Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 15
Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Garðar G. Viborg Doktorsritgerð um félagsþroska bama Þann 8. maí sl. varði Garðar G. Viborg, sálfræðingur, doktorsrit- gerð í sálarfræði við Lundarhá- skóla í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Studies in the development of social-behavior understanding“. Ritgerðin Ijallar um félagsþroska barna á aldrinum 5 til 9 ára og sam- anstendur af fjórum rannsóknar- skýrslum og niðurstöðum. Rannsóknirnar beindust að því að kanna á hvern hátt börn skilja og skynja atferli, tilfinningar og ætlanir jafnaldra við ýmsar aðstæð- ur og hvernig þessi skilningur þroskast á fyrrgreindu aldurskeiði. Garðar G. Viborg er 32 ára gam- all, sonur hjónanna Garðars Vi- borg og Margrétar Ásmundsdótt- ur. Hann tók stúdentspróf við M.R. og stundaði nám í sálfræði við Háskóla íslands og síðan í Sví- þjóð frá 1975. Frá 1980 hefur Garðar stundað kennslu í sálfræði Garðar G. Viborg. við Lundarháskóla samhliða nám- inu. Kona hans er Fanný Jónsdótt- ir, uppeldisfræðingur. BrúðubíUinn fer aftur á kreik Mánudaginn 21. maí hefjast sýn- ingar Brúðubílsins sem flestir krakkar í Reykjavík þekkja. En Samtök gegn astma og ofnæmi 10 ára af- mælishátíð Samtökin gegn astma og ofnæmi halda 10 ára afmælishátíð sína á morgun, sunnudaginn 20. maí. Hefst hátíðin kl. 14.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreytt skemmtiat- riði verða fyrir alla fjölskylduna. Eru félagsmenn hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Brúðubfllinn er brúðuleikhús á hjólum sem ferðast á milli gæslu- valla Reykjavíkurborgar. Komið verður tvisvar á hvern völl í sumar svo enginn ætti að verða útundan. Hver sýning tekur hálfa klukkustund. Fyrri umferð byrjar eins og áður greinir mánu- daginn 21. maí og stendur til 2. júní, og sú síðari hefst 20. júní, og stendur til 3. júlí. í ferðunum verða sýndir tveir þættir, sá fyrri heitir „Uglan í trénu“ og sá síðari „Gestir frá Afríku." Umsjón með sýningunum hafa þær Sigríður Hannesdóttir og Helga Steffensen, en hún býr líka til allar brúðurnar sem eru á milli 40 og 50. í sumar og haust ætla þær svo að ferðast með sýninguna út um landsbyggðina en það hafa þær gert síðast liðin 4 sumur. ABALFUNDUR Félagasamtakanna Verndar veröur haldinn þriðjudaginn 29. maí 1984, kl. 20.30 aö Hótel Hofi, Rauöarárstíg 18, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar. 3. Kosning. 4. Ákvörðun um félagsgjöld. 5. önnur mál. Stjórnin. Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráös fé- lagsins um stjórn og aörar trúnaöarstöður fyrir árið 1984 liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins Strandgötu 11 frá og meö sunnudeg- inum 20. maí til miðvikudagsins 23. maí til kl. 17.00. Öörum tillögum ber aö skila fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 23. maí og er þá framboös- frestur út runninn. Tillögum þarf aö fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin Gefið stúdentum góðar íslenskar bókmenntir Skáldsögur Halldors Laxness íslandsklukkan kr. 642.20 Heimsljós l-ll kr. 642.20 Sjálfstætt fólk kr. 642.20 Salka Valka kr. 642.20 Gerpla kr. 642.20 Paradísarheimt kr. 481.65 Brekkukotsannáll kr. 518.70 Atómstöðin kr. 41S.90 Ljóð islenskra öndvegisskálda Jónas Hallgrímsson: Ritsafn kr. 741.00 ( Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar kr. 741.00 Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar kr. 592.80 Hannes Hafstein: Ljóö og laust mál kr. 370.50 Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli kr. 370.50 Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn l-ll kr. 741.00 Halldór Laxness: Bráðum kemur betri tíð kr. 580.45 Þessar bækur fást i öllum bókabúðum. Myndskreyttar skáldsögur Jóns Thoroddsen Piltur og stúlka kr. 407.55 Maður og kona kr. 432.25 Ðókaútgáfan tjdgafeil Veghúsastíg 5 sími 16837 OLIS SMURSTÖÐ 'AM > CÖ -H o' c JO LAUGAVEGUR 8i 333msm AÐUR KR. 12.700 KR. 10.652 SINGER 7146 Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á um 2000 kr. lægra verði en áður. • FRIARMUR -b SJALFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. n m K ni:n fíHíuúlr SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.