Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 13
byrgt hatur og gremju fjöldans og hverjar aðrar ofsóknir. Gyðingaof- - sóknir voru leyfilegar, þær tíðkuð- ust í öðrum löndum, þó reynt væri að fara vel með það, ríkisstjórnir og kirkjustjórnir höfðu horn í síðu Gyðinga, hinnar guðs útvöldu þjóðar, sem hafði krossfest Krist. Gyðingaofsóknir voru OK. Viljum við lœra afsög- unni Til hvers er nú verið að búa til leikrit um svona? Á að vera að sýna unglingi jafn viðbjóðlega mann- eskju og Adolf Hitler var? Hvað hefur það upp á sig? Þannig gæti margur spurt. Og þannig er spurt í Svíþjóð um þessar mundir í út- vaipi, sjónvarpi og blöðum. Eg hef því miður ekki séð sýn- inguna og veit því ekki hvað mér á að finnast um sjálft leikritið. Flug- vélin mín lenti í London eins og til var ætlast, en þar hitti ég fyrir til- viljun strax fyrsta daginn svo elsku- legar manneskjur úr Svíaríki, að þær eru búnar að senda mér bók Alice Miller. Og af henni að dæma er hér á ferðinni svo áríðandi efni, að ef sýning byggð á því gæti hjálp- að nokkrum unglingum til að verða skárri uppalendur en foreldrar þeirra, á hún erindi. Sömuleiðis ef nokkrir foreldrar yrðu svo hugsi, að þeir færu í endurhæfingu. - Eða viljum við ekkert læra af sögunni? Á bak við sérhvern glæp er harmsaga þess, sem drýgir hann. Harmsaga Hitlers var fólgin í því grimmilega uppeldi sem hann hlaut. Hann var efnilegt barn, en var kúgaður, hæddur og kvalinn. Lík voru örlög þýsku þjóðarinnar eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það fæðist enginn glæpamaður, þjófur,eituræta, nauðgari, morð- ingi. Menn verða það fyrir ýmis atvik ævi sinnar og mistök í uppeldi foreldra og samfélags. Sá sem heldur að Hitler og það sem gerist í Þýskalandi sé einstæð- ur atburður og geti aldrei aftur hent, veður því miður í reyk. Sam- líðunin með Gyðingunum er svo sterk, að það er nær óbærilegt að hugsa til þess að sagan geti endur- tekið sig. En - sagan endurtekur srg. Börn endurtaka foreldra sína. Þau geta jafnvel ómeðvitað endur- tekið það sem þau hata mest og fyrirlíta í fari foreldranna. Hitler var ekki annað en stækkuð mynd af föður sínum. Sá sem kúgar barn sitt, kennir því að kúga aðra. Sá sem þröngvar einhverju upp á það, kennir því að þröngva hlutum upp á aðra. Það er sama, hvort um er að ræða pólitísk- ar skoðanir, trúarskoðanir eða annan siðaboðskap, ekki einu sinni friðaruppeldi verður þröngvað upp á nokkurt barn öðru vísi en svo að innihaldið og góða ætlunin fari for- görðum, en aðferðin brenni sig inn í sálina. Uppeldi sem felur í sér vald- beitingu, andlega eða líkamlega, kallar Alice Miller, „swartze pe- dagogik“ eða svart uppeldi. Það er sú aðferð, sem er ríkjandi í heimin- um í dag. Jafnvel þar sem spansk- reyrinn og hrísvöndurinn hafa ver- ið lagðir á hilluna. Jafnvel hér á íslandi gætu verið skilyrði til að ala upp litlar Hitlers-eftirlíkingar þó vonandi sé ekki líklegt að þær nái fullri stærð. Hvert það barn, sem er misþyrmt og niðurlægt í líkingu við það, sem Hitler fékk að þola getur tryllst eins og hann. Það er loka- þátturinn í slíkum harmleikjum, þegar reiðin brýst út með voða- legum afleiðingum, sem vekur al- menna hneykslun og ótta, en regl- an um að foreldrar hafi rétt til að beygja börn sín undir vald sitt með illu eða góðu er í raun viðurkennd og reynt að breiða yfir ofbeldið gegn þeim sem er þó sýnilegt. Á sama hátt þykir ekki mjög alvarlegt að konum sé nauðgað, eins og dæmin sanna. Við erum víst flest í fjötrum hinssvarta uppeldis,ef vel er að gáð. En er þá engin leið út úr víta- hring ofbeldis og haturs? Jú, segir Alice Miller. Til er leið. - Virðing fyrir hinum veika, að barninu meðtöldu, virðing fyrir líf- inu og lögmálum þess. Reykjavík 17. maí Steinunn Jóhannesdóttir Helgin Í9. - 20. mai 1984 'Í»jÖÐVILJINN - SÍÐA 13 Listahátíð og Kjarvalsstaðir: 10 íslenskir listamenn búsettir erlendis sýna Framkvæmdastjóm Listahátíðar í Reykjavík 1984 hefur í samvinnu við stjóm Kjarvalsstaða boðið 10 íslenskum myndlistarmönnum, sem búsettir hafa verið erlendis undanfama áratugi, að sýna verk sín á Kjarvalsstöðum nú í sumar. Á sýningunni verða málverk, teikn- ingar, skúlptúrar og myndverk af ýmsu tagi, svo og myndbönd. Þeir sem eiga verk á sýningunni em: Erró sem kemur frá París (með málverk), Louisa Matthías- dóttir frá New York (með mál- verk), Kristín og Jóhann Eyfells frá Florída (með skúlptúra og fleira), Steinunn Bjamadóttir frá New Mexico (með myndbönd o.fl.), I Tryggvi Olafsson frá Kaupmanna- höfn (með málverk), Hreinn Frið- finnsson frá Amsterdam (með myndverk ýmis konar), Sigurður Guðmundsson frá Ámsterdam (með skúlptúra o.fl.), Kristján Guðmundsson, sem bjó lengi í Amsterdam en er fluttur heim og Þórður Ben Sveinsson sem kemur frá Dússeldorf (með teikningar o.fl.). Sýningin kemur til með að fylla hvem krók og kima Kjarvalsstaða og taka part af Miklatúni. Sýningin verður opnuð laugardaginn 2. júní n.k. Listamennirnir em væntanleg- ir til landsins vel fyrir opnun sýn- ingarinnar, og er gert ráð fyrir að þeir verði allir viðstaddir opnun- ina. 10 GUESTS ART FESTIt/AL'84 KJARVALSSTAOIR J ATRÐI SEM SETJA NISSAN CHERRY A TOPPINN • Útvarp • Öryggisbelti fyrir fimm manns, hönnuð inn í vandaða innréttinguna • Upphituð framsæti • Quartz kiukka • Þriggja hraða þrælöfiug miðstöð • Tvískipt aftursæti sem má leggja niður annað eða bæði • Framhjóladrif • 5 gíra kassi eða sjálfskipting • 83 hestafla vél, 1500 cc með yfirliggjandi knastás • Tveir útispeglar, stillanlegir innan frá • Sígarettukveikjari • Blástur á hliðarrúður • Þriggja hraða þurrkur með stillanlegum biðtima, 6—12 sekúndur • Rafmagnsupphituð afturrúða, með þurrku og rúðusprautu • Skuthurð og bensínlok eru opnanleg úr ökumannssæti • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Hlíf yfir farangursrými sem má fjarlægja með einu handtaki • Litað gler • Halogenljós • Hliðarrúður að aftan í þriggja dyra Cherry má opna með tökkum á milli framsætanna • Barnalæsingum i 5 dyra Cherry er stjórnað úr framsætum • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli • Rúmgott hanskahólf • Ljós i farangursrými • Stillanleg stýrishæð • Spegill í sólhlíf • Tvö handhæg geymsluhólf í farangursrými fyrir smáhluti • 2ja ára ábyrgð • Allir eldri bilar teknir upp i nýja • Frábær kjör. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í EVRÚPU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.