Þjóðviljinn - 23.12.1988, Síða 32
Baldvin
fékk miljón
Allt virðist benda til þess að
Guðnl Bergsson knatt-
spymukappi úr Val leiki brátt
sinn fyrsta leik sem atvinnu-
maður í enska boltanum með
Tottenham. En fæstir vita
hvernig stóð á því að enska
liðið frétti af Guðna í fyrstunni.
Sagan segir að maðurinn
sem hafi komið Guðna á
framfæri við Tottenham hafi
verið Baldvin Jónsson aug-
lýsingastjóri Moggans og út-
flytjandi íslenskra fegurðar-
drottninga. Stuttu eftir að
Linda Pétursdóttir var kjörin
fallegasta konan í heiminum
hafi Baldvin setið að snæðingi
með einum af forsvarsmönn-
um fegurðarsamkeppninnar
sem er vinur framkvæmda-
stjóra Tottenham. Að sjálf-
sögðu barst talið að knatt-
spyrnu yfir matnum en Bald-
vin er eldheitur Valsari eins og
kunnugt er. Hann benti vinin-
um á Guðna og sagði að hann
væri maöurinn sem Totten-
ham vantaði. Vinurinn hafði
síðan samband við fram-
kvæmdastjóra liðsins sem
vildi fá myndbönd með Guðna
og var Bjarni Fel. fenginn til
að útvega þau með hraði.
Ekki stóð á Bjarna frekar en
fyrri daginn og eftir að fram-
kvæmdastjórinn hafði séð
hvað bjó ( Guðna fóru hjólin
að snúast og Guðni skrifaði
undir 30 miljóna króna samn-
ing. Fyrir ábendinguna og
símtal við Bjarna Fel. var
hlutur auglýsingastjóra
Moggans þegar upp var stað-
ið ein miljón króna og geri aðr-
ir betur.B
Jón og
þvottavélin
Það getur stundum komið
sér vel að vera þingmaður og
vita hvað stendur til í skatta-
og tollamálum, en stundum
rasa menn um ráð fram.
Þannig fór fyrir Framsóknar-
þingmanninum Jóni Krist-
jánssyni frá Egilsstöðum sem
dreif í því í byrjun vikunnar að
kaupa sér þvottavél enda lá
þá fyrir þingflokkum stjórnarf-
lokkanna tillaga Ólafs Ragn-
ars Grímssonar fjármálaráð-
herra um hækkun á vörugjaldi
sem þýddi töluverða hækkun
áheimilistækjum, þará meðal
þvottavélum. Daginn eftir að
Jón festi kaup á þvottavélinni
á gamla verðinu sneri Ólafur
Ragnar við blaðinu og lagði
fram nýjar tillögur um vöru-
gjald sem þýða 5% lækkun á
þvottavélum. Alþingi samþyk-
kti þá tillögu í fyrrakvöld.B
Hinn frjálsi
markaður
Meint skattsvik Stöðvar 2
hafa verið nokkuð til umræðu
að undanförnu. Hafa menn
velt því fyrir sér hvernig
svindlið á aö hafa farið fram
og eru nefndar ýmsar aðferðir
til sögunnar. Ein af þeim er sú
að aðkeyptum þáttagerðar-
mönnum hafi verið boðið upp
á ákveðinn „kvóta" af auglýs-
ingatíma, sem að nafninu til
var til þess ætlaður að aug-
lýsa þeirra eign þátt, en jafn-
framt var horft í gegnum fingur
við viðkomandi þáttagerðar-
menn þótt seldu „sinn“
auglýsingatíma öðrum fyrir-
tækjum. Þar með drýgðu þeir
tekjur sínar vel, og Stöð 2
slapp við launaskatt af þeim
launum sem „ekki voru
greidd." Mun hafa verið allur
gangur á því hvernig menn
nýttu sér þennan auglýsingat-
íma, en heyrst hefur að einn
þeirra sem seldu sinn auglýs-
ingatíma hafi verið Hannes
nokkur Hólmsteinn, enda
falla slík viðskipti eflaust vel
að kenningum hans um frelsi
einstaklingsins til athafna á
hinum frjálsa markaðL.B
Jón er að
Þyggja
Menn hafa verið soldið
undrandi á nýju plötunni
þeirra Bítlavina, sem hafa
fengið miklar vinsældir und-
anfarin ár fyrir að vera bæði
músíkalskir og skemmtilegir.
Á nýju plötunni flytja þeir fé-
lagar gömul íslensk lög frá
bítlaárunum, Gvend á eyrinni,
Frjáls einsog fuglinn og svo
framvegis, næstum alveg
eins (illa) og í qamla daga
nema að úr er botninn, það er
að segja sjarmi og spenna
tímabilsins, - og einstaka
snilligáfa, til dæmis Rúnars
Gunnarssonar. Bítlavinir
bæta engu við, og virðast ekki
einusinni vera að gera grín,
og ekki nema von að lagðar
séu kollhúfur og spurt af
hverju verið er að þessu.
Heimildir okkar úr nágrenni
Bítlavinafélagsins herma að
svarið sé það að Jón Ólafs-
son yfirbítlavinur er að kaupa
sér hús.B
Síbatnandi
samskipti
Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefur átt og ræktað
með alúð við samstarfsfólk
sitt í félagsvísindadeild, eflist
stöðugt og blómgast. Dr.
Hannes hefur gjarnan nýtt hin
ýmsu mannamót kennara og
nemenda innan deildarinnar
til ræktunar hinna góðu sam-
skipta, og á honum er að
heyra að árangurinn sé góð-
ur. Svo góð eru samskiptin að
kennarar við deildina og
starfsfólk Odda hélt jólaglögg
á dögunum, - daginn eftir að
dr. Hannes hélt af landi brott.
Er mál manna að samskiptin
hafi batnað mikið við þetta.B
Þau góðu samskipti sem dr.
Hannes
víða vinsæll
Dr. Hannes er vinsæll á
fleiri stöðum en í félagsvís-
indadeild. Hann er til að
mynda svo vinsæll í
viðskiptafræðideildinni að
honum var boðið að hætta
kennslu sinni þar, eða missa
hana ella. Þannig var að ne-
mendur í viðskiptafræði voru
svo ánægðir með meiðandi
ummæli dr. Hannesar um
samkennara sína í nýrri
kennslubók doktorsins, að
þeir söfnuðu undirskriftum
þar sem farið var fram á að
samskiptasérfræðingurinn
kenndi þeim ekki lengur.B
GLEÐILEG JÓL OG
FLUGSÆLT
KOMANDI ÁR
• .‘.O
•v': •.'.A ói::
AUK/SiA k110U20-272