Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 10
nt . « '* r *-» .-5 ? sr »*>,*-/frr«r 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIIVÍN Hdgin 19. - 20. maí 1984 ífffi iffá. ffffffff-fffffffffff. dæmaskiptingar þingmanna kom Þorkell fram með nýja reikni- reglu sem byggir á svonefndri Droops-reglu. Helstu breyting- arnar frá formannafrumvarpinu felast í því að í stað þess að marg- falda með réttri tölu kjördæmis- þingmanna þegar fundinn er út þingsætishluti samkvæmt for- mannafrumvarpinu, þá er einum bætt við hina réttu tölu áður en margfaldað er (þ.e. með 6 en ekki 5 á Vestfjörðum o.s.frv.). Vegna þessa verða þingsætis- hlutir hærri og hlutföll breytast frá því sem er í formannafrum- varpinu. Þessi nýja reikniaðferð hefur það helst í för með sér að þingmönnum D-lista í þéttbýli fækkar og möguleikar B-lista í sömu kjördæmum verða minni en ella. Minni flokkar eins og Al- þýðuflokkur og BJ flytja þing- menn sína utan af landi til R- kjördæmanna og fyrir Alþýðu- bandalagið kemur þessi breyting einkum tveimur kjördæmum til góða, Reykjavík og Austfjörð- um, en þetta eru þau kjördæmi þar sem flokkurinn hefur hlut- fallslega mest fylgi. Hvaða áhrif þessar reikniaðferðir hafa á þing- mannafjölda flokksins má sjá í töflu hér á síðunni þar sem teknar eru saman heildartölur þing- manna úr sl. 8 kosningum eða frá síðustu kjördæmabreytingu 1959. Áhrifin á Alþýðubandalagið Samkvæmt því formannafrum- varpi sem nú er að verða að lögum má telja öruggt að miðað við kjörfylgi Alþýðubandalagsins í undanförnum kosningum sé ör- uggur þingmaður í öllum kjör- dæmum. Nái flokkurinn að bæta við sig aðeins 0.5% atkvæða frá síðustu kosningum fjölgar þing- mönnum flokksins úr 10 í 12 og þessir tveir nýju þingmenn kæmu þá í Reykjavík og á Reykjanesi, en miðað við óbreytt kjörfylgi fær Alþýðubandalagið einn af hinum þremur nýju þingmönnum sem kosið verður um. Telja má víst að flokkur þurfi að ná um 12% kjörfylgi til að tryggja sér kjörinn þingmann en þetta hlutfall getur farið allt niður í 7% við afbrigðilegar aðstæður sem þó geta ávallt komið upp eins og raunin varð reyndar í síðustu kosningum þegar efsti maður á lista BJ í norðurlandi eystra náði kjöri sem uppbótarmaður út á 4.5% atkvæða í kjördæmi. Umrœðunni ekki lokið Þó svo formannfrumvarpið sé nú að verða að lögum, þá er greinilegt af viðbrögðum forystu- manna flokkanna að þeir eru ekki að öllu leyti sáttir við þá niðurstöðu sem í því felst og stærsti hluti þingmanna er sama sinnis. Því er ljóst að umræðunni um kosningalögin er síður en svo lokið í bili þótt búið sé að upp- fylla skilyrði hins ársgamla for- mannasamkomulags. Það er óvíst að sami „einhugur“ ríki um afgreiðslu boðaðra breytingatil- lagna á næsta þingi. -*g- Fréttaskýring Lúðvík Hvað felst í nýju kosningalögunum ? Geirsson skrifar Á mánudag verða afgreidd í efri deild ný lög um kosningar til Alþingis sem byggjast á svoköll- uðu formannafrumvarpi, en það frumvarp er byggt á samkomu- lagi formanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því á síð- asta þingi. Við umræður í stjórnarskrárnefnd I vetur um nýtt fyrirkomulag við útdeilingu þingsæta hafa komið fram ýmsar gagnrýnisraddir á formanna- frumvarpið og var leitað samkomulags um breytingar á því fyrir lok þessa þings. Allir þingflokkar nema þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykktu ákveðnar breytingar á frumvarp- inu sem kenndar eru við reikniað- ferð Droop. I sameiginlegu nefndaráliti stjórnarskrárnefnd- ar sem lagt var fram á þingi í fyrradag segir að formannafrum- varpið sé lagt fram óbreytt þar sem ekki hafl náðst samkomulag um breytingar á þvi, en nefndar- menn lýsa því hins vegar yfir fyrir hönd flokka sinna að unnið verði áfram að málinu milli þinga og niðurstöður lagðar fram á næsta haustþingi. Ágreiningur í Alþýðubandalagi Ágreiningurinn í þingflokki Alþýðubandalagsins um fram- komnar tiilögur um breytingar á formannafrumvarpinu stóð á milli landsbyggðarþingmanna og þingmanna Reykjavíkur og Reykjaness. „Okkurfannst kom- ið í bakið á okkur með þessum nýju tillögum og við hefðum aldrei fallist á stjórnarskrár- breytinguna um það að fella nið- ur uppbótarsæti á kjördæmin úti á landi, jafnhliða þessari nýju til- lögu“, segir Ragnar Arnalds, en hann var í forsvari landsbyggðar- þingmanna flokksins. Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins segir hins vegar að umrædd breyting á formannafr- umvarpinu hefði ekkert að segja um hlut landsbyggðar í heild gagnvart hlut Reykjavíkur né Reykjaness. Breytingin sé sú að hlutur flokksins aukist í R- kjördæmunum samhliða fjölgun þingmanna. Búið sé að jafna út hlutfallið á milli flokkanna en með þessari breytingartillögu sé verið að reyna að jafna út þing- mönnum innbyrðis hjá flokkum milli kjördæma. Nýjar tillögur í haust? Allir flokkar hafa lagt mikla áherslu á að ný lög um kosningar til Alþingis verði samþykkt á þessu þingi og þar sem búið var að ná víðtæku samkomulagi milli allra flokka um svokallað for- mannafrumvarp sé ekki hægt að gera á því breytingar nema með fullri samstöðu. Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur hins vegar lýst því yfir við Þjóðviljann að hann telji ein- staka flokka vera óbundna af þessu samkomulagi strax að loknu þessu þingi. Þessi túlkun þykkja eftir helgina verði tekin til endurskoðunar í sumar og nýjar tillögur þá væntanlega lagðar fram í haust. Þar er þó einnig átt við tæknilegar lagfæringar sem óhjákvæmilegar eru. Ragnar Arnalds hefur lýst sig mótfallinn þessu og sagði hann í samtali við Þjóðviljann að það væri lágmark að hans mati að samkomulagið um formannafrunv varpið gilti í það minnsta fram ytir næstu kosningar. Hugsanlegt væri að hnika einhverju til en þá þyrfti að vera um það full sam- staða. Það er kannski von að menn spyrji eftir þessa umfjöllun um stöðu þessara mála á þingi í dag, hvaða breytingar formannafrum- varpið feli í sér frá fyrri kosninga- lögum varðandi útdeilingu þing- Formanna- frumvarpið Formannafrumvarpið byggir á reglunni um „stærstan afgang", þar sem reynt er að finna sem jafnastan rétt flokka til þingsæta, en eins og menn þekkja er nú töluverður mismunur milli flokka varðandi skiptingu þingsæta, Framsóknarflokki í vil, en t.d. Alþýðubandalagi í óhag. Sú aðferð sem formannafrum- varpið gerir ráð fyrir er að fund- inn er svokallaður þingsætishluti hvers flokks í einstöku kjördæmi. Hann er reiknaður þannig út að heildaratkvæðamagni flokksins í kjördæmi er deilt upp í atkvæða- magn flokksins í kjördæminu og síðan margfaldað með tölu kjör- dæmisþingmanna (t.d. á Vest- Kostir og gallar Stærsti kosturinn við þessa reikniaðferð er sá að hún gefur nær fullkominn jöfnuð á milli kjörfylgis flokka og þingsæta á landsvísu, andstætt því sem nú gildir. Gallinn er hins vegar sá eins og Þorkell Helgason reikni- meistari stjórnarskrárnefndar segir, að við úthlutun þingsæta Ienda óeðlilega margir A- og G- lista menn úti á landi og að sama skapi mörg D-lista sæti í Reykja- vík og á Reykjanesi og eigi af- gangsreglan þar stærsta sök á máli. Droop-reglan Til að bæta úr þessum innbyrð- is ójöfnuði flokka vegna kjör- Óbreytt Formanna- Droop Mismunur frumv. Vesturland...... 6 8 8 0 Vestfirðir......... 4 6 5 -1 Norðurlandv... 7 7 6 -1 Norðurlanda..... 7 8 8 0 Austurland...... 14 14 13 -1 Suðurland....... 7 9 8 -1 Reykjanes....... 14 12 11 -1 Reykjavík.......... 26 30 33 +3 Taflan sýnir þingmannaf jölda Alþýðubandalagsins í siðustu 8 alþing- iskosningum eða frá kjördæmabreytingunni 1959.1 fremsta dálki er tala þingmanna við óbreyttar kosningareglur, i miðdálki er þing- mannatalan reiknuð út frá formannafrumvarpinu og síðan breytinga- tillögunum sem kenndar eru við Droop-regluna. Mismunadálkurinn er á milli þessara tveggja nýju reikningsaðferða. Þorsteins kemur reyndar að ein- hverju leyti fram í nefndaráliti stjórnarskrárnefndar neðri deildar þar sem boðað er að þau lög sem þingmenn munu sam- sæta og hvert sé inntak þeirra breytingatillagna við frumvarpið sem ekki ná fram að ganga á þessu þingi, hvað sem verður í haust. fjörðum, en 6 í Norðurlandi éystra). Útkoman úr þessum reikningi, svonefndur þingsætis- hluti, er notaður við útdeilingu 3/4 þingsæta í hverju kjördæmi. Þau þingsæti sem þá á eftir að úthluta eru nefnd jöfnunarsæti. Þeim er úthlutað í fyrsta lagi með þvf að ráðstafa stærstu þingsæt- ishlutum sem þá eru eftir niður að 0.8 þingsætishlutum. í öðru lagi er þessum jöfnunar- sætum deilt út með því að farin er hringferð um landið þar sem byrjað er í minnsta kjördæminu (Vestfirðir) og endað í því stærsta (Reykjavík) og þingsætum út- deilt á stærstu hluta í hverju kjör- dæmi, eitt sæti í senn. Slíkar hringferðir eru farnar um landið þar til aðeins 1 þingsæti er eftir af 63. Það er nefnt flökkusæti og er úthlutað án tillits til stærðar kjör- dæma, heldur til þess að fá sem mestan endanlegan jöfnuð á milli flokka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.