Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 4
flokki í Tekur við Það hefur mikið verið rætt um það undanfarna daga að Borgar- aflokkurinn sé á leið inn í ríkis- stjórn. Hafa einhverjar viðræður átt sér stað á milli einstakra þing- manna flokksins eða flokksins í heild við stjórnarliða? Að sjálfsögðu hafa verið hreyf- ingar í allt haust. Að vísu hef ég ekki tekið neitt mark á þeim. þetta hefur verið þannig að ein- stakir þingmenn úr stjórnarher- búðunum hafa verið að ámálga þetta við þingmenn okkar, og það hefur gengið svo langt, að á þeim samráðs- eða kynningar- fundum sem við áttum með fullt- rúum ríkisstjórnarinnar við af- greiðslu tekjuöflunarfrumvarp- anna, varpaði einn ráðherranna því til okkar hvort við ætluðum ekki að koma inn í ríkisstjórnina. Allt svona er tóm markleysa.. það er ekki fyrr en forsætisráð- herra og formenn hinna stjórn- arflokkanna, senda okkur opin- berlega skilaboð um að þeir óski þess að við komum til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna, að eitthvað mark verður á þessum orðrómi takandi. En það liefur ekki verið um þetta að ræða til þessa. Forsætisráðherra hefur ekki rætt þetta persónulega við þig? Ja, þeir hafa nefnt þetta oft við okkur í samtölum, að það væri æskilegt að styrkja þessa ríkis- stjórn og þeir gætu hugsað sér að eiga um það einhverjar viðræður. En þetta er allt laust í reipunum. En ef óskað væri eftir því að við tækjum formlega þátt í stjóm- armyndunarviðræðum um mynd- un nýrrar ríkisstjómar, myndum við taka þátt í slíkum viðræðum. Við höfum alltaf sagt að við vær- um reiðubúin til að ræða við hvaða flokk sem er. En ég veit síðan ekki hvort nokkuð kæmi út úr því, hvort við næðum ásættan- legum málefnagrunni. Hvaða kröfur myndi Borgar- aflokkurinn gera í slíkum við- ræðum? Við drógumst inn í stjómar- myndun í september þegar ríkis- stjórnin var mynduð, og eins og allir muna slitnaði upp úr þeim viðræðum vegna þess að Alþýðu- bandalagið gat ekki sætt sig við okkur. Þá lögðum við fram nokkrar kröfur sem vom fyrst og fremst mótaðar af þeim stjóm- arsáttmála sem var í smíðum, og þeirri yfirlýsingu um efna- hagsmál sem stjórnarflokkamir höfðu þegar lagt drög að. Við vildum fá ýmis stefnumál okkar inn í sáttmálann, og það var ljóst undir lokinn að það var ekki verulegur málefnaágreiningur, alla vega ekki þannig að ekki hefði mátt ná samningum. Núna er staðan töluvert öðru- vísi og við myndum að sjálfsögðu gera verulegar kröfur. Við mynd- um leggja til að matarskatturinn yrði felldur niður eða lækkaður verulega. Við höfum líka sagt að annað hvort verði horfið frá verðtryggingu lána, eða bæði laun og Iánskjör verði verðt- ryggð. En nú er staða Borgaraflok- ksins í þinginu breytt frá því fyrir viku síðan, vegna afstöðu ein- stakrt bingmanna flokksins til ríkisstj('»:-narinnar. Hvernig metur þú þessa nýju stöðu sem nýr formaður í ungum stjórnmálaflokki, óttastu ekkert um líf hans? Jú, að sjálfsögðu geri ég það og það verður mitt verkefni að halda flokknum saman og treysta stöðu hans. Ég tel að Borgaraflokkur- inn eigi mikið erindi í íslensku stjórnmálalífi og að hann sé nauðsynlegur, vegna þess að hann er eini flokkurinn sem getur veitt gömlu flokkunum aðhald. Það þarf ekki glögga menn til að sjá að gömlu flokkarnir eru búnir að missa alla stjóm á ríkisfjárm- álum t.d.. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra fer með stjórn. Ég bendi á, að það hefði ekki skipt neinu máli þó Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið í rík- isstjórn nú með einhverjum hinna gömlu flokkanna, eftir sem áður hefðu þingmenn verið í því að samþykkja vemlegar skattaá- lögur á almenning og fyritæki í landinu. Nú hafa formanns- og varaf- ormannsembættin í flokknum líka verið í sviðsfjósinu. Og vegna þess hvernig var til þessa flokks stofnað, og það að Albert hefur lýst því yfir að hann vilji veg Inga Björns sonar síns mikinn í flokkn- um, áttu þá von á því að komi til uppgjörs á milli þín og Inga Björns á landsfundi í haust? Málin eru þannig að ég tek við formennsku sem sitjandi varafor- maður, þannig að umboð mitt er ekki það sama og ef ég hefði verið kjörinn á landsfundi. Það er rétt, að það verður að sjálfsögðu áherslubreyting undir minni stjórn frá því sem var þegar Al- bert var formaður. En ég mun eftir sem áður leytast við að fylgja því merki sem Albert hélt á lofti, og mótaði strax við stofnun flokksins. Ég held að við höfum sameinast þar um skynsama og mjög heilbrigða stefnuskrá sem henti íslensku þjóðinni mjög vel. Áherslubreytingin kemur fyrst og fremst til með að felast í því að ég er öðruvísi einstaklingur en Albert. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að hann var óvenju sterkur og mikill leiðtogi og það verður erfitt að feta í fótspor hans. það skarð sem Albert skilur eftir verður vandfyllt, það er staðreynd málsins. Þess vegna tel ég að það sé útilokað fyrir flokk- inn að fara út í kosningar innan mjög skamms tíma að Albert burtgengnum. Við þurfum tíma til að átta okkur og til að sam- ræma hin ýmsu öfl í flokknum, treysta undirstöður og til að byggja flokkinn upp. Varðandi Inga Bjöm, þá höf- urn við frá upphafi átt sérlega gott samstarf. Ég myndi mjög gjaman kjósa að hafa hann nálægt mér til aðstoðar við að veita flokknum forustu, ef til þess kæmi. Nú kom fram sú hugmynd að kjósa va- raformann á aðalstjórnarfundi og það mál er vissulega áfram til at- hugunar. Þú óttast ekkert að Ingi Björn fari fram sem formannsefni á landsfundi? Albert hefur sagt Inga Björn vera tengingu við hans rótgróna gamla stuðningslið. Eg fagna því ef Ingi Bjöm yrði áberandi í fomstu flokksins, vegna þess að ég er alveg sam- mála Albert í því, að Ingi Bjöm er mjög góður tengiliður við upp- mna flokksins og þess mikla pers- ónufylgis sem Albert hefur. Það er enginn annar betri tengiliður þar við. Hins vegar verður flokk- urinn náttúmlega að ákveða það á landsfundi hvaða fomstu hann velur sér. Ég lít á það sem mitt hlutverk núna að leiða flokkinn og mun gefa kost á mér til þess áfram, það er alveg ljóst. En getur Borgaraflokkurinn haldið áfram að hafa í raun tvær afstöður til ríkisstjórnarinnar? Með þrjá þingmenn, að Benedikt Bogasyni meðtöldum, sem styðja stjórnina? Varðandi bráðabirgðalögin, þá ræddum við afstöðu flokksins á þingflokksfundi, og þar kom fram að við teldum óráðlegt að fella þau, þó við værum ekki sam- mála þeim í einstökum atriðum. Afstaða hvers og eins þingmanns var rædd og það var einhugur um að hún yrði svona. Við höfum oft áður lent í því að þingmenn greiði ekki allir eins atkvæði á þing- flokksfundi, en samkomulag hef- ur alltaf fylgt á eftir. Mér fínnst dálítill munur á ef afstaða manna er þekkt og um hana er sam- komulag, en ef hún kemur óvænt í ljós við atkvæðagreiðslu í þing- sölum. Hins vegar lagði ég mikla áherslu á andstöðu við skattaá- lögur þær sem eru að skella yfir landslýð. Það á að stilla skattaá- lögum mjög í hóf og þessi skatt- afrumvörp sem hafa verið að renna í gegn eru mjög andstæð okkar skoðunum og stefnu. Þess vegna olli það mér vonbrigðum að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir skyldi greiða atkvæði með tekju- og eignaskattsfrumvarpinu og vörugjaldinu. Ég hefði kosið að hún sæti hjá, ef hún vildi styðja stjórnina með óbeinum hætti. En einmitt vegna stefnu þinnar að ekki sé sky nsamlegt að fara út í kosningar nú, ætlar Borgarafl- okkurinn þá að verja stjórnina falli áfram? Nei. Við töldum bráðabirgða- lögin vera orðin ásættanleg með þeim breytingum sem gerðar voru. Steingrímur hafði lýst því yfír að hann myndi láta brjóta á bráðabirgðalögunum og við töjd- um það glapræði að fara að steypa þjóðinni út í stjómar- kreppu miðað við efnahagsást- andið og ástandið í atvinnulífinu. En ég myndi ekkert hafa við það að athuga að kosið yrði t.d. næsta haust. Þar af leiðandi munum við ekki spila út á það að verja stjórn- ina falli á útmánuðum. Ég sé enga ástæðu til þess. Ef koma hér fram frumvörp sem eru okkur óg- eðfelld, vona ég svo sannarlega að allir þingmenn flokksins greiði atkvæði gegn þeim Ertu bjartsýnn á að flokkurinn sé kominn til að vera? Já, ég held ef okkur tekst að ná áttum og koma okkur málum í lag eftir þá miklu breytingu sem fylg- ir því að eins sterkur og öflugur leiðtogi og Albert hverfur af vett- vangi, held ég að framtíðin hljóti að vera björt hjá okkur. -hmp upplausn Borgaraflokkurinn hefur veriö framar- lega á sviði íslenskra stjórnmála síð- ustu daga. Albert Guðmundsson hætti formennsku í flokknum og við tók Jú- líus Sólnes. Daginn eftir tryggðu tveir þingmanna flokksins framgang bráða- birgðalaganna í neðri deild Alþingis. Hinn nýji formaður tekur við flokki í upplausn og deilur standa um varaf- ormannsembætti hans. Nýtt Helgar- blað er með Júlíus Sólnes á beininu í dag. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.