Þjóðviljinn - 23.09.1988, Side 10
FOSTUDAGSFRÉTTIR
Loðnubrœðslur
Kaupa skip fyrir gróöann
Sverrir Leósson: Verksmiðjurnar eiga nær helminginn af
loðnuflotanum. Bíða eftirað útgerðarmenn leggi upp laupana tilað
geta keyptskipin. Einsýntað margirsigla með loðnu til erlendra
verksmiðja. Sjómenn: Höfnum höftum ogkvóta á útflutningferskrar loðnu
Siómenn og útgerðarmenn
loðnuskipa eru sammála um
að ekki komi til greina að setja
höft né kvóta á útflutning ferskr-
ar loðnu á nýhafinni vertíðinni
eins og forráðamenn loðnu-
bræðslna hafa farið fram á við
stjórnvöld. Markmiðið sé að fá
sem mest verð fyrir loðnuna enda
sé aflakvóti á hverju skipi og ver-
tíðin stutt.
Að sögn Sverris Leóssonar út-
gerðarmanns Súlunnar EA frá
Akureyri væri nær fyrir verk-
smiðjurnar að ráðstafa hagnaði
síðustu vertíða í að endurbæta
verksmiðjurnar og gera þær sam-
keppnishæfari um hráefnisverð í
stað þess að kaupa loðnuskip í
stórum stíl. Sverrir fullyrðir að af
rúmlega 50 loðnuskipum eigi
verksmiðjurnar um 25 skip og ef
þróunin haldi áfram í þá átt líði
ekki á löngu þar til sjómönnum
verði stillt upp við vegg og þeir
verði að gera sér að góðu það
verð sem verksmiðjunum þókn-
ast að greiða hverju sinni.
í dag er loðnuverðið frjálst og
bjóða verksmiðjurnar mest 3.300
Endurnýjunarreglur
Gott fólk
eða augna-
karlar
Breytingartillögurfyrir
ASl-þingi um tímamörk
áforseta og miðstjórn.
Björn Þórhallsson:
Frekar vandamál aðfá
gottfólk til starfa
-í sjálfu sér kemur mér þessi
tillaga ekkcrt á óvart; ýmislegt í
þessa átt hefur verið viðrað, og
sumsstaðar framkvæmt, á síð-
ustu árum, en í fljótu bragði sýn-
ist mér þetta heldur vafasamt,
sagði Bjönt Þórhallsson, varafor-
seti ASÍ, um lagabreytingartil-
lögu sem liggur fyrir næsta þingi
Alþýðusambandsins um tíma-
mörk á forseta og miðstjórn.
Þingið er hið 36. í röðinni og
verður haldið í íþróttahúsi Dig-
ranesskóla seinnipartinn í nóvem-
ber.
Tillögu þessa efnis hefur
Kristbjörn Arnason, zformaður
Félags starfsfólks í húsgagnaiðn-
aði, lagt fram, en nái hún fram að
ganga getur sami maður einungis
gegnt embætti forseta ASÍ í tvö
kjörtímabil. Þá myndi seta full-
trúa í miðstjórn mest geta orðið
þrjú kjörtímabil samfleytt, en
hvert kjörtímabil er fjögur ár.
-Það er oft erfitt að fá gott fólk
til að starfa í verkalýðshreyfing-
unni, og því finnst mér tillaga af
þessu tagi dálítið vafasöm, sagði
Björn, en hana er sjálfsagt að
skoða og hafa til hliðsjónar.
Breytingartillaga Kristbjarnar
gerir einnig ráð fyrir að mið-
stjórnarmenn ASÍ megi ekki eiga
sæti í stjórnum eða ráðum ann-
arra fyrirtækja en þeirra sem eru í
eigu sambandsins eða aðildarfél-
aganna, og að kynjum séu tryggð
að lágmarki 40% fulltrúa í mið-
stjórn.
HS
krónur fyrir loðnutonnið sem er
aðeins 10% hækkun frá síðustu
vertíð. Útgerðarmenn halda því
fram að samkvæmt forsendum
þeirra um afurðaverð og rekstr-
arkostnað verksmiðjanna eigi
þær að geta greitt 4.200 krónur
fyrir tonnið en afurðaverðið hef-
ur hækkað frá áramótum um
86%.
Sverrir sagðist ekki búast við
öðru en að útgerðarmenn loðnu-
skipa myndu einsetja sér að sigla
með loðnuna til erlendra verk-
smiðja, fáist hærra verð þar en
hér, en nýlega voru hér á landi
fulltrúar norskra verksmiðja sem
buðu 5.400 krónur fyrir tonnið.
Sverrir sakaði forráðamenn
verksmiðjanna ennfremur um að
bíða í hrönnum eftir að sjálfstæð-
ir útgerðarmenn iegðu upp
laupana til þess eins að geta kom-
ist yfir skip þeirra.
„Forráðamenn loðnuverk-
smiðja eru klókir áróðursmenn
og eru sérfræðingar í að koma
sínum málstað á framfæri. En
hver heilvita maður veit að það
þýðir ekki að bjóða nánast sama
verð og á síðustu vertíð þegar
tvær gengisfellingar hafa orðið,
auk þeirra kostnaðarhækkana
sem hafa orðið hér innanlands,"
sagði Sverrir Leósson.
Framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambandsins, Hólmgeir Jónsson,
sagði að það kæmi ekki til greina
að setja útflutningshöft né kvóta
Utgerðarmönnum loðnuskipa fer sífcílt fækkandi en skipastóll verk-
smiðjanna stækkar sem því ntniur.
á útflutning ferskrar loðnu á vert-
íðinni. Sjómenn myndu aldrei
taka það í mál. Hólmgeir sagði að
verksmiðjurnar hér yrðu einfald-
lega að standast þá verð-
samkeppni sem er um hráefnið ef
þær ætluðu sér að fá eitthvað af
loðnu til bræðslu. Svo einfalt væri
það.
-grh
Grindavík
Útlendingum sparimð
Samdráttaraðgerðir bitna fyrst á erlenda vinnuaflinu
Hraðfrystihús Grindavíkur
hefur sagt upp öllu lausráðnu
starfsfólki sínu en obbinn af því
eru erlent fiskvinnslufólk eða um
15 manns. Hluti af þeim hefur
ráðið sig í vinnu annars staðar en
aðrir eru á heimleið.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans skiptir þar engu hvort við-
komandi starfsmenn séu samn-
ingsbundir eða ekki. Fyrirtækið
er að draga saman seglin og þá
skipta samningar við erlent
vinnuafl engu þó það sé velkomið
þegar á því þarf að halda.
Framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins sagði hins vegar að allur
gangur væri á þessum atvinnu-
samningum fyrirtækisins við út-
lendingana og neitar því að hann
sé að losa sig við þá og brjóta
gerða samninga sem fyrirtækið
hefur gert við sína fyrrverandi
starfsmenn. Hann sagði að af 45
manna starfsliði fyrirtækisins til
lands og sjós yrðu 25-30 í vinnu
hjá Hraðfrystihúsinu eftir þessar
samdráttaraðgerðir sem væru
gerðar til þess eins að lengja líf-
daga fyrirtæksins. -grh
ASÍ-þing
Kosningar
í gangi
Ríflega 500fulltrúar eiga
seturétt á 36. þingiAl-
þýðusambandsins
seinnipartinn í nóvember
36. þing Alþýðusambands ís-
lands verður haldið eftir tvo mán-
uði, og stendur kosning þingfull-
trúa nú yfir.
Rúmlega 500 fulltrúar eiga
seturétt á þinginu að sögn Kri-
stínar Mantyla, skrifstofustjóra
ASÍ. Kosning hófst í
aðildarfélögunum hinn 17. sept-
ember og skal vera lokið réttum
mánuði síðar, hinn 17. október.
Þing Alþýðusambandsins eru
haldin áfjögurra ára fresti. Fund-
arstaðurinn að þessu sinni er
íþróttahús Digranesskóla í Kópa-
vogi, og stendur þingið vikuna
21. til 25. nóvember, eða frá
mánudegi til föstudags.
Tillögur um lagabreytingar
eiga að berast tveimur mánuðum
fyrir upphaf þinghaldsins, en að
sögn Kristínar Mantylá verður
það Iátið átölulaust þótt hinar
síðustu verði að skila sér til mán-
aðamóta. Hún sagði að þó nokkr-
ar breytingatillögur lægju fyrir,
bæði frá miðstjórninni og ein-
stökum félögum.
HS
Kennararasamtökin
Þingað
um
skólaþróun
Hið íslenska kennarafélag og
Kennarasamband íslands standa
sameiginlega að tveimur uppeld-
ismálaþingum um skólaþróun.
Fyrra þingið verður haldið á Ak-
ureyri á laugardag og það síðara í
Reykavík þann 15. október.
Fluttir verða þrír fyrirlestrar á
þingunum; Hanna Kristín Stef-
ánsdóttir kennari fjallar um hlut
kennaraískólaþróun. Fyrirlestur
Ingvars Sigurgeirssonar kenns-
lufræðings nefnist: Námsefni -
þarfur þjónn eða harður hús-
bóndi og Húgó Þórisson sálfræð-
ingur fjallar um uppeldisþáttinn í
skólastarfinu.
Handbolti
jr
Efstir í riðlinum
Auðveldasta hindrunin yfirstigin og alvaran að byrja
Islendingar sigruðu Alsír með
22 mörkum gegn 16 í öðrum
leik sínum á Ólympíuleikunum í
Seoul. Hafa þeir þá unnið tvo
fyrstu leiki sína og eru efstir í A-
riðli handknattleikskeppninnar.
Að vísu hafa mótherjarnir verið
af léttara taginu og má segja að
alvaran sé nú rétt að hefjast.
íslendingar áttu í hinu mesta
basli með Alsírbúa í upphafi
leiksins. Ekkert gekk í sókninni
gegn hinni villtu vörn þeirra og
lentu okkar menn fljótlega 1-5
undir. Þá fór þetta að lagast og
smám saman náðu íslendingar
yfirhöndinni. Góður kafli fyrir
leikhlé breytti stöðunni síðan í
11-8 en Atli Hilmarsson skoraði
síðasta mark hálfleiksins nokkr-
um sekúndum áður en flautan
gall.
Síðari hálfleikur var furðu lík-
ur þeim fyrri. Alsír skoraði fimm
gegn einu og jöfnuðu leikinn, 12-
12. Þá var okkar mönnum nóg
boðið og hlutirnir fóru að ganga
upp í sókninni. Vörn Alsírbúa
átti að lokum ekkert svar við leik
landans og úrslitin urðu sex
marka sigur, 22-16.
Kristján Arason var nú aftur
markahæstur með 8 mörk og er
hann markahæstur í keppninni
með 16 mörk ásamt hinum kóre-
anska Kang. Sigurður Gunnars-
son lék vel og skoraði 5 mörk og
þeir Atli Hilmarsson, Bjarki Sig-
urðsson og Þorgils Óttar Mathie-
sen skoruðu 3 mörk hver. Einar
Þorvarðarson varði 7 skot en
Guðmundur Hrafnkelsson 2.
Önnur úrslit:
A-riðill
Bandaríkin-Júgóslavía ......23-31
Sovétríkin-Svíþjóð..........22-18
Alsir...........2 0 0
Bandaríkin......2 0 0
2 34-43
2 38-53
ísland......
Sovétríkin..
Júgóslavía.
Svíþjóð.....
Staðan
..2 2 0 0 44-31
..2 2 0 0 46-36
...2 1 0 1 49-47
...2 1 0 1 39-40
B-riðill
S-Kórea-A-Þýskaland.......23-22
Tékkóslóvakía-Ungverjaland 19-16
Japan-Spánn................19-25
Staðan
Tékkóslóvakía 2 2 0 0 39-33 4
S-Kórea .......2 2 0 0 45-42 4
A-Þýskaland...2 1 0 1 47-41 2
Spánn..........2 1 0 1 42-39 2
Ungveijaland ... 2 0 0 2 33-39 o
Japan..........2 0 0 2 37-50 0
Aðfaranótt laugardags leika
íslendingar við Svía og verður sá
leikur að vinnast til að liðið sé
hólpið. Þá leika Júgóslavía-Alsír
og Sovétríkin-Bandaríkin og í B-
riðli leika Ungverjaland-Japan,
A-Þýskaland-Spánn og S-Kórea-
Tékicóslóvakía. -þóm
10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ