W 3 mwM M 2 ® ■ tí&B. 1 il M Éi §! abcdefgh Er blóðþyrstir blaðamenn réðust að Kortsnoj eftir skákina gat hann ekkert gert nema að ypta öxlum og segja: „Ég lék ekki neinum augljósum afleikjum, hann hrein- lega yfirspilaði mig“. Ný ferðaskr'rfstofa Glæsilegar feröir, góðir gististaðir Rhodos Garda Túnis og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fáið bækling og verðlista sendan Þægilega milt loftslagið, hvítar strendurnar, náttúrufegurðin og síðast en ekki síst eyjaskeggjar sjálfir, allt gerir þetta Rhodos að sælureit ferðamannsins. Góð hótel eða íbúðir, sól og sjór, fjölbreytt afþreying, fjörugt næturlíf. Það er varla hægt að hafa það betra. Ef þú villt ferðast á eigin vegum, t.d. á bílaleigubil, þá er upplagt að dvelja eina viku (eða fleiri) við Gardavatnið í ftölsku ölpunum. Við bjóðum gistingu I glæsilegum sumarhúsum eða íbúðum f þessari sólarparadís, þar sem aðstaða er í sérflokki, ekki síst fyrir bömin. Róm-Sperlonga Vikudvöl í Róm verður ógleymanleg. Hvern hefur ekki dreymt um að líta augum staði eins og Póturskirkjuna, Colosseum eða Forum Romanum? Að dvölinni í Róm lokinni er haldið tii Sperlonga, — baðstrandar mitt á milli Rómar og Napolí. Dvalið verður í mjög skemmtilegum íbúðum rétt við ströndina. Sund- laug, verzlun og veitingahús er á staðnum. Og svo er það rúsinan í pylsuendanum — bllaleigubíll fylgir með hverri íbúð. I Sousse í Túnis er hægt að kynn- ast ekta Afriskri stemmingu. Reika um þröngar götur með hvftkölk- uðum húsum, prútta við kaupmenn og kynnast framandi lifnaðar- háttum. Farþegar okkar búa á glæsilegu hóteli eða í þægilegum ibúðum út við hvíta ströndina. Þar eru þægindi og aðstaða eins og best verður á kosið, diskótek, nætur- klúbbar og fjölbreyttir veitingastaðir á hverju strái. FERDASKRIFSTOFAN Laugavegi 28, 101 Reykjavík. Sími 29740 !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.