Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maí 1984 'piékvinnóluókóUnn Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 10. júní nk. Inntökuskilyrði eru: Nemandi skal hafa lokið námi á fiskvinnslu- braut 1 við fjölbrautaskóla eftir grunnskólap- róf (36 ein.) eða sambærilegu námi. Nú í síðasta sinn geta þeir sem eru 25 ára eða eldri og hafa starfað við fiskiðnað í a.m.k. 5 ár sótt um fiskiðnaðarmannsnám (Öld- ungadeild). Nánari upplýsingar í skólanum, Trönurauni 8, Hafnarfirði sími 53544 Skólastjóri. Kópavogur - Digranesprestakall. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 24. maí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Sóknarnefndin. Hjúkrunarfélag íslands heldur félagsfund að Grettisgötu 89, mánu- daginn 21. maí nk. kl. 20.30 fundarefni: 1. Sérkjarasamningar við Ríki og Reykjavík- urborg verða borin undir atkvæði. 2. önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega Stjórnin FRAMKVÆMDA- STJÓRI Meðalstórt bókaforlag í Reykjavík óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa sem fyrst. í verkahring framkvæmdastjóra er umsjón með daglegum rekstri, fjármálastjórn, starfs- mannahald, markaðsfærsla, samningagerð o.fl.. Við leitum að áhugasömum, samstarfslipr- um og duglegum manni sem er reiðubúinn að takast á við margþætt verkefni. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 28. maí merkt.. „F770“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Viltu stofna fyrirtæki? Atvinnumálanefnd Reykdælahrepps S- Þingeyjarsýslu vill aðstoða tæknifræðing, verkfræðing eða viðskiptafræðing við að stofna iðnfyrirtæki t.d. í rafeindaiðnaði að Laugum í Reykjadal. Þeir sem hafa frambærilega hugmynd að fyr- irtæki og áhuga á að athuga þennan mögu- leika geta fengið nánari upplýsingar hjá Jóni í síma 96-43182 eða Sigurði Guðmundssyni Iðntæknistofnun í síma 91-687000. bridge Umsjón Ólafur Lárusson Mjög góð þátttaka í Sumarbridge Þá er Sumarbridge 1984 hafinn. Sl. fimmtudag mættu 60 pör til leiks og var spilað í 5 riðlum. Þetta er mjög góð aðsókn á fyrsta keppn- iskvöldi. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A-riðill: Óskar Karlsson-Birgir Sigurðsson 251 Erla Eyjólfsdóttir-Gunnar Þorkelsson 250 Esther Jakobsdóttir-Valgerður Krist- jónsdóttir 249 Eggert Benónýsson-Sigurður Ámunda- son 234 Guðmundur Aronsson-Jóhann Jóels- son 220 B-riðill: Anton R. Gunnarsson—Friðjón Þór- hallsson 174 Helgi Jóhannsson—Magnús Torfason 170 Friðrik Jónsson—Guðjón Jónsson 169 Alfreð Kristjánsson-Þórir Leifsson 168 C-riðiU: Ingólfur Lillenthal-Jón Björnsson 141 Sverrir Kristinsson—Sigfús Ö. Árnason 123 Ragnar Óskarsson—Hannes Gunnars- son 116 Edda Ísaksdóttir-Isak Sigurðsson 116 D-riðill: Ragnar Magnússon—Valgarð Blöndal 128 Rúnar Magnússon-Stefán Pálsson 126 Alison Dorseth-Helgi Nielsen 126 Georg Sverrisson-Kristján Blöndal 109 E-riðili: Dröfn Guðmundsdóttir—Einar Sigurðs- son 141 Hjálmtýr Baldursson-Ragnar Her- mannsson 122 Bryi\jólfur Guðmundsson—Sveinbjörn Guðmundsson 115 Ólöf Ketilsdóttir-Dagbjört Sigurbergs- dóttir 110 Meðalskor í A-riðli var 210, í B- riðli 156 og 108 í C, D og E-riðlum. Vakin er sérstök athygli á því að næstu tvo MIÐVIKUD AGA verð- ur spilað í SUMARBRIDGE, ekki tvo næstu fimmtudaga. Spilað er að Borgartúni 18, í sama húsi og Sparisjóður vélstjóra. Keppni hefst um leið og fyllt verður í riðla (þá fyrstu) og í síðasta lagi kl. 19.30. Til að tryggja sér örugga þátttöku þurfa spilarar að mæta tímanlega. Allt spilaáhuga- fólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Keppnisstjóri í SUMAR- BRIDGE, er Ólafur Lárusson. Bikarkeppni 1984 Bikarkeppni B.S.Í. er, spiluð yfir sumarmánuðina og lýkur með undanúrslitum í haust. Hún er öllum opin og þurfa þátttökutil- kynningar að hafa borist til Jóns sími 18350 eða 77223 fyrir kl. 17.00 mánudaginn 28. maí 1984. Sigur- vegarar á mótinu í ár vinna sér að öllum líkindum rétt til að spila á Bikarmeistarakeppni Norðurlanda sem fyrirhugað er að halda í Sví- þjóð sumarið 1985. Þátttökugjald er kr. 2000 á sveit, 80 prósent af þátttökugjöldum renna í sjóð til að greiða niður ferðakostnað þeirra sveita sem þurfa langt að fara til að spila leikina sína. 1. umferð, ljúka þarf leikjum fyrir 7. júlí verði fleiri en 32 sveitir þarf að ljúka 1. umferð fyrir 25. júní. 2. umferð, ljúka þarf leikjum fyrir 12. ágúst. 3. umferð, ljúka þarf leikjum fyrir 16. sept. Undanúrslit og úrslit verða spil- uð á Hótel Loftleiðum 29. og 30. sept. Frá Bridgesambandi Islands Tilkynning um val á landsliðum , Landsliðsnefnd BRIDGES- AMBANDS ÍSLANDS hefur nú valið landslið, sem keppa munu á Norðurlandamóti í opnum flokki og kvennaflokki, og á Evrópumóti yngri spilara. Norðurlandamótið verður haldið í Danmörku um miðjan júní, en Evrópumót yngri spilara í Belgíu í júlí. Liðin, sem valin voru skipa eftirtaldir spilarar: Norðurlandamót - opinn flokk- ur: Sævar Þorbjörnsson, fyrirliði, Hörður Blöndal, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson. Norðurlandamót - kvennaflokk- ur: Kristjana Steingrímsdóttir, fyririiði, Halla Bergþórsdóttir, Ester Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir. Evrópumót yngri spilara: Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson, Sturla Geirsson. Vegna bréfs frá fjórum af ís- landsmeisturum í móti yngri spil- ara, sem birst hefur í blöðum, en ekki hefur borist BSÍ, eða lands- liðsnefnd þess vill landsliðsnefnd aðeins taka fram, að í bréfinu er öll röksemdafærsla reist á þeim mis- skilningi, að sigur á íslandsmóti veiti jafnframt rétt til vals í lands- lið. Síðan tekinn var upp sá háttur að keppa sérstaklega um íslands- meistaratitil yngri spilara hafa ver- ið valin 3 landslið. I hvorugt hinna skiptanna var sveit íslandsmeistar- anna valin í heilu lagi. Raunar þekkja landsliðsnefndarmenn, en minni þeirra nær alllangt aftur, að- eins eitt dæmi um að íslandsmeist- arar hafi verið valdir í landslið sem slíkir. Úrslit á íslandsmótum hafa auðvitað áhrif á val landsliðs, en þar þarf þó að taka mörg atriði önnur til greina. Að öðru leyti mun nefndin ekki ræða þetta mál frekar í blöðum. Islandsmótið í tví- menning íslandsmótið í tvímenning, úr- slit, verður spilað um næstu helgi. 24 efstu pörin úr forkeppni 96 para, spila til úrslita, 5 spil milli para. Spilað verður á laugardag, laugar- dagskvöld og lýkur keppni á sunnudegi. Nv. íslandsmeistarar í tvímenn- ing eru þeir Jón Baldursson og Sæ- var Þorbjörnsson. Raunar hefur Jón unnið þessa keppni þrjú ár í röð (sem er einsdæmi hér á landi), einu sinni á móti Sævari og tvisvar á móti Val Sigurðssyni. Jón spilar í mótinu við Hörð Blöndal og Valur við Sigurð Sverrisson. Nánar verður fjallað um fslands- mótið í miðvikudagsþætti (nú eða þá fimmtudagsþætti, þó hann sé ekki til í verunni. Það gengur svona). Frá Bridgedeild Skag- firðinga Þriðjudaginn 15. maí hófst sumarspilamennska hjá deildinni. Spilað var í tveim 12 para riðlum. Hæstu skor hlutu: A-riðill 1. Jón Viðar Jónmundsson— Sveinbjörn Eyjóifsson 213 2. Högni Torfason- Steingrímur Jónasson 189 3. Björn Hermannsson— Lárus Hermannsson 187 4. Guðmundur Thorsteinsson- Guðmundur Ásmundsson 169 B-riðill 1. Bjarni Pétursson- Ragnar Björnsson 187 2. Sigmar Jónsson- Vilhjálmur Einarsson 186 3. Jóhannes Sigurðsson- Sveinn Þorvaldsson 182 4. Ármann Lárusson- Sveinn Sigurgeirsson 178 Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. LÆKNISBÚSTAÐIR Á SIGLUFIRÐI Tilboö óskast í að reisa og fullgera tvö sam- byggð einbýlishús á Siglufirði. Húsin eru á 2 hæðum, 77 m2 að grunnfleti hvort auk bíl- skúrs. öðru húsinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1985 og hinu 1. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og á skrifstofu sjúkrahússins á Siglufirði gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðviku- daginn 13. júní 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Finnboga Helga Magnússonar skipstjóra, Patreksfirði. Dómhildur Eiríksdóttir Kristfn Finnbogadóttir Reynir Finnbogason Kristín Finnbogadóttir Sigurey Flnnbogadóttir Hafdís Finnbogadóttir Hafrún Finnbogadóttir Steinunn Finnbogadóttir Þorvaldur Finnbogason tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.