Þjóðviljinn - 23.09.1988, Page 27
KYNLÍF
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR
Klæðskiptingar:
í leit að fyllra lífi eða öfuguggar
Síðastliðiö vor sat ég ráðstefnu
„The Society for the Scientific
Study of Sex“ í Baltimore í Mary-
land í Bandaríkjunum. Ein af
mínum ánægjulegustu stundum
þessa helgi var þegar ég fór út að
borða með fimm karl-í-konu
klæðskiptingum og einni konu
eins þeirra. Reyndar hafði ég
aldrei hitt þessa einstaklinga sem
karlmenn heldur kynntist þeim
fyrst sem „konum". f fyrstu
fannst mér svolítið ruglingslegt
að spjalla við þá því stundum
gleymdi ég mér og talaði ég um
„hann“ og þurfti þá að leiðrétta
mig. Þjónarnir ráku í fyrstu upp
stór augu þegar við örkuðum inn
á veitingastaðinn en sinntu sínu
starfi síðan af stakri prýði fyrir
utan einn þjón sem vissi ekkert
hvernig hann átti að haga sér. Sá
þjónn tók til þess ráðs að ávarpa
klæðskiptingana eins og þeir
væru hvorugkyns!
Almenningur hefur lítinn
skilning og þekkingu á klæðskipt-
ingum. Annað hvort heldur fólk
að þeir séu upp til hópa hommar
eða menn sem eru að fá útrás
fyrir afbrigðilegar kynferðislegar
hvatir. Hvoru tveggja er ekki rétt
og eru frekar dæmigerðar ástæð-
ur sem fólk býr til af því það verð-
ur að réttlæta hegðunina ein-
hvern veginn fyrir sér. í þessum
pistii langar mig að fjalla stutt-
lega um klæðskiptinga en láta
umfjöllun um kynskiptinga bíða
betri tíma.
Úr felum
í Bandaríkjunum starfa nokk-
ur stuðningssamtök klæðskipt-
inga (transvestites) og kynskipt-
inga (transsexuals) og þ.á.m. ein
sem nefnast „Renaissance Educ-
ation Association". Á ráðstefn-
unni kynntu þeir starfsemi sína.
Flestir klæðskiptingar eru gagn-
kynhneigðir karlmenn og eru
starfræktir stuðningshópar fyrir
maka og börn þeirra en af því
þjóðfélagið lítur svo neikvætt á
klæðskiptinga og framferði
þeirra þá er miklu algengara að
þeir leyni því eins og þeir geta
fyrir fjölskyldu sinni. Fyrir utan
fræðslu og ýmis konar stuðning
standa samtökin fyrir ýmsum
námskeiðum þar sem karlarnir fá
m.a. leiðbeiningar og ráðgjöf um
rétt val á fatnaði, litgreiningu, el-
ektrólýsu til að fjarlægja óæskileg
hár, make-up, notkun á hárkoll-
um, talþjálfun og framkomu.
Einu sinni fór einn samnemandi
minn sem er einnig fatahönnuður
og kenndi þeim allt um nýjustu
vortískuna. Þeir voru yfir sig
hrifnir! Samtökin eru líka virk í
almenningsfræðslu og stjórnmál-
um. Klæð- og kynskiptingar eru
sem sagt að koma „úr felum“ en
til þess þarf heilmikinn kjark og
mikilvægt er að hafa stuðning á
bak við sig.
Undan oki
karlímyndar
það er afar athyglisvert hversu
fáir konu-í-karl klæðskiptingar
fyrirfinnast. Ætli það sé vegna
þess að konum leyfist miklu frek-
ar að klæða sig sem karlmenn og
vera heilsteyptari persónuleikar?
Þetta væri efni í rannsókn. En
hverjar skyldu vera aðalástæður
fyrir karl-í-konu klæðskiptum?
Samkvæmt Renaissance sam-
tökunum eru til nokkrar ástæður
og geta þær verið mismargar til
staðar á hverjum tima og í alls-
kyns útgáfum. Það að klæða sig í
kvenmannsföt, setja á sig make-
up og haga sér sem kona getur
verið kynferðislega örvandi. í
fyrstu ofgera klæðskiptingar oft
framkomu kvenna í viðleitni
sinni að líkjast þeim en með
æfingu tekst mörgum ansi vel
upp. Mörg þekkjum við til þess
að fatnaður geti verið kynferðis-
lega örvandi og þá sérstaklega
kvenfatnaður sem oft er úr efnum
með sérstakri áferð s.s. silki. En
það sem mér finnst sjálfri einna
athyglisverðast við klæðskiptinga
er þörf þeirra til að losna undan
oki karlímyndarinnar með því að
Baker offursti var kona sem blekkti bresk hermálayfirvöld í áraraöir.
klæðast kvenfötum. Félagsleg
kynhlutverk karla setja karl-
mönnum oft þröngar skorður
með að tjá t.d. tilfinningar á op-
inn hátt. Karl-í-konu klæðskipt-
ingur getur aftur á móti leyft sér
að sýna hluti sem karlar mega
annars ekki. Á vissan hátt finnst
mér það sorglegt að til að karlar
geti leyft sér að sýna kvenhliðina í
sér þá þurfi svona miklu að kosta
til. Öfund í garð kvenna hefur
einnig verið nefnd sem ástæða en
yfirleitt hafa slíkir klæðskiptingar
þá frekar óraunsæjan skilning á
stöðu kvenna. Einnig eru til ein-
staklingar sem finnast þeir eiga til
sérstakan persónuleika í sjálfum
sér sem þeir nefna „konuna sína"
eða „systir mín“. Þetta er ekki
sama fyrirbærið og það að vera
tveir persónuleikar því þessir
klæðskiptingar gera sér vel grein
fyrir því að þeirra innri kvenpers-
óna er blekking. Aðrir klæðskipt-
ingar segjast fá mikið „kikk" útúr
því að plata umhverfið. Ef aðrir
halda að á ferðinni sé alvöru kona
þá er það mikill og sætur sigur.
Að lokum finnst sumum það
hreinlega skapandi list að geta
litið út og hagað sér sem kona og
líkja sér þá við leikara. Nýlega
heimsóttu okkur frá Svíþjóð
skemmtikraftar sem klæðast sem
konur. Þeir eru ekki sannir
„klæðskiptingar" heldur má frek-
ar líta á þá sem skemmtikrafta;
það sem nefnt er á ensku „Fe-
male Impersonator". Slíkir
skemmtikraftar herma líka aðal-
lega eftir stereotypískum hug-
myndum um konur. Ef klæð-
skiptingar í felum á íslandi vilja
vita meira um Renaissance er
velkomið að hafa samband við
mig á skrifstofu fyrirtækis míns;
Kynfræðslustöðvarinnar.
SKÁK
LÁRUS
JÓHANNESSON
Karpov leiðir
í Tilburg
Tilburg:
Þegar þessar línur eru ritaðar
er tíu umferðum af fimmtán lokið
á stórmeistaramótinu í Tilburg.
Staða keppenda er þannig: 1.
Karpov 7,5 v., 2. Short 6 v. 3.
Nikolic 5,5 v., 4.-6. Húbner,
Portisch, Timman 4,5 v., 7. Jó-
hann Hjartarson 4 v., 8. Van der
Wiel 3,5 v.
Eins og sést á þessari röð hefur
Jóhanni ekki gengið að óskum
þar sem hann hefur tapað þrem
skákum og vann sína fyrstu skák
ekki fyrr en í tíundu umferð. En
þar með er ekki öll sagan sögð því
Jóhann hefur verið mjög óhepp-
inn og misst niður vænlegar stöð-
ur. Vonandi verður þetta til þess
að hann fyllist eldmóði á
Heimsbikarmótinu í október.
Aðra sögu er að segja af Karpov,
hjá honum hefur allt gengið upp
og hann er nú mjög sigurstrang-
legur á mótinu. Við skulum sjá
tvær af skákum hans, þar koma
einkenni hans vel í ljós, og er sú
fyrri úr þriðju umferð gegn Tim-
man. Þar kemur upp afbrigði af
drottningarindverskri vörn sem
er í miklum metorðum hjá Kasp-
arov. Níundi leikurTimmans sást
fyrst í Belfort fyrr á árinu og það
var einmitt Kasparov sem stýrði
hvítu mönnunum gegn Ehlvest.
Karpov endurbætir taflmennsku
Elhvest í ellefta leik, enda fékk
Ehlvest lakari stöðu eftir: 11. -
Rc6. 12. 0-0- 0-0 13. Bd3-Kh8 14.
De2-Dc7 15. Hadl-Had8 16. e4.
Karpov jafnar síðan taflið af ör-
yggi og eftir nokkra hnitmiðaða
leiki er staða hans orðin vænlegri.
Við þetta er eins og Timman lam-
ist og geri ekki annað en að fylgj-
ast með hvernig Karpov bætir
stöðu sína jafnt og þétt. Lokatil-
færslur Karpovs eru sérlega
smekklegar.
Timman - Karpov
drottningarindversk vörn
1. d4-Rf6 24. Haal-f5!
2. c4-e6 25. Hadl-f4
3. RD-b6 26. g4-Hf6
4. a3-Bb7 27. Db2-He8
5. Rc3-d5 28. Hgl-Bc8
6. cxd5-Rxd5 29. Hg2-Rf8
7. Dc2-Rxc3 30. h4-Hh6
8. bxc3-Be7 31. Hh2-De7
9. e3-Dc8 32. h5-g6
10. Bb2-c5 33. Db4-Kg7
11. Bb5+-Bc6! 34. Hgl-Rd7
12. Bd3-c4! 35. Dxe7-Hxe7
13. Be2-Rd7 36. hxg6-Hxh2+
14. a4-a6 37. Kxh2-Kxg6
15. 0-0-0-0 38. Kh3-Rc5
16. e4-b5 39. Kh4-Hc7
17. Ba3-Bxa3 40. Hbl-Rb7
18. Hxa3-Db7 41. Hal-Rd6
19. Rd2-Rb6 42. Rbl-Hg7
20. a5-Rd7 43. Ra3-Kf6
21. D-e5 44. Hgl-Rf7
22. d5-Da7+ 45. Kh3-h5
23. Khl-Bb7 og Timman galst upp.
Seinni skákin er úr annarri um-
ferð og þar hefur Karpov hvítt
gegn Van der Wiel. Hollending-
urinn beitir slavneskri vörn sem
virðist vera í miklu uppáhaldi hjá
andstæðungum Karpovs í mót-
inu. Þannig hafa þeir Jóhann
Hjartarson, Timman og Húbner
allir notað hana gegn honum. Af-
brigðið sem Van der Wiel notar
er þó ekki jafn hvasst og áhættu-
samt og það sem þremenningarn-
ir notuðu. Engu að síður nær
Karpov þægilegu frumkvæði út
úr byrjuninni og framhaldið virð-
ist svo einfalt í útfærslu að manni
finnst eins og maður gæti sjálfur
verið þarna að verki. Óyggjandi
sönnun um snilldartakta. Karpov
lokkar peð Hollendingsins fram á
drottningarvæng og byrjar síðan
að pressa eftir hálfopinni c-
línunni. Þvínæst skiptir hann upp
á góða biskupi svarts, þó að það
kosti hann tvípeð, og byrjar að
bora í holurnar. Takið eftir hvað
hvítreita biskup svarts er lítils
virði enda verða örlög Van der
Wiels þau sömu og Timmans,
hann verður aðeins áhorfandi að
tilburðum Karpovs.
Karpov - Van der Wiel
slavnesk vörn
1. c4-c6
2. d4-d5
3. RD-Rfó
4. Rc3-e6
5. e3-Rd7
6. Dc2-Bd6
7. Be2-0-0
8. 0-0-dxc4
9. Bxc4-b5
10. Be2-Dc7
11. Bd2-He8
12. Hacl-Db8
13. Re4-Rxe4
14. Dxe4-Bb7
15. Dh4-h6
16. Hfdl-a5
17. Bel-Dd8
18. Dxd8-Hexd8
19. Rd2-a4
20. BD-Ha6
21. Re4-Be7
22. a3-Ha7
23. Bb4!-Bxb4 26. Hal-Kf8
24. axb4-Rb6 27. Kfl-Rd7
25. Rc5-Ba8 28. Rd3-Ke7
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
29. Ha3-Rb6
30. Kel-Hc8
31. b3-Hcc7
32. Hdal-Bb7
33. Bdl-Bc8
34. bxa4-bxa4
35. Bxa4-f6
36. Bb3-Hxa3
og svartur gafst
37. Hxa3-g5
38. Kd2-Kd6
39. Ha5-He7
40. Rc5-f5
41. Rd3-Rd3
42. D-Hb7
43. Bxd5-exd5
44. Ha8
Kasparov - Karpov
desember 1988!
Nú hefur framkvæmdaráð sov-
éska skáksambandsins ákveðið,
með 17 atkvðum af 28, að einvígi
þeirra Kasparovs og Karpovs um
meistaratign Sovétríkjanna skuli
fara fram. Þetta verða 4 skákir og
skal sú fyrsta hefjast 25. desemb-
er n.k. Ef hvorugur mætir verður
enginn krýndur og ef aðeins ann-
ar þeirra mætir skal hann hljóta
tignina. Verði þeir jafnir 2-2
munu þeir deila sigrinum. Kapp-
arnir hafa frest til 1. október til að
skrá sig. Ekkert múður á þeirn
bæ!
Breska meistara-
mótið 1988
J. Mestel er orðinn breskur
meistari eftir harða baráttu við
Chandler. Mestel varð hálfum
vinningi á undan honum og hlaut
8,5 vinninga en jafnir Chandler
kornu Flear og Murshed. I 5.-7,.
sæti komu svo Adams, Hodgson
og Plaskett með 7,5 vinninga.
Þetta er í sjötugasta og fimmta
sinn sem mótið er haldið og bar
það nokkur merki þess að bestu
mennina vantaði. Speelman,
Short og aðstoðarmaður hans
Nunn voru ekki með vegna ein-
vígis þeirra fyrrnefndu.
BRIDDS
Ólafur
Lárusson
Vel útfært spil í sókn færir 9
höfundinum ávallt mikla gleði. ^
Lítum á eitt dæmi. Yfirskrift
spilsins hér á eftir gæti verið „yfir- 10
færðir möguleikar".
65
8
K865 ÁD9
D9
7 KD5? G10
G1087 K6543
Á1042 87653
G983 ÁD9432 2 KG Á764 10
Sagnir voru ekki ýkja flóknar
eftir grand-opnun í Norður og
enduðu í 6 spöðum í Suður. Ut-
spiliðvar hjartagosi. Sagnhafi leit
yfir dýrðina og „sá“ 12 upplagða
slagi, ef laufið hagaði sér. Svo
reyndist ekki, einsog sjá má. Ein-
hverjar tillögur?
Eftir að hafa drepið á ásinn í
hjarta í byrjun, tekið trompið og
litið á laufastöðuna, fengum við
þessa stöðu:
76
Við spilum út spaðatvisti að
heiman (síðasta trompið) og
Vestur reyndist vera varnarlaus.
Galdurinn var að „yfirfæra"
þröngina á Vestur, nteð því að
spila hjartadrottningu í miðju
spili, Austur lagði kóng á (við
göngum út frá því að vörnin sé
heiðarleg...), trompum heimaog
fáunt upp ofangreinda stöðu.
Vestur reynist ekki þess megnug-
ur að valda bæði hjartað og
laufið, eigandi tíuna í hjarta með
gosanum.
Eitt af þessum spilum sent höf-
undar ramma inn eða ganga með
upp á vasann...