Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 29
Jafnaðarmaðurinn Jón Baldvin skerínef „Pað er einn maður hér á eigninni sem únglingar ættu að taka sér tilfyrirmyndar, og það er hann Jón gamli hérna skerínef á frönsku lóðinni. Það er maður sem hefur sýnt hve lángt er hœgt að komast með iðni, nýtni og sparsemi; og með því að gera aldrei kröfur til annarra." (Séra Brandur Jónsson prófastur til Sviðinsþínga). íslenskum stjórnmálaleið- togum gengur brösuglega að koma sér upp landsföðurímynd- um sem hæfa breyttum kynhlut- verkum og föðurímyndum í samfélaginu. Steingrímur Her- mannsson hefur þó slysast á laundrjúga formúlu, sem ég hef áður kennt við doktor Huxtable, hinn eilítið klaufska en þó vina- lega fyrirmyndarföður sem lengi gisti skjái íslendinga. Aðrir hafa verið seinheppnari, eins og dæmi Þorsteins Pálssonar sannar. Jón Baldvin er greinilega tölu- vert abbó út í Steingrím, og um daginn setti hann sig í landsföður- legar stellingar í upphafi jóla- kaupæðis og skammaði íslensku þjóðina fyrir sólund og bruðl. Stór hluti af stefnuræðu Jóns Baldvins á krataþingi fór í að skamma fjölskyldurnar fyrir að eyða um efni fram í afruglara, bflasíma, vídeótæki, sólarlanda- ferðir og leikföng. Jón virtist meta stöðuna þannig að íslend- ingar hefðu almennt svoiítið sam- viskubit vegna eyðslusemi und- anfarinna missera og myndu taka því feginsamlega að pabbi berði í borðið og segði hingað og ekki lengra. Sennilega ber að skoða þessa aðventupostillu Jóns Baldvins sem útrás fyrir eigin sektar- kennd. Hann skilaði nýverið ríkiskassanum tómari en nokkru sinni fyrr og sat í ríkisstjórn í rúmt ár sem leyfði fjármagnseigendum að blóðmjólka atvinnuvegina og atvinnurekendum að setja sig endanlega á hausinn með fjár- festingarbruðli. Það er hins vegar ekki stórmannlegt að gera fjöl- skyldurnar í landinu að fórnar- lambi eigin sektarkenndar og vanmáttar til að stöðva bruðlið í borgarastéttinni. Jón Baldvin virðist eitthvað hafa misskilið jafnaðarmennsk- una og halda hana felast í því að deila skömmum sínum jafnt á landsmenn. Jafnaðarstefnan hef- ur hingað til gagnrýnt það hve neyslu fólks er misskipt og allt bendir til að þessi misskipting hafi aukist á íslandi síðustu miss- erin. Ef einhver hefur bruðlað og sólundað, er það yfirstéttin á ís- landi, með góðri aðstoð þeirrar ríkisstjórnar sem Jón Baldvin sat í til skamms tíma. í stað þess að gagnrýna þessa misskiptingu hefur Jón Baldvin kosið að dusta rykið af gömlum hippafræðum sem ráðast á gervi- þarfir og neyslukapphlaup. Með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar hefur Jón Baldvin verið að innræta alþýðu landsins að hún geti sætt sig við lifur og soðningu í matinn og að myndbandatæki og afruglarar séu eftirsókn eftir vindi. Rétt eins og Pétur Þríhross sagði áfengi slæmt fyrir aðra, einkum og sérílagi fátækt alþýðu- fólk, sagði Jón Baldvin nýkom- inn frá Flórída að íslendingar færu í allt of margar sólarlanda- ferðir. Jón Baldvin hefur fyrir löngu snúið baki við sínum marxíska barnalærdómi. Þar á meðal hefur hann greinilega hafnað þeirri marxísku villutrúarkenningu að vaxandi siðmenning fáist með vexti mannlegraþarfa. Villitrúar- maðurinn Marx taldi reyndar líka að kapítalisminn setti vissan kyrking í vöxt þarfanna, vegna misskiptingar lífsgæðanna og mannfjandsamlegs skipulags efnahagsstarfseminnar. í kapítal- ísku samfélagi yrði Iífskjörum al- mennings alltaf haldið í lágmarki og um leið væri vaxandi þörfum hans beint inn í þröngan farveg sem markaðist af því að þessum þörfum yrði að fullnægja með vörum eða arðbærri þjónustu- starfsemi. Endurskoðunarsinn- inn Jón Baldvin hefur hins vegar ekkert að gera með blæbrigði marxískrar kenningar, heldur sækir hann jafnaðarmennsku sína til Jóns gamla skerínefs, sem sagði jafnan að menn ættu ekki að venja sig á að gera háar kröfur og allra síst ef þeir væru annarra þegnar. Eg held nú samt að kenning Marx veiti fyllri skilning á sam- tímanum en jafnaðarmennska þeirra Jóns Baldvins, nafna hans Skerínefs og Péturs Þríhross. Ekki þarf annað en að virða fyrir sér hið vaxandi auglýsingaflóð til að sjá hvert umhverfið beinir okkur í leit að fullnægingu vax- andi þarfa okkar. Það er raunar til marks um ótrúlega hæfileika fólks til gagnrýni og sjálfstæðrar hugsunar, að enn skuli einhverj- um detta í hug að ganga á fjöll, gera dodo, tala saman og brjóta einhverja hluti til mergjar. Engar vel gerðar og grípandi auglýs- ingamyndir hvetja okkur til að njóta slíkrar ánægju, enda kostar hún engan pening og enginn get- ur því grætt beinlínis á henni, þótt auglýsendur reyni yfirleitt að tengja varning sinn við hana í vit- und fólks. Það skyldi þó enginn skilja orð mín á þann veg að ég sé á móti þeim heimsins lystisemdum, sem tekist hefur að móta í form vör- unnar. Þær eru að mínu mati oft ekki bara ánægjulegar heldur líka þroskandi. Þannig held ég að aukið sjónvarpsefni og fjölgun utanlandsferða hafi víkkað sjóndeildarhring íslendinga til muna, þótt eflaust megi finna skjótvirkari aðferðir til þess en amerískar hasarmyndir og sólar- landaferðir. Það er bara svo að annað er tæpast í boði fyrir al- menna launþega. í vissum skilningi má líta á alla neyslu sem viðleitni einstakling- anna til að móta líf sitt og um- hverfi. Samfélag okkar býður upp á fáa aðra möguleika til þess en ýmis konar varning, a.m.k. liggur ekkert beinna við. Ráð- herra, sem hefur setið allan dag- inn og gefið tilskipanir í ýmsar áttir og átt hlut að ákvörðunum sem snerta hag allrar þjóðarinn- ar, getur komið þreyttur heim og verið feginn að fá lifur eða soðn- ingu og sjá að konan hans hefur tekið ákvörðun um að flytja til einn stofuvegginn. Almennur launþegi sem hefur orðið að starfa sem tannhjól á sínum vinnustað allan daginn, reynir að bæta sér upp valdleysi sitt á kvöldin. Hann hefur ekki krafta til að fara í leikhús, en hann getur skipt um sjónvarpsstöðvar eða sett spólu í tækið, og hann getur látið sig dreyma um sólarlanda- ferðina næsta sumar. Flest þeirra gjaldþrota sem nú ríða yfir landið, lenda á launþegum sem hafa reynt að gerast sjálfs síns herrar og þrælað fram eftir kvöld- um í vonlausum smáfyrirtækjum, þar til fjármagnseigendurnir voru búnir að éta upp spariféð, íbúð- ina og jafnvel eignir ættingja. Gagnvart daglegum veruleika almennra launamanna á íslandi og þeirra sem hafa verið að basla sjálfstæðir í sínum Sumarhúsum, er ádrepa Jóns Baldvins á sólund og bruðl hreinn dónaskapur. Öðru máli hefði gegnt, ef hann hefði munað eftir grundvallar- sjónarmiðum jafnaðarmanna og beint gagnrýni sinni að þeim fá- menna minnihlutahópi sem hefur verulega mikla einkaneyslu, oft- ast á reikning fyrirtækja sinna, og fjármagnseigendunum sem láta sér ekki nægja að rýja sauði sína, heldur flá þá og slátra. En slíkri ádrepu hefði fylgt sú skuldbind- ing að vinna að jöfnuði lífsgæða og eigna í Iandinu, og það vill Jón Baldvin greinilega ekki. Jafnaðarmennska Jóns Bald- vins kom skýrt fram á nýlegum fulltrúaráðsfundi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Þar spurði einn verkamaðurinn hann hvort ekki hefði verið rétt að hlífa þeim við kjaraskerðingu, sem þurfa að lifa á strípuðum lág- launatöxtum. Jón Baldvin var fljótur til svars eins og venjulega og sagði að það fólk munaði ein- mitt ekki um slíkt smáræði. KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Tækninni eru engin takmörk sett Kalli kanína veldur tímamótum í tæknivinnu kvikmynda Bíóhöllin: Who framed Roger Rabbit (H ver skellti skuldinni á Kalla kan- ínu?). Bandarísk, 1988. Leikstjórn: Robert Zemeckis. Handrit: Jeffrey Price og Peter S. Seaman. Fram- leiðendur: Robert Watts og Frank Marshall ásamt Steven Spielberg og Kathleen Kennedy. Stjórn teikni- mynda: Richard Williams. Aðalhlut- verk: Bob Hoskins, Christopher Lloyd, Joanna Cassidy, Kalli kanína, Jessica og fleiri teiknar. Hvað svo sem mönnum kann að finnast um bandaríska kvik- myndaframleiðslu er það stað- reynd að tækninni flygir hvergi betur fram en einmitt þar og elt- ast þarlendir kvikmyndagerðar- menn í sífellu við meiri fullkomnun á því sviði. Það er því ekki að undra að kvikmyndin „Who Framed Roger Rabbit", eða Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu?, er hreinræktuð afurð tæknibrellusnillinganna þar vestra. Myndin markar nefnilega ekkert minna en tímamót í kvik- myndasögunni, a.m.k. tæknilega séð. Kalli kanína er teiknimynda- persóna, svokallaður teiknir, og er einn hinna fjölmörgu slíkra í Teiknibæ nálægt kvikmyndaver- unum frægu. Teiknar hafa at- vinnu við teiknimyndir og eru í raun óæðri mönnunum en þeir virðast geta gert allt sem skapari þeirra gaf þeim. Þegar Kalli er að leika í einni myndanna klúðrar hann öllu saman og í framhaldinu er honum kennt um að hafa myrt eiganda Teiknibæjar. Þá upp- hefst hin mesta spæjarasaga þar- sem Bob Hoskins leikur hetjuna, einkaspæjarann sjálfan, en aðrar persónur eru ýmist mannlegar ellegar fyrmefndir teiknar. f myndinni er sumsé blanda af leiknum og teiknuðum persónum og er þeim komið saman af slíkri fimi að áhorfandinn gleymir að hér er um teiknaðar fígúrur að ræða. Hér er ekki mikið um þær tæknibrellur sem við eigum að venjast frá henni Hollívúdd, með sínum yfirgengilegu bardagasen- um og eltingarleikjum, heldur hefur myndin nokkuð eldri svip á sér, þ.e.a.s. ef frá er talin þessi nýjung að teiknimyndarpersónur leiki í raun aðalhlutverk jafnt sem holdi klæddir leikarar. Bob Hoskins og Christopher Lloyd (óþokkinn í myndinni) léku meira við tómarúmið en aðra leikara þegar á tökum stóð því þeim teiknuðu var að sjálfsögðu skeytt inn eftir á. Að láta teiknimyndapersónur leika í kvikmynd gefur óneitan- lega marga nýja möguleika. Teiknar eru mjög fastheldnir á þau hlutverk sem skaparinn gaf þeim; Kalli gat t.a.m. losað hand- jámin sem festi hann við Hoskins hvenær sem væri, en aðeins ef það yrði fyndið. Við gerð Kalla kanínu var allt lagt undir. Mynd- in kostaði geysimikið fé, eða um 35 miljónir dollara, en malaði síðan gull og var ein allra vinsæl- asta myndin í Vesturheimi í ár. Við hverju öðru er annars að bú- ast þegar haft er í huga að Spiel- berg var með puttana í verkinu. Myndin er reyndar samvinna margra aðila innan kvikmynda- heimsins en auk Amblin fyrir- tækis Spielbergs stendur Touch- stone á bak við gerð hennar og sjálft Disney fyrirtækið lagði blessun sína yfir myndina. Hún heppnast síðan það vel að sjálfur Walt Disney hefði aldrei getað látið sig dreyma um neitt þessu líkt. En mestan heiður að þessari skemmtilegu nýjung á að sjálf- sögðu Robert Zemeckis. Hann hefur hingað til fengist við ýmsar afþreyingarmyndir á borð við Bob Hoskins er hér handjámaður við „mótleikara" sinn, Kalla kanínu, í einu af mörgum skemmtilegum atriðum myndarinnar. Back to the Future en þær gleymast allar þegar þessi er komin fram. Loksins getur mað- ur unað sér við að horfa á tækni- brellur vegna þess að hér kveður við annan tón. Vettvangur tækn- innar er svo sannarlega mynd sem þessi en ekki geislabyssustríð í hinum ýmsu útgáfum. Þorfinnur Ómarsson Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.