Þjóðviljinn - 23.09.1988, Page 14

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Page 14
Stuðningur á heimsmælikvarða Sextíu manna stuðningshópur fór með landanum til Seoul. Egill Már Markússon er á staðnum og hefur frá mörgu að segja Þaö er engu líkara en aö íslenska handboltalands- liöiö sé á heimavelli hér í Seoul, vegna hins mikla stuönings sem þeir fá frá löndum sínum. Þrátt fyrir langa vegalengd hafa um sextíu íslendingar lagt land undir fót og heiðrað eina af stórborgum Austur- landa fjær meö komu sinni, og líka bara vel. S-Kóreubúar taka heils hugar þátt í ólympíuleikunum og lætur þessi unga blómarós ekki sitt eftir liggja frekar en aðrir til að gera leikana sem glæsilegasta. Sérstaða íslendinga Það hefur einatt verið sagt um fslendinga í útlöndum að þeir séu hinir mestu ólátabelgir og geri lítið annað en drekka bjór og skemmta sér. Ekki verður tekið undir þennan sleggjudóm hér en altént er mjög góð samstaða meðal íslendinganna. Enginn lætur sig vanta þegar handbolta- landsliðið keppir og leikur eng- inn vafi á því að okkar menn fá betri stuðning en nokkurt annað lið í keppninni. Óstöðvandi hróp og köll, lúðrablástur, píp og pú setja íslensku áhorfendurna hreinlega í annan flokk en aðra áhorfendur hér í Seoul. Meira að segja heimamennirnir sjálfir, eru ekki hvattir á sama hátt og ís- lenska liðið. Pað kom okkur reyndar nokk- uð spánskt fyrir sjónir að á fyrsta keppnisdegi léku heimamenn við Ungverja og nutu í upphafi ekki mikils stuðnings sinna manna á áhorfendabekkjunum. Kóreubú- ar eru einfaldlega kurteisin upp- máluð og vildu alls ekki sýna andstæðingum sínum óvirðingu. Því klöppuðu áhorfendur ávallt þegar mark var skorað, sama hvorum megin það gerðist. ís- lendingum í höllinni leist ekkert á þróun mála, enda náðu Ungverj- ar strax forystunni í leiknum. ís- lendingar hvöttu þá Kóreumenn til dáða. Fljótlega smitaði þetta út frá sér og hvattir af öllum áhorfendum í höllinni unnu Kór- eumenn sannfærandi sigur á silf- urþjóð Ungverja. Þegar að leik íslendinga og Bandaríkjanna kom endurguldu Kóreubúar greiðann og stældu stuðnings- hróp íslendinga með góðum ár- angri. Margt vekur athygli Framganga íslendinganna hér í Seoul hefur vakið nokkra eftir- tekt og greinilegt að svona hátt- erni tíðkast ekki hvar sem er. Sjónvarpsmyndavélum er mikið beint upp til íslensku áhorfend- anna og finnast mögum þetta skrítnar uppákomur. Þegar ís- land lék við Alsír voru t.a.m. nokkrir Japanir staddir fyrir framan öskrandi áhorfendahóp- inn. Japönum, með allar sínar myndavélar, þótti þetta merkileg sjón og smelltu mörgum myndum af hópnum, rétt eins og um annan kynstofn væri að ræða. En íslendingar í Seoul hafa rekið sig á fleira en kóreanska stuðningsmenn. Innfæddir virð- ast margir hverjir eiga erfitt með að venjast Evrópubúum og greinilegt að þeir hafa ekki verið fjölmennirgestirhingað til. Hinir 300 þúsund gestir víðs vegar úr heiminum eiga það nefnilega til að tínast í borg sem telur um 10 miljónir með úthverfum. Vegna þessa hafa sprottið upp vandamál vegna tungumálaerfiðleika því Kóreumenn kunna lítið fyrir sér í ensku. Hins vegar ber öllum sam- an um það að leikarnir sér frá- bærlega vel skipulagðir af S- Kóreumönnum og er þar hvergi veikan blett að finna. Þegar íslenski hópurinn gekk eitt sinn framhjá skólakrökkum á förnum vegi gerðu krakkarnir hvað þeir gátu til að fá eiginhand- aráritun okkar. Við tókum það skýrt fram að við værum ekki íþróttamenn en það skipti engu, undirskriftin var ekkert ómerki- legri fyrir það. Annað sem krökkunum fannst merkilegt, var hve loðnir Evrópubúar eru á fót- leggjunum og áttu íslenskir karl- menn fótum fjör að launa, í orðs- ins fyllstu merkingu. fslendingur í stuttbuxum er reyndar litinn hornauga og þykir það ekki hæfa að vera fáklæddur, þrátt fyrir hitann. Þetta ætti raun- ar ekki að koma mönnum á óvart sem ferðast hafa eitthvað út fyrir hinn vestræna heim. Mengun í Seoul Hitinn hér í Kóreu er nokkuð mikill og oft óþægilegur. Loftið er mjög kyrrt og rakinn mikill. Það versta er þó mengunin í Seo- ul sem ætlar alla að drepa. Á morgnana liggur ávallt mistur yfir borginni, bæði vegna mengunar og veðursins. Þegar bílaumferðin nær hámarki verður loftið óþægi- lega mengað. Um 800 þúsund ökutæki eru á götum Seoul og fjölgar þeim um 200 á hverjum degi! Stjórnvöld gripu reyndar til þess ráðs að banna notkun allra ökutækja með númer sem enda á sléttri tölu alla „oddatöludaga" mánaðarins, og öfugt. Þannig mætti bíll með númerið BG-346 ekki vera í umferð þann 1., 3., 5. o.s.frv. Með þessu átti að reyna að minnka notkun bíla um helm- ing en það gekk ekki upp. Vel stætt fólk fékk sér einfaldlega tvo bíla í stað eins og notaði þá til skiptis. Hins vegar liggur iðnað- arframleiðsla, sem veldur mikilli mengun, nú að mestu niðri vegna ólympíuleikanna og hafa Kóreu- menn þannig bjargað í horn. Þetta er reyndar sama vandamál og Bandaríkjamenn áttu við að etja á síðustu leikum í Los Ange- les en eins og allir vita er mengun þar mikil. En þrátt fyrir ýmis vandkvæði hefur það verið hreint ævintýri að verða vitni af hamförunum hér í Seoul og fá sjónvarpsáhorfendur svo sannarlega að heyra áfram í okkur þegar handboltalandsliðið leikur. Þá munum við að sjálf- sögðu fylgjast með öðrum ís- lenskum þátttakendum, svo og stórviðburðum eins og einvígi Carl Lewis og Ben Johnsons, og fleira, og fleira. -emm/þóm Hvernig sem á stendur Við erum á vakt allan sólarhringinn Uís 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.