Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 4
Það er hrópað á breytingar A BEININU Ögmundur Jónasson, nýkjörinn formaður BSRB: Ég mun beita mérfyrir þvíaðþað verði samiðfyrir opnum tjöldum Það hefur vart farið framhjá neinum landsmanni að nýr formaður hefur verið kjörinn í BSRB. Ögmundur Jónasson var kjörinn með yfirgnæfandi fjölda atkvæða eftir að flestir höfðu spáð mjög tvísýnum úrslitum. ögmundur er á beininu þessa helgina. Þú ert vanur að vera í spyrils- hlutverkinu en ert nú kominn öf- ugu megin við borðið. „Ég er alltaf réttu megin við borðið.“ Hversvegna hélst þú áfram að vera í BSRB eftir að flestir félagar þinir á fréttastofunni gengu í BHM? Er ástæðan sú sem Tíminn gaf í skyn í vikunni, að þú hafir alltaf stefnt að því að verða for- maður samtakanna? „Það er rangt að samstarfs- menn mínir á fréttastofu Sjón- varps hafi allir gengið í BHM. Meirihluti þeirra var í Starfs- mannafélagi Sjónvarpsins. A fréttastofu Sjónvarps hef ég ekki gert greinarmun á fréttamönnum og öðrum starfsmönnum. Hins- vegar hafa allar línur í Starfs- mannafélaginu riðlast að þessu leyti á síðustu árum. Fjöldi tækni- manna fór yfir í Rafiðnaðarsam-, bandið en aðrir eru enn í Starfs- mannafélaginu. Ýmsir einstakl- ingar hafa verið í BHMR en aðrir í BSRB. En það er rétt að frétta- menn fóru flestir yfir í BHM fyrir nokkrum árum en minnihluti upp á einn mann varð eftir í BSRB. Sá minnihluti er þó í meirihluta þeg- • ar litið er á starfsmenn fréttasto- funnar almennt.“ Hversvegna ákvaðstu að verða eftir í BSRB? „Það var vegna þess að ég kunni ágætlega við mig í BSRB og ég vildi ekki afsala mér verk- fallsrétti sem fylgdi þessari stofn- un Félags fréttamanna á sínum tíma og inngöngunni í BHM. Ég taldi einnig þörf á því að styrkja Starfsmannafélagið. Ég taldi það öflugasta félagið innan stofnun- arinnar.“ Hver telur þú að ástæðan sé fyrir því að þú fékkst svona afger- artdi kosningu strax í fyrstu um- ferð kosninganna? „Ég held að mönnum hafi þótt mitt framboð tengjast kröfu, sem er ekki aðeins gerð innan BSRB, heldur allsstaðar í þjóðfélaginu, um breytingar. Það er hrópað á breytingar allsstaðar í þjóðfé- laginu. Fólk er búið að fá nóg af miðstýringu og valdstjórn. Fólk hrópar á opnara kerfi og meiri virkni einstaklinganna. Ég held að fólk hafi tengt mitt framboð slíkum hugmyndum.“ Hvað ætlar þú að gera til þess að gera einstaklingana virkari í starfinu? „Ég mun leita ýmissa leiða til þess og er þegar farinn að bera mig eftir hugmyndum annarra um þetta. Það er sjálfgefið að þetta mun ég ekki gera einn á báti. Það verða ailir að leggjast á árarnar. Ég held að það séu margar leiðir til þessa. Það fylgir því að fá ábyrgð og ákvörðunar- rétt að fólk verður virkara. Það þarf því að stefna að því að færa ábyrgðina og ákvarðanatökuna sem næst einstaklingunum.“ Ertu að segja með þessu að BSRB hafi verið of miðstýrt? „Ég held að flestum stofnunum í íslensku þjóðfélagi sé miðstýrt um of. Það á ekkert frekar við um BSRB en önnur apparöt. Það vill stundum gleymast í þessari um- ræðu, þegar við erum að tala um miðstýringu og valddreifingu, að hlutirnir eru settir upp í svart hvítt. í BSRB hefur verið unnið mikið og merkilegt starf í áranna rás og þeir sem hafa verið hér í forystu eiga lof skilið fyrir margt sem hefur verið gert. Hér hafa verið byggð upp öflug og sterk samtök og menn verða að forðast að gera lítið úr þessu starfi. Það vil ég alls ekki gera. Hinsvegar er þörf á því í þessum samtökum, ekki síður en í öðrum stofnunum samfélagsins, að fá ákveðna af- stöðubreytingu. Þetta er ekki bara spurning um form eða skipulag. Þetta er ekki síður spurning um afstöðu." Kosningabaráttan var töluvert hörð. Óttastu að hún muni skilja eftir sig spor innan samtakanna? „Það held ég ekki.“ Kristján Thorlacius virtist ekki par hrifínn af því að þú tækir við af honum. Er ekki erfitt að taka þetta starf að sér og hafa ekki fulltingi fyrri formanns? „Kristján Thorlacius er hættur störfum. Ég horfi fyrst og fremst til framtíðarinnar en vil leggja áherslu á að Kristján hefur á sín- um langa formannsferli, ásamt öðrum forystumönnum þessara samtaka, Haraldi Steinþórssyni o.fl. unnið merkilegt starf. Þessir menn verða að fá að njóta sannmælis." Það er talað um að þetta kjör þitt sýni ákveðin kynslóðaskipti og að nú séu þeir að ná yfirhönd- inni í BSRB sem urðu undir í ver- kfallinu 1984 þegar þáverandi stjórn ákvað að ganga til samn- inga. Hefur ekki gróið um heilt síðan? „Verkfallslokin 1984 skildu eftir djúp sár. Hinsvegar held ég að þetta verkfall hafi gert mikið gagn. Það gerbreytti umræðu í landinu. Ráðamenn, sem höfðu á prjónunum áform um frekari kjaraskerðingar, áttuðu sig á villu síns vegar, þótt það tæki I tíma að síast inn. En það er langur tími liðinn frá þessu verk- falli og á þessu þingi skipti það mönnum ekki í fylkingar." Hefur vinstristimpillinn sem þú I hefur haft háð þér? „Nei. Ég hef ekki áhyggjur af merkimiðum.“ Nú ert þú fyrrverandi frétta- maður. Verkalýðsleiðtogar og stjórnmálamenn hafa kvartað mjög undan ágengni frétta- manna. Ertu sammála því að þeir séu of ágengir? „Nei. Ég vil hafa þá ágenga, en jafnframt málefnalega." Muntu beita þér fyrir því að það verði samið fyrir opnum tjöldum? „Já.“ Hefur hlutverk heildarsamtak- anna ekki minnkað við það að samningsrétturinn var færður til félaganna? „Vægi heildarsamtakanna er síst minna eftir þessa breytingu. Það kom berlega í ljós á þinginu að menn telja að ábyrgðin sé síst minni hjá þeim og vilja reyndar efla allar stofnanir bandalagsins, einkuin það sem lýtur að upplýs- ingaöflun og -miðlun. Aðildarfé- lögin, munu eftir sem áður geta samið í samfloti og það verður hlutýerk bandalagsins að stilla saman strengi þegar þess er á /að borð óskað.“ 2n hlutverk skrifstofunnar; væri ekki ástæða til að draga úr umsvifum hennar? „Síður en svo. Það þarf að efla starfsemina hér.“ Má búast við mannabreyting- um hér með nýjum formanni? „Ég er að kanna óskir starfs- manna í þessu efni. Allt starf á vegum samtakanna verður end- urmetið og kannað með hvaða hætti það verður innt af hendi á sem árangursríkastan hátt, hvort það kunni að vera til aðrar og nýjar leiðir í því efni. Þetta verð- ur kannað á næstunni.“ Það kom fram sú tillaga á þing- inu, sem ekki var afgreidd, að formaður sæti bara í þrjú kjör- tímabil. Hver er afstaða þín til þeirrar tillögu? „Mín afstaða er sú að menn sem veljast til forystu eða verk- stjórnar í samtökum launamanna eigi ekki að sitja mjög lengi. Ég held að það sé nauðsynlegt að hafa talsvert gegnumstreymi.“ Þú lítur ekki á þetta sem ævi- ráðningu? „Nei, síður en svo.“ Muntu beita þér fyrir aukinni samvinnu við önnur heildar- samtök launafólks; ASI og BHM t.d.? „Alveg hiklaust. Við eigum margt sameiginlegt með öðrum launamönnum. Það er t.d. ýmis- legt sem lýtur að margvíslegum réttindum, sem við verðum að hafa um nána samvinnu við aðra opinbera starfsmenn og önnur samtök launafólks." Hvað með ASÍ; telurðu að ASI og BSRB geti verið meira sam- stiga en hingað til? „Takmarkið er ekki samstaða eða að ganga í takt, heldur spurn- ingin hver takturinn er, um hvað samstaðan myndast." Þú talar einsog véfréttin í Delfi. „Þetta er spurning um inni- hald. Það er ekkert takmark 1 sjálfu sér að standa saman. Spurningin er um hvað staðið er saman.“ , Má ekki draga þá ályktun að eftir því sem samtökin eru stærri og meira samstiga aukist mögu- leikarnir á að þau nái meiri ar- angri? , .. Jú. Þessvegna myndum vio samtök. Við myndum samtök vegna þess að einstaklingarnir verða sterkari þegar þeir standa saman. Samtökin byggja á ein- staklingum með óskir og spurn- ingin snýst því um það að ná sam- stöðu um sameiginlegar óskir og sameiginleg markmið. Þú sérð ekki fyrir þér BSRB, ASÍ, BHM og öll þessi félög í einni sæng einhverntíma í óljósri fram- tíð? Ein öflug samtök launafólks í landinu. „Ég held að það væri í sjálfu sér æskilegt, að allir launamenn gætu sameinast um þau baráttumark- mið, sem eru okkur sameiginleg, að bæta kjör launamanna, að jafna lífskjörin og berjast fyrir at- vinnulýðræði. Auðvitað eigum við að vera samstiga um þetta og reyna að mynda samstöðu um þetta. Hvernig sem við gerum það skipulagslega.“ Þið mótmæltuð harðlega af- námi samningsréttarins. Kemur til greina að þínu mati að þessum mótmælum verði fylgt eftir með einhverjum aðgerðum? „Þetta verður rætt í stjórn sam- takanna og í samtökunum al- mennt. Eitt er ljóst: það verður ekki þolað að samningsréttur sé svívirtur einsog gert hefur verið. Besta ráðið til að koma í veg fyrir að svo verði er að byggja upp öf- lug og sterk samtök. Því miður er það svo að það er síður gert á hlut þess sem er öflugur. Ég held að bað sé mikið mannréttindamál að koffla !"Vii lýTir þær umgengnis- venjur í þjóðfélaginu einsog hér hafa tíðkast, að menn semji og gangi síðan á gerða samninga." Þegar bráðabirgðalögin renna úr gildi eru samningar lausir. Eru menn farnir að huga að kröfu- gerð og hvort farið verði fram sameiginlega með kröfur eða hvert félag semji fyrir sig? „Sú umræða er þegar komin á veg innan samtakanna.“ Býstu við að menn muni fyrst og fremst leggja áherslu á launa- hækkanir í komandi samningum eða leita annarra leiða? „Þetta er einmitt verið að ræða. Aðalmálið er að þorri op- inberra starfsmanna er láglauna- fólk sem þolir ekki kaupmáttar- / skerðingu og það verður að leita allra ráða til þess að koma í veg fyrir hana, snúa vörn í sókn og bæta lífsgæðin en draga ekki úr þeim.“ -Sáf M 4Í 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988 /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.