Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 32
Helgin 19. - 20. maí 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Framsóknarflokkurinn vill viðhalda einokun í kartöflusölu Hótuðu stj órnarslituin Sjálfstœðismenn fórnuðu hagsmunum sínum á altari Sambandsins Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Jón Helgason landbúnaðarráð- herra hótuðu sjálfstæðismönnum í gær stjórnarslitum ef ekki yrði komið í veg fyrir afgreiðslu á tillögu Eiðs Guðnasonar og fleiri þingmanna um að aflétt verði einokun Grænmetisverslunar landbúnaðarins á innflutningi kartaflna og annarra garðá- vaxta. Tillagan hefur verið til meðferðar í land- búnaðarnefnd efri deildar og minni hluti hennar sem m.a. Eyjólfur Konráð Jónsson skipar skilaði áliti þar sem mælt er með samþykki frumvarpsins. Egill Jónsson for- maður nefndarinnar hefur hins vegar þráast við að skila nefndaráliti á meðan stjórnar- f lokkarnir og þá einkum þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa reynt að ná saman í málinu. Eftir hótun Framsóknarmanna í gær um stjórnarslit ákváðu íhaldsmenn að gleypa kartöflurnar hráar og Sverrir Hermannsson sem nú gegnir stöðu viðskiptaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu um að tillögunni yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá. í yfirlýsingu Sverris sagði m.a. að stjórnar- flokkarnir væru sammála um að rækileg endurskoðun fari fram á sölumálum land- búnaðarins og hann myndi beita sér fyrir því að bráðabirgðalausn næðist í þeim mál- um þannig að einokun Grænmetisverslun- arinnar yrði aflétt. „Frekari ákvarðanir í málinu verða ekki teknar“, eins og Sverrir orðaði það. „Meirihluti þingsins hefur ákveðið að málið verði ekki afgreitt. Því verður ekki mótmælt, því miður“, sagði Sverrir við fréttamenn á hlaupum í þinghúsinu í gær. Sverrir fékk aldrei að lesa þessa yfirlýs- ingu sína fyrir þingheimi þar sem forseti efri deildar Saiome Þorkelsdóttir neitaði að taka málið til umræðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýstu mjög á forseta um að málið yrði tekið fyrir og sögðust sjaldan hafa orðið vitni að öðr- um eins bolabrögðum stjórnarinnar. Lýsti Eiður Guðnason því yfir að yrði málið ekki tekið fyrir væri samkomulag flokkanna um afgreiðslu þingmála nú síðustu daga þings- ins úr sögunni. Má telja víst að stjórnar- andstöðuþingmenn muni halda uppi mál- þófi vegna þessa og sjá til þess að lög um ríkismat sjávarafurða verði ekki afgreidd á þinginu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur fórnað hagsmunum sínum á altari Sambandsins. Hann má sig hvergi hreyfa í hagsmunamálum neytenda því hann er flæktur í þetta spillingarnet einokunarinn- ar“, sagði Eiður Guðnason. Forseti efri deildar hefur lýst því yfir að málið verði tekið til afgreiðslu á fundi deildarinnar kl. 10.00 í dag. - Ig Ríkisstjórnin fordæmd Mótmœla meðferð meirihluta alþingis á húsnœðisfrumvarpinu „Fundur haldinn við Alþingis- húsið föstudaginn 18. maí 1984 mótmælir harðlega dæmalausri meðferð meirihluta alþingismanna á húsnæðisfrumvarpinu“, segir í ályktun sem Búsetafólk afhenti forseta þingsins eftir útifundinn á Austurvelli í gær. „Við lýsum fullri ábyrgð á hend- ur ríkisstjórninni og fordæmun þau vinnubrögð, sem hér hefur verið beitt. Um leið og við brýnum ríkis- stjórnina til þess að skoða hug sinn alvarlega í þessu máli, viljum við minnahanaá að húsnæði er ein af frumþörfum mannsins. Öruggt húsnæði fyrir alla er krafa, sem engin ríkisstjórn getur vísað á bug. Við krefjumst nýrra valkosta í húsnæðismálum, þar sem fullt tillit verði tekið til þarfa og óska allra landsmanna". í ályktuninni er enn fremur bent á að meirihlutavilji alþingis hafi legið fyrir um að veita húsnæðis- samvinnufélögum rétt til lána úr Byggingasjóði verkamanna, en „Sjálfstæðisflokknum tókst með hrossakaupum að koma í veg fyrir að svo yrði. Öll fyrirheit félags- málaráðherra voru þverbrotin og þær þúsundir landsmanna sem kos- ið hafa þessa nýju leið í húsnæð- ismálum, eru nú sviptar öllum möguleikum á öruggu húsnæði. Þessi leið hefði getað valdið hvað mestum umskiptum í húsnæðis- málum landsmanna, eins og um- fjöllunin á alþingi og í fjölmiðlum ber vott um“. -óg Húsavíkursöfnunin breiðist út Fólki ofbýður gjöfin Söfnun hafin í Mývatnssveit „Mönnum ofbjóða svo mál- vcrkagjafirnar til embættis- mannsins Jóhannesar Nordal að undirskriftasöfnunni gengur mjög vel og er farið að safna þeim út um sveitirnar“, sagði Þorkell Björnsson á Húsavik við Þjóðvilj- ann í gær. „Ég er fullviss um að mikil þátttaka verður í minni sveit“, sagði Stefánía Þorgrímsdóttir Garði III í Mývatnssveit. „Ég er að byrja að safna undirskriftun- um og vona bara að fleiri drífi í þessu. Þetta eru niálverk að and- virði þrennra verkamannalauna. Hér kaupir fólk raforku til hús- hitunar beint af Rafmagsveitum ríkisins og verðið er gífurlegt. Fólki finnst forkastanlegt að gefa formanni Landsvirkjunar svo mikla afmælisgjöf þegar það varla hefur efni á að kynda húsin sín“, sagði Stefánía. - jp launum hjá Há- skóla íslands á sama tíma og hann er á fullum launum sem alþingismaður Gunnar G. Schram alþingismað- ur hefur í vetur stundað kennslu við Háskólann, meðfram störfum alþingismanns og þegið 50% laun, en það er samkvæmt lögum og regl- um. Nú hefur Gunnar sótt um svo kallað rannsóknarleyfi í eitt ár frá Háskólanum og fengið það. Hér er um að ræða leyfi á fullum launum, en í þessu tilfelli fær Gunnar 50% af launumeinsogþegarhann kenndi í vetur. Á sama tíma hefur hann svo full laun allt árið um kring sem alþingismaður. Að sögn Halldórs Guðjónssonar hjá Háskólanum eiga prófessorar við Háskólann rétt á rannsóknar- leyfum samkvæmt kennslutíma- fjölda síðustu sex ára og það not- Blma Þórðardóttir gerlr þlngmönnum gylllboð á útifundi Búseta á Austurvelli í gser. (Mynd - eik). Búsetafundur á Austurvelli í gær Gunnar G. Schram sækir um ársieyfi á launum hjá Háskóla fslands. færir alþingismaðurinn Gunnar G. Schram sér núna. Samkvæmt þessum sömu reglum á Gunnar rétt á ferðastyrk og dag- peningum meðan hann er í rannsóknarleyfinu og getur fengið hvorutveggja ef og þegar hann sækir um slíkt. Þjóðviljinn innti Gunnar eftir því hvort honum þætti það ekki sið- leysi að sækja um launað leyfi, á sama tíma sem hann hefur full þingmannslaun. Gunnar sagði svo ekki vera, hann væri bara að nýta réttinn sinn samkvæmt kjarasamningum. Hann ætlaði að vinna að ritstörfum í sumar og myndi það vera gefið út í haust. Gunnar sagðist bara vera í hálfsárs leyfi, ekki ársleyfi eins og Halldór Guðjónsson sagði að hann hefði sótt um. - S.dór/Ig 1. deildin: ÍA-Fram 1 -0 Valur - ÍBK 0-0 Sjá bls. 18 Gunnar G. Schram alþingismaður Fær árs frí á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.