Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maí 1984 < < ef mig hefði grunað að þetta gengi svona fyrir sig „Hefði ég haft grun um það sem við tók, þegar ég hafði kært nauðgunina, hefði ég aldrei kært. Samt sem áður vil ég hvetja kon- ur til að kæra nauðg- un, ef þær verða fyrir henni. Og ég vil ein- dregið bendi þeim á að hafa samband við Kvennaathvarfið fyrst og hafa manneskju þaðan með sér þegar þær kæra. Það var mér mikill stuðning- ur“. hét, en þekkti hann ekki, né hafði talað við hann þarna um kvöldið. Ég sofnaði í samkvæminu, en vaknaði svo og fór fram á klósett.“ Hann elti mig á klósettið „Ég var ekki fyrr komin inn á klósettið, en hann kom á eftir mér og skellti hurðinni á eftir sér. Hann læsti og réðist umsvifalaust á mig. Hann skellti mér á baðkarsbrúnina og ég hálfrotaðist. Ég öskraði af öllum kröftum, en enginn virtist heyra í mér. Hann barði mig marg- sinnis í andlitið og um allan skrokk- inn og skellti mér á gólfið. Ég gat engum vömum komið við og þegar hann hafði lokið sér af læsti ég mig inni og þorði ekki fram. Hann fór úr samkvæminu með strák sem var þama og ég fór heim. Þetta var aðfaranótt fimmtudags.“ Ég ákvað að kæra „Ég var mjög miður mín eftir þetta og vissi ekki hvað ég átti að gera. Það var eiginlega mamma vinkonu minnar sem dreif mig af stað til að kæra. Á föstudag hafði ég samband við Kvennaathvarfið og þær fóm með mér til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þó að þær væru með mér fannst mér yfirheyrslan skelfileg. Ég var spurð mjög ýtarlega, - af kvenlögreglu: - Hvernig ég hefði verið klædd, Þannig segir 24 ára gömul stúlka frá, en henni var nauðgað í ágúst í fyrra. Hún kærði og síðan hefur hún ekkert heyrt um málið. Mað- urinn, sem hafði tvisvar áður verið kærður fyrir nauðgun og fengið á sig fjölda annarra kæra, gengur enn laus. Þannig segir stúlkan söguna: „Þetta gerðist í ágúst í fyrra. Ég var í sumarfríi, en ætlaði að byrja í háskólanum um haustið. Ég var í samkvæmi með fólki sem ég þekkti flest. Ég hafði séð þennan mann einu sinni áður og vissi hvað hann Hópur kvenna afhenti Jónl Helgasyni dómsmálaráðherra á föstudagsmorgun 11.059 undirskriftir sem fólu í sér mótmæli gegn þeim úrskurðl Sakadóms að hafna gæsluvarðhaldskröfu í nauðgunarmáii. Hæstirétur hefur þegar hnekkt þeim úrskurði, en mikil reiðialda braust út vegna misræmis í meðferð ofbeidismála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.