Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 17
I < l' Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 hvemig hann hefði komið mér úr buxunum, hvemig hann hefði gert það o.s.frv. og ég fékk hálfgert móðursýkiskast. Ég get ekki séð að þessar ná- kvæmu lýsingar séu nauðsy.nlegar og ég get ekki borið þessum lög- regiumanni sérlega vel söguna, þótt þetta hafi verið kona. Mér fannst hún þó verða alúðlegri og fara að treysta mér betur eftir því sem á leið. En ég hefði alveg eins viljað að karlmaður spyrði mig, að- eins ef mér hefði fundist hann trúa sögu minni. Ég leitaði svo í skjala- safni að myndum og þar fann ég mynd af manninum. Það kom í ljós að hann hafði verið kærður 8 sinn- um áður, oftast fyrir líkamsárásir, fölsun, og þetta var þriðja iiauðgunarkæran. “ Nú breyttist viðhorfið „Þegar ég hafði bent á manninn, breyttist viðhorfið. Það er kannski kaldranalegt að segja það, en glóð- araugað og marblettirnir, auk myndarinnar af manninum, voru það sem hjálpaði mér mest. Hefði það ekki verið til staðar, veit ég ekki hvort nokkur maður hefði trú- að mér. Það kom í ljós að báðar fyrri nauðgunarkærurnar höfðu verið dregnar til baka. í annað skiptið hafði hann ráðist á frænku sína sofandi og við yfirheyrsluna sagðist hafa haldið að hún væri kærastan sín. En einhverra hluta vegna dró hún kæruna til baka. Nú var mér sagt að ég ætti að fara í læknisskoðun.“ Læknisskoðun in var verst „Þar tók við ný yfirheyrsla: „Varstu drukkin, -ertu drukkin?", var spurt. Þegar ég sagðist ekki vera drukkin, lét læknirinn mig anda framan í sig. Hann yfirheyrði mig eins og lögregla. Hann skoðaði mig og mér fannst hann mjög hryssingslegur. Þegar ég sá skýrsl- una stóð að roði hefði verið á kyn- færum, „líklega vegna útferðar". Ég gerði athugasemd við þetta og sagðist aldrei hafa haft neina út- ferð, enda spurði læknirinn mig aldrei um það. Þá var mér sagt að hann skrifaði þetta alltaf. Mér fannst öll þessi meðferð hjá lækn- haldsúrskurð, en því var hafnað. Síðan kvaddi maðurinn mig glott- andi með þessum orðum: „Við sjáumst". Síðan eru yfir 9 mánuðir og ekkert hefur verið gert í málinu. Bjóst við að máiið yrði tekið upp um áramót „Lögfræðingur minn sagði mér að málið myndi líklega koma fyrir um áramótin, en ekkert hefur gerst. Maðurinn gengur ennþá laus, en sem betur fer hef ég ekki séð hann. Ég lokaði mig inni eftir þetta. Fór ekki í skólann eins og ég ætlaði mér og var mjög tortryggin út í allt og alla. í allri málsmeðferð- inni varð nauðgunin sjálf einskon- ar aukaatriði. Sú tortryggni sem ég mætti braut mig gersamlega niður. Og ég hefði aldrei kært málið hefði ég vitað að þetta gengi svona fyrir sig.“ Hvað er hægt að gera? „Ég vil samt hvetja konur til að guggna ekki og kæra og halda mál- inu til streitu, þótt ég hafi ekkert gert til að ýta á eftir því. Og málin verða að ganga miklu hraðar, svo mennirnir gangi ekki lausir mánuð- um saman. Ég hef einfaldlega ekki viljað muna þetta, ekki viljað mæta þessu tortryggna kerfi aftur. Mér líður vel núna, og ég hef ekki viljað ýfa upp þessi sárindi. En það væri hægt að gera þetta svo miklu þolan- legra fyrir konuna sem kærir. Fyrst og fremst með því að trúa henni og taka á málinu eins og það skipti einhverju. Mér fannst eins og að jafnvel þótt fólk tryði þessu, þegar það sá hvernig ég var útleikin og þegar myndin af manninum fannst, þá fyndist því þetta algert smámál. Og eiginlega væri ég bara að tefja það með þessu. Það fólk sem fær svona mál til umfjöllunar, hvort sem það eru karlmenn eða konur, verða að hafa í huga hvað hefur gerst. Að reyna að finna einhverja sekt hjá kon- unni er vægast sagt undarlegt, þeg- ar hún er öll blá og marin eins og ég var. Enda get ég ekki séð að ég hafi gert neitt rangt, eða getað gert neitt sem hefði komið í veg fyrir segir kona sem kærði nauðgun í ágúst í fyrra, en síðan hefur ekkert gerst - maðurinn kærður 9 sinn- um, þar af þrisvar fyrir nauðgun, og hann gengur enn laus - inum mjög niðurlægjandi og hann kom fram eins og þetta væri langt fyrir neðan hans virðingu." Maðurinn eftir- lýstur „Rannsóknarlögreglan lýsti eftir manninum og kom hann á mánu- dagskvöld í yfirheyrslu. Fyrst neitaði hann öllu og síðan sagði hann að þetta hefði gert með mín- um vilja. Hann var mjög hneykslaður á þessu kvenfólki sem sífellt væri að kæra hann: „Þetta er i þriðja skiptið sem ég er kærður. Nú er mér nóg boðið“, sagði hann. Síðan var samprófun, en hún fer þannig fram að báðir aðilar eru yfirheyrðir samtímis. Þá þurfti ég að endurtaka alla söguna upp á nýtt og hann sína sögu. Lögfræð- ingur minn fór fram á gæsluvarð- þetta. Hann var einfaldlega miklu sterkari en ég og þar að auki hálf- rotaði hann mig þegar hann skellti mér utaní baðkerið. Ég gerði allt sem ég gat til að koma í veg fýrir þetta; öskraði og barðist á móti. Þegar ég síðan kæri er látið eins og þetta sé algjört smámál. Ég veit að það þarf að kanna svona mál vel, en margar spurning- anna, bæði hjá rannsóknarlögregl- unni og lækninum, voru algerlega óþarfar. Ég get ekki sagt að ég hlakki til þegar málið verður tekið upp aftur, ef það verður þá gert, og ég ráðlegg konum sem lenda í þessu að byrja á því að hafa sam- band við Kvennaathvarfið og fá manneskju þaðan með sér til að ganga í gegnum þetta. Ég veit ekki nvemig ég væri í dag ef ég hefði ekki gert það. Kannski hefði ég bara dregið kæruna til baka strax í upphafi.“ u- TIL FORSVARSMANNA FYRIRTÆKJA. B-BÓNUSÁ FJARF REIKNINGA. ESTINGARSJOÐS- Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984. Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt að draga 40% frá skattskyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Þessi frádráttur er bundinn því skilyrði, að skattaðili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóðstillagsins inn á verðtryggðan, bundinn reikning, fyrir 1. júní og eigi síðar en fimm mánuðum eftir lok reikningsárs. 9. maí s.l. var lögð fram á Alþingi tillaga um að þessi frestur verði í ár lengdur til 1. júlí. Við minnum sérstaklega á í þessu sambandi, að við BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR IB - BÓNUS Á ALLA BUNDNA SEX MÁNAÐA REIKNINGA. IB -bónusinn er reiknað- ur tvisvar á ári, í júlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem leggst sjálfkrafa auk vaxta við innstæðu sem hefur verið án úttektar. Ef fjá rfesti nga rsjóðsti llag er lagt inn í Iðnaðarbankann fyrir l.júlí, n.k. reiknastlB-bónusaukvaxta,af innstæðunni 1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki verið tekið út af reikn- ingnumátímabilinu. Rétt er að geta þess, að þegar slíkur reikningur er opnaður þarf að taka sérstaklega fram við starfsfólk bankans, að um fjárfestingarsjóðsreikning sé að ræða. Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess að forsvarsmenn fVrirtækja geti íhugað þessi mál í tíma og væntir þess að geta átt gagnkvæm viðskipti við sem flesta í þessu sambandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í bankanum. Mnaðarbankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.