Þjóðviljinn - 28.10.1988, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Síða 15
sitt mark á starfið í ráðuneytinu, og þessi stutti tími sem ég hef ver- ið þar því e.t.v. ekki verið alveg í þeim takti sem verður. Guðrún segist sjá nokkurn veginn fyrir hvernig starf sitt í menntamálaráðuneytinu muni þróast. - Fólk leitar mjög mikið til ráðuneytisins, skólafólk af öllu landinu með ábendingar, tillögur og ráðleggingar. Þetta er mjög já- kvætt fólk sem býr við erfiðar að- stæður og h^fur heilbrigða sýn og ég vona að það haldi áfram að láta vilja sinn í ljós. Verkefnin verða fyrst og fremst að sinna stefnumörkun og vinna ásamt þessu fólki öllu saman að endur- skoðun á meira og minna öllum verkefnum ráðuneytisins. Við verðum að virkja allt þetta áhugasama skólafólk og tryggja gott samstarf þess við ráðherra og ráðuneyti. Verkefnin sem hlaðast upp í landbúnaðaráðuneytinu eru einkúm af tvennum toga spunn- in, að sögn Álfhildar. - Það eru erindi einstakra bænda, og hins vegar það sem kemur frá hagsmunasamtökum og stærri hópum. Það er í nógu að snúast og óhætt að fullyrða að það er enginn skortur á verkefnum, nema síður sé. - Það sem mér hefur fundist einna lærdómsríkast þessa síð- ustu daga er hversu ýmis mál og erindi sem berast upp í hendurn- ar á manni frá fólki alls staðar af landinu, segja manni hvernig kerfið getur oft verið seinvirkt og lagst á brýn úrlausnarmál, segir Svanfríður. - Ég lít á það sem eitt af hlutverkum okkar að tryggja að þetta kerfi þjóni fólki eins og til er ætlast og við verðum að vinna að því. Mánuðir eða ár? Hvað með næstu framtíð, er þessi ríkisstjórn komin til að vera út kjörtímabilið, hefur hún möguleika til að starfa þann tíma, eða lifir hún ekki nema örfáa mánuði? Hvað segja aðstoðar- mennirnir um þau mál? - Ég ætla að taka mér sumarfrí í ágúst eftir 3 ár. Ég held að það gefist ekki tími fyrr, svarar Guð- rún að bragði. Hinar brosa og Svanfríður segir Guðrúnu greini- lega vera á sömu línu og pabbi sinn. - Hann er að leita að íbúð fyrir mig hér á höfuðborgarsvæð- inu og þegar fólk spyr um leigu- tímann, þá svarar hann að bragði: Ætli það verði ekki þrjú ár. Hann er gamall Framsóknar- maður og vill að þetta samstarf haldi. - Sjálfri sýnist mér þetta geta farið allavega. f fyrsta lagi vegna þess við hvaða aðstæður við gengum til þessa stjórnarsam- starfs, og í öðru lagi vegna ótr- yggs þingmeirihluta stjórnarinn- ar. Ég hef hins vegar trú á því að þessar aðstæður í þinginu geti haft ný og jákvæð áhrif á þing- störfin, en við eigum eftir að sjá hvernig til tekst. Góð vinkona mín telur að íslendingar hafi ekki þann þroska sem þarf til þess að þetta lítill meirihluti geti dugað. Við sjáum hvað setur. Guðrún telur aftur á móti að þessi naumi meirihluti geti verið mikill styrkur fyrir stjórnina. - Það getur enginn leyft sér að hlaupast undan merkjum þegar þannig er ástatt. - Já, þetta er nýtt fyrir okkur í stjórnsýslunni og prófsteinn fyrir Alþingi einn- ig, segir Svanfríður og bætir við að nú séu komnar upp nýjar að- stæður og um leið skyldur, ekki aðeins gagnvart stjórninni, held- ur ekki síður stjórnarandstöð- unni. Tekur allt sinn tíma Álfhildur segir að ekki veiti af töluverðum starfstíma til að geta komist yfir þau verk sem bíða úr- lausnar í málefnum landsbyggð- arinnar. - Ástandið er því miður þannig, að við getum ekki látið okkur dreyma um að þessari rík- isstjórn takist að koma ölium málum í viðunandi horf á ein- hverri örskammri stundu. Þetta mun allt taka sinn tíma. - Þetta er alveg rétt hjá Álf- hildi, bætir Svanfríður við. - Á- standið er býsna vel skjalfest af þeim sem skiluðu af sér þessu þrotabúi, og þeir hinir sömu hlaupast ekki frá þessum undir- skriftum sínum. Það er ekki auðvelt að koma að þessu, ekki síst þar sem ýmsar afleiðingar fyrri stjórnarstefnu eru enn að koma fram og eiga eftir að koma fram á næstu mánuðum. Fólk og fyrirtæki eru að búa sig undir að taka við þessu uppgjöri. Menn eru kannski ekki sammála um hversu mikil þessi kreppa sé eða verði, en þó sammála um að það verði ekki séð fyrir endann á þessu dæmi ennþá. Væntingar og draumar Hvort sem starfstíminn verður naumur eða drjúgur; að hverju vilja þær flokkssystur þrjár ein- beita sér fyrst og fremst í sínum ráðuneytum? - Ég vil sjá samfelldan, einset- inn skóla. Ég vil líka að draumur- inn um næg og góð dagvistarhei- mili rætist, sagði Guðrún Ágústs- dóttir sem hefur greinilega nógu að sinna í menntamálaráðuneyt- inu. - Ég vil sjá myndarlegt menn- ingarlíf blómstra í þessu landi og að við byggjum upp skólakerfi sem tryggir að hver og einn fái kennslu og leiðbeiningu við sitt hæfi. Ég vil einnig gjarnan sjá að uppeldis- og kennslustéttir njóti aukins skilnings og virðingar á mikilvægi starfa sinna. Álfhildur Ólafsdóttir segist telja mest um vert að þeir sem stunda landbúnað fái skýrari og hreinni línur í sínum málum svo tryggð sé eðlileg lífsafkoma fyrir þessa stétt. - í dag getur margt fólk hvorki lifað né dáið. - Það þarf að huga að svæða- skipulagi og horfa á landbúnað og landvernd í samhengi. Það verður einnig að gera fræðslu- mál, leiðbeiningar og rannsókna- mál skilvirkari fyrir bændur. Það er líka kominn tími til að konur í sveit fái full mannréttindi. Ég tel að þær búi við það í dag að ekki sé litið á þær sem sjálfstæða aðila heldur sem hluta af bústofni. Svanfríður Jónasdóttir telur að þessi stjórnarþátttaka sé mjög mikilvæg í ýmsu tilliti fyrir Al- þýðubandalagið og gefi flokkn- um tilefni til að meta ýmislegt á nýjan leik. - Ég vil m.a. gjarnan sjá það rætast sem stöllur mínar hafa nefnt hér á undan. Við fórum inn í þessa ríkisstjórn við mjög und- arlegar og erfiðar aðstæður. Ég vona hins vegar að erfiðleikarnir verði til þess að við séum öll reiðubúnari en ella að hugsa hlut- ina upp á nýtt, þar sem menn horfi fyrst og fremst á markmið- in. Staðan í dag gefur okkur öllum tilefni til þess og maður vonar að niðurstaðan verði sú að við getum tryggt hér grundvöll fyrir það þjóðfélag sem við vilj- um sjá og lifa í. -lg- Álfhildur Ólafsdóttir: - Paö er ekki litið á bændakonur ídag sem sjálfstæða aðila, heldursem hlutaafbústofni. Myndir-Jim Smart. Guðrún Ágústsdóttir: - Við verðum að virkja allt áhugasamt skólafólk til starfa. Svanfríður Jónasdóttir: - Plástrakenningin og mikið af þessari umræðu finnst mér einnkennast af kvenfyriditningu. Fös.udagur 28. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.