Þjóðviljinn - 23.09.1988, Síða 20
BARNAFRÉTTIR
Óskabækur
Á sínum tíma lét Náms-
gagnastofnun fara fram sam-
keppni um léttlesnar barna-
bækur. Nú eru komnar út fjór-
ar af þessum bókum og sú
fimmta væntanleg á næst-
unni. Kallast bókaflokkurinn
Óskabækur.
Fyrst komu út bækurnar
Sköpunin, eftir Ragnheiöi
Gestsdótturog Iðunn og eplin
eftir Iðunni Steinsdóttur.
Nýlega komu út bækurnar
Egill, eftir Torfa Hjartarson og
Afi minn í sveitinni eftir Friðrik
Erlingsson.
Egill byggir á Egilssögu og
segir frá Agli Skallagrímssyni
þegar hann var drengur. Afi
minn í sveitinni segir frá litlum
strák sem heimsækir afa sinn
og kynnist lífinu í sveitinni.
Á næstunni er svo væntan-
leg fimmta Óskabókin en það
er Eldgos, eftir Tryggva Jak-
obsson. Sú bók er mjög
fræðandi og segir frá eldgos-
um og útskýrir hvernig og
hversvegna þau verða.
Það er nú það
í gamalli sögu er sagt frá því
þegar hundarnir voru skapað-
ir:
„Sum eru þau dýr sem voru
sköpuð seinna en Guð skap-
aði heiminn. Þar á meðal voru
hundarnir. Þegar Jesús lifði
hér á jörðinni kom hann einu
sinni þar sem menn voru að
reka fjárhóp. Kindurnar voru
latar og gekk reksturinn bæði
seint og illa. Þá tók Jesú upp
grasvöndul og sneri milli
handa sér og gerði úr honum
hund hjarðmönnum til hjálpar.
Þegar hundar leggjast eða
sofa liggja þeir oft hringaðir og
er það af því að frelsarinn
sneri vpndinn í hring þegar
hann skapaði hundinn.“
BARNAKOMPAN
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓTTIR
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
Maðurinn og dúfan
Maur einn kom að uppsprettulind til að svala
þorsta sínum en datt ofan í og var nærri drukknaður.
En svo vildi til að dúfa sat uppi í tré rétt hjá og fylgdist
með þegar maurinn datt ofan í lindina. Dúfan kropp-
aði laufblað af trénu og lét það falla niður í vatnið fyrir
framan maurinn. Hann skreið upp á laufblaðið og
fleytti sér að landi. Rétt í þessu bar að veiðimann
sem ætlaði að fanga dúfuna í net sem hann henti yfir
tré og veiddi þannig fugla. Maðurinn sá hvað veiði-
maðurinn ætlaði sér og beit hann í hælinn. Maðurinn
hrökk við þegar hann kenndi bitsins svo netið datt úr
höndum hans. Þruskið sem myndaðist varð til þess
að vekja eftirtekt dúfunnar þannig að hún sá hætt-
una og var ekki sein á sér að fljúga burt. Þannig
launaði maurinn greiðann og bjargaði lífi dúfunnar
rétt eins og hún hafði bjargað lífi hans.
Barnakopmunni barst eftirfarandi Ijóð frá Eddu Matthías-
dóttur, sem er 12 ára
Ljóð
Þó ég hafi mig lagt
er við mig sagt:
Gerðu þetta gerðu hitt!
Ég vildi að einhver
hefði sagt:
Gerðu þetta gerðu hitt,
elsku litla Ijósið mitt.
Edda Matthíasdóttir
12 ára
Getur þú hjálpað fuglinum að
finna réttu leiðina út úr búrinu
Stafarugl
Raðaðu stöfunum rétt þannig að heiti hlutanna á myndunum séu rétt.
ÍLFI___________SFORKRU________ IRFÐIDLI_______JMÓÍRAS______
ARTUTA_____LAFGU_______ KREKAI_____SRÓ
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ