Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 25

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 25
ingum Heiðnuvatna að tvö ljóðin í bálkinum séu undir lausbeisluð- um marsúkahætti. Það er sem- sagt dans í þessum ijóðum og söngurinn í þeim leynir sér ekki. Þorsteinn var gagnmenntaður tónlistarmaður og einnig tón- skáld þótt ekki hafi hann verið afkastamikill á því sviði. í Smala- vísum birtir hann þó nótnablöð þriggja sönglaga sinna. Það mætti skrifa langt mál um bragfimi Þorsteins Valdimars- sonar. Ætla mætti að það hafi verið honum ástríða að leysa formþrautir. Fjölbreytnin í brag, rími og formi er með ólíkindum og lengi má lesa leyndan galdur úr margri formgerðinni. Sléttu- band heitir smáljóð í Hrafnamál- um: Harmi lostin þreyr linýpin þjóð; Ijóð daprast; deyr vonar bjarmi. Bjarmi vonar deyr; daprast Ijóð; þjóð hnýpin þreyr, lostin harmi. Ekki er þetta nein venjuleg sléttubandavísa. Víxlrím er í báð- um endum, auk innríms og eins- konar krossríms. Hvorn vísu- helming myndi Þorsteinn líklega kalla hvörf af hinum og hið sama má segja um fleiri ljóð hans, t.d. Klukku íslands í Heiðnuvötnum. í þeirri sömu bók fremur skáldið svipaðan gjörning í ljóðinu Kvöldlokka en þó er þar gengið enn lengra í listasmíðinni. Ég get ekki stillt mig um að endurtaka kynningu og skýringu skáldsins sjálfs í bókarlok á þessum töfra- brag: Þrjú síðari erindin eru hvörf af hinum fyrri; spegilhring er lokað, og haggar því engu, þó Ijóðið sé lesið aftur á bak. Við sveiglestur birtast frumerindin hins vegar í tveimur nýjum gerðum með ann- arri stuðlun: í sveighvörfum. Fyrsta lína Ijóðsins er þá lesin aft- ur á bak, sú nœsta áfram, og þannig ísveigum til enda - eða þá frá enda í öfugan sveig. í þremur erindum felast þannig tólf. Form- ið mœtti kalla sveiglokur. Þorsteinn Valdimarsson má teljast síðasti meistari hins hefð- bundna forms í ljóðagerð okkar. Hann hafði ótrúlegt vald á þess- um þrönga stakki og varð aldrei orða vant. Hann lagði meiri rækt við orðsnilld og máltöfra en frumlega eða flókna líkingasmíð. Eigi að síður ræður hann yfir ærinni myndvísi, bregður stund- um upp listilegum myndhverfing- um en ekki síður svipmiklum beinum myndum sem njóta góðs stuðnings af kynngi orða og hljómblæ máls, t.d. í bálkinum Sprunginn gítar, sem áður var getið: Bálið tcerir viðarflóka, bálið spinnur logakembur, bálið slöngvar gneistastrengjum í himinlygnuna, stjörnukvika. Bálið skorðað í lœkjarhlóðum, bálið draumaskip á grunni hylsins, bálið fjötrað í lendataugum. Á síðustu misserum hafa ung skáld reynt að þenja málið, skera það og skeyta saman á margvís- legan hátt til að ná fram ferskum blæ og óvæntum hughrifum. Slík brögð voru ekki keppikefli Þor- steins Valdimarssonar en þó átti hann það til að bregða á leik með orðin, t.d. í Ferð með Landkynn- ingu h.f. í Yrkjum. Hann kallar þetta samstöfuleik og er eitt er- indið svona (og hin öll í sama dúr): Þar, á Víghólastíg, urðu Stíghólavíg undir Stígvígahól við Hólvígastíg, - en á Vígstígahól urðu Hólstígavíg. í ljóðlistinni er Þorsteinn hvergi fastur í neinum skóla né heldur verður honum skipað á einhvern bás með öðrum. Hann kemur fram á sjónarsviðið á um- brotatímum í íslenskri ljóðagerð. Hann er ári yngri en Jón úr Vör og lítið eitt eldri en atómskáldin, tekur út skáldþroska sinn um svipað leyti og þau en fer þó aðrar brautir í skáldskapnum. Hann á sterkar rætur í hinum eldra kveð- skap og er eflaust tortryggari gagnvart nýbreytni en þau. Eigi að síður er ljóst að hann fylgist vel með því sem er að gerast á skáldskaparsviðinu. Hann gerir ýmsar endurnýjungar á gömlum bragformum, er óþreytandi í að finna ný form og yrkir alltaf öðru hverju óbundin ljóð og mörg sem eru laustengd braghefðinni og öll þessi stig tjáningarmátans hafði hann prýðilega á valdi sínu. Mörg hinna óbundnu og lausbundnu ljóða hans eru tvímælalaust með því eftirminnilegasta og listfeng- asta sem eftir hann liggur. Bragform limrunnar hafði ver- ið vinsælt á Bretlandseyjum í meira en öld þegar Þorsteinn gerði það að almenningseign á ís- landi með bók sinni Limrum 1965. Limrurnar voru nokkuð óvænt nýbreytni í kveðskap Þor- steins. Orðleikni hans var söm og fyrr en í framsetningunni kvað við nýjan tón eins og að líkum lætur því að hefð enskra ætlar limrunni að flytja endileysu til skemmtunar. En Þorsteinn beitti þessum fimmlínuhætti á sinn máta og ekki eingöngu í þágu staðleysunnar. í næstu bók sinni, Fiðrildadansi, þróaði hann þenn- an fimmlínu-hátt áfram og þetta knappa form jók hann íslenskum ljóðstöfum. í limrunum bregður Þorsteinn upp margvíslegum mannlífsmyndum í óvæntri skopsýn og kryddar með orða- fimleikum og stafagaldri. Limra, sem heitir 9NG, er svona: Eins og Kína-71, allt einn silkiglans! Hvað c ég? Ó, fallegi sqfurinn hans! Ég er yfir mig - Vont að 8 sig - N sú íz í buxunum keisarans! En einnig beitir hann limru- forminu á alvarlegri tjáningu; í Fiðrildadansi, sem ber undirtit- ilinn „88 fimmlínur", eru margs- konar afbrigði þessa forms, t.d. í fimmlínunni Mannabörn: Unnumst og teygum af tœrum veigum hlœjum og yrkjum œvintýr af öllu sem í oss sjálfum býr - á meðan vér megum. Segja má að Þorsteinn hafi gef- ið limruforminu vængi, það flaug þegar víða og hefur síðan náð traustri stöðu sem lausavísna- form við hlið tækifærisstökunnar. Þorsteinn Valdimarsson hefur þýtt nokkuð af ljóðum erlendra skálda og hafa þau birst á prenti á ýmsum stöðum, m.a. ljóð eftir Goethe, Eichendorff, Naxim Hikmet, Wilfried Owen og Edith Södergran. En þá er ótalið það mikla verk sem hann vann við þýðingar á söngtextum, einkum hinnar æðri tónlistar. Þar á meðal eru text- arnir við Söguna af dátanum eftir Strawinsky, söngleikina Stöðvið heiminn, hér fer ég út og Zobra, og óperurnar Carmen eftir Bizet og Orfeifur og Evrídís eftir Gluck. Meðal annarra stórvirkja af því sviði má nefna þýðingar á textum Mattheusarpassíunnar og Jólaóratoríunnar eftir Bach. A þessum vettvangi vann Þorsteinn stórvirki. Hann var gjörkunnug- ur klassískri tónlist og þýðingar á textum hennar leysti hann af ein- stakri leikni þannig að tónverk og orð féllu að anda og hljómi verks- ins í heild. Ýmislegt fleira af sviði bók- mennta og tónlistar flutti Þor- steinn yfir á íslenskt mál en hér verður látið staðar numið við þá upptalningu. Þótt ljóðaþýðingar hans séu vandaðar og þýðingar hans á textum tónverka merki- legar og einstæðar, þá eru það fyrst og fremst hin frumsömdu ljóð sem ber hæst í höfundarverki þessa tilfinningaríka skálds sem var í senn eldhugi og öðlingur í ljóðum sínum og öllu lífi. Eysteinn Þorvaldsson D/ÍGUR MÁL andrea JÓNSDÓTTIR HEIMIR MÁR PÉTURSSON Bubbmar hinn danski Danir verða flestir mjög fal- legir í andlitinu þegar þeir tala um Kim Larsen, nokkurn veginn eins og þeir verða þegar þeir hugsa til góðrar máltíðar. „Han er sá dansk,“ segja þeir glaðir yfir að hafa heimt Kim frá Ameríku þar sem goðið ætlaði að meika það, en sneri heim eftir þriggja ára súrdvöl. Öfugt við orðatil- tækið er Kim Larsen fyrst og fremst spámaður í eigin föður- landi þótt hann virðist ætla að trylla mörlandann og setja út af hinu engilsaxneska lagi, sem er merkilegt út af fyrir sig ef miðað er við frammistöðu landans í dönsku seinni árin. Kim Larsen býr að sögn Dana í „venjulegri" íbúð á Austurbrú í Kaupmannahöfn og fjallar eitt laganna á nýjustu plötu hans um ferð í Austurbrúarsundhöll og þá erum við komin að „Yummi Yummi“. Þegar ég reyndi á dögunum að finna svar við vinsældum Kim Larsens á íslandi datt mér í hug orðið „Bubbmar". Hann er ein- hvers konar blanda af Bubba og Bjartmari, hæfilegt hlutfall húm- ors og alvöru og raunar á þessi líking meira við Yummi Yummi en plötu þar á undan „Mitt om natten“. Sem dæmi um þessa Bubbmarísku takta má nefna lagið „Tjikker likker tjau tjau“. Þar er sú skiljanlega ósk sett fram að Bomban falli á mánudegi þeg- ar þar að kemur. Þetta á ekki bara við um textana; lögin eru líka Bubbmarísk. En þótt Kim Larsen takist vel til í bestu lag- asmíðunum þykir mér Bubbi betri óblandaður. Yummi Yum- mi er í heildina meiri léttleikap- lata en Mitt om natten og því miður saknar ntaður glaðtrega laga í ætt við „Susan himmelblá“ og „Papirsklip" sem er að finna á síðar nefndu plötunni. En hvað sem því líður þá skiptir mestu máli að Kim Larsen kemur þeim áhorfendum, sem á annað borð kunna að meta hann, í gott skap. Það er líka full ástæða til að benda útvarpssnúðum á að það eru fleiri lög á Yummi Yum- mi en „De smukke unge menn- esker“ og að yfirleitt eru fleiri lög en eitt á stórum plötum. Til huggunar þeim sem ekki fengu miða á tónleika Kim Lars- ens á Hótel íslandi 8., 9., 10. og 11. nóvember er rétt að geta þess að Kim hefur af margrómuðu ör- læti Dana við fslendinga sam- þykkt þrenna aukatónleika. Þeir verða dagana 4., 5. og 6. nóvem- ber. Sjáumst dönsk á íslandi. -hmp Defunkt á íslandi Jæja, þá er komið að því að djassgeggjarar, snobbaðir eður ei, púkalegir hippar með Jimi Hendrix á heilanum, sálartónlist- arfrík, dansfífl og venjulegt popp-áhugafólk geta sameinast artý-smartí hipp-hopp-genginu undir sama þaki eina kvöld- stund... nánar tiltekið fimmtu- daginn 3. nóvember í Tunglinu við Lækjargötu. Þá nefnilega heldur þar hljómleika bandaríska hljómsveitin Defunkt sem er að ljúka hljómleikaför um Evr- ópu... Og hvaða lið er nú það? gæti maður spurt: Jú, hljómsveit þessa stofnuðu fyrir 10 árum í New York bræð- urnir Byron, Joseph og Lester Bowie, sá þekkti trompetleikari. Fljótlega varð þó Joseph einn eftir af þeim bræðrum með Def- unkt og hljómsveitin gaf út tvær stórar plötur, 1980 og 1982, sem vöktu mikla athygli, sérstaklega gagnrýnenda. En lífið í New York tekur sinn toll af ekki fáum og lenti Joseph í eiturlyfjafeni þannig að hljómsveitin leystist upp 1983. En Jósep tók til sinna ráða, og lét taka ráðin af sér... fór í meðferð og síðan fékk hann sér vinnu á eyju í Karabíska hafinu... hann segir að það hafi tekið sig meira en 5 ár að losna undan fíkn- inni. Það var svo fyrir tæpum tveim árum að Joseph fór að safna saman fólki á ný í Defunkt og á þessu ári kom út þessi líka fína plata, sem heitir In America. Eins og upphaf þessara skrifa gef- ur til kynna á tónlist Defunkt víða rætur, en sjálfur kallar hljóm- sveitarstjórinn hana djasspönk- fönk. En hvað um það, undirrit- uð mælir eindregið með þessum hljómleikum, eftir að hafa hlust- að á Defunkt á plötum. í hljóm- sveitinni eru auk Josephs Bowie, sem leikur á básúnu og syngur, þau Kim Annette Clarke bassa- leikari og söngkona, Bill Bick- ford og Ronnie Drayton gítar- leikarar, John Mulkerin trompet- leikari og Kenny Martin tromm- ari. Þá má auk þess nefna að tex- tar hjá Defunkt-fólki eru á pólit- ísku línunni og þjóðfélagslega gagnrýnir - eða eins og hljóm- sveitarstjórinn segir: „við spilum alvarlega tónlist“... en hún er líka skemmtileg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.