Þjóðviljinn - 23.09.1988, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Qupperneq 21
Tengdir eftir (risi: „Öll mín verk fjalla um manninn." Myndir - Jim Sýning í rústum - Okkur finnst vera kominn tími til að breyta sýningahefð- inni, - segja þau. - Pó við höfum ekkert á móti galleríunum sem slíkum, finnst okkur þau hafa tekið yfir einum of mikið af sýn- ingunum. Frumkvæði listamanna virðist vera að detta uppfyrir. - Það að breyta frá hefð- bundnu sýningaformi er aðaltil- gangur sýningarinnar. Okkur finnst gaman að skapa eitthvað úti í náttúrunni á stað þar sem fólk á leið um, frekar en að það þurfi að setja sig í sérstakar sýn- ingarstellingar. Þarna er opið all- an sólarhringinn og enginn situr yfir, fólk getur verið eitt með verkunum og tjáð sig eins og það vill í gestabókina, sem ennþá þol- ir veðrið. Þið eruð ekkert hrædd um listaverkin svona alein úti á víða- vangi? - Nei alls ekki, fólk hefur sýnt sýningunni mjög mikla virðingu, og það hefur verið ótrúlega góð aðsókn, þó allir skrifi ekki í gesta- bókina, því miður. Aðalhættan stafar af veðrinu, það getur verið ótrúlega mikið rok á þessum slóðum. Okkur finnst að með þessu séum við að undirstrika það að listin sé einlæg tjáning, og fella niður þetta samasem merki sem farið er að setja á milli listar og peninga. Samt er þetta sölu- sýning, En okkur finnst ekki að það sé neitt algilt samasem merki á milli listar og peninga. Hvers vegna veljið þið að sýna saman? - Við kynntumst þegar við vorum á fyrsta ári í Myndlista- og handíðaskólanum og höfum haldið sambandinu síðan, en við erum á mjög ólíkum leiðum í okkar Iist. Við eigum það sam- eiginlegt að við erum komin í gegnum þessa síu sem fyrstu árin að loknu námi er, því þó að skólinn sé sía eru árin eftir skólann mikilvægari því þá kem- ur í ljós hvort maður heldur áfram eða ekki. Og svo erum við öll á því stigi að vera um það bil að finna okkur farveg. Ragnar: Ég leitast viðaö einfalda myndflötinn Ragnar Stefánsson er við nám í School of Visual Arts í New York. Hann á fimm málverk á sýningunni, gerð meðal annars með olíulitum, tjöru, tré og til- hoggnu grjóti. - Ég er að leitast við að ein- falda myndflötinn eins mikið og ég get, - segir hann. - Áður var ég mikið undir áhrifum frá þýska expressjóníska málverkinu, en nú reyni ég að einfalda formin og byggja verkin upp á hreinum, sterkum, litum. - Það er ákveðið líf í hverju verki, og ég vil komast eins ná- lægt þessu lífi og ég get, og sleppa öllu því sem mér finnst trufla. Það er svo mikið af alls konar brellum, til dæmis í expressjón- ískum málverkum, sem eru alger- lega óþarfar. Þú getur oft falið slæmt verk með brellum. - Mín verk eru miklar form- og litastúdíur, þar sem myndbygg- ingin er aðalatriðið og verður því að vera pottþétt til að verkið gangi upp. Eins er ég farinn að bæta þrívíðum formum við mál- verkin, nota trjádrumba, grjót og ýmis önnur efni en notuð eru í hefðbundnu málverki. íris: Ég hef mikla þörf fyrir snertinguna íris Elfa Friðriksdóttir var við framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie, Maastricht, Hol- landi. Hún sýnir lágmyndir og þrívíð verk, unnin úr steypu, po- lyester og lífrænum efnum. - Öll mín verk eru tengd fólki og til- finningum, - segir hún, - fjalla um manninn, tengsl hans við uppruna sinn og á hvaða leið hann sé. - Áferð og efni eru mér mjög mikilvæg, ég hef mikla þörf fyrir snertinguna, þarf að geta komið við öll verkin. Efnisnotkunin er yfirleitt hrá, kannski frumstæð, því ég nota lítið af verkfærum. - Upphaflega lærði ég textíl, en sem vefari er maður háður svo miklu af hjálpartækjum og það hentaði mér illa. Þar að auki er vefnaðurinn of seinlegur fyrir mig þó mér finnist hann mjög spennandi og lífrænn, og því fór ég út í að nota fljótvirkari efni. Ég vinn samt ennþá eins og vefari þó að uppistaðan sé nú hænsna- net og ívafið steypa. Þau efni veita mér miklu meira frelsi, þó náttúrlega sitji ég uppi með enn þyngri verk og iilhreyfanleg. - Sem stendur vinn ég að því að hreinsa myndflötinn eins mikið og ég get. Ég reyni að færa tvívíð verk sem ég hef gert mikið af yfir í rými, þannig að þau taki á sig þrívíð form. Mín verk eru orð- in einfaldari og með því að fara út í þrívíddina get ég losnað við all- an bakgrunn, og þar að auki losn- að við rammann, sem aldrei hef- ur höfðað til mín. Þórir: Reyni að tengja saman vatn, loft og jörð Þórir Barðdal er skúlptúristi. Hann var við nám við Akademie der Bildende Kunste í Stuttgart, Þýskalandi, en hefur undanfarin tvö ár starfað í Houston, Texas, þar sem hann er með vinnustofu. Þórir sýnir umhverfisverk sem gert er fyrir íshúsið við Seltjörn. - Húsið er hluti af verkinu, - segir hann. - Ég reyni að tengja saman vatn, loft og jörð, og vinn úr efnum eins og kaðli og ýmiss konar böndum, bómullar- dúk og marmarabrotum. Ég sé húsið eins og líkama mannsins þar sem bæði innra og ytra byrði skipta jafn miklu máli, og síðan tengi ég það umhverfinu þannig að til dæmis Seltjörnin verður líka hluti verksins. - Undanfarin ár hef ég velt náttúrulögmálunum fyrir mér. Heiminum er stjórnað af orku- straumum sem fylgja ákveðnum lögmálum sem ég reyni að skilja og setja í þrívíð form. Til að geta það þarf ég að nota frumefnin; eld og vatn, og auðvitað stein, og hingað til hef ég aðallega notað marmara. - Þessi lögmál eru í eðli sínu mjög einföld, þó að í mannlífinu, eða þjóðfélaginu, geti þau virst mjög flókin. Þetta eru sömu lög- málin og giltu fyrir þúsund árum, og það eru til yfir þau tákn sem ég notfæri mér, tákn sem ntannkynið hefur notað síðan það man eftir sér. Það eru til dæmis þríhyfningurinn, hringur- inn og ferningurinn. Ég hef farið meira og meira út í að nota þessi tákn, og á eftir að sjá hvert þau leiða mig, eins nota ég önnur efni en hingað til, eins og kaðla, bönd og salt. Hvernig gengur með saltið undir berum himni? - Það leysist upp eins og allt annað sem við gerum, - það þarf að krydda verkið öðru hvoru. Sýning þeirra Ragnars, írisar og Þóris stendur til 9. október. LG Svartur hylur og Landamæri eftir Ragnar: „Ég vil sleppa öllu sem mér finnst trufla". Þórir, iris og Ragnar: Kominn tími til að breyta sýningahefðinni. Myndlistarsýning Undir berum himni við Grindarvíkuraf- leggjarann í gömlu íshúsi við Seltjörn við Grindavíkurafleggjarann stendur nú yfir nýstárleg myndlistarsýning sem hefur hlotið nafnið Undir berum himni, því sýningarsalurinn er rústir einar. Þrír ungir mynd- listarmenn, þau íris Elfa Frið- riksdóttir, Þórir Barðdal og Ragnar Stefánsson gera nú stuttan stans á náms- og starfsferðalögum og velja þessa aðferð við að kynna sig. H VA Ái \ R M FNN ÍNC . IN NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.