Þjóðviljinn - 23.09.1988, Síða 29

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Síða 29
Myndbandaskólinn ANGANTYSSON TÓK SAMAN 8. hluti Hljóð íkvikmyndum I síðustu viku hófum við umfjöliun okkar um hljóð- notkun hinna lifandi mynda. Var þess meðal annars getið þar, að notkun hljóðs í kvikmyndum má í grófum dráttum skipta upp í fimm höfuðflokka. Nefni- lega: Samhæft hljóð, skýr- ingartexta, umhverfishljóð, hljóðeffekta og tónlist. Höldum við í dag áfram um- fjölluninni þar sem frá var horfið í síðustu viku. Rökhyggja okkar og það sem við köllum „heilbrigða skyn- semi“ eru þau tól er við einna helst nýtum okkur til að kljást við þann aragrúa misbrigðulla boða, er stöðugt og í ofgnótt berast til skynfæra okkar úr umhverfinu. Hvort heldur um er að ræða jafn flókið félagslegt atferlismunstur og að aka bifreið um fjölfarna umferðargötu, eða þá er sitjum frammi fyrir sjónvarpsviðtækinu heima í stofu berjandi augum ein- hvern framhaldsmyndaflokk- inn... eða ef því er að skipta: Okkar eigið myndefni af mynd- böndum. Vísindahyggja samtímans hef- ur aukinheldur kennt okkur, að tveir plús tveir séu fjórir. Að heildin sé að öðru jöfnu jafn stór summu hinna einstöku hluta hennar. En er það í raun svo? Er heildin alltaf jafn stór sumum hinna einstöku hluta hennar?! „Hvurn djöfulinn á þetta rugl að þýða“, kann nú einhver að spyrja. „Hvaða erindi á þetta þvaður í greinaflokk um mynd- bandagerð fyrir byrjendur?“ Jú, svarið er einfalt og byggir á þeirri fullyrðingu, að allur sann- leikur er afstæður. Tveir plús tveir geta nefnilega undir vissum kringumstæðum gefið okkur summuna fimm! Með öðrum orð- um: í kvikmyndum er heildin í sumum tilvikum og reyndar of- tastnær stærri, en summa hinna einstöku hluta hennar. Og ekki bara í kvikmyndum, heldur á þessi fullyrðing reyndar við um alla aðra listsköpun. Hvaða nafni sem hún nefnist. f henni felst sem sagt kjarni allrar sannrar list- sköpunar. Listamaðurinn tekur sér til handagagns brot úr raunveru- leikanum, raðar þeim saman eftir eigin höfði í málverk, skáldsögu, ljóðabálk, eða ef því er að skipta: kvikmynd. Útkoman eða summan af þessari endurupp- röðun hans á hinum ólíku brotum raunveruleikans, á í sjálfu sér ósköp lítið skylt við þann raun- veruleikaheim, er upphaflega varð hvatinn að þessari list- sköpun hans. Hún er eitthvað annað og meira. Hún getur m.o.ö. skoðast sem persónuleg túlkun hans á þeim raunveru- leikaheimi, er hann tekur til um- fjöllunar hverju sinni. Að þessum formála loknum skulum við halda áfram þar sem frá var horfið í síðustu viku í um- fjöllun okkar um hljóðvinnslu kvikmynda. Það er: Hvernig við getum, með hönduglega útfærðri hljóðvinnslu, ráðskast með þann raunveruleikaheim, er við erum að fást við hverju sinni í kvik- myndum okkar. Og jafnvel í sumum tilvikum: Rökhyggju og „heilbrigða skynsemi" áhorfenda okkar. Hljóð- effektar Hljóðeffektar kallast einu nafni þau hljóð, sem eiga beint eða óbeint við um það, sem á sér stað í myndfletinum hverju sinni, en sem eru ekki tekin upp um leið og myndin, heldur bætt inná myndbandið í eftirvinnslunni. Agæt dæmi um áhrifaríka notkun hlóðeffekta í kvikmynd- um eru drunurnar í geimskipum stjörnustríðsmynda samtímans, sem í sextán rása dolby-stereó bylja á hljóðhimnum hugfang- inna áhorfenda. Þó svo að flestir þeirra vita mæta vel, að hljóð- bylgjur geti engan veginn ferðast um í tómarúmi himingeimsins! Sömuleiðis eru bremsuhljóð og ýlfrið í hjólbörðum bifreiða lög- regluþjónanna í „Miami Vice“ mun hávaðasamari, en reynsla okkar sjálfra af fyrirbærinu segir til um. Það virðist einu gilda með hvaða tilþrifum þeir aki af stað, hversu hratt þeir aki ökutækjum sínum fyrir horn, ellegar hvort þeir eru á malbiki eða malarvegi: Alltaf skal ýlfrið í hjólbörðum bifreiða þeirra yfirgnæfa önnur hljóð í umhverfinu. Og hvers vegna eru svo menn- irnir að ráðskast þetta með „heilbrigða skynsemi" áhorfenda sinna, jú, þessir hljóðeffektar gefa myndefninu dýpri og áþreifanlegri blæ. Áhorfendur komast með öðrum orðum í nán- ari snertingu við myndefnið. Skilningarvit þeirra eru svo upp- tekin við að nema allan þann ara- grúa af boðum, er til þeirra berast af hvíta tjaldinu eða skjánum að þeir eru sér á sýningarstundinni sjaldnast meðvitaðir um þann grikk sem þeim er gerður. Það er: Að heildarútkoman úr þessari samlagningu þeirra er oftastnær stærri, en summan af hinum ein- stöku hlutum þess raunveruleika- heims, er notaður var sem hrá- efni við gerð myndarinnar. Safn eigin hljóðeffekta En hugvitsamleg notkun hljóð- effekta er ekki einkamál atvinnu- manna í kvikmyndagerð. Þeir eru ekki síður ómetanlegt hjálpar- tæki þeim áhugamönnum í greininni, sem eru sér fyllilega meðvitaðir um mikilvægi hljóð- vinnslunnar fyrir áhrifamátt eigin kvikmynda. Þeir áhugamenn um mynd- bandagerð, sem hvað bestum ár- angri ná á þessu sviði koma sér gjarnan upp eigin hljóðeffekta- safni. Það er: Á segulbandið í hljómleikasamstæðu fjölskyld- unnar safna þeir öllum mögu- legum og ómögulegum hljóðum úr nánasta umhverfi sínu. Hljóð- um sem þeir síðan nota með góð- um árangri við hljóðsetningu eigin myndbanda. Ef þið hafið hug á að koma ykkur upp eigin hljóðeffekta- safni, skuluð þið gæta þess að hafa upptökurnar nægjanlega langar, til þess að geta valið þá hluta þeirra, er best henta mynd- efni ykkar hverju sinni. Hvort heldur um er að ræða stjörnust- ríðseffekta úr kvikmyndum sem sýndar eru í sjónvarpi, eða regnið sem bylur á eldhúsglugganum einhvert rigningarkvöldið í maí. Gætið þess einnig, að þessi hljóð séu eins „hreinræktuð“ og frekast er unnt. Það er: Fjarlægið eldhúsklukkuna úr eldhúsinu, áður en þið takið upp rigningar- effektinn. Því einsog við minntumst á í síðustu viku, þá tekur hjóðneminn upp „öll“ hljóð í umhverfinu, hvort sem við erum okkur meðvituð um þau á upptökustundinni eða ekki. Einnig er mikilvægt, að þið hafið gott skipulag á effektasafni ykkar. Einfaldlega í þeim tilgangi að auðvelda leit í safninu. Merkið hverja spólu með númeri eða ein- hvers konar bókstafakerfi, og haldið jafnframt nákvæmt bók- hald yfir hvað er á hverri spólu. Þannig haldið þið t.d. öllum rigningar-effektum á sérstakri spólu. Það merkið einnig hversu langur effektinn er, hvar hann er að fínna á spólunni og ekki síst: Hverseðlis hann er. Ert.d. um að ræða rigningareffekt tekinn inni í bíl, er vélin gangsett, er bíllinn á ferð, eru rúðuþurrkurnar gang- settar o.s.frv. o.s.frv. Gott hljóðeffektasafn getur sem sagt reynst áhugamanninum ómetanleg hjálparhella, jafnt til að fela Ijót „hopp-klipp“ í hljóð- karakter umhverfishljóða (sem við fjölluðum um í síðustu viku) og ekki síst til að gefa myndum ykkar þann sérstæða karakter er þið sækist eftir hverju sinni. Og sem ef til vill cr ekki til staðar á þeim stað, hvar upptaka mynd- efnisins fer fram! Hvað slík umhverfishljóð varðar, reynist oft heilladrjúgt að safna nægilegu efni á segulbandið' á upptökustöðum, sem erfitt get- ur reynst að nálgast síðar (t.d. í sumarleyfisferð fjölskyldunnar út á land, eða jafnvel erlendis). Efni, hvers notagildi þið sjáið ekki í fljótu bragði á upptöku- stundinni, en sem síðar má nota með góðum árangri við hljóð- setninguna til að gefa myndefn- inu dýpri og fyllri merkingar. T.d. hróp og köll götusala á er- lendum markaðstorgum gargið í varpfuglunum við Látrabjarg og jafnvel erlendar hljóðvarpsdag- skrár, sem með góðum árangri má leggja yfir t.d. vettvangs- myndir af skýjakljúfum, sem teknar voru út um leigubílsglugga í stórborgarreisu fjölskyldunnar á liðnu sumri. Nóg um hljóðeffekta að sinni. í næstu viku munum við enn um stund halda áfram umfjöllun okkar um hljóðvinnslu kvik- mynda og myndbanda. ___________SKAÐI SKRIFAR_____ Það vantar aðalf lokkinn Mér, Skaða, blöskra mjög fleðulætin og framhjáhaldið í hin- um pólitísku svefnherbergjum. Fyrir mig, gamlan, lífsreyndan og ábyrgan, er þetta eins og hvert annað sukk þar sem óminnisheg- rinn krækir í hnakka manna, tos- ar þá upp úr alvarlegum siðgæðis- buxum og lætur þá vakna allsbera á allsendis framandi kodda. Og veit nú enginn lengur hver er h vað og hver erekkihvað. Sjálfur hefi ég aldrei skilið hvernig á því stendur að allskon- ar flokkapíslir eru að flækjast fyrir Sjálfstæðisflokknum mín- um, sem er eins og allir vita hinn sanni vettvangur málamiðlana á íslandi, hvort sem menn heldur vilja láta þjóðarskútuna reka upp á sker sjálfa eða stíma í strand af ásettu ráði og með karlmennsku. Þess vegna brá mér svolítið í brún þegar ungur frændi minn, sem vinnur í Ljósvakanum segir si sona við mig í gær í miðjum stjórnarmyndunarpælingum: Þetta verður allt í skötulíki hjá þessum pólitíkusum, frændi minn Skaði, meðan þeir gleyma aðal- flokknum í landinu. Aðalhvað ? spurði ég alveg grallaralaus. Aldrei fylgist þú með, Skaði, sagði hann. Það er náttúrlega Fjölmiðlaflokkurinn. Jæja sagði ég. Fjölmiðlaflokk- urinn. Og hvaða fólk er það? Við náttúrlega sem vinnum við fjölmiðlana og spjöllum við fólk- ið og það sem kemur út úr því spjalli, þaðerFjölmiðlaflokkur- inn. Jahérna, sagði ég. Og hverer svo stefna flokksins? Hún er afar skýr og einföld, sagði frændi minn. Við í Fjöl- miðlaflokknum viljum lækka skatta og draga úr umsvifum ríkisins og fækka ríkisstarfs- mönnum um þúsund eða meir. Aha, sagði ég, þið eruð sem- sagt hægriflokkur. Alls ekki, sagði frændi minn. Við viljum líka tryggja öllum landsins börnum dagvistarpláss, bæta skólana, fjölga fóstrum og kennurum um þúsund, tryggja ís- lenskri þjóð bestu sjúkraþjón- ustu í heimi og láta aldraða sam- borgara njóta ellinnar í áhyggju- lausu, fögru og sérhönnuðu um- hverfi. Þið eruð þá vinstriflokkur, sagðiég. Alls ekki. Manstu ekki, að við viljum einmitt lækka skatta á frjálsum einstaklingum svo þeir geti keypt sér hvað sem þeim sýn- ist fyrir sína eigin aura og við vilj- um skera niður helvítis ríkið og kerfið og allt það sem seilist í pyngju vora. Jamikasskoti, sagði ég. En þetta kemur bara ekki heim og saman. Víst kemur það heim og sam- an, sagðifrændi minn. Þettaer hin eina lýðræðislega stefna vegna þess að þetta er það sem fólkið vill, konur sem karlar. Farðu bara út á götu og spyrðu. Já en heildarstefnan... Maður á ekki að reyna að gleypa allan heiminn í einu frændi, sagði fjölmiðlungurinn. Maður á að taka bara eitt mál í einu og vera ekki að flækja þau saman eins og þessir grautar- dalllar í flokkunum gömlu gera. Elliheimilin sér. Skattamálin sér. Allt sér. Allt sér á parti? hváði ég. Einmitt. Það er einmitt með því móti að Fjölmiðlaflokkurinn er alltaf stefnu sinni trúr. Hann er ekki eins og þessir vesælu stjórnmálamenn, sem eru alltaf að svíkj a þjóðina á víxl - annað- hvort með því að skera ekki niður ríkisútgjöldin nóg eða auka ekki nóg útgjöld til félagslegrar ham- ingju. Þetta pakkeraldreisjálfu sér samkvæmt maður, þetta bara gengurekki lengur.... NÝTT HELGARBLAÐ - VjÓÐVILJINN - SlÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.