Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 27
 * *. KYNLÍF ' JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR Goðsagnir í kynreynslu karla Núna ætla ég að halda áfram að kynna helstu goðsagnir hvað varðar kynreynslu karlkynsins og áhrif þeirra á kynhegðun og sjálfsímynd. Þær fyrstu fjórar voru „Karlmenn ættu ekki að hafa eða að minnsta kosti ekki tjá vissar tilfinningar“, „í kynmök- um líkt og annarsstaðar er það frammistaðan sem skiptir mestu máli“, „Karlmaðurinn verður að taka frumkvæði og stýra kyn- mökunum" og „Karlmann á alltaf að langa í kynmök og vera tilbúinn í tuskið". Hræðsla við snertingu í kynlífi úir og grúir af allskyns óraunsæjum hugmyndum um hvernig fólk eigi að haga sér og hugsa. Þetta ófremdarástand veldur því oft óöryggi varðandi eigin upplifun ef upplifunin sam- ræmist ekki goðsögnunum sem virka líkt og félagslegar forskrift- ir. Tökum sem dæmi karlmann sem vill snerta annan einstakling til að láta í Ijós væntumþykju sína en þorir það ekki því hann hugs- ar: „Hvað ef snertingin verður misskilin?“ Fimmta goðsögnin snýst einmitt um þetta: „Öll snerting verður að enda með kyn- mökurn." Faðmlög, knús, hand- asnerting, kossar og annarskonar líkamleg snerting sem tjáir kær- leik milli fólks er ekki góð bara ein og sér, heldur þarf snerting alltaf að vera undanfari „aðalat- riðisins“. Karlmenn mega, sam- kvæmt goðsögninni, snerta á tvo vegu; í fyrsta lagi í leik einsog til dæmis í íþróttum eða þegar kunn- ingjar hittast og lemja/slá á bakið á hvor öðrum. Ef snertingin er kynferðisleg er það líka alltflagi. Þessi goðsögn er skaðleg því hún ekki aðeins rænir karlmenn ánægjunni við það að snerta held- ur viðheldur einnig óvissu í sam- bandi við raunverulegar óskir karlmannsins hverju sinni. Að þurfa að vera kynferðislegur í hvert skipti sem maður snertir setur einnig óþarfa pressu á sam- skiptin. Sjötta goðsögn. „Samasem- merki er á milli kynmaka og sam- fara“. Tippi-í-leggöng samfarir er það eina sem gildir. Orðið „for- leikur" bendir til þess. Nú gætu sumir sagt sem svo: „Skiptir það einhverju höfuðmáli hvort við notum þesi hugtök - kynmök og samfarir - í sömu andránni?“ Já, það skiptir máli því ef við höldum að samfarir séu eina kynhegðun- in í kynmökum þá kynnumst við síður öðru sem okkur gæti þótt gott. Munnlegar kynfæragælur, gagnkvæm sjálfsfróun eða nudd getur sumum þótt betra en sam- farir. Þessi goðsögn viðheldur einnig frammistöðukomplexin- um því samfarir eru það sem alltaf á að keppa að. Villi í aðalhlutverkinu Sjöunda goðsögn: „Stinning tippis er nauðsynleg fyrir samlíf/ kynmök." Ef samfarir eru ávallt það sem koma skal kallar það á stinningu. Eins og áður hefur komið fram leikur tippið-hann Villi aðalhlutverkið í fantasíu- módelinu af kynlífi karla. Lfkt og gerist í leikritum þá vitum við hvað gerist ef aðalleikarinn birt- ist ekki á sviðinu. Allt hrynur til grunna og snýst uppí tragedíu. Þessi goðsögn setur heilmikla pressu á karlinn því þó hann viti að hann verður að fá stinningu þá hefur hann ekki stjórn á tippinu - ekki er hægt að þykjast fá stinn- ingu og ekki er hægt að leyna henni ef hún skeður. En þó stinn- ing geti verið ánægjuleg, þetta er alltént eitt af hlutverkum tippis- ins, þá þurfa karlmenn að læra að það er ekki allt ónýtt ef stinning verður ekki endrum og eins. Tippið er ekki eini kynferðislegi líkamsparturinn. Hvorki stinning né samfarir eru ætíð nauðsyn- legar fyrir unaðsstundir ástarlífs- ins. Áttunda goðsögn: „Gott samlíf er alltaf línulegt ferli kyn- ferðislegrar æsingar sem einungis er hægt að enda með fullnæg- ingu“. Ég hef fjallað það mikið í mínum pistlum um þetta „fullnægingarmiðaða samlíf" að ég er að bera í bakkafullan lækinn ef ég fer að tala um það einu sinni enn. En því má til dæmis bæta við að trúin á þessa goðsögn hindrar suma karlmenn að læra að þróa betri stjórn á hvenær sáðlát ger- ist. Tiltölulega auðvelt er að læra það ef karlmaðurinn hefur vilja til að stöðva líkamlega örvun sína þegar hún nálgast hámark. Þeir sem telja of brátt sáðlát vanda- mál hjá sér þurfa að sleppa trúnni á þessa goðsögn - það er í lagi að stoppa af og til alveg eins og það er í lagi að langa stundum í fullnægingu. Níunda goðsögn: „Gott samlíf gerist alltaf af sjálfu sér“. Ef karl- menn trúa þessu þá getur það hindrað þá í að taka viss skref til að fá það útúr samlífinu sem þeir vilja. Hægt er að bæta úr van- þekkingu með því að fræðast. Við fæðumst ekki með alla vitn- eskju um kynlíf í kollinum. Tíunda goðsögnin er einmitt um þetta: „Á þessari upplýsinga- öld hafa áðurnefndar goðsagnir ekki lengur áhrif á okkur.“ Aldarminning José Raoul Capablanca Undir pálmalundi horfir fjög- urra ára drenghnokki la föður sinn tefla við vin sinn. Er skákinni lýkur sakar drengurinn föður sinn um að hafa rangt við, fært riddara af hvítum reit á annan hvítan reit. Þessum athuga- semdum er tekið fálega en dren- gurinn er ekki af baki dottinn og skorar á föður sinn. Slíkar áskor- anir er ekki hægt að taka alvar- lega en það kemur á daginn að sá stutti hefur lært að tefla með því að fylgjast með þeim félögum og hann vinnur skákina. Þessa sögu kannast víst flestir skákunnendur við. José Raoul var ekki aðeins frægasta undra- barn skáksögunnar, heldur einn- ig hennar mestur snillingur. Á þeirri skoðun er a.m.k. ekki ó- merkari maður en Mikael Bot- vinnik og kvað Alexander Aljek- ín, sem þó var hatrammur and- stæðingur Capablanca, hafa ver- ið á sömu skoðun. Capablanca fæddist í Havana á Kúbu 19. nóvember árið 1888 eða fyrir réttum 100 árum. Mér þykir því tilhlýða að minnast hans nokkrum orðum því raunar er hann búinn að vera vinur minn í mörg ár. Þó hitti ég hann aldrei í holdinu; hann fékk hjartaáfall og andaðist þann 8. mars 1942 í New York. Skákirnar sem hann tefldi þekkir hinsvegar hver einasti al- varlega þenkjandi skákmaður út og inn, þær innihalda meiri fróð- leik en þúsund kennslubækur. Koma Capablanca á skáksvið- ið og allur ferill var með slíkum glæsibrag að stórlega má efast um að slíkt endurtaki sig. Þvert á það sem nú þykir tilheyra var fremur haldið aftur af Capablanca í æsku þótt hann hafi ekki beinlínis verið lattur til taflmennsku. Skák- meistarar á 19. öld voru ekki glæsileg fyrirmynd, til þess voru örlög snillinga á borð við Wil- helm Steinitz og Paul Morphy of kunn. Átta ára gamall tók Capa- blanca að stunda skáklistina reglulega í Havana. Hann varð fljótt ofjarl klúbbfélaga og voru meðlimir hans þó engir aukvisar. Er Capablanca vann Kúbumeist- arann Juan Corzo 7:5 í einvígi að- eins 12 ára gamall þótti sýnt að Kúba var orðin of lítil fyrir hann og næsti viðkomustaður var Bandaríkin þar sem hann stund- aði nám í raunvísindum við Kol- umbia háskólann. Skákina stund- aði hann af miklu kappi og uppúr 1905 tóku að berast ótrúlegar sögur úr virtasta skákklúbbi heims, Manhattan-klúbbnum: enginn stóðst honum snúning. Hann varð brátt eftirsóttur til að tefla fjöltefli og á því sviði náði hann slíkri undraleikni að oft- sinnis vann hann hverja einustu skák. Þá var honum boðið til ein- vígis við sterkasta skákmann Bandaríkjanna og tiltölulega lítt reyndur í hörðum kappskákum vann Capablanca 8:1. Arið 1911 fór fram í San Sebastian mót sem markaði upphafið að tímabili Capablanca. Honum var boðið til keppni meðal allra fremstu skák- manna heims að Emanuel Lasker einum undanskildum þrátt fyrir hávær mótmæli nokkurra þaulreyndra skákmeistara en þaggaði fljótt og vel niðrí þeim öllum með því að hreppa fyrstu verðlaun en aðrir þátttakendur voru Rubinstein, Vidmar, Nimz- ovitch, Schlechter, Tarrasch, Bemstein, Spielman, Teichman, Janowski, Maroczy, Burn, Duras og Leonhardt. Nafntogaðir meistarar og einn þeirra, Mar- oczy, komst í hámæli hér í haust er Viktor Kortsnoj opinberaði allt um „taflmennsku“ sína við þann látna meistara. Uppúr lokum fyrri heimsstyrj- aldar og skákgyðjan svipt nokkr- um af sínum helstu merkisbemm s.s. Schlechter er dó úr hungri í Austurríki, bjuggust þeir til tafl- mennsku Emanuel Lasker og. José Raoul Capablanca sem hafði haldið uppteknum hætti og unnið hvert afrekið á fætur öðru, og Lasker sem hafði haldið heimsmeistaratign í 27 ár lagði titilinn að veði. Einvígið fór fram í Havana árið 1921 og er tefldar höfðu verið 14 skákir og staðan 9:5, Capablanca í vil, sá Lasker sína sæng útbreidda og gafst upp þóstt einvíginu væri formlega séð ekki lokið. Þar með varð Capa- blanca þriðji heimsmeistarinn og hann hélt titlinum fram til 1927 er hin sögufræga viðureign hans við Alexander Aljékín fór fram í Bu- enos Aires. Aljékín hafði um nokkurt skeið beðið þess að fá tækifæri til að kljást við heimsmeistarann. Þá vom reglur aðrar en þær sem nú gilda. Væntanlegur áskorandi varð að reiða fram umtalsverða upphæð til að geta teflt um titil- inn og þessir tíuþúsund dalir sem Aljékín náði að öngla saman fyrir sextíu árum var talsvert fé í þá daga. Niðurstaða einvígisins var fremur dapurleg. Aljékín vann 6:3 með 25 jafnteflum en hann gaf Capablanca aldrei tækifæri til að endurheimta titilinn, heldur valdi sér léttvigtarmenn í saman- burði við Capa s.s. Boguljubow hinn þýska og Max Euwe sem vann raunar einvígi þeirra árið 1935 en ástæðan fannst á flösku- botni. Þótt Capablanca og Aljék- ín væm hatursmenn virtu þeir hvor annan svo sem dæma má af ummælum Botvinniks. Þótt Alj- ékín ynni einvígið í Buenos Aires var hann langt undir í skákum þeirra samanlagt. Capablanca var einhver glæsi- legasti meistari skáksögunnar, hann kom inn á sviðið með eftir- minnilegum hætti og allt líf hans virtist vera jafn áreynslulaust og skákirnar. Hann fékk áður ó- þekktar upphæðir fyrir þátttöku í mótum og fjölteflum og Kúbu- menn vom stoltir af þessum full- trúa sínum og fengu honum stöðu við utanríkisþjónustuna sem lagði honum þó ekki þungar skyldur á herðar. Hann var uppá kvenhöndina eins og það er kall- að og þótti víst sannur séntilmað- ur. En ekki auðnaðist honum langt líf. Hann var aðeisn 53 ára gamall er kallið kom. Það var fátt sem Capablanca lét eftir sig í rituðu máli. „Chess fundamentals" getur kallast hans höfuðverk. Á hinn bóginn hafa verið teknar saman fjölmargar bækur með skákum hans og eitt lítið sýnishorn fylgir hér. Þar koma fram allir bestu kostir Cap- ablanca. Þetta er löng skák úr einvígi hans við Emanuel Lasker. Plássins vegna fer ég hratt yfir sögu. Þetta er líka ein þessara skáka sem skýra sig sjálfar þegar að er gáð. Capablanca nær að jafna taflið eftir byrjunina og smátt og smátt fær hann betri stöðu. Leikir hans 15. -Bb5, 25. -Rf5, 26. -h5, 27. -h4 31. -a5 og 32. -a4 láta lítið yfir sér en eru frámunalega sterkir og einkenn- andi fyrir vinnubrögð Capa- blanca. Endataflið með hrók, riddara og fjögur peð var ekki létt verk að vinna gegn jafn öflugum meistara og Lasker en með hverj- um leiknum jók Capa yfirburði sína. Eftir 43. -Hbl stendur Lask- er frammi fyrir peðstapi vegna hótunarinnar 44. -Ra5. Lasker berst hetjulega en allt kemurfyrir ekki: Havana 1921 10. einvígisskák: Lasker - Capablanca 1. d4-d5 2. c4-e6 3. Rc3-Rf6 4. Bg5-Be7 5. e3-0-0 6. Rf3-Rbd7 7. Dc2-c5 8. Hdl-Da5 9. Bd3-h6 10. Bh4-cxd4 11. exd4-dxc4 12. Bxc4- Rb6 13. Bb3-Bd7 14. 0-0-Hac8 15. Re5-Bb5 16. Hfel-Rbd5 17. Bxd5-Rxd5 18. Bxe7-Rxe7 19. Db3-Bc6 20. Rxc6-bxc6 21. He5- Db6 22. Dc2-Hfd8 23. Re2-Hd5 24. Hxd5-cxd5 25. Dd2-Rf5 26. b3-h5 27. h3-h4 28. Dd3-Hc6 29. Kfl-g6 30. Dbl-Db4 31. Kgl-aS 32. Db2-a4 33. Dd2-Dxd2 34. Hxd2-axb3 35. axb3-Hb6 36. Hd3-Ha6 37. g4-hxg3 38. hxg3- Ha2 39. Rc3-Hc2 40. Rdl-Re7 41. Re3-Hcl+ 42. Kf2-Rc6 43. Rdl- Hbl 44. Ke2-Hxb3 45. Ke3-Hb4 46. Rc3-Re7 47. Re2-Rf5+ 48. Kf2-g5 49. g4-Rd6 50. Rgl-Re4+ 51. Kfl-Re4+ 52. Kg2-Hb2+ 53. Kfl-Hf2+ 54. Kel-Ha2 55. Kfl- Kg7 56. He3-Kg6 57. Hd3-f6 58. He3-Kf7 59. Hd3-Ke7 60. He3- Kd6 61. Hd3-Hf2+ 62. Kel-Hg2 63. Kfl-Ha2 64. He3-e5 65. Hd3- exd4 66. Hxd4-Kc5 67. Hdl-d4 68. Hcl+-Kd5 - og Lasker gafst upp. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.