Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 31
Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 Framkvæmdir á vegum bandaríska hersins hér á landi í ár_ Unnið fyrir 1.7 miljarð Nemur Vio af öllu innlendu framkvœmdafé Á þessu ári verður unnið að ýms- um framkvæmdum á vegum bandaríska hersins á Miðnesheiði fyrir samtals rúma 57 miljón handaríkjadali eða um 1.7 mi|jarði íslenskra króna. Á sl. ári var samið um nýjar her- framkvæmdir fyrir um 10 miljónir bandaríkjadala. Samþykktar fram- kvæmdir frá fyrri árum, sem ýmist eru í verktökum eða ekki byrjað á, nema samtals 36.7 miljónum Bandaríkjadala og viðhaldsfram- kvæmdir Keflavíkurverktaka nema á þessu ári 11.1 miljón dala. Á þriðja þúsund ísl. á Vellinum Alls starfa rúmlega 2.200 ís- lendingar á Keflavíkurflug- velli að þvf er fram kemur í skýrslu utanrfkisráðherra til Alþingis. Fjöldi hermanna á Vellin- um um sl. áramót var alls 3.104 og í skylduliði her- manna voru alls 2.144. Af þeim íslendingum sem starfa á Miðnesheiði err 1.047 starfsmenn hersins, '0 þeirra starfa á Stokksnesi. Starfs- menn íslenskra aðalverktaka eru um 560 og stai'smenn Keflavíkurverktaka 05. Sé reiknað með fjölsk ldum þessara starfsmanna má fast- lega gera ráð fyrir að um 5000 íslendingar byggi afkomu sína á veru hersins hérlendis. Hættutími framundan „Það þyrfti að selja auglýs- ingu í blöð og útvarp f júnf og vara ðkumenn við góðum akstursskilyrðum“ sögðu for- ráðamenn umferðarráðs þeg- ar þeir afhentu skýrslu sfna um umferðaslys á íslandi árið 1983. „Það má reikna með 4-5 banaslysum í júní“ sögðu þeir. „Hraðinn eykst með batnandi akstursskilyrðum og þar af leiðandi verða slysin alvar- legri“. Tala slasaðra í umferðinni er mjög há í maí og júní miðað við aðra mánuði ársins. I skýrslunni kemur fram að fjöldi slasaðra er mikill í maí en flestir látast í umferðinni í júnímánuði. Aðra mánuði ársins má gera ráð fyrir allt að tveimur dauðaslysum. Alls eru að meðaltali 24 dauðaslys í umferðinni á ári hverju. Þetta kemur fram í saman- burði einstakra mánaða og meðaltali áranna 1966-1983. -ÍP í umræðum um utanríkismál á þingi í gær benti Svavar Gestsson á að á sl. ári fóru 3 miljarðar ísl. króna í gegnum íslenska aðalverk- taka vegna framkvæmda á vegum bandaríska hersins. Það fjármagn sem dælt væri í framkvæmdir á Vellinum næmi um 1/10 af öllu framkvæmdafé íslenska ríkisins og allra sveitarfélaga landsins. „Halda menn svo að slíkt peningastreymi á Vellinum marki ekki nein spor eftir sig, þar sem hundruð stóreigna og fjármálamanna landsins eru ofur- seldar veru hersins hér á landi,“ spurði Svavar þingheim í gær. -*g- Samtökin Amnesty International gengust fyrir útifundi á Lækjartorgi í gær. Efni fundarins var baráttan gegn pyntlngum sem viögangast í fangelsum margra ríkja heims. Flutt voru stutt ávörp, Ijóð og tónllst (Ijósm. eik). Tillaga þingmanna úr öllum flokkum höfuðborgarsvæðisins Almennmgsyagnaþjónusta á svæðinu verði samræmd Hefði íför með sér mun betri þjónustu og umtalsverðan sparnað Þingmenn allra flokka í Reykjavík og á Reykjanesi hafa flutt tillögu til þingsályktunar um skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu. I tillögunni er lagt til að samgönguráðherra í samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu láti fara fram könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almenningsfarartækja á svæðinu. Könnuð verði alrnenn og þjóðhagsleg hagkvæmni slíks sameiginlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlunar um slíkt samgöngukerfí. í tillögunni er lagt til að sam- svæðinu. Könnuð verði almenn og gönguráðherra í samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu láti fara fram könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almenningsfarartækja á þjóðhagsleg hagkvæmni slíks sam- eiginlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlunar um slíkt sam- göngukerfi. í greinargerð flutningsmanna kemur fram að samgöngukostnað- ur á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið mjög ört á undanförnum árum með útþenslu byggðar og hækandi bensínverði. Ekki sé óal- gengt að þessi kostnaður fjögurra manna fjölskyldu sé orðinn allt að 10 þúsund krónur á mánuði. Fjórir aðilar sjái um almenningsvagna- þjónustu á svæðinu en vegna ósam- ræmds skipulags flutninga séu víða miklir erfiðleikar á samgöngum milli einstakra sveitarfélaga. Benda flutningsmenn á að með samræmingu þessarar þjónustu verði hægt að ná fram umtalsverð- um rekstrarsparnaði eða allt áð 10 miljónum króna á ári, auk mikils þjóðhagslegs sparnaðar sem yrði fólginn í mínni notkun einkabfla vegna betri almenningsvagnaþjón- ustu en talið er að rekstur einkabíla á höfuðborgarsvæðinu kosti laus- lega áætlað um 6 miljarða króna á ári hverju. -•g- Framsóknarflokkurinn í humátt eftir Verslunar- ráðinu og Sverri Hermannssyni Selja orkuverin líka Enginn annar kostur en afhenda bara fallvötnin, segir Páll Pétursson Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins úti- lokaði ekki stuðning sinn við þá stefnu sem Verslunarráðið og Sverrir Hermannsson hafa boðað að selja útlendingum einnig virkj- anir í þingræðu í fyrrinótt. Páll sagði að „eigi að tala af viti um orkuverð sem nægir fyrir fram- leiðslukostnaði þá komi þetta allt kannske til álita“. Átti Páll þar við yfirlýsingar Sverris í DV í fyrradag, þarsem ráðherrann sagði: „Það kæmi jafnvel til greina að semja við þá um allt saman bæði orkufram- kvæmdirnar og álverið þótt við höfum ekki hugsað okkur þann hátt á hingað til“. Páll fjallaði um þessa yfirlýsingu Sverris í nokkrum véfréttarstfl: „En ef hann byggir það samt þrátt fýrir að ég komi e.t.v. ekki til með að hjálpa honum við það, þá held ég að það sé enginn annar kostur en sá sem hann hér ýjaði að, að afhenda bara fallvötnin því að við höfum ekki efni á að borga með öllum þessum verksmiðjum. Við höfum alveg nóg með þær sem fyrir eru“. Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson gagnrýndu harðlega yfirlýsingu Sverris Hermannssonar og ítrekuðu spurningar um afstöðu Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins alls um þetta mál. -óg Mikill munur á launum í Vinnuskóla Kópavogs og Reykjavíkur_ 56.98 kr. í Kópavogi 40.98 kr. í Reykjavík Mikill munur er á launum ung- linga i vinnsukólum Kópavogs og Reykjavíkur. I Kópavogi fá krakk- arnir allt að 56,98 krónum á tím- ann en í Reykjavík er hæsta kaupið aðeins 40,98 krónur á tímann. Mikil hækkun hefur orðið á milli ára í Kópavogi og er nú tímakaup unglinga sem fæddir eru 1968 17 krónum hærra en það var á sl. sumri. Sigurður Þorsteinsson nýráðinn skólastjóri Vinnuskólans í Kópa- vogi sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að bæjaryfirvöld ættu hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og hún sýndi að starf unglinganna væri metið að verðleikum. í Vinnuskóla Kópavogs eru fjórir árgangar og fá unglingar fæddir 1968 56.98 kr. á tímann eins og áður sagði, ung- lingar fæddir 1969 fá 50.29 kr. ung- lingar fæddir 1970 fá 44.70 á tím- ann og þeir yngstu, fæddir 1971, fá 33.53 kr. á tímann. í fyrra voru á 4. hundrað unglinga í Vinnuskóla Kópavogs og bjóst Sigurður við að þeir yrðu ekki færri í sumar. Skólinn hefst 4. júní og er síðasti innritunardagur í dag, föstudag. Eins og áður sagði eru laun ung- linga í Vinnuskólanum í Reykjavík afar lág. Árgangar í skólanum eru aðeins tveir og fá unglingar sem fæddir eru árið 1969 40.18 kr. á tímann en þeir sem fæddir eru 1970 fá 35.71 kr. á tímann. -v. Bensínstöðin í Bessastaðahreppi „Og.... jafnvel ..sölu- skála“ Vantaði þrjú orð í umsóknina „Þrjú orð vantaði inn í bréf Olíufélagsins h.f. sem fylgdi umsókn Snæbjarnar Olafs- sonar til hreppsnefndar Bess- astaðahrepps um sölu á landi undir bensfnstöð. Á næsta fundi lagði oddvitinn munn- lega fram að þrjú orð hefði vantað inn f bréfíð: og jafnvel söluskála sagði Ólafur Stefánsson hrepps- nefndarmaður Þjóðviljanum. Við fengum einnig þær upp- lýsingar að fyrir 8 árum hefði núverandi sveitarstjóri óskað eftir leyfi til að byggja sjoppu í námunda við fyrirhugaða bensínstöð. Hreppsnefndin sem þá var starfandi vísaði málinu til kvenfélagsins sem hafnaði sjoppunni. Ólafur sagði þetta rétt vera en var ekki viss um staðsetninguna nákvæmlega. í gær náðist hvorki í sveitarstjórann né oddvitann í Bessastaðahreppi til að fá málið upplýst. -jP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.