Þjóðviljinn - 28.10.1988, Qupperneq 23
Kossinn
Alþýðuleikhúsið sýnir í kjallara
Hlaðvarpans:
Koss Kóngulóarkonunnar eftir
Manuel Puig.
Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Sigrún Valdbergsdóttir
Tónlist: Lárus Halldór Grímsson
Lýsing: Arni Baldvinsson
Leikmynd og búningar: Gerla
Leikendur: Arni Pétur Guðjónsson,
Guðmundur Ólafsson, Viðar
Eggertsson, Rúnar Lund
Leikurinn um Koss Kóngu-
lóarkonunnar hefur á fáum árum
farið sigurför um heiminn og er
ekki að undra. Þetta er marg-
slungið og heillandi leikrit og gef-
ur tveim leikurum einstakt tæki-
færi til að sýna okkur leikni og
getu í samþjöppuðu og að-
þrengdu rými fangaklefans. Þar
lýstur saman tveim gerólíkum
heimum við hrikalegar aðstæður
kúgunar og pyntinga, svo hrika-
legar að hverjum áhorfanda of-
býður. Valentin er pólitískur akt-
ífísti, borgaraskæruliði, sem situr
og herðir hugann við lestur fræð-
anna, harðskeyttur og hertur til
að standast hverja þá þolraun,
sem fyrir hann verður lögð. Hann
veit fyrir víst að hans bíða pynt-
ingar og dauði. Herbergisfélagi
hans er sýnu eldri og situr inni
fyrir kynferðisafbrot, líklega við-
skipti við vændisdrengi. Molina
er veiklunda draumhugi, um-
hyggjusamur gagnvart hinum af-
skiptalitla félaga sínum. Stéttar-
leg staða þeirra er gerólík: Mo-
lina er smáborgari og dreymir
dagdrauma um sældarlíf góðbor-
garans, Valentín er verkalýðs-
sinni. Og í klefanum deila þeir
kjörum, reynslu og draumum.
Leikurinn fjallar öllu fremur um
skírslu, hvernig þeir komast hvor
um sig til manns, betri, sannari og
sáttari við hlutskipti sitt.
Þetta er feikierfitt leikrit í
sviðsetningu og leik. Sýning Al-
þýðuleikhússins á Kossinum er
viðunandi íalla staði. Sigrún hef-
ur unnið vel sitt verkefni af
kostgæfni í flestu, leikmynd
Gerlu er eins og efni standa til og
aðstæður bjóða uppá, tónlist Lár-
usar ágæt til síns brúks, en hefði
mátt draga meiri dám af anda
undangengins og eftirfarandi at-
riðis. Viðar Eggertsson lék fang-
elsisstjóra á hljómbandi af mikilli
innlifun og fantaskap sem kom
skemmtilega á óvart. Þær upp-
tökur voru fínar og ætti að koma
Sigrúnu Valbergsdóttur að hjá
Hljóðvarpi sem leikstjóra.
Guðmundur Ólafsson leikur
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
Valentín og vinnur hér áfanga-
sigur á hinni þyrnum stráðu braut
leikarans. Hann skilur hlutverkið
hárréttum skilningi og hefur yfir
að búa þeirri tækni sem þarf til að
holdgera túlkun sína. Hann
brestur einungis á fáum stöðum
þegar hann hækkar róminn og
hrópar. Rödd hans er há og
hættir til að skrækja ef hann gáir
ekki að sér. Þá verður hann of
hraður og áhorfandinn tapar
merkingu og hann sjálfur fullum
tökum. Þetta er tæknileg að-
finnsla og hefur hún einnig átt við
í ýmsum fyrri hlutum Guðmund-
ar. En hann er vaxandi leikari og
vinnur þetta hlutverk prýðisvel.
Árni Pétur Guðjónsson er ekki
eins gamall í hettunni, ekki jafn
reyndur í að kljást við persónu-
túlkun og Guðmundur. Honum
er ætluð sú þolraun að takast á
við Molina, hinn blíða sagna-
mann, sýna okkur hvernig hann
vinnur hægt á andúð og fyrirlitn-
ingu Valentíns, hvernig hann
bregður á leik í allri auðmýkt og
skömm svikarans. Og sannast
sagna verður reynsluleysið hon-
um að falli. Mér sýnist skilningur
hans í öllum atriðum réttur, en
bæði í fasi og hljóm er hann vand-
ræðalegur, ekki hikandi, heldur
slakar hann ekki á í túlkun sinni.
Hér liggur meginbrestur sýning-
arinnar og verður að vísa ábyrgð-
inni á leikstjórann.
Því verður þó ekki á móti mælt
að Kossinn er mögnuð sýning,
skemmtileg sýning, grimm og
falleg í öllum sínum ljótleik. Og
ákaflega er okkur hollt að sitja
eina kvöldstund og kynnast heimi
dýflissunnar og sjá þau öfl að
verki sem leiða menn til frels-
unar.
FRABÆR
II
TSALA
í Kjötmiðstöðinni
Garðabæ
( skóm oq fatnaoi
Opnunartími:
Laugard. 9-18
Sunnud. 11-18
Virka daga 9-19
MJÖG MIKILL
AFSLÁTTUR
KYNIMING
á OEWEAR vetrarfatnaði
ÞÓRUNN
SIGURÐARDÓTTIR
Léttleikinn
óbærilegi
Stokkhólmur 1970. Mótmæla-
fundur í miðbænum. Allir ís-
lensku stúdentarnir mættir,
sumir með rauða fána. Víetnam?
Já, ég held það. Norpað í
haustkulinu undir húsvegg.
Slegið í bjór og farið upp á Jerum
til Einars Karls og Steinunnar og
drukkið fram á nótt. Skriðið
heim í eitt herbergi með eldhús-
kytru í morgunsárið. Lífið er ein-
falt, til þess að gera.
Stokkhólmur 1988. Kosningar
í aðsigi. Hverjum skyldi detta
það í hug? Rifist um hvort fæð-
ingarorlofið skuli vera 3 mánuð-
um lengra eða styttra og svo eru
það „miljöfragorna". Enginn
virðist hrófla við neinu í alvöru.
Blöðin upp full af skandalmálum
af stjórnmálamönnunum, ein-
hver sveik undan skatti o.s.frv.
Ég næ ekki upp í sænsku vel-
ferðina lengur.
Þeir sem verða undir í þessu
velferðarríki eru kannski ekki
svo margir, en niðurlæging þeirra
er algjör. Þeir hanga í „tunnel-
bananum" og gefa skít í allt. f
bókstaflegri merkingu. Eitt aðal
vandamálið í umhverfismálum
Stokkhólmsborgar er að þetta
fólk gerir þarfir sínar út um allt.
Ég tek eftir því að vel klæddir
borgarar láta eins og það sé ekki
til. „Það eru engir venjulegir
aumingjar sem verða aumingjar í
okkar kerfi."
Mér líður eins og mér hafi verið
troðið ofan í bómullarpoka með
hausinn á undan. Hér fékk mað-
ur þó sína andlegu verkmenntun
fyrir 18 árum. Og víst tók sænska
velferðin manni vel, blönkum og
bættum. Borgaði manni stórfé
fyrir að eignast hér fslending,
sem er löngu vaxinn manni upp
fyrir höfuð. Ég hef líka fyrirgefið
sænska kerfinu að kalla hann
Baldur Sigurðardóttur og hálf-
drepa mig með því að gefa mér
sænskt blóð beint í æð. Ég á enn-
þá læknaskýrsluna þar sem stend-
ur að ég hafi fengið alvarlega of-
næmisreaksjón við blóðgjöf af
„þjóðernisástæðum“. Veit ekki
enn hvort það var gert í gamni
eða alvöru.
Og hér er ég aftur með Einari
Karli og Steinunni. Enginn er
lengur blankur að ráði, - þótt við
skuldum einhverjar húseignir
uppá íslandi höfum við það hel-
víti gott. En lífið er flókið, til þess
að gera.
Steinunn er búin að eignast
þriðju dótturina og víst hugsar
sænska velferðarríkið vel um þær
mæðgur. Við Einar förunt í
leikhús meðan Steinunn er heima
með brjóstmylkinginn sinn. Við
sjáum fimm tíma þjáningarfulla
sálarkrufningu Noréns og á
heimleiðinni hittum við gamlan
félaga frá Stokkhólmsárunum
fyrri, sem hefur ílengst í Svíþjóð.
Hann horfir svolítið forviða á
okkur, minnir greinilega að við
eigum að vera gift einhverjum
öðrum en hvort öðru og er víst
ósköp glaður þegar hann heyrir
að svo sé líka. Við kveðjum
hann. Kannski hittumst við aftur
í tunnelbananum eftir önnur 18
ár.
Það er kosið í Svíþjóð og ég fer
bara í bíó með eiginmanninum
sem ég hef sótt í fang Sölku
Völku upp til Örebro. Við hornið
á bíóinu er rósahaugur, en hér á
leið úr þessu sama bíói var Palme
skotinn.
Við sjáuni yndislega kvikmynd
Kundera „Óbærilegan léttleika
tilverunnar". Stebbi er að sjá
hana í annað sinn, hann upplýsir
að hann hafi orðið svo ástfanginn
af hinni frönsku Binoche og ég
skil það vel. Sjálf verð ég ekkert
skotin í Day-Lewis, sem allir ís-
lenskir kvikmyndagagnrýnendur
dásama (þeir eru auðvitað allir
karlkyns). Mér finnst hann ákaf-
lega þokkaheftur (sbr. þroska-
heftur eða þorstaheftur eins og
Flosi myndi segja) eða að
minnsta kosti mjög þokkasnauð-
ur (sbr. fitusnauður).
Þangað til í lokin er hinn óbæri-
legi léttleiki verður óbærilega
þungur og hann verður loks
ástfanginn. Þá verður hann allt í
einu eitthvað í alvöru. Fallegur
og sterkur og getur allt. Til þess
er ástin. Ég vona að þetta hafi
einmitt verið ætlun leikstjórans.
Þegar ég kem heim í íslenskt
stjórnleysi og himneskt veður er
það fyrsta sem ég geri að taka
dásemdarbók Kundera fram úr
bókaskáp og lesa hana. Hún er
ennþá betri en myndin.
Sjónvarpið er ein allsherjar
stjórnarmyndunarþvæla með
leiðinlegum bíómyndum og um-
ræðuþáttum á milli. Ég skil ekki
hvað mér leiðist sjónvarp. Ég
geri árangurslausar tilraunir til að
festa hugann við eitthvað. Á Stöð
2 er einhver skelfileg mynd úr
stríði norður- og suðurríkja-
rnanna og hún er svo illa leikin að
það jaðrar við lög. Kennslustund
í grettuleik og Ijótum skeggjum.
Loks er svo komin stjórn yfir
landsmenn og allir varpa öndinni
léttar í bili.
í einhverjum viðræðuþætti
heyri ég Ingva Hrafn segja að rík-
ið eigi hvorki að reka heiídsölu né
útvarpsstöð. En Útvarpið okkar
er fyrir löngu orðið Út-sala eins
og allir vita og í nafni frjálsrar
fjölmiðlunar (hvað sem það nú
er) er eitthvert fólk stöðugt að
hlæja og röfla um ekki neitt á
milli popptónlistar og auglýsinga
á öllum rásum ljósvakans. Mér
flýgur í hug að stofna samtök um
að slökkva á öllurn þessum háv-
aða. Og þá myndu íslendingar
með heimsmet í félagasamtökum
loksins eignast almennilegt
„Slökkvilið"! Gangið í „Slökkvi-
liðið“, er það ekki fín auglýsing?
Ofaní alla þessa geðvonsku
skýst svo algerlega óvæntur ljós-
geisli. Svona getur lífið verið frá-
bært: Stöð 2 ætlar að sýna „Carm-
en“ eftir Saura! Ég tek símann úr
sambalidi og dreg djúpt andann.
Endurfundirnir við verkið eru
tregablandnir. Ég sá sýningu
spænska þjóðarballettsins á
„Carmen“ í sumar í Generalife
görðunum í Granada (og skrifaði
reyndar um það í þetta blað), en
myndin byggir á þeirri sýningu.
Hér fáum við söguna í návígi. Ga-
des er næstum því eins magnaður
leikari og hann er dansari. Ég er
fullkomlega ósammála túlkun
hans og Saura á sögunni; eins og
þeir segja hana fjallar hún um
þjáningu og afbrýðisemi karl-
manns sem verður ástfanginn af
léttlyndri og heldur ómerkilegri
stúllicu, sem svíkur hann. Ég var
sannarlega sáttari við túlkun Þór-
hildar og Sigríðar Ellu í Óperunni
á sínum tíma á þeirri Carmen sem
elskar frelsi sitt meira en allt ann-
að, - já meira en karlmenn. En
karlmenn verða víst líka að fá að
segja sína sögu og kvikmynd
Saura er jafn frábær þótt ég sé
henni ekki sammála. Ég bíð
spennt eftir að sjá konurnar hans
Krumma (og karlmennina) í „í
skugga hrafnsins". Og enn sem
fyrr er léttleiki tilverunnar óbæri-
legur.
Föstudagur 28. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23