Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 21
Helgin 19. - 20. maí 1984 WÓÐVILJINN - SffiA 21 Kri8tinn Kristjánsson Árni Bergmann gerir grein eftir mig í Tímariti Máls og menningar að umtalsefni í síðasta helgarblaði Þjóðviljans. í grein minni, sem nefnist „Konan, draumurinn og dátinn“, tek ég fyrir hvernig fjallað hefur verið um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stíðsárunum, hver einkenni um- ræðunnar eru og hvernig hægt er að túlka hana. Ég held því fram að þessi umræða sé mjög fastmótuð og að hún sé reist á einfaldri og fordómafullri hugmynd um konur. Árni finnur greininni flest til for- áttu, telur mig lenda í ógöngum vegna oftúlkunar og koma með nýja túlkun sem slái út fyrri for- dómum. Besta svarið við grein Árna er að vísa í mína eigin grein og hvet ég þá sem ekki hafa lesið hana að gera það ef þeir hafa feng- ið áhuga á efninu. I henni er svar við flestu af því sem Árni heldur fram, auk þess kemur í ijós ef hún er lesin að hún er nokkuð öðruvísi en Árni lýsir henni. En þar sem Árni kemur með ýmsar fullyrðing- ar um vinnubrögð mín almennt, og þó einkum varðandi túlkun mína á sögu eftir Jóhannes úr Kötlum, neyðist ég til að koma með nokkrar athugasemdir þó tæpast sé grein hans svara verð. Vinnubrögð Árni leggur mikið upp úr því að gera vinnubrögð mín tortryggileg. Aðalrök hans eru þau að ég noti vinnuaðferðina „Leitið og þér munuð finna“ og fái ég því út það sem ég ætli. Ég hefði reyndar talið að það væri fyrir neðan virðingu Árna að klína slíkri vinnuaðferð upp á nokkurn mann. Lesendur Þjóðviljans get ég frætt á því að efni greinarinnar í TMM er hluti af verkefni sem ég hef unnið að á und- anförnum árúm. Verkefnið er um það hvernig fjallað hefur verið um stríðsárin í íslenskum skáldskap. Við þetta hef ég notað ósköp venjulegar, viðurkenndar aðferðir úr bókmenntafræðinni. Hið nýja sem ég gerði varðandi þetta efni var að leyfa mér að treysta varlega ýmsum stórum fullyrðingum um stríðsárin vegna þess að mér fund- ust þær oft órökstuddar, og hugs- anlega rangar. En þessu fylgdi að ég varð að athuga efnið, spyrja nýrra spurninga og leyfa nýjum upplýsingum að standa. Yfirlýsing um sakleysi Árni fjallar lítið sem ekkert um aðalefni greinarinnar. Hann tekur einn þátt úr víðtækri umræðu, and- mælir honum með einangruðum dæmum og rökstyður mál sitt með rangfærslu og tilvísun í almanna- róm. Tilgangur Árna virðist vera að verja Jóhannes úr Kötlum, eða eins og er tilkynnt á forsíðu, taka upp hanskann fyrir hann. Af grein Árna mætti ætla að markmið mitt með greininni væri að sverta minn- ingu Jóhannesar, „sýnist Kristni nú bera vel í veiði að góma þrjótinn Jóhannes úr Kötlum“, stendur á einum stað. Og Árni gengur jafnvel svo langt að lýsa yfir sak- leysi Jóhannesar. En til hvers er hann að því? Ég veit ekki til þess að nokkur hafi sagt að Jóhannes væri sekur. Nei, hér hefði átt við það sem Árni ráðleggur mér að gera, skoða hlutina í samhengi. Grein min í TMM byggi ég upp á eftirfarandi hátt: Ég tek fyrst fyrir Gamlar sögur °g nýjar athuganir tvær skáldsögur og greini hvernig sagt er frá viðbrögðum kvenna við hernáminu. Síðan tek ég fyrir eitt bréf og eina skýrslu frá stríðsárun- um til að athuga hvernig opinber umræða var á stríðsárunum sjálf- um. Að lokum fjalla ég um hvernig yngri skáldsögunni var tekið þegar hún kom út. Árni einskorðar sig við aðra skáldsöguna, Verndarenglana eftir Jóhannes úr Kötlum. Hann heldur því fram að ekki sé fótur fyrir því sem ég segi varðandi þá sögu, ég finni það sem ég ætli „en ekki það sem í bókinni stendur". Eins og gefur að skilja er ég ekki sammáia þessu, held því reyndar fram að þetta sé alrangt. Verndarenglarnir Árni greinir Verndarenglana sem einfalda, dapra ástarsögu og getur á þann hátt sannað að ég dragi af sögunni „hinar víðtækustu ályktanir". Sagan er flóknari en Árni segir. Samkvæmt minni greiningu er Jóhannes að kryfja samtímann í bókinni, skýra sam- hengið við fortíðina og bendi á hver rétta leiðin er í framtíðinni. Boðskapur sögunnar er sá að sósí- alismi sé eina lausnin fyrir framtíð- ina og reyndar allan heiminn. Jó- hannes gerir þetta með því að segja í bókinni sögu einnar fjölskyldu á árunum 1940-41, og eru persónur innan fjölskyldunnar fulltrúar á- kveðinna hópa og hugmynda. Eins og sést af þessu er skilning- ur okkar Árna á sögunni ekki sá sami. En mínum skilningi til stuðn- ings get ég sagt að fleiri en ég hafa talað um söguna á líkan hátt. Krist- inn E. Andrésson segir í ritdómi í TMM 1943 (Ritgerðir I) að Vernd- arenglunum sé „ætlað að spegla í sögu einnar bændafjölskyldu ís- lenzka þjóðaraðstöðu á tímum hernáms og heimsstyrjaldar", og Sverrir Kristjánsson segir í ritdómi í Helgafelli 1943 að fjölskyldan verði „eins konar tákn íslenzku þjóðarinnar á dögum hernámsins, tjáning þeirra örlaga, er smáþjóð- inni eru búin undir hervernd stór- veldis". Draumur kvenna um hernám Árni gagnrýnir mjög greiningu mína áhernámslýsingunni í Vernd- arenglunum og notkun mína á andstæðunni hugsun - tilfinningar. Árni telur það vera rangt hjá mér að taka það alvarlega að lýsing á viðbrögðum kvenna á hernáms- daginn byggir á draumi kvenna um elskhugann að utan og að sá draumur er sagður rætast 10. maí 1940. Samkvæmt Árna er einungis um að ræða lýsingu á „draumóra- kenndum hugaræsingi". En það sýnir ákveðið viðhorf að lýsa við- brögðum stúlkna þannig að upp sé runnin óskastund í þeirra huga og að hernámið líði fyrir þeim sem draumur. Ég nota kaflann í Vernd- arenglunum til að greina þessi ein- kenni sem eru svo algeng: Konur dreymir um hermenn og því fagna þær hernáminu. Málflutningur Árna varðandi notkun mína á andstæðunni hugs- un - tilfinningar einkennist af það miklum útúrsnúningi að ég sný mér beint að því sem ég segi í greininni. Ég held því fram að gerður sé skýr greinarmunur á viðbrögðum karla og kvenna við hernáminu í skáld- sögunum tveimur sem ég tek fyrir. Síðan segi ég að í Verndarenglun- um sé greint frá því í hverju sá munur felist: hann sé sá að karlar hugsi en konur ekki. Samkvæmt Árna á ég að sanna þetta með til- vísun til eins samtals. Það er bein rangfærsla. Greinargerð mín fyrir þessari andstæðu tekur yfir eina og hálfa blaðsíðu og er hægt að skipta röksemdarfærslunni upp í fjóra þætti þar sem tekin eru dæmi af fimm stöðum í bókinni. Andstæð- an hugsun - tilfinningar er notuð í Verndarenglunum til að skýra muninn á skoðunum og verkum karla og kvenna. Það er alveg rétt hjá Árna að munurinn á viðhorfum Emblu og bróþur hennar er ekki munurinn á heimsku og hugsun heldur á tveim viðhorfum. En ég held þessu aldrei fram, heldur því að skoðun Emblu sé skýrð með því að hún hugsi ekki heldur láti til- finningarnar ráða. Samtal Emblu og bróður hennar á hernámsdaginn sýnir ásamt öðrum dæmum, sem ég tiltek í greininni, hvernig þessi andstæða er virk í formgerð sög- unnar. Árni kemur með hluta af ræðu Mána, bróður Emblu, sem rök fyrir því að í Verndarenglunum séu karlar gagnrýndir eins og konur. Á öðrum stað segir hann að andúðin á þeim sem hafi umgengist her- menn á stríðsárunum eitthvað að ráði, hafi „einatt'* verið „í anda ræðu Mána“. Hér er Árni hrein- lega að samþykkja það sem ég held fram, það sést ef ræðan er skoðuð í heild. Sá hluti ræðunnar sem fjallar um karla er einungis brot af allri ræð- unni og hluta þessa brots er varið í að tala einnig um konur. Meirihluti ræðunnar er harðorð ásökun á svik kvenna. Máni heldur því fram að konur hafi brugðist á mikilvægri stundu. Hann lofar konur fyrr á öldum fyrir fórnir sínar, þær fetuðu þolinmóðar og trúfastar við hlið manna sinna og sona í gegnum allar, þrengingar. Fyrir þetta veittu karl- ar þeim frelsi til jafns við sig. Ár- angur frjálsræðisins hafði þó ekki orðið nógu góður og var það skiljanlegt til að byrja með. En þegar réttlátt var að vænta árang- urs átti hernámið sér stað, tíðindi sem „reyndust mikill og öruggur prófsteinn á þroska þeirra“. (bls. 182). Og konur brugðust. Þær not- uðu „tækifæri frelsisins til að hlaupa í fangið á sendisveinum er- lendrar kúgunar". (bls. 184). Blóraböggull Ég gæti haldið lengi áfram að fjalla um Verndarenglana en ein- hvers staðar verður að setja punkt. Áður en ég hætti áð fjalla um bók- ina vil ég þó leiðrétta eitt atriði enn hjá Árna. Af grein hans mætti ætla að ég segi að túlka eigi Verndar- englana á þann hátt að í bókinni sé verið að leita að blóraböggli í kven- fólki og sé það uppbót fyrir vonda samvisku þjóðarinnar. Hér er um grófa rangfærslu að ræða. Orð mín um blóraböggulinn eru rifin úr því samhengi sem ég set þau í og téhgd við eina ákveðna sögu. Ég segi í greininni að ýmislegt í sambandi við umræðuna um konur og her- menn megi skilja betur ef litið er á málið á þann hátt að verið sé að leita að blóraböggli. Ég á,við með þessu að staða kvenna í valdakerf- inu er þannig að auðveldara er að beina athyglinni að þeim og skíta þær út en fást við ýmislegt annað, t.d. breska herinn. Ég hef aldrei haldið því fram að það ætti að nota þetta í túlkun einstakra sagna. Söguskýringar Indriði G. Þorsteinsson segir í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu stuttu eftir útkomu Norðan við stríð að hann sé með verkum sínum að útskýra fyrir framtíðinni hvað gerðist á íslandi um miðbik aldar- innar svo að þeir sem síðar komi geti skilið aðfara nútíma á fslandi. (Mbl. 22.12 1971). Ég tilheyri þeim lesendahópi sem Indriði höfðar hér til. Norðan við stríð, sem er hin bókin sem ég nota, segir okkur m.a. þá sögu að við hernámið hafi konur fengið eitthvað sem þær vantaði, þær fagna hernáminu og er skýríngarinnar að leita í eðli þeirra. Indriði er tæknilega góður rithöfundur og finnst mér oft gam- an að lesa bækur hans. En það er ekki það sama og að ég vilji kaupa söguskýringar hans, og alls ekki þessa. f grein minni athugaði ég hvern- ig Norðan við stríð var tekið þegar hún kom út og kom í ljós að mót- tökurnarvorUgóðar. Gagnrýnend- ur völdu hana bestu bók ársins, sumir töldu hana góða heimild um stríðsárin, aðrir tóku að sér að endurbæta brandara Indriða um konur er þær sjá hermenn og var Árni einn af þeim. (Þjv. 18.12. 1971). Ég held að þetta sé ekkert fyndið og leyfi mér að endurtaka orð mín í TMM: Við skulum viður- kenna að umræðan um konur á stríðsárunum er afturhaldssöm og full þörf að endurskoða hana frá grunni. Það er óþarfi að taka undir hana einsog Árni gerir í lok greinar sinnar þegar hann setur fram hug- mynd sína um hina sígildu „ástandssögu" og telur ósköp eðli- legt að fjalla urn breytingar lítils samfélags með því að láta stúlku freistast af þeim sem kemur að utan. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Hdgin 12. - U. m*I 1984 sunnudagspistill Af kvenfyrirlitningu Jóhannesar úr Kötlum Ámi Bergmann skrifar 1 síðasta hefti Tímarit Máls og j mcnningar er grcin eftir Kristin Kristjánsson sem heitir „Konan, draumurinn og dátinn". Þar er fjallað um tvær skáldsögur, Norðan við stríð eftir Indriða G. Þorsteinsson (1971) og Vemdar- cnglana cftir Jóhanncs úr Kötlum (kom út 1943), og einnig um skýrslu nefndar um ástandsmál (samskipti íslenskra kvenna og er- lendra hermanna) frá stríðsárun- um. Höfundur tekur bað fram að hann setli að sýna fram á að um- ræðan (um ástandið) hefurein- kennst af fordómum". „Lcitið og þér munuð finna" er ráð sem ckki á alltaf við. Að minnsta kosti er það vfst, að grcin- arhöfundur hefur kosið sér aðfcrð oftúlkunar, sem teygir hann út f ógöngur - svo mjög að hans nýja „tulkun" verður fyrri „fordómum" lakari. • Hér skal numið staðar við skáld- sögu Jóhanncsar úr Kötlum, sem er skrifuð f ástandinu miðju. Emblu saga Ein helsta pcrsónan f þeirri sögu heitir Embla, bóndadóttir scm býr hjá ríkum bróður sfnum í Reykja- vík. Henni cr svo lýst, að hún er clskuleg stúlka og sakiaus og henni finnst að hemámið 10. maí sé upp- haf mikils ævintýris scm hún hefur lcngi bcðið cftir og margar stúlkur aðrar. Embla kemst á hcimili bróður síns, sem cr formadur at- vinnurekcndasambandsins, f kynni viðskoskan liðsforingja. Ástirgóð- ar takast mcð þcim og Embla telur sig trúlofaða. En allt f cinu er liö- sforincinn horfinn án bess að hafa fyrr og síðar sætt ámæli í um- tali og á bókum. Saga Jóhannesar úr Kötlum af hinu íslenska Fiðrildi er reyndar margfalt mildari en al- mannarómur - að sumu leyti er sagan málsvöm fyrir stúlku sem hlaut hennar örlög. Ef einhver cr sckur þá er hans annarsstaðar að leita. En f sambandi við stranga dóma sem heyrðust um ástandskonur á strfðsárunum sjálfum er kannski ekki úr vegi að minna á hverskonar þjóðfélag það var, sem tugþúsund- ir erlendra hermanna komu inn f árið 1940. Um 140 þúsund manna samfélag að burðart við sjálfstæða tilveru og fær yfir sig tugir þúsunda enskumælandi hermanna stórveld- is. Þarf engan að undra þótt mónnum yrði bilt við, þcir yrðu gramir og ráðvilltir - og reyndu að vemda sig gegn vemdurum meO því aO loka aO sér. Skólastrákur (þá daga man enn, hve öflug samfylk- ing myndaðist um að setuliðið skyldi einangra sem mest: mcnn ingarvitar, sósfalistar, kvenfélög, ungmennafélög og svo kennararn- ir: allir brýndu það fyrir okkur að vera ekki „að sniglast utan f her- mðnnum". Andúð á þeim sem um gengust hermenn að ráði var mikil og cinatt í anda ræðu Mána bylting- arskálds í Vemdarenglunum. Beiskjan var samt mest tcngd á- standinu. Og líklega óþarft að skýra það öðm fremur mcð for dómum f garð kvenna yfirleitt eða leit að blóraböggli. Fyrrgreindur Máni í skáldsögu . Jóhannesar úr Kötlum játar það f reiðilestri sfnum á Hótcl Borg að hann sé afbrýðisamur - og scgist hafa fullan rétt til þcss: kærasta hans sem var, situr þar inni mcð liðsforingja. „Þurftu þeir einnig að „Túlkun“ Krlstjáns verður fyrri „fordómum" lakarl sagði Arni Bergmann í pistli sínum sl. sunnudag. Kristinn Kristjánsson svarar Árna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.