Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVTLJINN Helgin 19. - 20. mal 1984_ bókmenntir Vonandi verðum við áfram „öðruvísiu... Talsmenn listamanna eru oft sakaöir um svartagalls- í raus, en ekki getum við kom- I ist hjá því að hafa áhyggjur af versnandi gengi bóka und- anfarin ár. Tungan og bók- menntirnar eru ailtaf miklu meira virði hjá smárri þjó en stórri. Ef við spyrjum Eng- ! lending eða Bandaríkjamann jað því, hvað felist í því að i vera enskur eða bandarísk- ur, þá efast ég um að ensk tunga eða bókmenntir verði með í svarinu. Við myndum að líkindum svara öðruvísi. Ekki vegna þess að við séum öðrum þjóðum merkilegri, heldur blátt áfram vegna þess að við erum öðruvísi. Svo finnst mér líka, að um þessar mundir blási á íslandi kaldir and- menningarstraumar. Ég óttast að á ýmsum stöðum sé einblínt um of á afþreyingariðnað undir markaðs- lögmálum í stað frumlegrar menn- ingar sem getur verið kjölfesta þjóðar. Við megum líka vára okk- ur á því að hafa sjálf frumkvæði um að breyta okkur í menningarlega hjálendu og nýlendu... Svo fórust orð Nirði P. Njarðvík, sem nýlega lét af formennsku í Rit- höfundasambandi íslands í viðtali um kjaramál, sundrung og einingu rithöfunda, verkefni samtakanna og stöðu bókarinnar: Sögubrot Þegar rithöfundafélögin samein- uðust fyrir tíu árum og gerðu Rit- höfundasambandið að stéttarfé- lagi höfðu tiltölulega nýlega náðst fram mikilsverð atriði. Með Rit- höfundasjóði fékkst viðurkenning á því, að greiða bæri fyrir afnot verka á bókasöfnum - annað mál er að sá sjóður hefur alltaf lítill ver- ið. Og með tilkomu viðbótarrit- launa til höfunda fékkst viður- kenning á því að ríkið hefði miklu meiri tekjur af íslenskum bókum en nemur stuðningi þess við bók- menntir. Fyrst átti upphæðin að vera í námunda við tekjur af sölu- skatti af bókum, það hefur aldrei náð fram að ganga, en engu að síður var þetta merkur áfangi. Þessi tvöfaldi árangur varð til þess að rithöfundar sáu, að samein- aðir gátu þeir náð umtalsverðum árangri og að þar eftir væri háska- legt að láta tefla tveim félögum rit- höfunda hvoru gegn öðru. Eftir sameininguna fyrrnefndu var svo haldið áfram. 1975 kom fyrsti samningurinn við samtök útgef- enda. Hann var að sjálfsögðu ófull- kominn en þó mikil umskipti frá því að greiðslur til rithöfunda voru geðþóttaákvörðun útgefenda oft- ast nær, höfundum gekk meira að segja bölvanlega að fá upplýsingar um það hve mikið væri prentað af bókum þeirra. Sama ár var samið við Námsgagnastofnun um afnot af textum í kennslubækur skyldu- námsins. Ailt var þetta í þeim anda að Rithöfundasambandið skyldi einbeita sér að tiltölulega einföld- um faglegum málum. Bæði vegna þess, að þar var þörfin brýn og I einnig til að forðast meiriháttar 1 innbyrðis átök á menningarpólit- ísku sviði. Hvar stöndum viÖ? Síðan ég tók við formennsku 1978 hefur útgáfusamningurinn verið endumýjaður og endurbætt- ur. Einnig var gerður samningur um þýðingar. Með honum er í fyrsta skipti viðurkenndur höfund- arréttur þýðandans, útgefendur geta ekki ráðstafað honum sem sinni eign. Þrír samningar hafa ver- ið gerðir við ríkisútvarpið, samn- ingar við leikhúsin endurnýjaðir tvisvar. Og nú síðast hefur fengist lausn á einhverju helsta baráttu- máli okkar síðustu ár: að fá samn- ing um greiðslur fyrir fjölritun og ljósritun í skólum. Árangur af faglegri baráttu rit- höfunda er semsagt tiltölulega ný- legur miðað við önnur stéttarfélög. Og hann hefur í meginatriðum náðst eftir að sameiningin tókst. Nú á þessu ári er í fyrsta sinn hægt að segja sem svo, að við höfum viðurkennda samninga við alla okkar viðskiptaaðila. Þar með eru fengin ákveðin þáttaskil í tiltölu- lega ungri baráttu. En þótt þessi barátta sé ung þá stöndum við vel að vígi miðað við rithöfunda um víðan heim. Það er varla nema á Norðurlöndum, í Vestur-Þýskalandi, Austurríki og Hollandi að rithöfundar hafa svip- aðan rétt - á öðrum stöðum eru fáir eða engir samningar í gildi sem hægt sé að una við. Við höfum not- ið mikils góðs af samvinnu við syst- urfélög á Norðurlöndum innan Norræna rithöfundaráðsins, sem svo heitir. Án þeirrar samvinnu hefðum við aldrei náð þessum ár- angri. Ágreiningur Það er svo rétt, að það er talað um ágreining hjá rithöfundum. í hitteðfyrra sögðu um 20 menn sig úr Rithöfundasambandinu með þungum yfirlýsingum. Sá ágrein- ingur sem þeir létu uppi varðar ein- ungis úthlutun úr Launasjóði rithö- funda. Þeir sem út gengu sökuðu stjórn Rithöfundasambandsins um póiitíska misnotkun á úthlutun- inni. Ég er satt best að segja orðinn nokkuð þreyttur á því að vísa þessu á bug - reyndar gerir stjórn Rit- höfundasambandsins, sem er í ár- legri endurnýjun, . ekki annað eri tilnefna sína fulltrúa í stjórn þessa sjóðs. Og mér finnst ekki vera um klofning að ræða þótt um 20 menn gangi úr 200 manna félagi. Það liggur reyndar í eðli starfsins, að 'rithöfundar eru sjálfhverfir menn ; dálítið og hafa eftir því hneigð til að dæma allt gott eða kolómögulegt ! eftir því, hvað verður úr þeirra ósk- , um til sjóða. En svo er annað: sú I tilhneiging að eiga sér í Rithöf- undasambandi tiltölulega lítið og afmarkað félag. Einskonar úrvals- sveit.Ég fyrir mittleyti tel að þetta sé alröng stefna - þó ekki væri nema vegna þess, að viðsemjendur okkar mundu aldrei telja slíka úr- valssveit öflugan viðsemjanda. Fulltrúar þessara sjónarmiða voru á móti því að opna sambandið fyrir þýðendum, og þeir voru líka and- vígir þeirri lagabreytingu, að höf- undum fræðirita væri gefinn kostur á að ganga inn. En í því sambandi: almenn tregðulögmál eru jafnan virk þegar verið er að breyta sam- tökum. Ég vil biðja þá fræðimenn sem óþolinmóðir hafa verið og finnst að Rithöfundasambandið hafi ekki opnað dyrnar nógu fagn- andi, að gera sér grein fyrir því að svona breytingar taka alltaf tíma. Inni og úti Ég er ekki í vafa um að Rithöf- undasanibandið stendur miklu öflugra að vígi þegar búið er að veita aðild bæði þýðendum og fræðimönnum. Sú breyting má hinsvegar ekki hafa það í för með sér, að menn gleymi því, að for- senda fyrir kjarabaráttu rithöfunda er ævinlega sú viðmiðun að hægt sé að lifa af því að vera rithöfundur. Að starf hans sé viðurkennt sem jafngilt öðrum störfum í þjóðfé- laginu. Fræðilega séð eru til tvenns- konar takmörk fyrir því hverjir eigi heima í rithöfundasamtökum. Annarsvegar að þar séu þeir einir sem fáist við skáldskap. Á hinum pólnum er það viðhorf, að í slíkum samtökum séu allir þeir sem hafa höfundarrétt af einhverju tagi (þann sið hafa t.d. Danir). Ég held að Rithöfundasambandið hafi val- ið nokkuð skynsamlega leið þegar félagsaðild ræðst af einskonar frumlegri sköpun. Ég tek dæmi til útskýringar. Ef einhver útbýr dæmasafn í stærðfræði, sem e.t.v. er safnað úr erlendum ritum, þá er mér til efs að þar sé um frumlega sköpun að ræða. En sá sem skrifar kennslubók í stærðfræði, leggur fram hugsun sína til þess að gera þessi flóknu fræði skiljanleg fyrir íslenska nemendur, þá er sá sami í mínum huga skapandi höfundur og hefur sameiginlega hagsmuni með skáldinu. Hitt er svo rétt, að hags- munir þeirra eru ekki að öllu leyti sambærilegir. Ég skal þá nefna dæmi af eigin reynslu. Það er ekki mikil píslarganga að fara til útgef- anda og gera tillögu um kennslu- bók, t.d. „Saga, leikrit, ljóð“, kennslubók í bókmenntagreiningu fyrir framhaldsskóla. Eins víst að útgefandinn sé tilbúinn til að gera samning áður en byrjað er á bók- inni. En ef ég kem til sama útgef- anda og vil samning um skáldsögu um galdramál á 17. öld - þá vill hann fyrst fá að sjá köttinn í sekkn- um. Með öðrum orðum: að öðru jöfnu er staða skáldsins miklu ó- tryggari, afdrif kennslubókarinnar eru miklu útreiknanlegri: það er hægt að skrifa fræðslustjórum og deildarstjórum í skólum út af vænt- anlegri kennslubók, en slíkt bréf skrifar enginn þjóðinni út af skáld- sögutetri. Og síðan En semsagt: nú er minni for- mennsku lokið og nýr maður tek- inn við, og gangi honum sem best. Það leiðir af sjálfu sér, að svona samtök þurfa að endurbæta alla samninga um leið og þeir eru lausir. Það þarf að stórefla Launasjóðinn, sem nú úthlutar um 300 mánaðarlaunum, en fær um- sóknir um 800-900 mánuði. Og er því marki brenndur að umsækjend- ur hafa ekkert öryggi, menn sækja um á hverju ári kannski og enginn veit um framhaldið. í þessu sam- bandi er freistandi að hugsa til Finna: þeir hafa komið sér upp kerfi þar sem listamenn og þá rit- höfundar fá um 200 þús. króna laun á ári (skattfrjáls) til fimmtán ára eða fimm ára eða þriggja ára. Auk þess hafa þeir listaprófessora, nokkra listamenn á prófessors- launum án kennsluskyldu, Svíar hafa komið sér upp kerfí sem trygg- ir um 300 rithöfundum lágmarks- laun ævilangt. Það er líka mikil þörf á því að endurskoða greiðslur fyrir afnot af bókum á bókasöfn- um. Fyrir afnot af bókum á bóka- söfnum fær sá íslenskur höfundur sem hæsta greiðslu fær 27 þúsund krónur - í Danmörku fær höfundur í sömu stöðu, 1,5 miljónir. Það hef- ur verið skilningur stjómvalda og meðvituð stefna hjá grönnum okk- ar að gera listamönnum kleift að lifa á list sinni. Sá skilningur er ekki fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum og ekki hjá neinum íslenskum stjómmálaflokki. Og er þarna mikið verk að vinna. íslendingar hafa oft verið lofaðir fyrir dugnað við lestur. Og vissu- lega mega rithöfundar vera þakk- látir fyrir að búa með þjóð sem vill lesa bækur. Og eftir því mikið áhyggjuefni hve mjög bókaútgáfa dregst saman á liðnu ári. Allir aðil- ar sem koma við sögu sem og stjórnvöld þurfa að taka höndum saman um rauntæk svör við þessari þróun. Að okkar fmmkvæði er til orðin Bókgreinanefnd svonefnd (og er það vont orð) þar sem rithöf- undar og prentarar og útgefendur, bóksalar og bókaverðir og kennar- ar stinga saman nefjum: Vonandi fínna þeir sem flest ráð til að efla stöðu bókarinnar. ÁB Viðtal við Njörð P. Njarðvík um það sem sameinar rithöfunda og sundrar þeim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.