Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJ(ÓÐV)ÍLJINN ,H?Igin 19,20.,maí 1984 1889 1915 1925 1939 1945 Leikhúsfrétt SAS-vélin var komin í loftið og flugfreyjan bauð blöð að lesa. Ég valdi Dagens Nyheter til að hafa ofan af fyrir mér á leiðinni frá Kaupmannahöfn til London. Og þarna sem ég sveif í lausu lofti yfir Danmörku og sumarsólin vermdi gluggakinn mína, rak ég augun í frétt, sem fékk mig til að skerpa skilningarvitin. Það átti að fara að frumsýna í Stokkhólmi leikrit um barnæsku Hitlers. Leikrit fyrir börn og unglinga. Um Adólf litla áður en hann varð Hitler. Ég varð svo forvitin, að það lá við ég óskaði að flugmaðurinn breytti um stefnu. Það hefur satt að segja vafist fyrir mér að skilja til hlítar fyrir- bærið Hitler og Hitlers-Þýska- lands. Hvernig gat þessi brjálæð - ingur komist til valda í kosning- um og hrifsað síðan öll vöid í janú- ar’33 undir blaktandi fánum ogær- andi húrrahrópum fagnandi fjöld- ans, sem fylgdi honum síðan og studdi til mestu óhæfuverka, sem nokkurþjóðarleiðtogi hefurfengið að fremja í allri mann- kynssögunni? Var þessi skepna einhvern tíma barn? Ég hef heyrt, séð og lesið svo ótal margt, sem hefur átt að hjálpa mér til skilnings, kvikmyndir, sögur, leikrit ljóð, og myndin af ytra borðinu ætti því að vera nokk- uð ljós. Triumph des Willens (Sigur-viljans) eftir Leni Riefen- stal, sem mærir Foringjann, Ein- ræðisherra Chaplíns, sem hæðir hann, eins og Sveyk í seinni heimstyrjöldinni eftir Brecht. Oft er iögð áhersla á endalausar þján- ingar fórnarlambanna og ótrúlega viðbjóðslega grimmdina, sem þeim var sýnd, áður en þau fengu loks að leggja augun aftur (Holocoust, Ég lifi), en lang mest af því, sem ég hef innbyrgt af upplýsingum um það sem gerðist, hefur falið í sér vægð- arlausa og verðskuldaða fordæm- ingu á Hitler sjálfum og þeim sem næstir honum stóðu í glæpaverkun- um, en þýska þjóðin sjálf hefur nokkuð legið á milli hluta. Þar er kannski gatið í pússluspilinu mínu. Þýska þjóðin samanstendur nefni- lega af venjulegu fólki, eins og mér og þér, lesandi góður og venjulegt fólk getur ekki átt neina sök á gas- sturtunum í Auswitch, líkköstun- um eða gullgreftinum í tönnum Gyðinganna. Það er allt á ábyrgð annarra. Ein söguleg skýring hefur dugað mér nokkuð vel til að skilja óhjá- kvæmileika seinni heimsstyrjaldar- innar. Niðurlægingin, sem Þjóð- verjar urðu að þola eftir tapið í fyrri heimsstyrjöldinni, varð þjóð- inni óbærileg og ól af sér það hatur á sigurvegurunum, sem kostaði næstu styrjöld. Sá sem hefur verið niðurlægður, reynir með einhverju móti að endurreisa sjálfsvirðingu sína, annað hvort með beinni hefnd eða eftir einhverjum króka- leiðum sem sýna kvalaranum og öllum sem urðu vitni að niðurlæg- ingunni, að hún hafi verið ómak- leg, ranglát og ósanngjörn. En hvaða þátt áttu Gyðingar í niðurlæginu Þýskalands? Af hverju stóðu Þjóðverjar í þessu tvöfalda stríði, annars vegar við bandamenn og Rússa, hins Vegar við Gyðinga, hvar sem þeir fundust í veröldinni? Og sem ég flaug yfir hið blauta Holland, þar sem Anna Frank lifði og leyndist, þar til útsendarar Gyð- ingaslátrarans fundu hana og sendu burt til útrýmingar 15 ára gamla, þá var mér bent á það í blaðinu, sem ég hafði milli handa, að til væri skiljanleg skýring á Gyð- ingahatri Hitlers og hugsanlega um leið á hatri meiri hluta þýsku þjóð- arinnar. / upphafi var uppeldi í Stokkhólmi hefur um árabil starfað þetta merkilega barna- og unglingaleikhús Klarateatern eða Unga Klara. Það er sjálfstætt útibú frá Borgarleikhúsinu (Stadsteat- ern) og hefur fengist við margvís- lega tilraunastarfsemi. Þar starfar sú margreynda kona, leikstjóri og höfundur Suzanne Osten og er að leggja síðustu hönd á sýninguna um Hitler litla. Hún byggir leikritið á bók eftir svissneska sálfræðinginn Alice Miller, sem heitir „í upphafi var uppeldi" (Am Anfang war Erz- iehung). í bók sinni lýsir Alice og greinir hvernig lítill drengur, sem fæddist inn í heiminn jafn saklaus og önnur börn, var alinn upp til þess að verða að óargadýri og um- turnast í afkastamesta fjöldamorð- ingja, sem heimurinn þekkir til þessa. Það er þó varla ætlun foreldranna, þau vildu bara að hann yrði vel upp alinn og hlýðinn drengur, foreldrum sínum og sjálf- um sér til sóma og til þess að koma honum í skilning um það, lamdi faðir hans hann látlaust , vægðar- laust og stjórnlaust á meðan móðir- in gat hvorki hreyft legg né lið hon- um til varnar, hún var svo hrædd og hlýðin sjálf. Á þessu gekk svo lengi, sem faðir Adólfs litla lifði og þegar drengurinn gerði tilraun til að flýja að heiman ellefu ára en mistókst, þá munaði ekki miklu að trylltur faðirinn yrði syni sínum að bana. Það var ekki fyrr en Adólf var 13 ára að barsmíðunum linnti með dauða hins grimma föður, sem sonurinn hlaut að hata, þótt boð- orðin segðu „Heiðra skaltu föður þinn og móður“ og fjölskyldan væri kaþólsk. Og aftur má spyrja: Hvað kemur þessi uppeldisharmleikur Gyðing- um við? Hitler hataði Gyðinga og kenndi þeim um allt sem miður fór í þýsku þjóðlífi. Það er einmitt sú saga, sem reynt er að sýna í leikriti Suzanne Osten og félaga á Klara, ef ég hef skilið rétt. Sagan um það í hverju Gyð- ingahatur Hitlers átti upphaf sitt, eða m.ö.o., hvernig hatur þessa niðurlægða, misþyrmda barns fékk „réttmæta" útrás í gyðingahatrinu. Einu sinni var fátæk vinnukona í Gratz.Hún var í visthjá Gyðinga- fjölskyldu, sem bar ættarnafnið Frankenberger. Dag nokkurn ól skúlkan son. Það var 7. júní 1837. Hún var ógift og feðraði ekki barn sitt, sem hún gaf nafnið Alois. Þar sem nafn barnsföður skyldi standa í kirkjubókunum var skilin eftir eyða. Fimm áruum síðar giftist konan, sem hér María Anna Schicklgruber, Jóhanni Georg Hi- edler, en gaf barnið bróður þess sama, sem hét Jóhann Nepómuk Huttler. Sjálf hélt hún bréfa- sambandi við fyrrverandi hús- bændur sína, sem höfðu þó sent hana í burtu áður en hún fæddi barnið, og frá því fólki fékk hún meðlag með syni sínum þar til hann var fjórtán ára. Sonur hennar fékk aldrei fulla vissu fyrir því, hver mannanna þriggja væri faðir hans, annar bræðranna eða Gyðingur- inn. Adolf Hitler vissi ekki hver var aflhans. f janúar 1877, þegar Alois Schicklgruber var kominn nálægt fertugu fór fósturfaðir hans til sóknarprestsins og gekkst við hon- um fyrir hönd bróður síns Jóhanns Georgs, sem þá hafði legið í gröf sinni í 19 ár, en móðirin var dáin fyrir 29 árum. Að þessu leiddi hann þrjú vitni, sem öll voru óskrifandi, en krossuðu í kirkjubækurnar til staðfestingar hinum nýju upplýs- ingum, og þar sem áður hafði stað- ið, fæddur „utan hjónabands“ stóð nú „í hjónabandi“. Upp frá þessu kallaði Alois Schicklgruber sig Alois Hitler. Um þetta sama leyti réð Alois Hitler í vist til sín 16 ára frænku sína, Klöru Pötzl, sem skyldi ann- ast um sjúka eiginkonu hans og tvö börn. Á meðan kona Alois enn lifir hefur hann gert Klöru barn og að konunni látinni ganga þau í hjóna- band, hann 48 ára Klara 24. Á tveimur og hálfu ári fæðir þessi unga kona þrjú börn, Gustav, Idu og Otto og missir þau öll á fjórum til fimm vikum, Otto nýfæddan, hin tvö á öðru og þriðja ári. Rúmu ári síðar fæðist Ádolf Hitler, 20. apríl 1889. Klara Hitler hlýtur að hafa átt afar bágt, þegar Ádolf litli kom í heiminn. Kona, sem misst hefur þrjú lítil böm á svo skömmum tíma hlýtur að vera hrædd og óörugg, bæði um líf hins nýfædda barns og um sjálfa sig sem móður. Auk þess óttaðist hún manninn, sem hún var gift. Hann var bæði fauti og harð- stjóri á heimilinu, tuttugu og fjór- um árum eldri en hún og hún kall- aði hann frænda alla tíð. Það má telja víst að ekki hafi verið mikillar huggunar eða hjálpar að leita hjá honum í sorg og mótlæti. Alois var aftur á móti allt sitt líf að bæta sjálfum sér þá sorg og nið- urlæginu, sem hann hafði orðið fyrir sem barn. Hann var bláfá- tækur, lausaleikskrakki, skilinn frá móður sinni fimm ára og á því lék grunur, að hann væri hálfur Gyð- ingur. Þó hann næði svo langt að verða opinber starfsmaður og njóta virðingar sem einkennis- klæddur tollvörður, stífur og smámunasamur, þá dugði það ekki til að bæta honum óhamingjusama bemskuna. Hann tók hefnd fyrir hana með því að gera annað barn jafn óhamingjusamt, sinn eigin son, og bætti jafnvel um betur. í skrifum Adólfs Hitlers kemur fram, að faðir hans misþyrmdi Steinunn Jóhannesdóttir skrifar í loftinu Fa&ir Hltlers í búningi tollvarðar. konu sinni einnig og þá að líkind- um yngri systkinum Ádólfs sömu- leiðis. Um tíma varhann ekkital- inn heill á geðsmunum og mun hafa vistast á hæli og til er sú lýsing á honum að hann hafi tekið geð- þótta ákvarðanir og haft afar „sveigjanlega samvisku". Hann var gegnumkaldur, strangur og mis- kunnarlaus ofstopamaður og á sama hátt og kona hans kallaði hann „Alois frænda", þá kölluðu börnin hann „herra föður“ (Herr Vater). Þegar Hitler var orðinn allsráð- andi „faðir“ í Þýskalandi, þá lét hann heilsa sér á svipaðan hátt: „Heil Hitler". Alice Miller reynir að sýna fram á það í bók sinni, hversu ófærir og hættulegir foreldrar þessar tvær óhamingjusömu manneskjur Klara og Alois Hitler urðu. Hvernig upp- eldið, sem þau gáfu syni sínum kostaði síðan milljónir manna lífið. Hún gerir það ekki til að sakfella þau sem einstaklinga, heldur þá uppeldiskenningu og hefð, sem leyfir foreldrum að misbjóða börn- um sínum með járnaga, líkamlegu ofbeldi og andlegri kúgun. Adólf Hitler var ekki eina barnið í Þýska- landi, sem hafði verið lamið til óbóta og niðurlægt alla sína bemskutíð. Barnið getur ekki var- ið sig, barnið má ekki svara fyrir sig. Þegar hann fór að tala á fund- um ungur maður, mætti hann hundruðum, síðan þúsundum og loks milljónunum manna, sem höfðu fengið að þola sams konar meðferð. Þeir tóku fagnandi manninum, sem benti þeim á leið til að fá löggilta útrás fyrir inni- byrgt hatur sitt. Fundinn sökudólgur Þegar hann hafði fundið söku- dólginn í eigin óhamingju, þá fann hann til ósegjanlegs léttis og það rann upp fyrir honum mikið ljós. Því þótt ekki mætti hata föður sinn, grimman og miskunnarlausan, en skyldugt að heiðra hann lifandi og látinn, þá hlaut þó að vera leyfilegt að hata þann afa, sem hann ekki vissi hver var, en grunaði að væri Gyðingur og allt í einu var það deg- inuní ljósara, hvert sem hann leit og alls staðar þar sem eitthvað var að, þá var Gyðingur við málið rið- inn. í Mein Kampf spyr hann: „Er nokkurs staðar að finna viðbjóð og sora, sér í lagi í menningariífinu, án þess að þar sé júði með í spilinu? Sá sem stingur varlega á slíku kýli, fær oft ofbirtu í augun, þegar hann finnur skyndilega eins og maðk í rotnandi líki, - j úða... Ég fór smátt og smátt að hata þá“. Sannfæringarmáttur Hitlers, og þörf þeirra sem á hann hlýddu til að láta sannfærast, féllu eins og flís við rass. Gyðingaofsóknir voru jafn góð sameiginleg útrás fyrir inni-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.